Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Síða 8
Útlönd Útlönd DV. FÖSTUDAGUR17. DESEMBER1982. Utlönd Útlönd Forust í leit að þýf inu Leit að rúmum 600 þúsund dollur- um, sem stoliö var úr banka fyrir sjö árum, endaöi í flugslysi í gær, þar sem létu lífið fjórir FBI-erindrekar,' einkalögreglumaður og þjófurinn. Lögreglumennimir höfðu flogiö með Carl Johnson, þann sem pening- unum stal, í leit að staðnum þar sem hann sagðist hafa falið þýfið. Voru þeir í tveggja hreyfla Cessnu, sem rakst á símastaur og hrapaði í út- hverf i Cincinnati í gær. Að þessum mönnum frágengnum veit enginn hvar peningarnir eru faldir. Johnson hafði stýrt tölvudeild Chicagobanka eins en hvarf 7. ágúst 1975 um leið og saknað var 614.850 dollara úr bankanum. Kona hans fékk hann úrskurðaðan látinn svo að hjónaband hennar yrði ógilt, en fyrr í þessum mánuði kom Johnson loks fram eftir að hafa verið í felum í sjö ár. Komdu og. finndu þorðið sem hentar ber Borð við allra hæfi, sporöskjulöguð hringformuð og ferköntuð Margar stærðir og fjölbreytt litaúrval Komdu og f inndu borðið sem hentar þér Hringið eða skrifið eftir myndalista STÁLHÚSGAGNAGERD STEINARS HF, Sendumípóstkröfi SKEIFUNNI 6 - SÍMAR 33590 - 35110 - 39555 Yfirvöld hættu ekki á að hleypa Walesa í ræðupúltið við minnisvarða fallinna "verkamanna hjá Leninskipasmíðastöðinni í Gdansk. HélduWal- esa með valdi frá fundinum — Ekkert varð af fyrirhuguðum útif undi og Walesa náði aldrei að f lytja ræðu sína Pólsk yfirvöld hindruðu Lech Walesa í fyrstu tilraun hans til þess að taka sér sína fyrri stööu sem forvígismaður verkamanna. Beittu þau hann valdi svo aö hann gæti ekki ávargað útifund- inn fyrirhugaða í Gdansk í gær. Lögreglumenn sóttu Walesa á heimili hans í gærmorgun og fluttu burt í svartri fólksbifreið. Skiluðu þeir honum ekki aftur fyrr en níu klukkustundum síðar. Þar með var komið í veg fyrir að hann gæti verið viðstaddur útifund við minnisvarða fallinna verkamanna hjá Lenínskipa- smiöastööinni. Talsmaður lögreglunnar sagði þó aö hann hefði hvorki verið handtekinn né hafður í haldi. — Engin opinber skýring var gefin á brottnámi hans. „Sem ekki var von, því að þeir vildu einungis halda honum frá minnis- varðanum þennan dag,” sagöi Danuta, eiginkona Walesa, við frettamenn. Ekkert hafði heldur oröið af úti- fundinum, sem boðaöur hafði verið í óleyfi og trássi við herlagabanniö á mannsafnaði. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað í Gdansk í gær víös vegar, til þess að koma í veg fyrir hvers kyns mótmæla- aðgerðir í tilefni af því að tólf ár eru liðin frá „matvöruóeirðunum” svo- nefndu 1970, þegar tylft verkamanna var skotin til bana. Yfirvöld höfðu varað við því að þau mundu ekki líða útifundinn sem boðaður hafði verið við minnisvaröann. Walesa hafði ætlað að flytja ræðu á fundinum og hafði látiö hana áöur í hendur fréttamönnum. I ræðunni ætlaði hann að hvetja verkamenn til þess að standa fast á réttindunum sem áunnist höfðu áður en herlögin voru leiddígildifyrir ári. Frestur mannræningj- anna rann út í nótt Forseti Guatemala, Efrain Rios Montt, sagði í gærkvöldi aö stjórn hans hefði ekki enn ákveðiö hverju svara skuli ræningjum forsetadóttur Hondúr- as. Hin 32 ára Xiomara Suazo var tekin til fanga á þriöjudaginn af mönnum sem krefjast þess aö stjómmálastefna þeirra verði gerð kunn um alla Mið- Ameríku. Veittu þeir frest til kl. hálf fimm i morgun. Sagði Montt hershöfðingi að stjómin kynni kannski að verða viö kröfum mannræningjanna um að birta í fjöl- miðlum landsins stefnuskrá þeirra en því yrði ekki svarað fyrr en fresturinn væriaðrenna út. Xiomara Suazo hefur búið í Guate- mala alla sína ævi. Hún er dóttir Roberto Suazo Cordova, forseta Hondúras, ogfyrri eiginkonuhans. Kohl vill fella eígin ríkisstjóm Helmut Kohl kanslari, sem kom til valda fyrir tæpum þrem mánuöum eft- ir atkvæðagreiðslu í þinginu, ætlar í dag að nota aðra slíka til þess að koma sjálfum sér og ríkisstjóminni frá. Er þetta liður í undirbúningi stjómarinnar til þess að efna til lands- kosninga til sambandsþingsins í vor. Ætlar Kohl sér að tapa atkvæða- greiðslu um vantraust í von um að þingkosningar færi stjóm hans aukinn meirihluta. — Til þessa sama ráðs greip Willy Brandt þáverandi kanslari árið 1972. Kohl hefur lagt fyrir þingliða stjórnarflokkanna þriggja, kristilegra demókrata, kristilega sambandsins og frjálslyndra demókrata, að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna um vantraustið í dag. Eiga því stjórnarandstæðingar einir leikinn. Fari eins og Kohl ætlar mun hann að atkvæöagreiöslu lokinni fara þess á leit við forseta V-Þýskalands, Kari Carstens, aö þing verði rofið og boðaö til kosninga 6. mars. Með þessu hyggst Kohl slá tvær flug- ur í einu höggi: Efna loforð sitt um að boða fljótt til þingkosninga og fá stað- festingu kjósenda á því að stjórn hans séþeimaðskapi. Nýjustu skoðanakannanir þykja benda til þess að bandalag hægri flokk- anna beggja megi búast viö 51,6% fylgi í kosningum færu þær fram núna. öðm máli gegnir um kosningaspár fyrir frjálslynda demókrata, sem hlupu úr stjórn Schmidts kanslara og i banda- lag með Kohl og Strauss. Þeim er spáð fylgishruni og innan við 5% atkvæða en það er lágmarkið sem þarf til þess að fá fulltrúa kjörinn á sambandsþingið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.