Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Blaðsíða 14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR1983. 14 Menning Menning Menning Menning Mem Vituð ér enn — eða hvað? Haratdur Matthíasson: Landið og Landnáma. örn og örlygur 1982, 581 bls. auk korta og uppdrátta. Engin þjóð í veröld allri á þvílíkt rit um uppruna sinn sem Islend- ingar. Því skyldi engan undra þó að Landnáma hafi oröið mörgum hug- leikið rannsóknar- og íhugunarefni, jafn fasttengd og hún hefir orðið vitundinni um uppruna okkar og upphaf bókmenningar þjóðarinnar sem hefir verið okkar þjóöarstolt til þessa dags og skapað okkur virðingarsess í augum umheimsins, enda hafa bæði lærðir og leikir glímt við þær gátur sem ætla að reynast torráðnar um fyrstu gerð þessa verks, markmiöiö með ritun hennar, áreiðanleik Landnámu og skyldleika varðveittra gerða hennar við eldri glataðar geröir. Hér er því fyrir hendi hinn æskilegasti vettvangur fyrir lærdóm og skarpskyggni, get- speki og hugarflug svo aö eitthvað af því sé nefnt sem einkennir homo sapiens og mun svo lengi veröa, enda hefir löngum þótt bágt að standa í stað. Einn er sá maður sem hefir dregið sig út úr þeim hópi sem glímt hefir við hin fornu fræði sem tengjast landnáminu og Landnámu, tekið staf sinn og mal, haldið á vit landsins undir leiðsögn Landnámu. Þessi maöur er dr. Haraldur Matthíasson, fyrrum menntaskólakennari á Laugarvatni. Frá unga aldri hefir Landnáma verið honum hugleikin og þar sem hann er mikill ferðagarpur hefir hann átt þess kost að sjá meö eigin augum þaö sem Landnáma greinir frá og eftir því sem á ævina leið varð sú hugsun áleitnari að skýra frá því á prenti hvað fyrir augun hefir boriö í þessari sporaslóð heimildarmanna Landnámuritara sem hann hefir þrætt á undanfömum árum og raunar áratugum. Afraksturinn af þessum rannsóknum Bókmenntir Aðalgeir Kristjánsson er tveggja binda verk: Landið og Landnáma, sem kom út á því herrans ári 1982. I innganginum segir höfundur að ætlunin hafi veriö aö kanna staðþekkingu Landnámu- höfunda meö samanburði bókar- innar við þá staðháttu sem hún fjallar um. Hér er því ekki um texta- rannsókn að ræða, heldur hversu rétt er skýrt frá staðháttum, eða með öðrum orðum að kanna sannfræði Landnámu með samanburði við landiö sjálft eins og þaö er í dag. Og hver er niðurstaöa þessarar rann- sóknar? Svarið um staðþekkinguna er stutt og laggott: ..... hún er furðulega góð. Má segja aö á sama standi, hvar niður er boriö, alls staöar kemur glögg staöþekking fram”. Hér er það meö öörum oröum staðfest að landið sjálft ber riturum Landnámu það vitni að vel hafi verið unnið og samviskusamlega hvað þennan þátt verksins varðar, og þá liggur beint við aö álykta að sama sjónarmið hafi ríkt um aðra efnis- þætti verksins, að þar hafi verið reynt að hafa það sem sannara reyndist. Þessi rannsókn styrkir því trúna á sannfræöi Landnámu, því að ólíklegt. veröur að telja að höfundum hafi þótt meiru skipta að greina rétt frá stað- háttum en frá landnámsmönnum sjálfum og því sem þeim tengdist. Frumlandnáma má telja víst að sé verk hinna fróðu og vitru manna sem voru uppi á 11. og 12. öldinni. Nafn- giftir þeirra tengjast ekki eingöngu víðtækri þekkingu heldur og ekki síður skynsamlegu viti. Einn af þeim síðustu sem bar þetta viðurnefni var Styrmir fróði Kárason, höfundur glataði ar Landnámugerðar. Haraldur Matthíasson tekur til meöferðar helstu kenningar um til- ganginn með ritun Landnámu. Hann hafnar þeirri hugmynd að hún hafi verið skrifuð til að renna styrkari stoðum undir eignarrétt manna á tilteknum jarðeignum vegna þess hve lengi jarðeignin hafi veriö í sömu ættinni og lokaniður- staðan hjá Haraldi veröur sú að fræðimennskubragurinn sé alls ráöandi og frásagan um landnámiö sé aðeins í fróöleiksskyni til aö skrá Haraldur Matthiasson: svipar tilpostulans Tómasar að þvileyti að hann trúir ekki fyrr en hann sér. frásögn af fyrsta landnámi. Þannig má segja að niöurstaðan hjá Haraldi komi heim viö 3. atriðið þar sem Mela bók greinir frá hvaö veriö hafi tilefni ritunar um landnámið, en þau eru: 1) Landnámabók á aö vera varnar- rit gegn álösun útlendinga. 2) Hún á að vera fræðirit um ætt- vísi. 3) og hún á að greina frá upphafi byggðar á Islandi. Islendingar hafa snemma veriö kvikusárir fyrir illu umtali. Haraldur Matthíasson vitnar til ummæla þar sem þeir eru kallaðir hin versta þjóð og þá var gott að geta gripið til ættfræðinnar til að sýna fram á ættgöfgina svo að þar studdi eitt annað. Sögulegt gildi Landnámu Þegar rætt er um sögulegt gildi Landnámu er öll nauðsyn þess að gera sér grein fyrir hvað muni komið frá upprunalegri gerð hennar og ^að séu síðari viðbætur, en þær eru að sjálfsögðu víða fyrir hendi. Texta- rannsóknirnar hafa leitt menn á leið til hins upprunalega texta, en samt er f jarri þvi að allir séu á einu máli um skyldleika varðveittra gerða Landnámu, svo að enn má vænta nýrra og óvæntra tíðinda af þeim vettvangi. I afmælisrit dr. Jakobs Benedikts- sonar skrifaði dr. Sigurður Þórarins- son grein sem ber heitið Jarðvísindi og Landnáma. Þar tekur Siguröur til athugunar frásagnir af náttúruvið- burðum og breytingum á náttúrufari sem urðu eftir aö landnám hófst. Hann fjallar um 14 atriði af þessum toga og niðurstaða hans er á þessa leið: „Jarðfræðilegar athuganir varöandi atriði í Landnámu, er fjalla um náttúruviðburði eða breytingar á náttúrufari, hafa, enn sem komið er, Skortur á skipulagi hljómlistar í RUV I öllum umræðum um Ríkisútvarp og frjálst útvarp, einokun og val- frelsi, gleymist oft að setja fram hugmyndir um, hvernig megi bæta og auka vinsældir þeirrar dagskrár, sem RUV, hljóövarp, býður lands- mönnumíalltaðl7klst. daghvem. Auðvitað getur þaö vafist fyrir stofnun sem RUV, hljóðvarpi, að finna sæmilega eða fullboðlega dag- skrá í 17 klst. dag hvern. En hvað er fullboöleg dagskrá? Það vefst líka fyrir hlustendum, þeim sem gagn- rýna. Tal og tónar Fáir geta með sanngirni sagt, að ekki megi finna eitthvaö við hvers manns hæfi í dagskrá hljóðvarps dag hvem. En til þess aö hver og einn finni eitthvaö við sitt hæfi, þarf auð- vitað aö kynna sér dagskrána, sem er auglýst fyrirfram og velja síðan úr. Eg hef þaö á tilfinningunni, að margir gagnrýnenda séuí þeim hópi, sem opnar viðtæki sín og ætlast til, að lenda þá einmitt á því efni, sem honum fellur í geð. Slíkt gerist ein- faldlega ekki í nútímaþjóðfélagi. Neytandi veröur að velja hvaðeina sjálfstætt, samkvæmt þeim „mat- seðli” sem settur er fram hvern dag, ef svo mætti að orði komast. — Það sama á sér stað á veitingahúsi, í verzlunum, á kvikmyndamarkaðn- um, í framboði á sólarlandaferöum, o.s.frv. Það mætti hins vegar breyta dag- skrárgerð RUV, hljóövarps á marga vegu, til þess að gera hana aðgengi- legri fyrir hina almennu hlustendur. Hið talaöa orð er þó að mínu mati lítt gagnrýnisvert, að því er varðar f jöl- breytni og samsetningu. En það er tónlistin. Hún veldur líka hvaö mestri gagnrýni. Hér á ég ekki við sífrið um að klassísk tónlist sé í fyrirrúmi. Það er niðurröðun og samsetning hljómlistar í hinum ýmsu þáttum, sem angrar mig. Ég vil skýra þetta nánar. Hrærigrautur I flestum þeim tónlistarþáttum sem flokka má undir léttari tónlist er þvílikt sambland laga úr mismun- andi áttum, að úr verður einn hræri- grautur og sjaldan hægt aö njóta þessara þátta vegna offramboðs eða offramleiöslu á lögum í mismunandi stíl. Tökum t.d. þætti eins og „Létta tónlist”, sem er kl. um 1) á morgn- ana (a.m.k. suma), þátt sem nefnist „I fullu fjöri” kl. 13.30, ,,Fimmtu- dagssyrpu” og fleiri þætti. Þama eru flutt lög, blönduö tónlist, svo blönd- uð, aö úr verður sundurlaus óskapn- Kjallarinn GeirR. Andersen aður fáum til skemmtunar. Auðvitað er í RUV, hljóðvarpi, ein- staka þættir með léttri tónlist, sem þeir sem áhuga hafa geta hlustað á, með nokkurri vissu um, að þar verði þeir ekki fyrir vonbrigðum, vegna þess að sérstaklega er getið um fyrirfram, hvers konar hljómlist veröurflutt. Hér má nefna þáttinn „I dægur- landi” og sérstaklega getið, að tón- listin sé frá árunum 1930—60. „Harmoníkuþáttur” er einnig skýrt afmarkaöur við harmoníkutónlist, „jassþáttur” og tónlistarþáttur meö bandarískri sveitatónlist er einnig skýrt afmarkaður fyrir þessar teg- undir tónlistar og enginn þarf að fara í grafgötur um hvers er von. Þennan hátt má hafa á í flestum tilvikum, þegar tónlistarþættir eru á dagskrá, einkum þegar um léttari tónlist er að ræða. Þarna er ekki und- anskilinn dagskrárliöurinn „Tónleik- ar” kl. 22.00, á kvöldin, þar sem sjaldan er greint fyrirfram hvaö leika á. Sá þáttur er að vísu eins kon- ar óskilabarn RUV, að því er sagt er, til þess eins að tengja saman dag- skrárefni fyrr um kvöldið og réttan veðurfréttatíma kl. 22.15. ISIákvæmari dagskrá Þá er komið að því atriði, sem ætla mætti, að gerði alla dagskrá hljóð- varpsins aðgengilegri og eftirsókn- arverðari. Hér vil ég fyrst nefna betri og nákvæmari tímasetningu fyrir alla dagskrárliði. Með því að miða alla dagskrár- þætti við eina klukkustund, eða öUu heldur þætti, sem rúmast innan einnar klukkustundar mætti komast hjá ýmsum agnúum, sem gera að engu heUdartímasetningu hinna ýmsu liða frá morgni til kvölds, eins og hún lítur út í dag. Mér sýnist, að ekki færri en þrjátíu dagskrárliðir séu á boöstólum dag hvem, stundum mun fleiri. Á morgn- ana eru t.d. fimm liðir, sem telja má sjálfstæða efnislega, frá kl. 7.00 tU kl. 8.00 (Veður, fréttir, bæn, „GuU í mund” og leikfimi). — Síðan mUli kl. 8.00 og 9.00 eru svo fjórir Uðir (frétt- ir, veður, morgunorö ogforystugr.). Er nú t.d. ekki nóg fyrir hverja þjóö að hafa eina bæn á dag? Hér fáum við þrjár (tvær í morgunsárið og eina aðkvöldi). Ef hver þáttur væri miðaöur við, að hann byrjaöi á heUa tímanum yrðu þeir ekki nema um 16—17 tals- ins. — Fréttir og tilkynningar gætu fuUvel rúmást innan klukkustundar hvenær dagsins sem er, svo og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.