Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Erjurnar í Austurlöndum nær Nýja áriö gekk í garö í Líbanon meö friðsömustu áramótum, sem höfuðborgarbúar þar hafa upplifað lengi, en bardagar voru í Trípólí milli stuðningsmanna og andstæð- inga sýrlenska herliðsins. Viðræður standa yfir milli Israels og Líbanon, þar sem aöilar eru þó ekki ásáttir um hvað ræöa skuli, en eru samt fyrstu þreifingamar til þess aö semja um brottför ísraelska innrásarliðsins. — Jafnframt eru vaknaðar vonir um að á þessu ári muni hefjast alvöru- samningaviðræður um allsherjarfrið í Austurlöndum nær, byggðar á til- lögum araba og Bandaríkjamanna frá þvííseptember. Áframhaldandi bardagar á helstu ófriðarsvæðum heims, pólitískur ásteytingur og daprar efnahagshorf- ur víðast um heim gefa til kynna að óriö 1983 verði lítiö skárra en áriö 1982 reyndist vera. Þó þykir glitta í einhverjar friðar- vonir í Austurlöndum nær og Pól- verjar sjá fram á aö létt verði af að minnsta kosti að nokkm þeirri frels- issviptingu, sem þeir urðu aö búa vif/ síðasta árið. Sama þráteflið í Afghanistan I Afghanistan gáfu skæruliðar það áramótaheit aö halda áfram árásum sínum á opinberar stofnanir og lepp- stjórn Babraks Karmals. Þeir gerðu sér dagamun milli hátíðanna vegna þriggja ára afmælis innrásar Sovét- manna meö meiriháttar árás á flug- völlinn í Kabúl og fleiri stærri flug- velli landsins. Jafnframt gerðu þeir höfuöborgina nær rafmagnslausa. Virðist þar bíða Andropovs hins nýja leiðtoga Sovétríkjanna ærið verk- efni, sem hann hefur tekið í arf frá fyrirrennara sínum. Má vera að 1983 eigi eftir að sannreyna spádómana um að Afghanistan verði Sovétmönn- um ámóta erfitt og Víetnam var Bandaríkjamönnum. Málamiðlun hafin í Persaflóastríðinu Annað hálfgleymt stríð, sem háö hefur verið við Persaflóann milli Irans og Iraks síðustu tvö árin, veld- ur nágrönnunum sívaxandi áhyggj- um. Eru þeir byrjaðir tilraunir til þess að miðla málum. Utanríkis- ráöherra Alsír byrjar nýja áriö strax með heimsókn til Irans en þaðan er förinni heitið til Iraks með tillögur um hugsanlegar viðræður stríðsaðil- anna. Herlögum afiétt í Póllandi Rétt áður en gamla árið haföi runnið sitt skeið var herlögunum af- létt í Póllandi, en gæti svo farið að allt árið 1983 liði einnig svo aö Pólverjar þyrftu að búa undir ýmsum ákvæðum þeirra. Augljós- ustu merki herstjórnarinnar eru horfin, eins og vegatálmar og bryn- vagnar á torgum og gatnamótum stærstu borganna, og færri hermenn sjást á varðgöngu um strætin. önnur minna áberandi tök hennar hafa verið færö á hendur hinni borgara- legu löggæslu, eins og takmarkanir á verkalýðsstarfsemi. Dimmar efna- hagshorfur I Evrópu, Suður-Ameríku og Austurlöndum fjær munu efnahags- málin setja mark sitt á nýja árið. I Evrópu spá sérfræðingar Efnahags- bandalaginu erfiðu ári, og háttsettur brasilískur embættismaður fullyrti að land hans yrði gjaldþrota ef ekki fengjust ný eriend lán fyrir mars- byrjun og greiðslufrestur á gömlum skuldum. Brasilía skuldar oröiö 89 milljarða Bandaríkjadala í erlend- um lánum. I Singapore bjó Lee Kuan Yew forsætisráðherra þjóð sína undir aö á nýja árinu kæmist hag- vöxturinn niður í það minnsta sem hann hefur verið í mörg ár. Hagfræðingar í Brussel spá því að gjaldþrot og atvinnuleysi muni aukast á nýja árinu hjá aðildar- ríkjum Efnahagsbandalagsins. Á Andstœðingar gegn kjarnorkuvopnum og friðarhreyfingin létu mjög að sér kveða é liðnu éri og fyrirsjánlega mun érið 1983bera keím afþvi. LÍTIL BJARTSÝNI FYRIR ÁRIÐ1983 Hittast Reagan og Andropov? Sem gamla árið stefndi áleiöis í aldanna skaut varð ljóst aö vopna- takmarkanir og kjamorkueldflaug- ar mundu verða efstar á dagskrá í samskiptum stórvelda austan- og vestan jámtjalds. Hugmyndir eru á kreiki um að Reagan Bandaríkjafor- seti og Andropov leiðtogi Sovétríkj- anna muni hittast á árinu, og hefur Andropov lýst því yfir einmitt nú um áramótin að haiui hafi góða trú á því að slíkur fundur gæti bætt sambúð austursogvesturs. Moskva hefur aö vísu í leiðinni sakaö vesturveldin um aö spilla „detente”, þíðunni margfrægu, í samskiptum austurs og vesturs, en um leið lagt áherslu á friðarviðleitni sína og vilja til þess að draga úr hættunni á kjarnorkustyrjöld meö því að draga úr vígbúnaöarkapp- hlaupinu. Hið síðamefnda þykir flestum koma illa heim við þá stefnu, sem Sovétstjómin hefur fylgt í hermálum, eöa í nábýli sínu viö ríki eins og Afghanistan og Pól- land. Enda er skýrt tekið fram í ára- mótaboðskap Moskvu að jafnhliöa viðleitni til þess aö draga úr vígbúnaðarkapphlaupinu muni Sovétstjórninhalda „verðisínum”. Lítil eining íAfríku I Afríku sagði framkvæmdastjóri Einingarsamtakanna, Edem Kodjo, að nýja árið fæli í sér meiri vonir um samheldni landa svörtu álfunnar, eftir að mistekist hefur tvö ár í röö aö halda ársþing samtakanna vegna djúps ágreinings, sem „næstum hafði klofið álfuna”. Ekki örlar þó á að sambúö svörtu lýðveldanna við Suður-Afríku batni og nýir örðugleikar sýnast í uppsigl- ingu innan Zimbabwe bæði milli fyrri samherja í þjóöernisbaráttu blökku- manna og eins milli stjómar Mugabés og talsmanna hvíta minni- hlutans. Helstu vonir bundnar við hugsanlegan fund Reagans og Andropovs Með afnémi herlaganna i Póllandi hefur fækkað brynvörðum vögnum og heriiðiá strætum helstu borga, en ýmis önnur minna áberandi merki herlagastjórnarinnar verða áfram i gildi. greinda framleiösluþætti fýrir aö bregöast vonum. Efnahagsbata spáð í USA I Bandarík junum spáði viðskipta- og verslunarmálaráðuneytið því að flestir þættir bandarísks iðnaðar mundu rétta úr kútnum á nýja árinu, þótt ekki næðu þeir mestu góðæmm fyrri tíma. Tekur þessi spá til bíla- iðnaöarins, stáliöjunnar og byggingaiðnaðar og yfir heildina er spáð efnahagsbata á árinu 1983 í Bandaríkjunum. Pólitískar sviptingar í Evrópu Á stjómmálasviðinu ganga Finn- land, Spánn og Vestur-Þýskaland til móts við nýja árið með nýjum ríkis- stjórnum, sem í V-Þýskalandi á þó eftir að ganga undir nýjar þing- kosningar með vorinu. Nýja árið byrjar með nýrri fiskveiðideilu innan EBE, þar sem Danir standa fast á kröfum sínum um hærri fiskveiðikvóta á makríl- miðum Breta og reisa þær á heföbundnum fiskveiðum sínum í gegnum mannsaldra. Svo kann eð fara að Andropov leiðtogi Sovótríkjanna og Reagan Bandarikjaforseti hittist á nýja árinu. síðustu mánuðum hafa fengið æ meiri hljómgmnn þeir sem tala máli sérstakra vemdunaraðgerða til þess að draga úr innflutningi og vemda innlendan iðnað. Þykir það ekki spá góðu um örvun verslunar og við- skipta í milliríkjaverslun í heimin- um. Heyrist nú sagt að fyrri spár um 1% hagvöxt áriö 1983 hjá EBE séu alltof bjartsýnar. Erich Honecker leiðtogi Austur- Þýskalands upplýsti að mikið vantaði á að land hans hefði náð settu marki á gamla árinu í efna- hagsmálum, og gagnrýndi hann ótil-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.