Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Síða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983. Útlönd Útlönd Útlönd 9 Útlönd Rússar greiða ekki Tyrkjum skatt- inn Sovésk kaupskip hafa safnaö 700 milljón líra skuld viö Tyrki með því aö neita aö greiða stórhækkanir siglinga- tolla á Bosporussundi og Dardanella- sundi. Þetta samsvarar rúmum 67 milljónum íslenskra króna á nýja genginu. 16. desember hættu sovésk skip aö greiöa þau gjöld sem lögö eru á skip sem fara um þessi sund. Það eru heilbrigöisskattur, ljósaskattur og björgunargjald, en allt haföi þaö veriö hækkaö tífalt í miöjum nóvember. — Um 580 sovéskkaupskip sigla um þessi sund mánaöarlega. I þessari upphæð, sem að ofan var nefnd, er ekki reiknað með háum sektum, sem Tyrkir lögðu við ef greiöslurdrægjust úr hömlu. Tyrkneska utanríkisráðuneytiö hefur enn ekki ákveðið hvernig bregöast skuli viö neitun Rússa um aö greiöa þessigjöld. Ljósmynd afhjúpaði morðingja Svíans Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, Lundi: Ljósmynd, sem áhugaljósmyndari tók á nýársnótt á Ráöhústorginu í Kaupamannahöfn, hefur leitt til hand- töku 18 ára gamals Dana sem síðan hefur játað aö hafa valdið dauöa 27 ára Svía í mannþyrpingu á torginu þá um nóttina. Daninn, sem er félagi í illræmdri raggarakliku frá Vesturbrú í Kaupmannahöfn, hefur játað aö hafa stungið Svíann meö hnífi í hjartastað. Annaö segist hann ekki muna þar sem hann hafi veriö ofurölvi er atburðurinn átti sér stað. Hann segir þó að þaö hafi ekki verið ætlun sína aö myrða Svíann. A Harrow-kránni í Borough Green á Englandi mega gestir taka með sér gœludýrin inn á ölstofuna. Enda er gólfið úr grasi og ekki mikið lagt í skúringar hvort eð er. Grasbítarnir sjá tilþess að gólfið verði ekki ofloðið. Vertinn segist vökva með sótavatni, efhonum sýnist hœtt við of miklum þurrki en hins vegar eigi hann aldrei í neinum erfiðleikum með skepnurnar sem þangað koma, hvað sem um húsbændur dýranna má svo segja! Pravda segir CIA standa að óhróðri vegna páfatilræö- isins og Búlgaríu Pravda, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, sagöi í morgun aö Búlgaría og Sovétríkin væru ekki á neinn máta flækt inn í tilræðiö viö páf- ann. Sakaöi blaðið bandarísku leyni- þjónustuna um aö standa aö útbreiðslu óhróöurs um að þessi tvö ríki ættu hlut aö samsærinu. I grein sem birtist í blaðinu og tekin var upp af TASS-fréttastofunni var sagt að það væri, Jirein firra” aö ætla aö kommúnistaríkin heföu eitthvaö með hryðjuverk aö gera. — ,,Það er í mótsögn viö stefnu og hygmyndafræöi samfélags okkar,” sagöi í Pravda. Þessi greinaskrif koma í kjölfar frétta á Vesturlöndum um aö búlgarska leyniþjónustan hafi staöiö að tilræöis-samsærinu og þar meö sovéska leyniþjónustan um leiö. Mehmet Ali Agca, tyrkneski tilræðis- maðurinn, er sagöur byrjaöur aö leysa frá skjóöunni viö ítölsk yfirvöld. Er sagt aö hann hafi vísað á og nafngreint starfsmenn í sendiráöi Búlgaríu í Róm og á Rómarafgreiðslu búlgarska flug- félagsins. Sergei Antonov hjá búlgarska flug- félaginu var handtekinn í nóvember, og ítölsk yfirvöld segjast vilja yfir- heyra tvo Búlgara úr sendiráðinu, sem famir eru frá Italíu. Pravda segir aö Washingtonstjórn- inni mislíki afstaöa kaþólsku kirkj- unnar til stríös og friðar og til kjarnorkuvopna og því hafi banda- ríska leyniþjónustan hafiö óhróðurs- herferö gegn Sovétríkjunum og Búlgaríu í sambandi viö tilræðið viö páfann til þess aö hafa áhrif á afstööu kaþólsku kirkj unnar. Fundur hjá EBE um deilu Breta og Dana — en yfir 100 togbátar á leið á bresku miðin eftir nokkurra daga ógæftir Svíinn sem myrtur var haföi reynt aö ganga á milli er hópur raggara réöst aö útlendingi einum á torginu. Þrátt fyrir aö fjölmörg vitni væru aö atburðinum virtist enginn hafa gert sér grein fyrir hver banað heföi Svían- um. Þaö var svo ekki fyrr en áhuga- Ijósmyndarinn gaf sig fram aö hiö rétta kom í Ijós. Ljósmynd hans af atvikinu reyndist svo skýr að ekki fór á milli mála hver ódæðiö haföi framið. Auk hins 18 ára gamla Dana voru 5 félagar hans úr raggaraklíkunni hand- teknir og eiga yfir höföi sér ákæru fyrir að hafa misþyrmt fólki á Ráöhústorg- inu meö reiðhjólakeðjum og ýmiss konar bareflum öðrum. GAJ/JÞ Framkvæmdaráð Efnahagsbanda- lags Evrópu kemur saman í dag til þess aö leita úrlausna í deilu Dana við Breta um fiskveiðiréttindi á breskum miöum. Yfir 100 danskir togbátar eru á leiö- inni á bresku miðin, þar sem bresk herskip bíöa þeirra meö fyrirmæli um aö flytja alla „veiöiþjófa” til hafnar, þar sem háir sektardómar vofa yfir og upptaka veiöarfæra. Viöbúiö þykir að framkvæmdaráðið styðji hina nýju fiskveiöireglugerð Breta, en athugun málsins og umræður munu taka nokkra daga. Bretar hafa sett 22 skip til sérstakr- ar varögæslu landhelginnar og njóta þau aðstoðar Nimrod-njósnaflugvéla. Enn hefur ekki komiö til neinna árekstra viö danska fiskimenn, sem vegna ógæfta hafa ekki getað sótt veiðar síöan fyrir áramót. Enn er átta vindstiga bræla í Noröursjónum, en danski bátaflotinn er lagður af staö og eru fyrstu bátarnir væntanlegir á miöin í fyrramáliö. Einn danskur bátur var staöinn að veiðum viö Shetlandseyjar í gær og færöur til hafnar. Skipstjórinn sagðist vera að veiöa til bræðslu, sem leyfilegt er samkvæmt reglum EBE. Er mál hansnúíathugun. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Jóhanna Þráinsdóttir Dagatal 1983 Fæst í öllum helstu bókabúðum landsius Þú teiknar eða límir Þínar myndir * a dagatalið Ljósmyndir — Teikningar Bamamyndir — Úrklippur Póstkort — Klippimyndir Heildsöludreifing □ISKORT Lœkjargötu 2, Nýja-bíóhúsinu, sími 22680 DANS- NÁMSKEIÐ Jl( h-NN''N /OnI \',s hef jast mánudaginn 10. janúar I 1983 í Fáksheimilinu v/Bú-| staöaveg. Barnaflokkar: mánud. kl. 16.30—20.00. | Gömlu dansar: fullorönir mánud. kl. 20—23. | Þjóðdansar: fimmtud. kl. 20—22 í fimleika-l sal Vöröuskóla. Innritun og upplýsingar í I símum 10082 og 43586 I milli kl. 14 og 19. j J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.