Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Blaðsíða 6
6
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR1983.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Var látinn tvígreiða
söluskattinn
— heilan mánuð að fá leiðréttingu
Svavar Gestsson, Steinagerði 2
Húsavík, skrifar:
Mig langar aö segja svolitla sögu
um samskipti mín við fyrirtækiö
Sigurö Elíasson, Kópavogi.
Tilgangurinn er tvíþættur: I fyrsta
lagi aö þaö skili mér aftur pening-
unum sem það skuldar mér, og sem
búiö er aö lofa oft, en búiö aö svíkja
jafnoft. I ööru lagi aö fólk hugsi sig
um tvisvar áöur en þaö ákveöur aö
versla viö fyrirtæki á borö viö Sigurö
Elíasson hf. í Kópavogi. Saga mín er
í stórum dráttum á þessa leið:
Seinnipart ágústmánaöar hringdi
ég í áðumefnt fyrirtæki og spurðist
fyrir um verö á innihuröum. Ég fékk
uppgefiö verö á margs konar tegund-
um innihurða, þar meö verö á
„hnotulamels”, sem ég ákvaö aö
panta. Hver hurö átti aö kosta,
tilbúin til uppsetningar og meö sölu-
skatti, kr. 2.643. Til frekari glöggvun-
ar sendi fyrirtækið mér sýnishorn af
spæninum ásamt verölista. Verölisti
þessi var útgefinn í júní 1982 og í öllu
samhljóöa því sem ég haföi fengið
áöur uppgefiö í símanum. Hurðirnar
panta ég svo um hæl, 9 stk. , tvo
dyrakarma, án hurða, auk skráa.
I byrjun september hringi ég aftur,
til þess aö spyrjast fyrir um hand-
föng. Fyrirtækið sendi mér upplýs-
ingar um það mál í pósti og panta ég
þau þá umhæl. Þann 22. sept. hringir
starfsmaður Sig. Elíasar., aö nafni
Benedikt, í mig og tjáir mér aö
huröirnar séu væntanlegar til Húsa-
víkurmeö bíl einhvem næsta daginn.
Hann gefur upp veröiö, kr. 33.944, er
5% staögreiðsluafsláttur haföi veriö
dreginn frá. Einhvem veginn er þaö
svo aö maöur tapar gersamlega öllu
veröskyni í þessari stjómlausu verö-
bólgu sem nú geisar, ég heföi átt aö
geta sagt mér þaö sjálfur aö þetta
verö stemmdi engan veginn viö þaö
sem á verðlistanum stóö. En, ég
geröi þaö sem sagt ekki, og daginn
eftir sendi ég greiösluna.
Nokkmm dögum seinna komu
huröirnar. Þegar ég fór að skoða þær
kom í ljós aö handföngin voru ekki
með. Ég hringi strax og kvarta
undan þessu. Ekki brugöust þeir hjá
Sigurði Elíassyni sérlega hratt viö.
Fékk endurgreitt:
Svavar fékk þann 20. desember endurgreiddar S628 krónur. Er það söiuskattur af hurðunum
einum að frádregnum þeim 5% afslætti sem búið var að veita. Taldi Magnús Sigurðsson hjá
Sigurði Eliassyniþetta fullnægjandi afgreiðslu.
Svavar Gestsson var hins vegar ekki á sama máli. Hann sagði að þó greiðslan hefði komið
þarna seint og um siðir væri bréf sitt engu að siður i fullu gildi. Þjónustan hjá fyrirtækinu væri
til skammar. Ekki hefði einu sinni verið haft fyrirþvi að biðja afsökunar á mistökunum, hvað þá
að flýta sér að laga þau. Þvi vildi hann enn vara fólk við viðskiptum við Sigurð Eliasson hf. DS
Um síðir kom þó sendingin, en ekki
virðast þessir karlar hafa mikið
stolt, því ég þurfti sjálfur aö gjalda
fyrir þeirra aulahátt og borga send-
ingarkostnaðinn.
En raunir mínir era langt frá því
allar sagðar, því þegar smiðurinn fór
að setja huröimar upp kom í ljós að
spónninn á einu karmstykkinu var
gallaöur, eöa starfsmenn títtnefnds
Sigurðar litblindir, því annarkantur-
inn var einhvern veginn drallu-
grænn. Aö þessu viöbættu vantaði
falslista í tvö op og einn þröskuld.
Þar eö ég var oröinn leiður á því aö
UpplýsingaseðiU!
til samanbuiðar á heimiliskostnaði!
þrugla viö þá hjá Sigurði sneri ég
mér til umboösmanns hans hér á
staönum. Hann hringir strax í fyrir-
tækið og biöur um aö þetta sé sent
með hraði. En, líklega er ekkert til
sem heitir „með hraði” hjá Sig.
Elíassyni, því langur tími leiö þar til
þeir skömmuðust til aö senda mér
þaö sem á vantaði. Eins og fyrri
daginn þurfti ég aö borga sendingar-
kostnaöinn.
Þegar huröirnar vora svo loksins
komnar upp og ég hættur aö formæla
þessu herjans fyrirtæki, dauöfeginn
því aö vera laus við aö pexa við þá
um þeirra eigin asnastrik, tek ég
eftir því er ég var að yfirfara ýmsa
reikninga viökomandi húsbygging-
unni aö það er eitthvað athugavert
við reikninginn frá Siguröi Eh'assyni.
Auövitað sé ég strax aö sölusk. haföi
ég borgaö tvisvar, en þar með er
ekki allt sagt, því hver hurö var 160
kr. dýrari en þaö sem ég haföi fengið
uppgefiö í símanum og á verðlist-
anum sem staöfesti þaö verö. Ég tel
semsagt aö þama hafi ég borgaö kr.
7.943 meira en mér bar. Þegar mér
voru ljósar þessar staöreyndir sneri
ég mér strax til umboðsmannsins og
tjáöi honum vandræöi mín. Hann
hringdi um hæl í Sig. Elíasson og
kvartaöi fyrir mína hönd. Þeir viöur-
kenndu strax aö söluskatturinn heföi
veriö tvíborgaöur, en sögðu aö
hækkun heföi átt sér staö á hurö-
unum. Mér þótti þaö undarlegt, þar
sem veröskrá umboösmannsins var
þá sú sama og áöur er getiö.
Þetta símtal fór fram þann 23. nóv.
sl. Þessir elskulegu menn hjá þessu
elskulega fyrirtæki lofuöu aö senda
mér ávísun daginn eftir þar sem
söluskatturinn yrði greiddur til
baka. En, eins og ég sagði fyrr í
þessari raunasögu minni, er ekkert
þaö til hjá þessu fyrirtæki sem heitir
meö hraöi, því enn er peningurinn
ekki kominn, þrátt fyrir aö margoft
sé búiö aö hringja í þá og kvarta,
þrátt fyrir að þeir hósti einu sinni
ekki í símann þegar þeir ljúga því að
„Þeir séu búnir aö senda pening-
ana”.
Nú er þolinmæði mín þrotin, ég
nenni ekki aö ræöa oftar við svona
ómerkinga, því tók ég það ráö aö
hnoöa saman þessu bréfi, í von um
aö DV birti þaö. Eg krefst þess hér
og nú að fyrirtækið Sigurður Elías-
son hf. skili mér aftur peningunum
mínum strax og bæti mér upp ýmis
óþægindi, s.s. símakostnað, sem ég
hef orðið að þola til að reyna aö ná
framréttimínum.
Hvað kostar heimilishaldið? ,
Vinsamlega sendiö okkur þennan svarseöil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- |
andi í uppKsingamiölun meðal almennings um hverl sé meðaltal heimiliskostnaðar |
fjölskvldu af sömu stærð og vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- .
tæki.
\Tn í*m <4 olrí*rt v» n
Heimilisbókhald DV:
Heimili
Sími
Rúmar sjö þús. krónur í mat
hjá sex manna f jölskyldu
I !
Fjöldi heimilisfólks
Kostnaður í októbermánuði 1982.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað kr.
Alls kr.
I .
Upplýsingaseðlar í heimilisbókhaldi
DV fyrir nóvembermánuö komu frá
þrjátiu og tveimur stööum á landinu.
Viö uppgjör kemur í ljós aö meðaltal í
matarkostnaði á einstakling er rúm-
lega tólf hundruö krónur í tveggja til
sex manna fjölskyldum. Þegar fjölgar
og komið er aö átta manna fjölskyldu
fer meöaltaliö niöur í rúmar átta
hundruö krónur og síöan lækkar talan.
En útkoman þennan nóvembermánuð
eráþessaleiö:
Matur og hreinlætisvörur á einstakl-
ingí
Tölumar sem eru í sviga eru heildar-
tölur yfir útgjöld viðkomandi fjöl-
skyldna.
Þar sést aö útkoman er lík hjá fimm,
átta og ellefu manna fjölskyldum
þegar á heildina er litiö. En hæstur
matarkostnaöur er hjá sex manna
fjölskyldu.
Landsmeöaltal er fyrir nóvember
töluveri lægra en mánuöinn á undan og
kemur það á óvart. Landsmeöaltaliö
fyrir október var krónur 1339,- en fyrir
nóvember krónur 1220,- — og er því
rúmum 9% lægra. Það er ánægjulegt ef
tölur í heimiliskostnaöi lækka þessa
dagana en sumum óskiljanlegt eins og
allt hækkar dag frá degi.
Skýringa væri ef til vill hægt aö leita
i hagkvæmari innkaupum neytenda,
meiri sparnaöi og ýmsu ööru.
Októbermánuður er slátur- og frysti-
kistutíminn, þar gæti til dæmis legiö
ein skýring á hærri matarkostnaöi en í
nóvember.
-ÞG.
X
tveggja manna f jölskyldu kr. 1.241,- (2.482,-)
þriggja manna f jölskvldu kr. 1.263,- (3.789,-)
f jögurra manna f jölskyldu kr. 1.240,- (4.960,-)
fimm manna f jölskyldu kr. 1.212,- (6.060,-)
sex manna f jölskyldu kr. 1.226,- (7.356,-)
átta manna f jölskyldu kr. 823,- (6.584,-)
ellefu manna f jölskyldu kr. 614,- (6.754,-)