Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Blaðsíða 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR1983. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Konfekt frá útibússtjóra Á fimmtudaginn milli jóla og nýárs sagði ég frá þvi að Iðnaðarbankinn hcfði gefið starfsmönnum sinum norskt konfekt í jólagjöf. Nú hefur komið í ljós að þessi frásögn var röng. Bankastórnin skýr- ir svo frá að útibússtjórinn í Háaleitisútibúi hafi gefið starfsfóiki þar norskt konfekt á eigin kostnað. Broste opnar útibú Þeir sem hafa heyrt getið um bjartsýnisverðlaun Broste, síðan forseti Isiands heimsótti Danmörku fyrir tveim árum, vita sjálfsagt minna um að þetta danska fyrirtæki rekur veruleg við- skipti við okkur skeggja. Það selur okkur hráefni og hjálparefni til iðnaðar og ætlar nú að hasla sér vöil á fleiri sviðum, sérstaklega er viðkoma aðföngum fisk- iðnaöarins. Þessa dagana er Breste - umboðið hf. að opna kontór við Siðumúlann í höfuðborg- inni, en framkvæmdastjóri þess er Sigurður Hannesson. Hann hefur starfað að sölu- málum hjá Hildu hf. árum saman, en auk þess hefur hann lagt gjörva hönd á þjálf- un og dómgæslu í knatt- spyrnu og handknattleik. Vill aftur á þing Það hefur kitlað ýmsa fyrr- verandi þingmenn i Alþýðu- flokknum að reyna aftur að brjóta þingmúrinn. Eða svo hefur heyrst í tengslum við prófkjör flokksins. Gunnlaugur Stefánsson hefur hug á að verma á ný stól á Al- þingi. Bjarni Guðnason hefur náð lengst, í 3. sæti á lista fiokks- ins í Reykjavik, sem nú er uppbótarsæti. Jón Ármann Héöinsson lýsti áhuga á prófkjörsþátt- töku á Norðurlandi eystra, en skilaði ekki framboði. Hann var um tíma uppbótarmaður af Reykjanesi. Arftaki hans í uppbótarsæt- inu þar, Gunnlaugur Stefáns- son guðfræðingur, sem sat í því um skamma hríð, ætlar hins vegar að standa við hótanir sínar um að taka nú þátt í prófkjöri Alþýðuflokks- ins þará Nesinu. Nú um miðjan vetur eru fleiri að búa sig undir pylsu- vagnarekstur. Einn sækir um leyfi fyrir vagni við Kjörgarð á Laugavegi. Annar vill fá leyf i fyrir að hafa vagn hér og þar, ýmist á Laugavegi 21, á Miklatorgi eða hinum og þessum stöðum öðrum. Hann hiýtur eiginlega að vera á hjólum. Vaxandi stétt á gangstétt Stétt pyisusala í Reykjavík er ört vaxandi og ekki vonum : fyrr, því einfaldari og auðveldari bissness er víst ekki til en að kaupa lager að | morgni og ieggja gróðann inn að kvöldi. Eftir bestu vitund eru pylsuvagnar í höfuðborginni nú að minnsta kosti sjö. Að vísu er hæpið að þeir séu allir vagnar, þótt þeir séu vagnar, , því undir suma vantarhjólin. Do-remifaso Loksins hefur Sjónvarpið eða LSD fundið upp á efnis- gerð fyrir alþjóðlega keppni þar sem við hljótum að sigra. Það á að efna tii einsöngvara- keppni og hún á að tengjast fjölþjóðlegri einsöngvara- keppni í Skotlandi. Ekki vantar okkur hljóðin. Þá er ætlunin að efna aftur til sönglagakeppni í svipuð- um dúr og í hittifyrra, þó eitt- hvað f rábrugðinnar. Konur fram á Norðurlandi vestra? Þótt líklega séu konur á Akureyri því fráhverfar að hella sér sérstaklega út í landsmálapólitíkina eins og bæjarmálapólitikina, að sinni, cru aðrar norðlenskar konur sagðar heitar. Þær eru reyndar á Norðurlandi vestra, nánar til tekið í Skagafiröi. Skagfirsku konurnar voru ekki jafnherskáar og þær j akureyrsku við sveitar- I stjórnarkosningarnar í fyrra. | Og pólitísk ábyrgð hvilir þvi ekki eins þungt á þeim cnn sem komíö cr. Sumnm þeirra, að minnsta kosti, þyk- ir sem það megi gjaman breytast og cra til í slaginn nú. Umsjón: Herbert Guðmundsson Kvikmyndir Kvikmyndir Bíóhöllin — Sá sigrar sem þorir Hrifningaróður til SAS Heiti: Sá sigrar sem þorir (Who Dares Wins) Leikstjóri: lan Sharp. Handrit: Reginald Rose, eftir sögu George Markstein. Kvikmyndun: Phil Meheux. Tónlist Roy Budd og fleiri. Aðalhlutverk: Lewis Collins, Judy Davis, Rich- ard Widmark, Edward Woodward og Robert Webber. Það þarf ekki að vera með miklar getgátur um hvar höfundar Who Dares Wins hafa fengið hugmyndina að efnivið þessarar myndar. Fyrir um það bil tveimur árum tókst breskri sérsveit að freisa gísla úr höndum hryðjuverkamanna í íranska sendi- ráðinu í London. Varð þessi sérsveit breskra hermanna fræg fyrir árangurinn og nafn hennar SAS (Special Air Service) þekkt um allan heim og eru Bretar að sjálfsögðu mjög ánægðir með tilurð hennar og árangur. En til að gera kvikmynd um atburð er likist raunveruleikanum verður að krydda myndina miklum skáld- skap í leiðinni og þar fer allt í vit- leysu í Who Dares Wins. Söguþráður- inn er um töku ameríska sendiráðs- ins og lýsing á þeim persónum sem koma fram í myndinni er óskaplega þunnur þrettánai og j rauninni er allt gert til að þáttur SAS í aðgerðinni líti nógu vel út í augum áhorfandans, þar sem miklu ofbeldi er beitt, og allt gert til að sverta hryðjuverkamenn- ina sem mest og gera þá í rauninni að krakkabjálfum sem vita ekkert hvað þeir eru að gera, heldur láta að stjórn erlendra ríkja sem sjá hag sinn í því að styrkja þá með peninga- gjöfum. Fengur hryðjuverkahópsins í ameríska sendiráðinu er ekki af lak- ara taginu, bandarískir ráðherrar og hershöfðingjar, sem allt í einu eru orönir miklir friðarsinnar og skilja ekkert í þeirri vitleysu krakkanna að halda að þeir muni nota kjarnorku- vopn til stríðsátaka, jafn friðelsk- andi menn og þeir eru. En endir myndarinnar kemur ekki á óvart eftir því sem á undan er gengið. Allir hryðjuverkamennirnir eru drepnir og finnst öllum sjálfsagt að svo sé farið með þá, en þaö furðu- lega skeði að þrátt fyrir innrás SAS - sendiráðið, þar sem hryðjuverka- menn héldu hóp af fólki í gíslingu og voru vel vopnum búnir, tókst þeim ekki að fella neinn gísl eða hermann aö ég gæti komið auga á fyrir utan einn, sem féll fyrr í myndinni. Og þegar hlutirnir eru einfaldaöir svo fyrir hinn almenna áhorfanda er ekki að sökum að spyrja að dýrðarljómi SAS eykst enn með slíkri mynd og þótt herdeildir sem slíkar eigi sjálf- sagt rétt á sér finnst mér óþarfi að gera einhverja dýriinga úr þeim eins og gert er í Who Dares Wins. Aðalhlutverk myndarinnar er í höndum tveggja mjög svo ólíkra leikara. Lewie Collinsleikurforingja í SAS. sem smyglar sér í raðir hryöjuverkahópsins og mætti halda, að hans lærdómur í leiklist hafi veriö að best sé að sýna engin svipbrigði og nýtir hann sér þennan lærdóm einkar vel. Judy Davis leikur einn af foringjum hryðjuverkahópsins og er hún eina persónan í myndinni sem eitthvað varið var í að fylgjast með. Þrátt fyrir að ágætir leikarar eru í öðrum hlutverkum, náðu þeir aldrei að gera sér neinn mat úr efniviðn- um, enda engin furða, því að allt púð- ur í myndinni fór í að sýna hversu stórkostlega hermenn Bretar fram- leiða þegar þeir taka sig til. Fyrir þá sem hafa gaman af stríðs- leikjum og spekúlera lítið í hvort eitt- hvert vit sé í handriti myndar, er Who Dares Wins kannski ágæt afþreying, en aðrir ættu að láta hana eigasig. Hilmar Karlsson. Kvikmyndir Kvikmyndir DV ÖV DV IDV DV DV DV DV IMauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 79. og 85. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Holtsgata 6 Hafnarfirði, þingl. eign Jóns Haraldssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri föstudaginn 7. janúar 1983 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem augiýst var i 76., 79. og 85, iölublaði Lögbirtingablaðsina 1982 á eigninni Kelduhvammur 2, 1. næð, Hafnarfirði, þingl. eign Hinriks Hansen, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri f östudaginn 7. janúar 1983 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 76., 79. og 85. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Hraunbrún 49 Hafnarfirði, þingl. eign Eggerts Hannessonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri föstudaginn 7. janúar 1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 79. og 85 tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Suðurvangur 12, 3. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Sigriðar Araadóttur, fer fram eftir kröfu Hafnarf jarðarbæjar og Guðjóns Stein- grimssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 7. janúar 1983 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 4., 8. og 12. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eign- inni Norðurvangur 24 Hafnarfirði, þingi. eign Eyglóar Hauksdóttur, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins og Innheimtu ríkis- sjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 7. janúar 1983 kl. 13.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.