Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Blaðsíða 32
32
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR1983.
DÆGRAD7ÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Vel búið skrautfiskaker er stofudjásn sem á fáan sinn lika, og búriO hór ó myndinniá ekki mar^a jafningja
hérlendis. ÞaO rúmer eina 430 litra og er á stærö viö sæmilegt baðker. Á myndinni er fjölskyldan á Lauga-
bóli 2, Mosfellssveit, samankomin fyrir framan stofudjásnið. Fró vinstri: Auður Eiriksdóttir með Kristínu,
Una Björk, Hlynur, Ásdis, Lilja, Ómar Runólfsson og irski setjarinn Spóla.
MyndBH.
Mjúklega bifast
sverðplantan
Mjúklega bifast sverðplantan fyrir
hægum straumi, dökkrauöur kuðungur
skríður hratt upp þverhníptan gler-
vegginn — hverra erinda veit enginn
nema hann sjálfur. Það slær að ofan
björtu skini yfir hinn græna kynjaskóg
kabombunnar og gesturinn starir
bergnuminn á þessa austrænu furðu-
veröld vatnsins. Hann veit sem er að
þetta fagra fiskabúr er brot úr fram-
andi heimsálfu, hitastigið, gróðurinn
og fiskarnir sver sig í ætt við skóga og
síki Thailands og Kína. En hingað er
það komiö þetta örlitla brot hins aust-
ræna heims og gesturinn fyllist aðdáun
og gleði andspænis allri þessari undur-
samlegu fegurð og þokka. Svo hlýtur
hann umbun áhuga síns: gullrauður
sverðdragi líður ofurhægt, eins og and-
vari á vorkvöldi, út úr kjarri kabomb-
unnar, hann skimar í kring um sig og
augasteinarnir smáu glitra eins og
perlur úr rafi. Hóglega dregur hann
svartan brandinn eins og einmana
farandriddari á leið til burtreiða. Þetta
er varkár einstaklingur, kannski er
hann aö gæta afkvæma sinna í grennd-
inni.
r
Og hver birtist nú þama ofan til í
vatninu? Blásvartur fiskur klýfur
strauminn, afrenndur eins og thai-
lenskur hnefaleikamaður, djöf ullegur í
framan eins og leigumoröingi í Hong
Kong. Búinn er hann íburðarmiklum
sporði og uggum, sem hann ber eins og
voldugan kjólfald. Hreyfingamar eru
fjaðurmagnaðar og ógnvekjandi —
þetta er Betta Splendens, sá veraldar
frægi omstufiskur Austurlandabúa,
hvarvetna hafður í hávegum sakir
grimmdar og fegurðar.
Þetta fiskabúr er til húsa uppi í Mos-
fellssveit, vistkerfi úr fjarlægri heims-
álfu varið af þykkum glerjum og um-
vafið alúð eigandans, Ömars Runólfs-
sonar.
Ekki kastaði ég tölu á fiskabúr hans,
en fyrsta tuginn losa þau áreiðanlega
og nálgast kannski þann næsta.
Stærsta búrið tekur 430 lítra. Það er á
stærð við baðker og eiginlega er varla
við hæfi að kalla það búr — ker væri
nær sanni. Þetta er traustlega frágeng-
ið ker og það er víst eins gott, vegna
þess að því er fyrir komiö í stofunni, og
trúlega þætti húsfreyju lakara að fá
innihaldiö flóandi út yfir ábreiðuna.
Kerið er fallegt á að líta, sandurinn
hreinn og gróðurinn rótfestur þannig
að hann byrgir ekki sýn. Kuðungar eru
þama á flækingi þótt þeir fari sér flest-
ir hægt og sjálfir höfðingjar kersins,
skrautfiskarair, synda í makindum
eins og austurlenskir furstar. Sumir
em hárauðir, aðrir gulir og bláir. Líf-
ríki kersins bragar í litskrúði og fjöl-
breytni svo unun er á að horfa.
En þó ai fiskamir séu taldir
höfðingjakyns í þessu vistkerfi, þá era
aðrir þegnar þess ekki síður mikilvæg-
ir. Jurtaskógurinn skapar þá dýpt og
fjarvídd sem áhorfendur njóta og
fylgsni sem fiskarair sækjast eftir.
„Já, ég hef aUtaf haft sérstakan
áhuga á plöntunum,” segir Ómar,
æðsta yfirvald kersins, hvaö sem
fiskarair kynnu að segja um það. „Mér
finnst plönturaar alveg ómissandi
þáttur og í rauninni lítið varið í aö hafa
búr í stofum án þeirra. Ég hef líka
fengist viö ýmiss konar tilraunir í þá
átt að fá þær tU að þrífast betur, en
kranavatniö sem við höfum hér er að
sumu Ieyti óhentugt bæði fyrir fiska og
plöntur. Það er svo snautt af efnum.
Þessar lífverar þurfa ákveðið um-
hverfi við sitt hæfi, og það er auðvitað
ekki við því að búast að kranavatnið
uppfyUi ÖU þau skUyrði. Þó myndu
margir útlendingar öfunda okkur af
vatninu, því það er sérstaklega mjúkt
og margar tegundir er erfitt að fá til að
f jölga sér nema í svona mjúku vatni.”
Ömar Runólfsson ræktaði skraut-
fiska í búrum þegar á barasaldri. Á
unglingsárunum héldu hestarnir inn-
reiö sína í líf hans, og f iskarnir urðu að
þoka. En timarair liðu, Ómar festi ráð
sitt og fór að koma þaki yfir sig og
sína, og þá urðu hestarair að víkja.
Ómari fór eins og mörgum þeim sem
HaUgrímur P. Helgason minnist á hér
annprs staðar í opnunni: einn daginn
kom hann arkandi í skrautfiskabúðina
með frú sér við arm og krakka sér við
hönd og bað um að fá að skoöa nokkra
laglega fiska. Nú eru börain orðin
fimm, fiskabúrin nærri fimmtán,
fiskarair mörg hundruð.
Skrautfiskarækt er skemmtUeg
dægradvöl ungum böraum, en þeir
timar era horfnir þegar íslendingar
töldu að hún hentaði böraum eingöngu.
Hún hæfir hverjum sem er, ungum
sem öldnum, háum sem lágum. Hún
opnar iðkanda sínum guUinn veg inn í
heUIandi heima liffræöinnar og síðast
en ekki síst: skynsamlega útbúið fiska-
ker er stofudjásn sem á fáan sinn líka.
„Hængarnir
varast fram-
hjáhalcT
— segir Ómar Runólfsson
Ég haUaði dollunni í lófa mér og
horfði á kraumandi, rauögult mauk-
iö renna til, eins og urmul af örsmá-
um spriklandi sildum í nót.
— Þetta er alveg stórfurðulegt.
Hvaðerþetta eiginlega? spyr ég.
„Þetta er nú Artemia Salina, eða
saltvatnsrækja, eins og við köUum
hana stundum. Þetta er krabbadýr
og getur náö aUt að hálfum öörum
sentimetra á lengd ef hún fær að
dafna við bestu skilyrði, en hér er
hún varla nema brot úr millimetra.
Erlendis lifir hún villt í söltum stöðu-
vötnum, til dæmis í Júta. Eggin eru
svo harðger aö þau þrauka af þurrk
og hita þegar sumarsóhn þurrkar
upp stöðuvötnin, en svo taka þau við
sér og klekjast út þegar regntíminn
byrjar,” sagði Omar Runólfsson.
Hann heUti gætilega úr doUunni í eitt
búrið. Kvikt maukið seig tU botns og
greiddist sundur og varð fýrst eins
og rauögulur skýflóki, þar næst eins
og rauðgult haglél yfir blárri eyði-
mörk, að lokum birtust einstak-
lingamir út úr skýjaflókanum og
skutust sitt á hvað, trúlega frelsinu
fegnir.
„En þeir verða nú ekki fegnir
lengi,” sagði Omar, ,,því að þetta er
uppáhaldsfæða fiskanna. Lifandi
fæða af þessu tæi er nauðsynleg fyrir
seiði hrognafiskanna ef vel á að tak-
ast til, með örfáum undantekningum
þó sem nærast á grænþörungum.
Hún er líka mjög góð fyrir gotfisk-
ana. Aö minum dómi fær maöur
miklu betri fiska með svona fæði,
stærri og fallegri; það virðist vera
svo mikil næring samþjöppuö í þess-
um litlu kvikindum.’ ’
— Afsakaöu fáfræðina, en þú
nefndir gotfiska og hrognaf iska ?