Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Page 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983. SUMIR NEITA AÐ TRÚA — illa búnir bílar enn til trafala Á Bæjarhálsi áttu bílar i erfiðleikum, stórír og smáir. Menn ýttu og mokuðu. í svona tilfellum gildir samhjálpin. OVEÐURSRAUNIR — blaðamanns DV Þvílíkt óveöur, hugsaði ég þegar ég leit út um gluggann rúmlega átta í gærmorgun. Ætli ég komist inn í Síöumúla í vinnuna? Ég áleit þaö strax tvísýnt en vinnan beið svo mér var ekki til setunnar boðið. Ég fór út í veðurofsann og frekar skreið en gekk að bílnum sem var á stæöi fyrir utan. Þaö tók mig um tuttugu mínútur að moka bílnum leiö út úr stæðinu. Ég settist inn, ræsti bílinn ogókafstað. Ég fór sem leið lá suður Laufás- veg, mjög hægt, því ég sá vart út úr augum. Þegar ég kom á móts viö Kennaraskólann gamla, sá ég, því ég var svo heppin að aöeins rofaði til, að bílar sátu fastir fyrir framan mig. Ég sneri við og ók til baka Laufás- veginn og hugðist fara niður Njaröargötu, beygja inn á Hring- braut og aka svo sem leið lægi austur Hringbraut og Miklubraut. Ég var mjög ánægð með mig, og hugsaði með meðaumkun til bílstjóranna sem sátu fastir á Laufásveginum og ekki höfðu haft vaðið fyrir neöan sig eins og ég. Ég var nú komin að horni Njarðargötu og Hringbrautar — og hægði á mér. Hríðin var kolsvört og ég sá ekki út úr augum. Og svo gaf ég í og snaraði mér inn á Hringbraut. Envitimenn! Alltíeinustóðégpikk- föst í bílalest og komst hvorki aftur á bak né áfram. Það skóf og skóf, þurrkumar höföu ekki við og ekkert sást út um rúðumar. Ég kveikti á út- varpinu: „Lýst er eftirmanni.. ..”. „Menn eru beðnir að halda sig heima við....” Ég slökkti á útvarpinu. Hvað var til ráða? Það var víst ekkert. Og ekki slotaði veörinu. Svona beið ég í bílnum í einn og hálfan tíma. Þá ákvað ég aö fara út úr bílnum og reyna að sækja hjálp. Ég skreið út úr bílnum og læsti honum rækilega. Um það leyti rofaði aðeins til. Og greinilegt var að bíl- stjómm bílanna í kringum mig fannst þetta uppátæki mitt fáránlegt og lögðust allir sem einn á flaut- urnar. Ég lét það ekki á mig fá og skreiö út í sortann, og heim, því það var ekki svo langt. Þar fékk ég til liös við mig aðstoðarmann og saman skeiðuðum viö niöur á Hringbraut. Bíllinn minn var næstum kominn í kaf. Við skófum af honum og ég settist undir stýri en bíllinn vildi ekki í gang. Það kom upp úr kafinu aö púströrið var fullt af snjó. En nú hófum við aðgerðir. Okkur tókst að snúa bílnum við og keyra hann upp á eyjuna því þar var harðfenni og svo keyrðum við á móti umferðinni, á eyjunni, og komumst þannig aftur upp á Njarðargötu. Þaö gullu við húrrahróp og ákaft lófaklapp, þegar ég ók af stað. Og í vinnuna komst ég þótt það tæki mig rúma þrjá tíma að komast á ákvörðunarstað. Ekki man ég eftir öðru eins. -KÞ. Bíll á rangri akrein á Miklu- braut rétt fyrir ofan gatnamót Grensásvegar. Yfirgefnir bílar hér og þar. Fólk í eða við bíla sína, bíðandi eftir því aö vera hjálpaðáfram. Þannig var ástandið í Reykja- vík milli 11.00 og 12.00 í gærdag þegar blaðamenn fóru af stað á Bronco jeppa góöum. Oveörið gerði ekki boð á undan sér og kom illa við mafga sem voru á ferðutandjra. Fjöidi bíla komst i örugga höfn við bensínstöðina við Álfabakka. Þessir bilar ollu engum töfum hjá snjóruðningsmönnum. Snjóruðningsmenn höföu brugðið við hart en fastir bílar töfðu för þeirra verulega. Sumir höfðu að visu getaö bjargaö sér, til dæmis voru milli 30 og 40 bílar á plani bensínstöðvarinnar við Álfabakka í Breiðholti. Bílstjórar þeirra höföu valið skynsamlegri leið- ina, að vera ekkert að böðlast áf ram út íóvissuna. Við gatnamót Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka var ástandið öllu verra. Þar haföi mikill umferðartappi myndast en þegar við komum var hann í þann veginn aö leysast. Sumir Þama situr Þórunn Jónatans i Lödunni sinni og hatði reyndar gert i meira en tvær klukkustundir. Föst í rúmar 2 klukkustundir: EYDDITÍMANUM VIÐ HANNYRÐIR Prjónaskapur hefur löngum verið gott móteitur við íslenska vetrinum — konur hafa notaö þaö meira en kariar. Yfirleitt er nú prjónaskapur- in bundinn við hlý og notaleg híbýli mannanna. Og svo eru sumir sem hafa prjónadótiö með í vinnuna og dútla við hannyrðir þegar hlé gefast. Nú, það þýðir líka aö útgerðin er með í bílnum á leiðinni í vinnu og úr vinnu. Þar var hún Þórunn Jónatans sem býr í Breiðholtinu líka heppin í gærmorgun þegar hún var á leið niður í Fossvog með manni sínum á Löd- unni. Þau lögðu af stað um 9.30 en þá var nú reyndar orðið hálf bölvað veður. Þau komust niður að ljósun- um á gatnamótum Breiöholtsbraut- ar og Stekkjarbakka, þá var ekki lengra farið vegna óveðurs, ófærðar og bíla sem komust heldur ekki áfram. Klukkan 12.00 bar blaðamenn DV að. Þama var Ladanenn. Vandræðin voru þó alveg að leysast, húsbóndinn að ljúka viö aö setja keðjur undir bíl- inn og björgunar- og snjóruðnings- menn í miklum ham við að draga, moka og skafa. Þau voru sem sagt búin að vera þama í tvo og hálfan tíma en Þórunn var samt hin hress- asta og ekki að sjá að henni leiddist mikið. Prjónarnir höföu alveg bjarg- að, „ég prjóna nefnilega í frimínút- um og þess vegna vora prjónarnir meö,” sagði hún. — Já, sumir láta ekki hríðarmuggu eyðileggja allt fyrirsér. óskar að ráða b/aðburðarbörri í eftirta/in hverfi: • Meistaravellir • Blesugróf • Arnarnes • Austurbrún • Hagar • Nes • Laugaráshverfi • Kleppsholt • Hverfisgata • Grundarstígur Upp/ýsingar eru gefnar í afgreiðs/u b/aðsins Þverho/ti 11, sími 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.