Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Síða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR17. DESEMBER1982. ■ Helgarblað 80síðna jólablað á morgun: „Finnst gott að borða einfaidan mat" — matreiðslumeistarinn Skúli Hansen í helgarviðtali og gefur uppskriftir að jóla- matnum. ísienski jólasveinninn er einkafyrir- tæki! Piötur ársins að mati ísienskra gagn- rýnenda. Gluggað í gömuljólakort. Tii buniní* klukkur hijórna o&- iuinjrja inn fiióarjói! Oj? ijósít krónnr ijórna Hom h-.iftri sol við sól. fóiksins. raditir rórnn hins rika lodur sor»; híirnsiijðri un cnduróma. aií.'H í t.rú op von; Er fóik hrætt við hangikjöt? Jóiahaid aidamótabarnsins. Birtir kafiar úr bréfum Þórbergs, nýrri bók Guðbergs og Einari mynd- höggvara. 32 síðna jóiabiað fyigir mánudags- b/aðiDV. Sjáaugi. b/s. 18. Menning Menning Menning Máf ur og tré Norma E. Samúelsdóttir: TRÉÐ FYRIR UTAN GLUGGANN MINN Mál og menning 1982. 48 bls. Lókast til eru máfar og kríur f uglar Reykjavíkur, þeir sem svip setja á bæjarlífið, miklu frekar en þrestir í görðum, lóan í Vatnsmýrinni, starr- ar á húsþökum. Máfur og kría koma víöa fyrir í ljóöum Normu Samúels- dóttur, staðlausir fuglar og eirðar- lausir. Og tréð sem stendur föstum rótum, mikið af laufum og limi, fyrir utan gluggann. Fyrir tveimur árum eöa þrem kom út skáldsaga eftir Normu og lýsti einu ári í lífi húsmóður í Breiöholti. Hræddur er ég um að hún hafi ekki vakið mikla eftirtekt eöa hljómgrunn á meðal-lesenda, kannski af því að menn þóttust þekkja þar fyrir enn eina sögu um allskonar algeng ókjör á ævi kvenna. Sem nóg var um bæði þá og síöan. Það er nú vísast aö Næstsíðasti dagur ársins hafi á meöal annars fjallaö um slík og þvílík málefni og jafnvel viljað leggja eitthvað frá eigin brjósti til þeirra. En þaö eru ekki frásagnarefni sögunnar, það sem á dagana dreif árið sem konan hélt dagbókina, sem eftir loða í huga manns, og varð þó bókin á sinn hátt eftirminnileg. öllu heldur var þaö ritháttur hennar með köflum sem eftir sat, einskonar ljóðrænt óþol í stílnum, ofnæm skyngáfa á allan hversdagsleikann umhverfis konuna í sögunni. I blíðu og stríðu. 1 stofu og eldhúsi, íbúð í blokk og götunni, borginni úti fyrir. Það sem á dagana drífur í sögunni er umfram allt til- Bókmenntir ÓlafurJónsson finningalíf konunnar árið um kring, innilukt í hversdeginum, og tjáir sig miklu frekar í hætti hennar að nema umhverfi og sjálft líf sitt en í atburðum hennar. Sama efni er uppi á ný í ljóðum Normu Samúelsdóttur í haust. Og ljóðin staðfesta hugboö manns úr sögunni um höfundinn, þar veröur hversdagsleikinn sjálfur vettvangur tilfinninga sem dýpra nema hinni dagsdaglegu lífsbaráttu. Jafnharðan árétta þau við lesandann skjól sem hin nýfrjálsa ljóðhefð í landi er farin að veita, það er í hennar trausti, hins formfrjálsa skynbundna ljóðmáls, sem hér tekst að gera hversdagslif, hversdagsmál að vettvangi einka- legrar reynslu og tilfinninga sem les- andi er til með, má raunar til með að láta sig varöa. En landvinningui ljóðanna liggur í sjálfum þeim hvers- dagsleika sem ortur er. Konan í ljóðunum er húsfreyja, móðir, eiginkona í Reykjavík, birt- ist lesanda í skynmyndum veruleika sem hann á auðvelt meö að tileinka sér með henni og gera að sínum. En ævikjör húsfreyju í hversdeginum, arftekinn hlutur kvenna, er ekki allt yrkisefnið, þó að Norma yrki um þessi efni minnisverð ljóð — Viltu vera svo góð, til dæmis: um lág- launakonu frá Félagsmálastofnun sem gengur í verkin húsfreyju, eöa Þessi dagur: um konuna sem klofin er af þörfinni að skrifa, skyldunni að lifa: tvöföld vaska s jaldan upp geri ekki við föt greiði hárið ekki vel geri ekkert vel. Elska ekki vel. Skrifa ekki vel. Fuglinn og tréð í ljóðunum eru vissulega hefðbundnar skáldmyndir útþrár og frelsisþarfar, heimahaga og búfestu. En um leið eru þær raunhæf- ir þættir í landslagi ljóðanna, sem fyrir víst er reykvískt landslag, en umfram allt landslag tilfinningalífs, út um glugga, inni í stofu, f jölskyldu, heimili. Það er til dæmis svona: Allt er aö springa út tréð miklu grænna í dag en í gær vorrigning Um heitar mannlegar ástríður Guðmundur Frímann: Tvœr fyllibyttur að noröan, smásögur. Útgefandi: Skjaldborg, Akureyri. Mikið er hvað mennirnir endast. Þó að Guðmundur Frímann skáld sé orðinn tæplega áttræður, sprangar hann enn um á meðal okkar, grannur og kvikur, og gefur út nýja bók ekki sjaldnar en annaðhvert ár. Og eru ekki ellimörkin á. Nýjasta afrek Guðmundar er smásagnasafnið Tvær fyllibyttur að norðan. Undirritaður er nú ekki alveg ánægður með nafnið. Þetta er bara heiti fyrstu sögunnar og gefur ekki rétta mynd af efni sagna- safnsins í heild. Auk þess saknar undirritaður litamarksins úr heitinu. Sú var tíðin að rautt og svart lékust á í nafngiftum bóka Guðmundar Frímanns, og vel hefði svo mátt verða enn. Þessi bók er nefnilega, eins og títt er í verkum Guðmundar, um heitar mannlegar ástríður, heitt, rautt, á- stríðufullt mannsblóð, ekki þar fyrir að brennivínið og aðskiljanlegar náttúrur þess komi ekki rækilega við sögu. En ástin í óteljandi tilbrigðum og furðulegustu afbrigðum er enn sem fyrr viðfangsefni Guömundar. Viðleitnin að lýsa henni og láta aöra lifa sig inn í lýsinguna eldist aldrei af honum. Guðmundur skrifar þessar sögur í samfelldum ísmeygilegum skjá- Bókmenntir Gísli Jónsson hrafnastíl, sérlega nokkuð um orðafar og stafsetningu sums staðar, en galdur frásagnarinnar liggur þó í öðru. Það er sjónarhornið, eins og einhver lærður maður kynni að segja. Frásögnin er í einhverri þess konar fyrstu persónu, að lesandinn sér höfundinn eða skynjar inni í sögunni. Fyrst þykir lesanda að vísu sem hann heyri Guömund segja frá, en síðan tekur lesandinn að skynja Guðmund sem einhvers konar aðal- persónu sagnanna. Og manni verður á aö spyrja: Hvernig hefur Guömundur Frímann haft tima og tækifæri til að upplifa þetta allt saman? Kannski hefur hann haft mörg líf eins og kötturinn? Sem sagt. Mér finnst höfuðkostur þessara sagna vera sá, hversu trú- verðugar þær verða einhvern veginn, þrátt fyrir ósennileikann eða jafnvel fáránleikann að sumu leyti. Höfundur segir mikið með orðunum sannar skröksögur sem er undirtitill bókarinnar. Við vitum að Guð- mundur er að skálda, en fyrr en varir erum við farin að trúa því að hann hafi upplifað þetta allt. Já, svona er hann Guðmundur, segjum við hissa, hann sem gengur héma um götumar, sléttur og felldur, rétt eins og við hin. En þetta er hann búinn aö reyna, þetta hefur hann upplifaö, prakkarinn að tarna. Og segir okkur ekki frá því fyrr en tæpt áttræður. Svo sem ekki að furða, þótt hann hafi leynt sumu hingað til. Já, það er mikið hvaö mennirnir endast, og hafi Guðmundur heila þökk fyrir sendinguna til þess að koma okkur enn á óvart í listrænni blekkingu. Hin umsvifamikla bóka- útgáfa, Skjaldborg á Akureyri, gefur þessa bók út í djúprauðri kápu, sem á hið besta við innihaldiö og sómirséraðöllu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.