Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Blaðsíða 33
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR1983.
33
/ DÆGRADVOL
DÆGRADVOL
DÆGRADVÖL
ff
Betra að hafa
búiin stór”
— segir Hallgrímur P. Helgason
faerandi hendi.
MyndBH.
Vegur skrautfiskaræktarinnar vex
með ári hverju, og nú er búið að
stofna þróttinikið félag íslenskra
skrautfiskaáhugamanna, sem meðal
annars gefur út fróðlegt fréttabréf
og heldur upp kynningarstarfsemi.
Hallgrímur P. Helgason á sæti í rit-
nefnd fréttabréfsins og hefur löngum
fengist við ræktun skrautfiska. Hann
rekur verslunina Dýraríkið, sem
annast dreifingu á hvers kyns gælu-
dýrum og því sem þau þurfa við á
heimilum.
„Það er tiltölulega mikið úrval til
af fiskum í landinu,” segir Hallgrím-
ur, „heppilegast er byrjendum að
verða sér úti um gúbía. Það eru al-
veg sígildir fiskar, auðveldir með að
gera og harðir af sér. Úti í löndum
eru til menn sem leggja kannski 100
búr undir þessa fiska. Þeir eru að
hreinrækta viss afbrigði, fá fram
viss litbrigði eða lögun sporðs og
ugga. Gúbíarnir hafa ívið fleiri litn-
inga en maöurinn og ég held að ekki
nærri allir séu kunnir. ”
— En hvað er nú hyggilegast aö
passa upp á þegar mann langar til aö
fjárfesta í fögru búri og nokkrum
fiskum, en kann lítið fyrir sér í
'fræðunum?
„Fyrst af öllu mega menn ekki
brenna sig á því að kaupa of lítið búr,
helst ekki minna en 40 lítra. Fiskar
þurfa sitt lífsrými og því stærra sem
það er því betra fyrir fiskinn og því
minni umhiröu þarfnast búrið. Það
liggur við að ekkert þurfi að líta eftir
mjög stórum búrum, og eins og þú
veist er enginn þörf að passa upp á
Þingvallavatn og fiskana í því. Það
er líka firra að þaö sé nauösynlegt að
hirða búriö einu sinni í viku eöa oft-
ar, eins og sumir halda. Með réttri
kunnáttu og réttum aðferðum þurfa
menn alls ekki að standa í stöðugum
hreingerningum. Einnig mega menn
vara sig á því að gefa fiskunum of
mikinn mat. Þá rotna leifarnar og
menga vatnið, rétt eins og hverjir
aðrir öskuhaugar.”
— Það er þá margt sem þarf að
varast.
„Já, en fyrir hvern þann sem eitt-
hvað gefur sig að þessari dægradvöl
verður þetta ekkert vandamál, sér-
staklega ef hann leitar sér upp-
lýsinga og leiðbeininga þegar hann
finnur aö þess er þörf, og þá hafa
menn líka ómælda ánægju af skraut-
fiskaræktinni. Oftsinnis hefur maður
séð litla stráka sem eru aiteknir af
þessu. Svo hverfa þeir af sjónarsvið-
rnu á unglingsárunum, en viti menn:
eftir nokkurra ára bil birtast þeir
aftur með eiginkonu og barn og biðja
um búr af hæfilegri stærð og nokkra
vel upp alda gúbía! ”
gy.-.gR
Skrautfiskar
Baldur Hermannsson
„Já, hrognafiskamir fjölga sér
með hrognum, en gotfiskamir hafa
það eins og karfinn: seiðin koma full-
sköpuð úr kviði móöurinnar. Svo em
til fiskar af ætt síklíða, sem geyma
seiðin í kjafti sér og þá köllum við
stundum kjaftaklekjara. Það ber við
að móöirin sleppir þeim út úr k jaftin-
um til þess að skoða heiminn, en þau
em nú ansi snögg að snúa heim aftur
í móðurkjaftinn, litlu greyin, ef þau
verða fyrir styggö. ”
— Ja, það er eitt og annað sem
náttúran lumar á.
,Jivo er einn skrautfiskur sem hef-
ur þann háttinn á að hrygnan geymir
í sér sviiin úr hængnum og nýtir þau
til frjóvgunar á nokkurra vikna
fresti, eftir því sem henni býður viö
að horfa. Hún getur geymt svilin í
hálft ár og gotið 4—5 sinnum á þess-
um tíma, án þess aö vera með hæng.
Fjölbreytni skrautfiskalífsins er
óendanleg. Hérna séröu nú fæðingar-
deildina mína. Þarna er hrygnan á
sveimi í sérstöku hólfi. Undir henni
er grind og gegnum grindina detta
svo seiöin þegar þau koma úr henni.
Annað er óömggt, því að mamman
liggur á því lúalagi aö gleypa af-
kvæmin sín.”
— En stelast ekki seiöin upp í
gegnum grindina til þessarar vondu
mömmu?
„Nei, þau skynja furðulega fljótt
fólskuna í kellu og hrökkva frá
henni.”
— En þessi blásvarti djöfull sem
vokir þarna eins og mannýgt naut í
haga?
„Betta Splendens heitir hann á
latínu og þetta er stórmerkilegur
fiskur. Hann er bardagafiskur. I
Thailandi nota menn hann til þess að
berjast í einvígum, og menn veðja
hiklaust eiginkonum og fasteignum á
sinn fisk, svo mögnuö er spilafiknin
kringum þessa fiska. Hann andar
ekki meö tálknum, heldur hefur hann
sérstakt völundarhús í höföinu, al-
sett æðum, og þar vinnur hann súr-
efniúrloftinu.”
— Urloftinu?
„ Já, hann skýst upp á yfirborðið til
þess að ná í loft. Hann er dagfarslega
friðsemdarfiskur, nema gagnvart
hængum sömu tegundar. Hann ræðst
á þá umsvifalaust og þá er barist uns
yfir lýkur. Satt að segja er hann
dálítið illvígur við hrygnuna og tekur
í lurginn á henni ef hún er ekki til í
tuskiö. En það eru til síklíðutegundir
sem engu eira í kringum sig, ekki
einu. sinni kuðungaskinnunum sem
skreiðast um á botninum. Yfirleitt
má segja að þetta séu nú fordóma-
lausir og umburðarlyndir fiskar sem
ég er með núna, en þú hefðir átt að
heimsækja mig fyrir þremur árum,
þá var ég með herjans mikla ribb-
alda. Þar á meðal var Jack
Dempsey, heitinn eftir boxaranum
fræga. Cichlasoma biocellatum heit-
ir hann annars á fræöimálinu, afar
skemmtilegur umdæmisfiskur sem
vill hafa sitt eigið svæöi út af fyrir
sig. Þannig fiskar eru harðvítugastir
meöan þeir eru aö hrygna. Þá eru
þeir vísir til aö róta öllu til í kringum
sig, ryðja burt steinum og rífa
gróöurinn upp með rótum til þess að
geta betur fylgst með ferðum óvin-
anna. Vísindamenn hafa rannsakað
skrautfiskana til þess að kynnast
hegðun iifveranna og þar er mý-
margt áhugavert að finna. Það eru
til dæmis síklíðufiskar sem lifa í
hjónabandi eins og mannfólkið.
Hængarnir varast allt framhjáhald
og stundum læsa hjónin kjöftum
saman ástúðlega, eins og til að
kanna styrkinn.”
— Það er þá sennilega bara mann-
bætandi að hafa þessi dýr til sýnis í
stofunni heima hjá sér?
„Þess vegna. Skrautfiskarækt er
óviðjafnanlega heillandi dægradvöl,
en hún er aö sumu leyti hagnýt lika.
Það er til dæmis til skrautfiskur sem
er svo næmur á veðrabrigði að hann
varar alltaf við kröppum lægðurn.
Svona fiskar eru til hér á landi, og
það hef ég f yrir satt aö þeir hafi orðið
óðir og uppvægir fyrir fárviðrið sem
skall yfir helgina næst á undan jólun-
um.”