Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR1983. „Fékk leiklistarbakteríuna við að sjá Kardimommubæinrí’ — segir jómfrú Ragnheiður, sumsé Guðb jörg Thoroddsen Við höfum eignast nýja leikkonu. Á jólasýningu Þjóðleikhússins sló Guð- björg Thoroddsen í gegn sem jómfrú Ragnheiður í Skálholti. Hún út- skrifaðist úr Leiklistarskóla ríkisins fyrir rúmu ári, hefur síöan leikið á Akureyri, en þetta er hennar fyrsta viðfangsefni hér fyrir sunnan. „Hvemig tilfinning er þaö að hafa unnið sigur á þessari braut þar sem svo margir eru kallaöir en fáir út- valdir?” „Mjög ánægjulegt’,’ segir Guð- björg, af vinum sínum kölluö Bauja. „Það er uppörvandi og gefur manni byr undir báða vængi að fólki hefur líkað þetta.” Þegar við förum að grafast fyrir um hvaöa sýning muni hafa smitaö hana meö leiklistarbakteríunni ber- ast böndin helst aö Kardimommu- bænum sem hún sá komung. „Eg var stórhrifin, held ég hafi séö hana fjórum sinnum. Það var ekki laust viö að eldri systir mín, Dóra, væri hneyksluö á mér því að mig langaði svo upp á svið til að vera með ífjörinu!” Guðbjörg er Reykvíkingur, en var í sveit á sumrin í Skagafirði og Homafirði, og að loknu stúdentsprófi kenndi hún einn vetur á Hellissandi. „Þú hefur kannski leikið heilmikiö ímenntaskóla?” „Nei, bara einu sinni. þaö var í Úti- legumönnunum (Skugga-Sveini) í sýningu, þar sem stúlkur léku öll hlutverkin. Eg var Haraldur, sem eignastÁstuíDal.” „Nú hefurðu leikið Ragnheiði bæði fyrir noröan í fyrra og hér syðra í vet- ur. Finnst þér hún standa þér nærri eða er hún algjör sautjándu aldar kona?” „Eg held aö konur þá hljóti að hafa verið eins og við — með sömu til- finningar, en aðrar aðstæður. Ragn- heiður var vel menntuð og fékk góða aðhlynningu hjá foreldrum sínum sem þótti m jög vænt um hana. Hún er meðvituð um stöðu sína eins og margar stúlkur í dag. Svo hefur hún skap föður síns og ætlar ekki að láta neinn troða á sér. Hún gerir uppreisn — en er ofurliði borin.” „Hvenær í leikritinu kennirðumest íbrjóstiumhana?” Löngþögn,síðan: „Sennilega þegar hún getur ekki lengur afborið að s já ekki barnið sitt. Það er aö verða sjö mánaða og er í Hruna, en hún er nánast í fangelsi í Skálholti. Þá hrópar hún á guð í örvæntingu sinni og gerir síðan mis- heppnaða tilraun til að strjúka og komast til barnsins.” „Fyrir norðan í haust varstu að leika konu, sem stendur okkur nær í tíma, Uglu í Atómstöðinni. Finnst þér aö þetta séu ólíkar konur?” , ,Að sumu leyti og sumu leyti ekki. En saga Uglu er kannski aðallega þroskasaga stúlku, sem á lífið fram- undan, saga Ragnheiöar aftur á móti harmsaga. „Að lokum, hvert væri þitt óska- hlutverknæst?” „Ekkert sérstakt, mig langar mest til að fá að prófa allt mögulegt og festast ekki í neinu sérstöku,” segir Guðbjörg — og við óskum henni allra heilla. ihh Guðbjörg Thoroddsen: Hefur túfkað alþýðustúlkuna Uglu og Ragnheiði biskupsdóttur við góðan orðstír. DV-mynd: Einar Ólason. Syomælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði ÞEIR VIUA FA LOFTIAFLAHLUT Menn halda áfram að semja eins og ekkert hafi breyst. Ákveðin er fjórtán prósent fiskverðshækkun og í kjölfarið er talaö um ellefu prósent gengisfellingu mitt í látlausu gengis- sigi. Svona kúnstir eiga sér skýringu í því undarlega og óraunverulega andrúmslofti, sem við lifum í. Fisk- verðssamningamir núna eiga sér stoð í Iiðnum tíma, þegar lítillar varúðar þurfti að gæta, og áföllum gengisfellinga var mætt með gleði- brosi á vör. í þetta sinn erum við komin nærri leiðarenda. Fiskverðs- hækkun við núverandi aðstæöur á í raun engan rétt á sér. Stjórnin situr aðeins í nokkrar vikur, eða einn eða tvo mánuði til viðbótar, og er ekki fær um að koma neinum lag- færingum við. Hún ákallar stjómar- andstöðuna ákaflega, og vill fá hana til aö skilja, að hún verði að sam- þykkja aðgerðir á þeirri forsendu að um neyðaraögerðir sé að ræða. Með þeim hætti getur stjórn án meiri- hluta setið í það óendanlega. Næsta stig er að kref jast þess að kosningum verði frestað a.m.k. um ár. Það er auðvitað ekki á valdi stjóm- arandstöðunnar að leysa óyfirstígan- leg vandamál stjórnarinnar. Þaö er heldur ekki á valdi stjórnarinnar að koma viö þeim frestunaraðgeröum, sem okkur er lifsnauðsyn á meðan komist verður að því, hvar við stöndum, og hvort hinar sífelldu hækkanir eru ekki að hrinda okkur fram af brúninni. Ljóst er að stór- felldur samdráttur þjóðartekna kallar á eitthvað allt annað en fjórtán prósent fiskverðshækkun. Það rétta í þessu máli var að fresta fiskverðsákvörðun um eitt tímabil, og Iáta það sama ganga yfir land- búnaðarvörur. Við yrðum kannski litlu nær að þremur mánuðum liðnum, en við gerðum kannski minna að því en nú að veikla hálf- lamaðan g jaldmiðil. Hér er mikið talaö um að viðhalda atvinnu, og það er rétt stefna á meðan peningar eru til að greiða laun. Við vitum að atvinnu hefur verið haldið uppi með framkvæmda- fé, sem fengið er aö láni erlendis. Atvinnupólitíkin er m.a. þáttur í því, að nú skuldar hver íslendingur um fjögur þúsund dollara, sem er hærri skuld á höfuð en i rikjum, sem lýst hafa verið gjaldþrota. Sú stefna, sem nú er fylgt, leiðir fyrr eða síðar til algjörrar stöönunar allra athafna, og þá þýðir auðvitað lítið að tala um rétt til vinnu. Hann fæst ekki nema útlendingar vilji lána okkur meiri peninga. Það verður af þeim sökum mjög forvitnilegt að fylgjast með afgreiðslu lánsfjárlaga á fyrstu mánuðum þessa árs. Á þeim sést hvaða atvinnumöguleika okkur tekst að kria út úr útlendingum. Svo höfum við alveg sérstaklcga yfir- lýstan þjóðfrelsisflokk í stjórn. Hann gengur nú betlandi meðal útlendinga til að geta haldið við kauphækkunum í landinu og fiskverðshækkunum á milli þess sem hann er að fella gengið. Sjómenn eru mjög óánægðir og ætla að funda út af þeim órétti, sem þeir telja sig beitta með fjórtán prósent hækkun á fiskverði. Þeir ætla sem sagt að funda um meiri gengislækkun. Skipin sem þeir vinna á eru velflest keypt fyrir erlent fé. Ekki minnkar skuldabagginn á þessum atvinnutækjum með fyrir- hugaðri gengisfellingu sjómanna til viðbótar þeim ellefu prósentum sem komin eru nú um áramótin. Og ekki aukast atvinnumöguleikar, hvorki á sjó eða á landi. En það á að halda áfram að rífast um köku, sem ekki er til lengur. Það á að munda hnífana og sneiða með þeim það sem í reynd cr bara loft. Nær væri að fólk sneri nú bökum saman og byrjaöi að herða á ólinni, og tæki jafnvel við launalækkunum þegjandi og hljóðalaust, þó ekki væri til annars en freista þess að fleyta okkur yfir árið 1983, sem verður að öðrum kosti eitthvert versta kreppu- ár, sem f jölmargir í þessu landi hafa lifað. Nóg er af prósentustofnunum og útreikningsmiðstöðvum til að leið- rétta kaupgjaldsmálin strax og fer að rofa til aö nýju. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.