Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR1983. 5 Sérmerking lyfja sem skertgeta ökuhæfni manna Hinn 1. janúar sl. kom til fram- kvæmda á öllum Norðurlöndunum sérstök varúðarmerking lyfja er skert geta hæfni manna til að aka bif- reiö eða stjóma öðrum vélum. Varúðarmerkingin er rauður jafn- hliða þríhyrningur sem komið er fyrir á merkimiðum eða umbúðum þeirra lyfja sem merkja þarf. Nær merkingin tU um 70 sérlyfja, auk for- skriftarlyfja lækna. Nánari upplýsingar um þessa merkingu eiga að Uggja frammi við í lyfjabúðum, biöstofum lækna og heUsugæslustöðvum og eru þeir sjúklingar sem fá merkt lyf í hendur beðnir um að kynna sér þær sem best. J.Þ. 72 eru nú á atvinnuleysisskrá á Fáskrúðsfirði. D V-m ynd Ægir. Fáskrúðsfjörður: Mikiö tímabundið atvinnuleysi Á atvinnuleysisskrá á Fáskrúðsfirði eru nú 72 manns, þar af 30 karlar. At- vinnuleysi þessu líkt er árvisst frá jól- um og fram yfir nýár þangaö til togar- amir koma úr sínum fyrstu veiðiferð- um á nýju ári. Togarar Fáskrúðsfirð- inga eru aUtaf í höfn yfir hátíðamar. Aflaverðmæti Fáskrúðsfjarðartogar- anna varð á árinu hjá HoffelU 16.919.134 og hjá LjósfelU 17.107.067 í 34 veiðiferðum hjá hvora skipi. Besta veður var um hátíðamar á Fá- skrúðsfirði. Sóttu margir áramóta- dansleik í félagsheimiUnu Skrúði. Fór hann vel fram. Rétt fyrir miðnættið á gamlárskvöld var myndað með blys- um ártalið 1982 á suðurhUð f jarðarins. Um miönættiö breyttist það svo í 1983. Háskaleg skulda- söfnun útgeröar — segir í niðurstöðum athugunar á viðskipta- skuldum við járn- og skipaiðnaðarfyrirtæki Sást það vel úr þorpinu. Brenna var í botni fjarðarins og höfðu ungUngar safnað í hana. Nú á þessu nýja ári era 90 ár síðan Búðir uröu löggiltur verslunarstaður í Fáskrúðsfirði. Þaö var árið 1893. Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar verður einnig 50 ára á þessu ári, var stofnað áriö 1933. Það hefur um áraraðir starf- rækt verslun að Búöum og er stærsti atvinnurekandi staöarins. Verður þessara afmæla minnst veglega seinna á árinu. DS/Ægir Fáskrúðsfirði. EGILL VILHJÁLMSSON HF. óskarað ráða eftirtalið starfsfólk: • SÖLUSTJÓRA Bílasala meö nýja og notaða bíla. Starfsreynsla æskileg. • STARFSMAIMN viö erlend viðskipti. Góð ensku- og vélritunar- kunnátta áskilin. • STARFSMANN við símvörslu o.fl. Hér er um hálfsdags starf að ræða. Vinsamlega hafið samband í síma 77200. Egill Vilhjálmsson hf. Egill Vilhjálmsson M Smiðjuvegi 4 Kóp Simi 77200 Simi 77720 — Skuldasöfnun útgerðarfyrirtækja við jámiðnaðarfyrirtæki, dráttabraut- ir og skipasmíðastöövar er orðin hættulega mikil við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu, — segir í niður- stöðum könnunar sem Samband málm- og skipasmiðja hefur látið gera. Könnunin náði til 23 járniðnaðar- fyrirtækja og var miðað við skuldir sem reikningsfærðar höfðu verið fyrir 30. september og vora ógreiddar 10. desember síöastliðinn. Námu skuldirn- ar tæpum 40 milljónum króna, þar af var helmingur skuldir útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja. Segir í niður- stööum að ekkert þessara fyrirtækja hafi yfir því fjármagni að ráða að það hafi bolmagn til aö standa undir slik- um lánsviðskiptum og blasi greiðslu- þrot við mörgum þeirra ef ekki verður ráðin bót á ástandinu. Athugaðar voru útistandandi viðskiptaskuldir 10 dráttarbrauta og skipasmíöastööva. Heildarfjárhæð skuldanna var 82 milljónir króna og þar af var 80% þeirra skuldir útgerðar- fyrirtækja. Þegar tillit er tekið til þess aö dráttarbrautir og skipasmíðastöðv- ar verða aö fjármagna sínar fram- kvæmdir með gengistryggðu lánsfé, sem auk þess ber háa vexti, er ljóst að þessi þróun er mjög háskaleg fyrir iðn- greinina, segir í niðurstöðum. 1 fréttatilkynningu frá Sambandi málm- og skipasmiðja segir að sam- bandið hljóti að gera þá kröfu til stjómvalda að viöskiptaaðilum járn- og skipaiðnaöarfyrirtækja og þá sér- staklega útgerðinni, verði gert kleift að standa við greiðslur fyrir þá þjón- ustu sem í té er látin. Er þá sérstak- lega átt við þær ráðstafanir sem nú standa yfir meö skuldbreytingum hjá útgerðinni. ÓEF Laugavegi30, sími 27199. RALLY CROSS ÍSCROSS Bifreiðaíþróttaklubbur Reykjavikur heldur íscross keppni á Leir- tjörn við Úlfarsfell sunnudaginn 9. jan. kl. 13.30 ef næg þátttaka fæst. Væntanlegir keppendur geta skráð sig á skrifstofu BÍKR að Hafnarstræti 18, fimmtudaginn 6. jan. kl. 20.00 — 23.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.