Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Síða 10
10
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
I framtíðinni veröa sænskir bænd-
ur aö taka ábyrgö á offramleiðslu á
landbúnaöarafuröum og bera allan
kostnaö af henni sjálfir. Tryggt verö
fá þeir eingöngu fyrir þau matvæli
sem þörf er á innanlands og til hjálp-
ar þróunarlöndunum.
Þetta er aöalatriðiö í stefnumiöun
matvælanefndar sem fjallar nú um
máliö. Segirlandbúnaöarráöherrann
sænski, Svante Lundkvist, að bændur
veröi sjálfir aö takmarka fram-
leiðslu sína. I staöinn lofar stjórn
sósíaldemókrata aö láta af mótstöðu
sinni gegn eftirliti með fjölgun
bænda.
Á árinu sem leið var búist við að
sænskir bændur framleiddu 5 1/2%
meiri mjólk en á árinu áöur. A sama
tíma minnkaði kaupmáttur neyt-
enda. Offramleiðsla á öllum tegund-
um landbúnaöarafurða eykst og
síðan verður aö flytja þessar afuröir
úr landi stórlega niöurgreiddar. A
þessu ári er búist viö aö tapið á þess-
um útflutningi nái 2—3 milljörðum
sænskra króna (4—6 mUljöröum ísl.
króna). Segir landbúnaöarráðherr-
ann aö veröi stefnunni í landbúnaö-
armálum ekki breytt muni útflutn-
ingstap þetta leiöa tU veröhækkana á
matvælum.
Matvælin pöntuð f yrirfram
I sambandi viö þessa nýju land-
búnaðarstefnu á að reikna út og
ákveöa það magn matvæla sem Sví-
ar þarfnast, bæöi á friðartímum og
ef tU stríös kæmi. Viö þaö bætast svo
áætlaðar matvælagjafir tU bág-
staddra lar.da. Eiga nefndarmenn
svo að koma sér saman um verö á
þessum „fyrirfram pöntuðu” mat-
vælum sem bændur eiga aö fá trygg-
ingufyrir.
Tap vegna offramleiðslu verða
bændur, eins og áöur er sagt, aö taka
á eigin heröar. Það þýðir aö þeir
neyöast til aö selja þær vörur sínar á
almennum heimsmarkaði, en þar
eru matvæli í afar lágu verðí. Um út-
flutningsbætur verður ekki aö ræða.
Formaður sænsku bændasamtak-
anna, Sven Tágmark, fer varlega í
sakirnar í sambandi viö þessa nýju
umfjöUun stjórnarinnar á landbún-
aðarmálum. Hann tekur þó skýrt
fram aö ríkið veröi að halda áfram
stuöningi sínum við útflutning á
korni. Aftur á móti hef ur hann ekkert
viö þaö aö athuga aö nefndin láti
rannsaka tekjur bænda og hvemig
þær dreifast á miUi þeirra.
Svíar taka upp nýja stefnu
í landbúnaðarmálum
Bændur veröa sjálf ir að bera ábyrgð á off ramleiðslu
Stuttur frestur
Sven Tágmark lýsir yfir sérstakri
ánægju sinni meö þá ákvöröun aö
nefndin skuli ekki aöeins fjalla um
sjálfan landbúnaðinn heldur mat-
vælaframleiöslu í heUd sinni. Land-
búnaöarráöherrann, Svante Lund-
kvist, hefur sagt'aö ef bændur taki
sjálfir ábyrgð á takmörkun fram-
leiðslu sinnar sé ekki nema sann-
gjarnt aö séð verði tU þess aö önnur
fyrirtæki grípi ekki tækifæriö til aö
f ramleiöa meira í staðinn.
Samtals eru það 9 menn sem skipa
þessa nýju matvælanefnd og fá þeir
ekki langan frest tU að komast aö
niöurstööu um máliö. Landbúnaöar-
ráöherrann krefst þess aö 1. október
1983 skuli hún leggja fram tUlögur
sínar varöandi offramleiöslu land-
búnaöarafuröa. Lokaniðurstöðu
sinni um landbúnaöarmál almennt
þarf nefndin þó ekki aö skUa fyrr en
árisíðar.
Kjötfjallið i sænskum frystihúsum vex stöðugt. Hátt verð & heima' markaði veldur því að Sviar reyna að draga úr neysiu sinni á þessum
afurðum.
Annasamt ár hjá Oryggisráði
Sameinuðu þjóðanna
—• Kallað saman 88 sinnum, oftast vegna vandamála f Austurlöndum nær og Falklandseyja
/ öryggisráði Sameinuðu þjúðanna eiga flmm þjóðir fast sæti: Sovát-
rikin, Bretland, Bandaríkin, Frakkland og Kína.
Ariö 1982 var óvenjuannasamt
fyrir öryggisráö Sameinuðu þjóö-
anna sem var kallað saman 88
sinnum vegna ófriðar í Austur-
löndum nær, á Falklandseyjum og
öörum óróasvæðum í heiminum.
Svo margir fundir hafa ekki verið
haldnir hjá ráöinu síðan 1976. Að vísu
var þá ekki um neitt meiri háttar
nýtt stríö aö ræöa en vandamálin
voru mörg og fundir urðu alls 113.
Var það annasamasta árið í sögu
ráösins síðan á seinni hluta fimmta
áratugarins.
1981 var öryggisráöið kallað
saman 60 sinnum en í því eiga sæti
fulltrúar 15 þjóða. 1980 og 1979 uröu
fundir alls 77.
1982 var ráöiö kallað saman 49
sinnum vegna vandamála í Austur-
löndum nær, þar á meðal innrásar
fsraelsmanna í Líbanon, stríösins
milli Irans og Iraks og endurskipu-
lags á friöargæslusveitum Sam-1
einuöu þjóöanna í Suður-Líbanon
og á Golanhæðum. 13 fundir voru
haldnir í ráðinu vegna deilu Argen-
tínumanna og Breta um Falklands-
eyjar sem leiddi til stríös þrátt fyrir
góöa viðleitni ráösins og Javiers
Perez de Cuellar, aðalframkvæmda-
stjóra Sameinuöu þjóöanna.
Ráöiö átti 8 fundi vegna kvörtunar
frá Nicaragua um árásarhættu af
völdum Bandaríkjamanna. 5 sinnum
var þaö kallað saman til aö fara yfir
skýrslur varöandi árás málaliða á
Seychelleseyjar í nóvember 1981.
önnur mál sem öryggisráðið lét til
sín taka á árinu var kvörtun Lesotho
um árásarhættu frá Suður-Afríku og
margvísleg vandamál sem skapast
af ástandinu í suðurhluta Afríku.
Síöasta fund sinn hélt ráöið 21.
desember og var þaö jafnframt sá
stysti á árinu, hann stóö aöeins yfir í
9 mínútur. Á þeim fundi var ákveöiö
aö gera arabísku aö sjötta opinbera
tungumáli ráösins. Hin fimm eru
kínverska, enska, franska, spænska
og rússneska.
Mest að gera
árið 1948
Annasamasta árið í allri sögu
ráösins var 1948 en þá var það kallað
saman 168 sinnum. Oftast var þaö
vegna bardaga á milli Araba og
Israelsmanna og deilu Indverja og
Pakistana um Kasmír. Arið áöur,
1947, kom ráöiö saman 137 sinnum.
Síöan liöu nokkur róleg ár og þaö
er ekki fyrr en 1964 að ráöiö getur
aftur státaö af rúmlega 100 fundum,
eöa alls 104. Minnst var aö gera áriö
1955 en þá kom ráöiö ekki saman
nema 23 sinnum.
Tímabundna aöild aö ráöinu eiga
10 þjóöir og á árinu 1982 voru þær
Guyana, Irland, Japan, Jórdan,
Panama, Pólland, Spánn, Togo,
UgandaogZaire.
I október sL kaus allsherjarþingiö
Möltu, Holland, Nicaragua, Pakistan
og Zimbabwe til tveggja ára aöildar
aö ráöinu og tóku fulltrúar þessara
landa við sæti í ráöinu 1. janúar. Þeir
koma í staðinn fyrir fulltrúa Irlands,
Japan, Panama, Spánar og Uganda
en k jörtímabil þeirra rann út í árslok
1982.
Þær fimm þjóöir sem fast sæti eiga
í ráðinu eru Kína, Frakkland, Sovét-
ríkin, Bretland og Bandaríkin. Hafa
þjóðir þessar jafnframt neitunar-
vald.
Skipt er mánaöarlega um forseta
ráösins og deilist embættiö þannig
jafnt á milli fulltrúanna 15 eftir
stafrófsröö miöaö við enska
stafrófiö. I desember var þaö fulltrúi
Póllands, Wlodzimier Natorf sem
gegndi þessu embætti, í janúar tók
viö Atsu-Koffi Amega, fulltrúi Togo.
(Reuter).