Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Blaðsíða 23
DV. FÖSTUDAGUR17. DESEMBER1982. 31 Menning Menning Menning Menning Samtal er það þegar báðir láta ljós sitt skína, leiða saman orð, en þannig eru ekki góð blaðaviðtöl — og ekki heldur flestir þættir í þessari bók. Auk þess hefur Ámi þann háttinn á að lýsa sjálfur og skrifa nokkuð um viðmælanda sinn utan viðtalsins. Þetta er auðvitað alls ekki að lasta — það lyftir oft viðtalinu og lýsir það, og það gerir óþarfar nærgöngular spurningar, sem stundum spilla svörum og eru leiðigjarnar í lestri. Betra nafn heföi verið 20 viðtöl með uppistöðu og ívafi. En með þessum hætti tekst Áma oft mjög vel að komast að viömæl- endum og ná fram innihaldi án þess aö beita spurningatappatogara. Viðmælendurnir í þessari bók eru satt að segja flestir heimsóknar verðir. Þama er séra Valgeir í Ásum, Gísli á Uppsölum, Jón í Syðri- Neslöndum, Alli köttur, Sigurður Davíðsson, Bjöm á Löngumýri, Einar í Fíladelfíu, Sigurður í Kilju- holti, Hannibal Valdimarsson, Helgi Eyjólfsson, Geiri í Sjóbúöinni, Láms í Grímstungu, Gústi guðsmaður, Jón i Sjólyst og Jens í Munaðamesi og ýmsir fleiri. Þetta er mannleg breiðfylking og hnýsileg í besta lagi. Buröarásar bókarinnar eru líklega viðtölin við Bjöm Pálsson og Hanni- bal, enda eru þau langhundar en þó ekki innantómt gelt. Mörg hinna styttri viðtala standa lika fyrir sínu. Viðtölin em misgömul en engin hundgömul og sum ný af nálinni eins og viðtölin við B jöm og Hannibal. Ámi ritar oftast gott og trútt blaða- 4C Hannibal Valdimarsson og Ámi Johnsen. Ámi Johnsen heilsar Hannibal Valdimarssyni sem er einn af 20 viðmælendum hans í bókinni „Kvistir í lífstrénu”. mannámál, slétt og fellt, en þess gætir þó að hann vandar ekki málfar sitt nóg og sjási sums staðar smá- vörtur og jafnvel kýli. Eitt finnst mér að hjá Árna. Hann gerir of smátínt í kveðskap viðmælanda alveg að þarflausu. Þaö er engin ástæða til að tiunda allt vísnabull sem í mál berst. Dægurstökur em nú oftast léttvægar þótt góðar séu í erli dags, og ekki iagaðar til langlífis. Svolitla viröingu verður maöur nú að bera fyrir skáldskapnum umfram óbundiö dægurhjal eða lausyrta frásögn. Myndaefhi þessarar bókar er frábær lýsing viðtalanna, og umbrot hennar og myndanýting styttir bilið milli bókar og dagblaðs og gerir það sem fram er reitt enn aðgengilegra og notalegra í lestri. Þegar á allt er litið er Kvistir í lifstrénu hin bestu mannakynni sem munu gleðja lesendur. Og nafnið hittir í mark. A.K. Lúðvik Kristjánsson. ast í óvinnandi sjóborg, þegar mest á ríður. Verstöðvatal bókarinnar er rakið eftir skjölum, jaröabókum, prentuð- um ritum og staðfræðiathugunum og mun alltraust. Allmargar landslagsmyndir skreyta verstöðvatalið, em sumar velsnotrar, en flestar gagnslausar í rannsóknarriti sem þessu. Hér hefði þurft loftmynd af hverri verstöð og helst tekna á infrarauða litfilmu, sem oft greinir mannvistarminjar skýrar en mannsaugað. Mælingar Lúðvíks og aðstoðarmanns hans á einstökum búðum í verstöðvum, Ijósmyndir af þeim og teikningar eru góðra gjalda verðar, en engu að síður skortir úttekt á verstöövunum Bókmenntir Björn Þorsteinsson sem heild og könnun á aldri þeirra. Þekking okkar á upphafi útvegs á landi hér er mjög í molum og verður ekki bætt nema með rannsóknum á mannvistarminjum í verstöðvum. Á síöustu áratugum hafa jarðýtur og önnur stórvirk tæki eytt mörgum köflum íslenskrar atvinnu- og byggðarsögu. Fornum bæjarstæðum hefur verið eytt án þess að neitt hafi verið fengist um athuganir á aldri þeirra eöa sögu byggðarinnar. Islendingar munu allir harma bruna fornra handrita, en þeir virðast hins vegar fáir, sem skilja að allar mannvistarminjar á landi voru eru heimildir um líf genginna kynslóða, og okkur varðar um það, sem þær hafa að segja. Allar mannvistar- minjar eiga að vera friðlýstar i sjálfu sér; annað er ekki sæmandi hjá siömenntuðum lýð. — Mannvistarrannsóknir ber að gera á öllum svæðum, sem tekin eru til ný- byggðar. Hér er hvorki um kostnaðarsamar né tímafrekar framkvæmdir að ræða heldur sjálf- sagða hluti sem þrír eða fjórir sér- fræðingar gætu annast á öllu landinu. Rit Lúðvíks er glæsilegt upphaf að útgerðarsögu Islendinga, svo langt sem það nær; einn maður kemst ekki yfir allt, og hann hef ur alls ekki verið maður einsamall. Hann á sér konu, Helgu Proppé, sem hefur unniö með honum að verkinu af elju og dugnaöi. Þau hafa afrekað mikið og eru allra þakkaverð. Bjöm Þorsteinsson. Fööurland vort hálft er hafið Út er komið annað bindi hins mikla ritverks Lúðvíks Kristjánssonar um íslenska sjávarhætti, en fyrsta bindi þess kom út 1980 og hlaut mikla athygli og viðurkenn- ingu. Meginkaflar þessa bindis eru: Verstöðvatal, íslenski árabáturinn, Vertíðir, Verleióir og verferðir, Verbúðir og Mata og mötulag. í bátakaflanum eru 363 myndir, smíða- teikningar og yfirlitsteikningar báta, skýringamyndir og Ijósmyndir. Ókunnugt er, að fyrr eða annars staðar hafi því efni verið gerð viðlíka skil. Alls eru í bókinni 482 myndir, þar af milli 50 og 60 litmyndir. Bökaúfgðfa /MENNING4RSJÖÐS Skálholtsstíg 7 - Reykjavík 8***fit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.