Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Qupperneq 8
8
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983.
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Útlönd
Frakkland
„kjamorku-
öskutunna”
— segja grænfríðungar, sem standa fyrir
mótmælaaðgerðum vegna geislavirkra úrgangsefna
Franska lögreglan umkringdi í gær
skip grænfriöunga um leið og þaö
lagðist aö bryggju í Cherbourg,
mannaö kjarnorkuandstæðingum.
Grænfriöungar væntu skips frá
Japan meö farm af geislavirku úr-
gangsefni en þaö á að fara til La Hague
til umvinnslu. Sá staöur er 25 km frá
hafnarbænum.
Á meðan „Síríus”, skip grænfriö-
unga, sigldi inn til hafnar höfðu þrír
kjamorkuandstæöingar sest að í ein-
um krananum á bryggjum í Cherbourg
og höföu meö sér hálfsmánaðar nesti.
Kranann átti aö nota til þess aö losa
geisla virka f arminn úr J apansskipinu.
Grænfriöungum eru bannaðar
siglingar í landhelgi Frakklands en
,,Síríus” fékk leyfi til þess aö leita vars
í höfninni í Cherbourg vegna brælu.
Grænfriöungar segjast vilja vekja
athygli almennings á hættu á því aö
Frakkland veröi gert aö „kjamorku-
öskutunnu”.
Atvinnuleysingjar við skrásetningu í Bandaríkjunum, en jafnmikið atvinnuleysi hefur ekki veriö í 42 ár.
Eru Sovétmenn hættir að
Atvinnu-
leysi
vex
Sérfræðingar Reagan-stjórnarinnar
spá því að atvinnuleysi eigi eftir aö
aukast í Bandaríkjunum og veröa 11%
á þessu ári, sem þýðir 12 milljónir
atvinnulausra. — 10,8% vora atvinnu-
laus um áramótin og hafa ekki jafn-
margir verið atvinnulausir í 42 ár.
En jafnframt spá þeir því aö atvinna
muni aukast aftur síöari hluta ársins
þótt atvinnuleysiö muni ekki komast
niður fyrir 10% fyrr en upp úr miöju
ári 1984.
Líbanir hafa nú séð tvær stærstu borgir sínar nær leggjast í rúst vegna innbyrðis átaka og innrásar erlends hers.
Trípólí orðin
draugabær eft-
ir bardagana
Næststærsta borg Líbanons, Trípólí,
þykir nú sem draugabær orðin eftir
ákafa stórskotahríö og bardaga síö-
ustu daga, en þar er oröiö rafmagns-
laust og vatnslaust.
Þaö er taliö aö f jórtán hafi látið lífiö í
gær í þessum átökum andstæðinga sýr-
lenska friöargæsluliösins og fylgis-
manna Sýriendinga. Borgin á aö heita
undir eftirliti sýrlenska herliðsins, en
friðargæslan hefur ekki tekist betur en
raun ber vitni frekar en annars staöar
síðan sýrlenska herliðiö kom inn í land-
ið eftir lok borgarastríösins 1975—76.
Líbanonstjóm haföi fariö þess á leit
viö stjómina í Damaskus aö hún beitti
sér til þess aö átökunum Iinnti í
Trípólí, en bardagar hafa fremur
magnastsíöustudagaenhitt. Igærvar
stórskotahríöin linnulaus meöan bjart
var.
Á meðan var tveim ísraelskum her-
mönnum rænt af vopnuðum mönnum í
suöurhluta Libanon. Þeir höföu ekiö
olíubíl skammt frá strandþorpinu Jiye,
langt aö baki framlínu innrásarliösins
ísraelska, þegar ráðist var á þá.
Viðræðum Líbana og Israela um
brottflutning ísraelska innrásarliösins
í Líbanon hefur ekkert miöaö áfram og
er ekki einu sinni samkomulag um
hvaö þær eigi aö snúast um. Al-
Wazzan, forsætisráöherra Líbanon,
hefur óskaö liðsinnis Bandaríkja-
stjórnar til þess aö leggja aö Israelum
aö semja. Líbanir eru aö leita eftir
samkomulagi um brottflutnings alls
erlends herliös, Israels, Sýrlendinga
og Palestínuaraba, frá Líbanon.
SYSTURDOTTIR
DANÚTU WALESA
Systurdóttir Danútu, eiginkonu pólska verkalýðsforingjans Lech Walesa,
gerir það nú gott sem fyrirsæta í Paris, en hún bað um hæli sem pólitískur
flóttamaður i Frakklandi fyrir rúmum mánuði. Heitir stúlkan sú Aldona
Cogelwitz og er 22 ára gömul.
Aldona var áður flugfreyja hjá pólska flugfélaginu Lot, en móðir hennar,
systir Danútu, starfar sem tannlæknir í Varsjá.
Sovétmenn
eru mát í
Afganistan
Bandaríska utanríkisráöuneytiö
telur að 10.000—15.000 sovéskir her-
menn hafi fallið í Afganistan síöan
Sovétmenn geröu innrás í landiö
fyrir þremur árum, eða 27. desem-
berl979.
A blaöamannafundi sem haldinn
var á vegum bandaríska utanríkis-
ráöuneytisins á þeim degi sagöi
talsmaöur þess, Lawrance Eagle-
burger, aö á sl. ári heföu Sovét-
menn fjölgað hermönnum sínum
um 20.000 í Afganistan, eða úr
85.000 í 105.000. Bætti Eagleburger
því viö aö Sovétmenn ættu nú fárra
kosta völ í Afganistan og eiginlega
mætti telja þá gjörsamlega mát.
fylgja SALT-samningunum?
Sovétmenn nota nú í meiri mæli en
áöur dulmál í merkjasendingum
eldflauga sinna en þaö telja Banda-
ríkjamenn brot á samkomulagi ríkj-
anna um eftirlit meö vopnatakmörk-
unum þeirra samkvæmt SALT-samn-
ingunum.
Þarna er um aö ræöa upplýsingar
sem tilraunaeldflaugar senda til
jaröar um langdrægni, hraða og aöra
hæfni eldflauganna og hafa bæöi
Sovétmenn og Bandaríkjamenn hleraö
þessar merkjasendingar hverjir hjá
ööram, því að upplýsingamar eru
haföar til grandvallar í samningaviö-
ræöum um vopnatakmarkanir.
SALT-samningamir I og II frá 1972
og 1979 fólu í sér bann viö því að þessar
merkjasendingar væru á dulmáli sem
ólæsilegt væri fyrir hinn aðilann.
SALT-I samningurinn er útranninn og
Bandaríkjaþing hefur ekki fengist til
þess aö staöfesta SALT-II samkomu-
lagiö. En stjórnir beggja ríkjanna hafa
lýst því yfir aö þær mundu ekki brjóta í
bága viö ákvæöi þessara samninga ef
hinirgerðueins.
Hemaðarráöunautar í Washington
segja aö nú beri á því meir en áður aö
Sovétmenn noti einmitt dulmál í
merkjasendingum eldflauganna en
Washingtonstjórnin hefur ekki gert
upp viö sig hvemig hún skuli færa
þetta í tai viö Sovétstjórnina.
Þessi spá er lögö til grundvallar fjár-
lagafrumvarpi Reagans fyrir áriö 1984
en það verður boriö upp í þinginu í
þessum mánuöi. Kvisast hefur aö
Reagan leggi þar til 30 milljarða doll-
ara niðurskurö á opinberum útgjöldum
en samt veröi 200 milljarða dollara
halliáfjárlögunum.
Embættismenn í Hvíta húsinu hafa
viðurkennt aö halli yfirstandandi fjár-
lagaárs, sem hófst 1. október, gæti
orðið 190 til 200 milljarðar dollara.
Sýnist sérfræðingum sem meö sama
hætti áfram stefni í 300 milljarða doll-
ara halla áriöl988.