Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Page 21
20
DV. FÖSTUDAGUR17. DESEMBER1982.
DV. FÖSTUDAGUR17. DESEMBER1982.
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Átta marka tap fyrir
slöku landsliði Svía
Svíþjóð sigraði ísland 28:20 í handknattleiksmótinu í Austur-Þýskalandi f gær
„Það þýðir ekkert að vera að leyna
því, þetta er mjög slakt hjá okkur.
Bókstaflega engin stemmning inni á
vellinum þó landsliðshópurinn sé mjög
samstilltur utan hans. Svíar unnu með
átta marka mun, 28—20, og það var
framan af síðari hálfleiknum sem þeir
tryggðu sér sigurinn,” sagði Karl
Harry Sigurðsson, einn af fararstjór-
um íslenska landsliðsins í handknatt-
leik, eftir að Svíþjóð hafði sigrað ís-
Heimsmet
Vladimir Kuznetsov, Sovétríkj-
unum, setti í gær nýtt heimsmet í
snörun í lyftingum á móti í Moskvu.
Hann snaraði 162,5 kg. Kuznetsov er
aðeins 19 ára og keppir í millivigt.
Hann bætti eldra heimsmet Alexander
Aivazyan, Sovétríkjunum, um hálft
kiló.
land á handknattleiksmótinu, sem nú
stendur yfir í Austur-Þýskalandi.
Vamarleikur íslenska liösins varð
því aftur að falli. Mjög lélegur og þeim
Kristjáni Sigmundssyni og Brynjari
Kvaran tókst aldrei að sýna sitt besta í
markinu. Sóknarleikurinn aðeins
skárri, þó ekki væri hægt að hrópa
húrra fyrir honum. Sóknamýting 44%.
Svíar eru meö sína leikreyndu garpa á
þessu móti, leikmenn eins og Hellgren,
Ribendahl og Basta Rasmussen, svo
nokkrir séu nefndir.
„Sænska liðið er alls ekki sterkt og
því var þessi leikur okkur áfall. Slakur
leikur, íslenska liðið miklu slakara en
við höfðum gert okkur vonir um. Engin
liðsheild en það er ekki svo gott að
koma auga á hvað er að,” sagði Karl
Harry.
Framan af var leikurinn heldur jafn.
Svíar þó nær alltaf með forustu. Staöan
12—10 fyrir þá í hálfleik og framan af
síðari hálfleiknum náöu þeir afgerandi
forustu. Tryggðu þá sigur sinn og juku
svo muninn í átta mörk. Olafur Jóns-
son slasaðist í leiknum. Fékk mikið
högg á mjöðmina. Ekki var þó ástæða
til að fara með hann á sjúkrahús en
læknir mun rannsaka meiðsli hans. Þá
er Gunnar Gíslason slæmur í öxl. Báðir
leika í sama hominu svo þama skapast
vandamál í þeim þremur leikjum sem
eftir eru.
Mörk Islands í leiknum skoruðu Páll
Olafsson 6, Alfreð Gíslason 4, Kristján
Arason 4, Þorgils Ottar Mathiesen 3,
Steindór Gunnarsson, Gunnar Gísla-
son og Sigurður Sveinsson eitt mark
hver. Auk þessara leikmanna, og
markvarðanna, sem áður eru nefndir,
tóku þeir Bjami Guðmundsson, Hauk-
ur Geirmundsson og Olafur Jónsson
þátt í leiknum.
I dag leikur íslenska liðið við B-lið
Austur-Þýskalands og hefst leikurinn
kl. 14 að íslenskum tíma, eða'á sama
Láttu þér líða vel á fótunum!
Reyndu NIKEjoggingskóna
þarsem hönnun oggœði
skiþta miklu mdli.
Verð kr. 367 til 694.
Póstsendum
ÍÞRÓTTABÚÐIN
Borgartúni 20.
Sími 28411.
/ mik/u
BARNAREIÐHJOL úrvali.
BB
VIVI
frá Frakklandi.
frá Ítalíu.
Aldur 3—10 ára.
Dekkjastærðir 121/2", 14" og 16".
Fótbremsa, bögglaberi, bjalla,
pumpa, keðjukassi og hjálpardekk á
12 1/2og 14" hjólum.
Litir blátt og rautt.
Varah/uta- og
viðgerðarþjónusta.
Árs ábyrgð.
Sendum í póstkröfu.
Aldur frá 6 ára.
Dekkjastærðir 20", 22", 24", 26" og
28".
Án gíra með fótbremsu, 3 gíra, 10 gíra
og ISgira.
Stráka- og stelpustell.
Litir: si/fur, blátt o. fL
l/erslunin
A4A\
Suðurlandsbraut 30, sími 35320.
tíma og leikur Islands og Svíþjóðar í
gær. íslenska liðiö leikur svo við
Rúmeniu á laugardag og Ungverja-
land á sunnudag. Þá lýkur mótinu.
-hsím.
Valsstúlkur
í ef sta sæti
— í 1. deild kvenna í
handknattleiknum
Valsstúlkuraar, undir stjóra Jóns
Péturs Jónssonar, skutust upp í efsta
sætið í 1. deild kvenna í handknatt-
leiknum í fyrrakvöld, þegar þær
sigruðu Hauka í Hafnarfirði 25—17
eftir 14—11 í hálfleik. Þá sigraði ÍR,
undir stjóra Sigurbergs Sigsteins-
sonar, lið FH sama kvöld 15—14 i
iþróttahúsinu í Hafnarfirði eftir 10—6 í
hálfleik. Mikil keppni fjögurra efstu
liðanna um íslandsmeistaratitilinn en
staðan er nú þannig:
Valur
ÍR
Fram
FH
Víkingur
KR
Haukar
Þór, Ak.
8 6
8 6
1 132—100 13
2 136—116 12
1 110—85 11
1 111—86 10
4 103—109 7
5 84—95 4
6 75—116 1
6 80—124 0
Stórsigur
hjá frönskum
— í brunkeppni kvenna
íheimsbikarnum
Franska stúlkan Caroline Attia, sem
á síðasta ári fór í stóraðgerð vegna
meiðsla á hné, sigraði í fyrstu brun-
keppni kvenna í heimsbikamum í
Sansicario á ítalíu á miðvikudag.
Fyrsti sigur Frakklands í keppni
heimsbikarsins frá þvi í desember 1981
og sigurinn var mikill. Franskar
stúlkur í fjórum af fimm fyrstu
sætunum.
Hin 22ja ára Attia sigraði á 1:24,57
mín. Claudine Ernonet varö önnur á
1:24,86 mín. I þriðja sæti varð Heidi
Wiesler, Vestur-Þýzkalandi, en síðan
komu Catharine Quittet og Francoise
Bózon í fjórða og f immta sæti.
„Hvernig stóð á því að ég sigraði?
Eg var hreint „vitlaus” þegar ég fór af
stað. 1 hvert skipti, sem frönsk stúlka
hafði lokið við að fara niður brautina
áður var það besti tíminn,” sagði
Attia eftir keppnina.
-hsím.
John Geddis
til Luton
Luton Town keypti í gær John Geddis
miðherja frá Aston Villa og Man. City
fékk Peter Bodak frá Man. Utd. Ekki
var minnst á kaupverð. Geddis hefur
leikið áður með Luton sem lánsmaður
frá Ipswich, 13 leiki og skoraði í þeim
fjögur mörk. Aston Villa keypti leik-
manninn frá Ipswich en Geddis tókst
ekki að vinna sér fast sæti í lið Villa.
Hefur þó leikið 43 leiki og skorað 12
mörk.
UEFA, Knattspyrausamband
Evrópu, hefur tilkynnt Aston Villa að
Peter Withe, enski landsliðsmiðherjinn
hjá Villa, megi leika í Evrópuleiknum
við Juventus í marz. Withe var
bókaður í ieik Villa og Penoral frá
Uruguay í leik liðanna í Tókíó á sunnu-
dag. Forráðamenn Aston Villa
óttuðust að það mundi hafa áhrif í
Evrópuleikjum liðsins og sneru sér því
tilUEFA.
rhsim.
T
Atli Hflmnrssnn — lið hans, Hameln, er nú efsi í 3.
deildínni.
Atli Hilmarsson
fékk blóðeitrun
Atii Hilmarsson hefur orðið að taka sér fri frá
æfingum með liði sínu, Hamein í Vestur-Þýska-
landi, vegna blóðeitrunar í fæti. Hann er nú á bata-
vegi en óvíst er hvort hann geti leikið næsta leik,
sem verður á sunnudag.
„Ég gat hreinlega ekki gengið. Læknarair komust
að því að þetta var blóðeitrun,” sagði Atli í samtali
viðDV.
Hameln, sem leikur í 3. deild i vestur-þýska hand-
knattieiknum, hefur gengið mjög vel á þessu
keppnistímabili. Liðið er nú i efsta sæti i norður-
deildinni, með 19 stig eftir 13 leiki.
Atli er næstmarkahæsti leikmaður liðs sins, hefur
skorað 50 mörk. Júgóslavneskur leikmaður er
markhæstur með 75 mörk. Atli kemur heim i jólafrí
eftir helgi.
-KMU.
...6-pong aðal-
greinin í Ólafsvík...
Stærsta borðtennisdeild á tslandi er ekki í Reykja-
vik eða nágrenni eins og margir gætu haldið. Sú
stærsta er i Ólafsvík, en þar er orðinn geysilegur
áhugi á iþróttinni.
Sá sem á allan heiðurinn af því er nýi íþrótta-'
kennarinn á staðnum, Stefán Konráðsson, sem er,
eins og kunnugt er, einn besti borötennismaður
iandsins. Hefur hann stofnað borðtennisdeild í
Olafsvík og eru um 100 unglingar í henni.
Stefán hefur tilkynnt að hann muni lítið sem
ekkert taka þátt í stórmótum í borötennis í vetur, og
ætlar að láta aöra um að slást þar i sinn stað. A
hann erfitt um vik að sækja mótin frá Olafsvík og
hefur hann því ákveðið að snúa sér þess meir að
þjálfun í stóru deildinni sinni þar.
-klp-
Maradona veikur
Argentinski knattspyraumaðurinn frægi, Diego
Maradona, sem leikur með Barcelona á Spáni, mun
ekki leika knattspyrau um óákveðinn tima. Við
læknisskoðun kom i ljós að hann er með lifrarsjúk-
dóm. Læknir Barcelona, Gonzalez Adrio, sagði i gær
að Maradona yrði að taka sér algjöra hvíld og ekki
vist bvenær hann gæti byrjað að leika knattspyrnu
aftur.
Maradona, sem er 21 árs og dýrasti leikmaður
heims, hcfur ekki leikið frá 5. desember. Hann
slasaðist þá í leik Spánarmeistara, Real Socie-
dad. Hjá öðrum iæknum fengu fréttamenn þar
upplýsingar að líklegt væri að Maradona mundi
ekki leika næsta þrjá mánuðina vegna lifrar-
sjúkdómsins.
-hsím.
Reykjavíkurmótinu lokið:
FRAM-STULKURNAR
URÐU MEISTARAR
— sigruðu Val 15:13 í meistaraflokki kvenna.
KR sigraði f flestum flokkum, eða þremur
Fram sigraði Val 15—13 í mjög tví-
sýnum úrslitaleik í meistaraflokki
kvenna á Reykjavíkurmótinu í
Laugardalshöll í gærkvöld: Náðu
meistaratitiinum á ný, en ÍR sigraði
nokkuð óvænt á mótinu i fyrra.
Reykjavikurmótinu i handknattleik er
nú lokið. KR sigraði í flestum flokkum
á mótinu, eða þremur. Vikingur í
tveimur, Fram, Þróttur, Armann og
Valur í einum flokki hvert félag.
Fram hafði nokkra yfirburði í fyrri
hálfleik í leiknum við Vaisstúlkurnar í
gærkvöld. Skoruðu þá níu mörk gegn
sex. I síðari hálfleiknum mættu Vals-
stúlkumar mjög ákveðnar til leiks og
fóru að saxa á forskotið.
Þeim tókst að jafna í 10—10 og ekki
nóg með það — komust yfir 11—10.
Síðan var jafnt 11—11, 12—12 og 13—13
og Valur skoraði yfirleitt á undan.
Fram-stúlkurnar heldur óheppnar
meö skot sín. Áttu mörg stangarskot.
Þegar rúmar tvær mínútur voru
eftir af leiknum komst Fram yfir 14—
13. Valur fékk vítakast en tókst ekki að
skora. Stangarskot. Fram náöi knett-
inum og gulltryggði sigurinn þegar 40
sekúndur voru til leiksloka. Skoraði þá
sitt 15. mark.
Guðríður Guðjónsdóttir bar mjög af í
Fram-liðinu og skoraði nær öll mörk
liðsins, eöa 10. Hjá Val var Erna
Lúðvíksdóttir best. Skoraöi sex mörk.
Dómarar Björn Kristjánsson og Karl
Jóhannsson. Eftir leikinn afhenti
Hákon Bjamason fyrirliða Fram,
Oddnýju Sigsteinsdóttur, verðlauna-
gripinn fagra, sem um er keppt, og
leikmönnum verölaunapeninga.
KR með flesta titla
Á miðvikudagskvöld var leikið til
úrslita í fjómm flokkum. I 5. flokki
karla sigraöi Þróttur Ármann 6—5 og í
þriðja flokki karla var einnig mjög tví-
sýnn úrslitaleikur. Ármann sigraði
VíkinglO—9.
I öörum flokki karla sigraði KR IR
nokkuð örugglega eða með 15—10 og í
1. flokki karla vann Valur öruggan
sigur á KR 23—18. I þeim leik léku
feðgarnir Bergur Guðnason og Guöni
Bergsson með Valsliðinu. Sennilega
einsdæmi hér að feðgar verði
meistarar saman. -hsím.
Þærsovésku
HM-meistarar
Stúlkurnar frá Júgóslavíu náðu ekkl að
tryggja sér sigur yfir A-Þýskalaniil í síðari
leik*smum í HM-keppninni í handknattlcík
kvenna, sem haldið var í Búdapest. Þar með
urðu þær af heimsmeistaratitlinum, sem
rússnesku stúlkumar unnu.
Rússland tapaði 13—16 fyrir Ungvcrjalandi
í sínum síðasta leik og þurftu stúlkumar frá
Júgóslavíu sigur gegn A-Þýskalandi til að
verða meistarar. Leiknum lauk með jafntefii,
17—17.
Lokastaðan í keppninni um heimsmeistara-
titilinn varð þessi:
Rússland 5 4 0 1 80-81 8
Ungverjaland 5 3 1 1 99-89 7
Júgóslavía 5 3 1 1 102-95 7
A-Þýskaland 5 2 2 1 99-89 6
Tékkóslóvakía 5 1 0 4 83-98 2
S-Kórea 5 0 0 5 112-129 0
BESTU
KAUPIH!
SG2
l
-ss====ss======ss= o
Sambyggt tæki
með
u * 9 9 9 r o ö
O rv
RK. 11.505
STG.
/HETAlTYIÍ DOLBY SVSTEM |
SG-2HB
HUÐMBÆR
HLJOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGOTU 103
SIMI 25999 - 17244
ÞÚ FÆRÐ JÓLAGJÖF ÍÞRÓTTAMANNSiNS í SPÚRTU
SKlÐAVÖRUR
Stratch skíðabuxur, allar stœrðir. Skíða-
jakkar, skiðaskór, skiðagleraugu, dúnvatt-
skíðahúfur, skiðalúffur, skíðahanskar,
barnaskíðasatt.
BORÐTENNISVÚRUR
Landsins mesta úrvai.
borðtennisborð, spaðar, yfir 20 teg., grind-
ur, Carbbonspaðar, hulstur, töskur, borð-
tennisskór, borðtennisgúmmi, 5 teg., 4
- þykktir, net og uppistöður, fatnaður, stutt-
buxur, bolir, kúlur og lim.
PÓSTSENDUM
SPORTVðRUVERSLUNIN
wmm
iMoóLFtsTturri e - sImu 12024
◦didas
SKAUTAR - SKAUTAR FÉLAGAPEYSUR
_________________ NEWYORK Stœrðir 29—45. Litir: svart og hvítt. Efni: Livarpool, Arsenal, Tottenham, Westham,
Stærðir 34—54. Einnig: töskur, boltar, regn- leður/vínil. Manch. Utd , Argentina, Lokeren, Stutt-
gallar, iþróttaskór o.fl., o.fl. gart, Ítalia, Brasilia.
INGÓLFSSTRÆTI 8,
SÍM1 12024.