Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Qupperneq 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983.
3
höföu setið þama fastir svo klukku-
stundum skipti.
Þama hittum viö aö máh nokkra
starfsmenn Rafmagnsveitu Reykja-
víkur. Þeir höföu veriö beðnir aö fara
af staö og hjálpa nauöstöddum og
höfðu góöan bíl til starfans. Þarna var
líka snjóruöningstæki og jeppi, fólk aö
ýta og fólk aö bíöa.
Rafmagnsveitumennirnir vom sam-
mála um aö bílar væru illa búnir til
aksturs viö svona aöstæöur. Þama
dygöu aðeins keöjur. Svo virtist sem
fólk heföi tröllatrú á radíal-sumar-
dekkjum og svo reiddu sig allir á
skjóta björgun ef allt væri komiö í
strand.
Litlu bflarnir
til trafala
Á Bæjarhálsinum í Arbæ var heldur
bágboriö ástandiö líka. Fastir bílar í
rööum og snjóruðningstæki Vega-
geröarinnar komst ekkert áfram.
Ökumaöur þess, Hartmann Jónsson,
kvaðst eiga aö fara austur fyrir f jall en
kæmist hvergi. „Það eru þessir litlu
bílar sem stoppa allt,” sagöi hann og
var heldur óhress yfir vanbúnaði og
getuleysi landans í baráttunni við sn jó-
inn. Eftir aö blaöamenn höföu ýtt ein-
um Subaru út úr skafli komst
Hartmann þó áfram, sjálfsagt hefur
verið vel tekiö á móti honum á
Hellisheiöinni en þar áttu nokkrir bílar
í vandræðum.
Brunnin kúpling
Þrátt fyrir tilkynningar í útvarpi,
þar sem mönnum var ráðlagt aö ana
ekki af staö á illa búnum bílum, fóra
margir. Sumir neita að trúa og læra
ekki fyrr en þeir reka sig á. Svo era
aörir sem göslast áfram og ætla sér
jafnvel hiö ómögulega. Aö því uröum
viö vitni efst á Breiðholtsbraut. Þrátt
fyrir aöeins ókleifa skafla framundan
ætlaöi ökumaöur smábíls eins sér alla
leiö heim en komst ekki langt. Okkur
tókst aö telja hann á aö snúa við og
reyna aö komast sömu leiö til baka.
Eftir pústra mikla gátum við ýtt bíln-
um úr skaflinum og snúið honum við.
Þá var líka illan þef fariö að leggja frá
bílnum, — kúplingin haföi brunniö! Og
þar sat hann þá og komst hvergi.
Veturinn á tslandi hhfir engu, hvorki
mannskepnunni né fjórfættum bíllús-
um. En þaö er hægt að draga úr áhrif-
unum meö því aö búa sig betur. JBH
Þarna er rétti útbúnaOurinn fyrir hamagang eins og var i gær. Guðmundur
Þórarinsson lögfræðingur býr i Kópavogi en vinnur í Árbæ. Hann var ekki
nokkra stund að skjótast þessa leið.
Á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka iBreiðholti hafðimyndast hnútur og þar sátu margir
bílar sem komust hvorki afturábak nó áfram. Starfsmenn Rafmagnsveitunnar voru þar og tóku bíla í tog
og snjóruðningstæki hamaðist við hreinsun.