Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR1983. 13 Frá Litla-Hrauni. „Slík lyf eru ekki notuð innan þessarar ^ stofnunar nema geðlæknar skipi sérstak- lega svo fyrir. . ..” hversu lágkúrulegur slíkur frétta- buröur í eðli sínu er. Reglur um lyfjameðferð Hér veröur heldur ekki gerö tilraun til aö svara í einstökum atriöum þeim fjarstæöum sem fram hafa komið varðandi lyfjameöferö á Vinnuhælinu aö Litla-Hrauni. Viö höfum í einstökum tilfellum talið okkur vita hverjir hafa skrifaö hin ýmsu lesendabréf og þá að sjálf- sögöu opnað skýrslu viðkomandi. Viö höfum s júkraskrá, f jölskyldusögu og fleira við aö styöjast í þessu efni, en vegna trúnaöar viö fanga og fjöl- skylduna, jafnvel þó aö hún veitist að þessari stofnun, getum við ekki svarað. Varöandi lyfjameöferö í aöalatrið- um vil ég taka f ram eftirfarandi: I. Lyf eru hér aðeins notuö sam- kvæmt gildandi ven ju í læknisfræði. II. Lyfin eru notuð samkvæmt feng- inni reynslu meö tilliti til ávana- myndunar. En stööugt eru þessi mál í skoöun og athugun, einmitt meö til- liti til þessa. Þaö hefur þannig komiö í ljós að lyf eins og vah'um og skyld lyf hafa í einstaka tilfellum reynst áhættusöm í notkun vegna þess að einstaklingur getur ánetjast lyfinu. Slík lyf eru því ekki notuð innan þessarar stofnunar nema geölæknar skipi sérstaklega svo fyrir. Til er í dag flokkun lyfja meö tilhti til ávanamyndunar. ffl. Meginstefna varöandi lyf er aö gera einstakhnginn hæfan til þess aö taka þátt í vinnu og störfum stofnunarinnar. Sú stefna sem nú ríkir í lyfjameðferö á stofnuninni hefur leitt til þess að lyf eru notuö í mun minna mæli en áöur var. IV. Meðferðin miðast nú fyrst og fremst viö atferlislega aölögun og aukinn skilning einstaklingsins á sjálfum sér og högum sínum. V. Meðferöin byggist á svokallaöri Reality therapy og Behavioral therapy. Undirritaöur vih aö marggefnu tUefni taka fram aö innan þessarar stofnunar ríkir svokölluð mannúöar- stefna. Viö dæmuin ekki dæmda menn. Viö reynum aö mæta sér- hverjum einstaklingi eins og hann er, skUja hann og skapa honum hér þau þróunarskUyrði sem best viö kunnum. Okkur er ljóst aö hér eigum viö oft viö mikil vandamál aö fást enda hefur þjóöfélagið valið þá menn hér tU vistar sem aö þess dómi hafa sýnt hegöunareinkenni sem þjóðfélagið ekki þolir. Þetta er hin al- menna regla þjóðfélagsins, en hér ríkir reglan aö líta á einstakhng sem einstakling með þarfir og skyldur. Brynleifur H. Steingrímsson, yfirlæknir, Vinnuhælinu Litla-Hrauni. r búa. Eg á viö nýjar reglur um lóöa- úthlutun við Grafarvog. — Athugum þaö mál nánar. Ekki dreg ég í efa að þeir 500 byggjendur fyrirhugaðra einbýlishúsa við Grafarvog sem eiga eftir að njóta hagstæðra kjara varö- andi greiðslu gatnageröargjalda verða ánægöir meö sinn hlut. Þeir gera samning viö borgina skv. tiUög- unum um aö greiða gatnageröar- gjaldið í áföngum, fyrstu afborgun 1983. En viö hin 84 þúsundin njótum ekki þessa margrómaða hagræöis. Við eigum eftir aö súpa af því seyðið, því þaö mun skeröa tekjur borg- arinnar af gatnagerðargjöldum árin 1984 og 1985. Ástæðan er sú aö hluti gatnageröargjalda þessara 500 ein- býlishúsalóða verður þegar greiddur og eyddur þegar að því kemur að borgin á aö gera lóðirnar 500 byggingarhæfar. Almenn þjónusta borgarinnar árin 1984 og 1985 mun því enn dragast saman. Misvægi málaflokka Til þess að glöggva sig á þeirri „Lækkun fasteignagjalda kemur þorra fólks ekki til góða svo neinu nemur. ...” stefnumótun sem felst í fjárhags- áætlun meirihlutans er nauðsynlegt aö líta á hlutfallslega hækkun fjár- muna sem veitt er til einstakra málaflokka. Þegar þaö er gert kemur í ljós aö hér er á ferðinni allsérkennilegt frumvarp. Fjárveitingar til fræðslu- mála, heilbrigöis- og hreinlætismála, félagsmála, lista, útiveru og íþrótta hækka aö meðaltali um 44%. I heild ná þessir málaflokkar því ekki áætlaðri 50% veröbólguhækkun á næsta ári. Meðaltalshækkun til gatnagerðar og skyldra mála er hins vegar 105%. Já, það er staðreynd aö skv. frum- varpinu á að verja mn 70% hærri upphæð í malbik en til allra annarra þjónustuþátta borgarinnar saman- lagöra. Er þetta eölileg skipting aö ykkar mati? Er þaö rétt stefna aö draga úr og hækka gjaldtöku á almennri þjónustu við borgarbúa, þegar fyrirsjáanlegur er sam- dráttur lífskjara almennt? Gervigras og bílageymsla Stefna meirihlutans verður enn ljósari sé litið á fjárveitingar til framkvæmda. Hvernig líst ykkur á aö verja 10 millj. í ár og 9,5 millj. næsta ár í að leggja gervigras á völl í Laugardalnum á sama tíma og 9 millj. á að verja til bygginga nýrra dagvistarheimila? Finnst ykkur allt í lagi aö eyöa 6 millj. í að byggja bílageymslu fyrir 13 bíla í húsi sem á aö rísa viö hliðina á Hótel Borg? Sennilega sláum við þarna heimsmet í dýrum bílastæðum því kostnaöur á bílastæði verður á viö verö á 2—3ja herb. íbúð. Á sama tíma er áætlaö að verja 3,7 millj. til byggingar leiguhúsnæðis. I fjárhagsáætluninni er aö finna ótal mörg fleiri dæmi en hér hafa verið rakin um hvaöa verkefni þaö eru sem forgang eiga aö hafa á komandi ári, að mati meirihluta borgarstjórnar. Sú forgangsrööun er í grundvallaratriðum í andstööu viö hugmyndir okkar í Kvennafram- boðinu um mennskara umhverfi, aukna samábyrgð og bættan hag kvenna og barna í borginni. I þessari fjárhagsáætlun eru fyrst og fremst hagsmunir þeirra sem meira mega sín látnir sitja í fyrirrúmi. Svar mitt viö spumingunni um hvort fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir áriö 1983 beri vott um brenglað verömætamat er því hiklaust játandi. Við, fulltrúar Kvennaframboös í borgarstjórn, munum því bera fram ýmsar breytingartillögur viö frum- varpið á fundi borgarstjómar á fimmtudag. — Ég vil hvetja ykkur, lesendur, að mæta á pallana í Skúla- túni 2 og fylgjast meö umræðunni um hvernig fjármunum okkar veröur varið í ár. Þaö er mál, sem kemur okkur öllum við. Þaö er hagsmuna- mál okkar allra. Guörún Jónsdóttir, borgarfulltrúi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.