Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Side 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983.
11
Jólasveinarnir á Dalvík bera
út jólapóstinn á aðfangadag
— hefur haldist óslitið í 44 ár og þykir ómissandi báttur
íjólahaldi
á staðnum
Þarna ern þrír jólasveinar komnir af stað út í snjóinn, kuldann og ófsrðina. En duglegir jólasveinar láta mótlæti
ekki á sig fá, þeir verða að sjá til þess að bver fái sfna sendingu svo að enginn fari í jólaköttinn.
Á Dalvík hefur sú venja verið um
jólin að jólasveinar bera út jólapóst
og böggla til bæjarbúa. Eru þeir
venjulega þrír saman og draga á
eftir sér stóran sleða með pósti og
bögglum. Yngstu borgaramir
hlakka mikið til aö fá jólasveinana
heim til sín. Ekki er laust við að þessi
tilhlökkun sé hræðslublandin hjá
sumum og hverfur margur víking-
urinn undir borð eða stól — eöa
heldur í pilsfaldinn hjá móöur sinni.
Þarf enginn að lá þeim það. Jóla-
sveinarnir koma nefnilega með
ópum og galsagangi, svo mörgum
þykir nóg um. Bæjarbúar gefa þeim
félögum venjulega ávexti og sælgæti
þannig að þegar útburðinum er lokið
seinni hluta dags eiga jólasveinamir
mikið af þessu góssi á sleðum sínum.
Þessi ágæta venja hefur haldist
óslitið í ein 44 ár. Eins og nærri má
Galvaskir póstburðarjólasveinar á
Dalvfk í fullum skrúða og málaðir,
albúnlr í skaflaklifur með sleða sína
hlaöna jólabréfum og bögglum.
geta, þykir þetta ómissandi þáttur í
jólahaldi hér. Jólasveinarnir eru
nemendur í Dalvíkurskóla en
Sæmundur E. Andersen kennari sér
nú um framkvæmd og skipulagn-
ingu. Steingrímur Þorsteinsson,
fyrrverandi kennari, hefur allt frá
byrjun séð um aö mála jólasveinana.
Ó.B.Th., Dalvik/JBH.
4
Engum heilvita jólasveini dytti i hug
að fara i póstburð ófarðaður. Karl-
arnir þeir verða að hugsa svolítið um
útlitið eins og aðrir. Steingrimur
Þorsteinsson hjálpar þama einum
þeirra við snyrtinguna.
Myndir: Ó.B.Th., Dalvík.
Ástbjörg S. Gunnarsdóttir íþróttakennari.
Hressingarleikfimi kvenna A ogkarla
Kennsla hefst aftur mánudaginn
lO.jan. 1983.
* Leikfimisalur Laugarnesskólans:
Kvöldtimar kvenna og karla.
* Íþróttahús Seltjarnarness:
Morguntimar kvenna.
* Get bœtt vifl örfáum nemendum
* Fjölbreyttar œfingar -
músík — slökun.
Innritun
og
upplýsingar
í síma
33290
kl. 9-12
daglega.
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan heldur
AÐALFUND
sunnudaginn 9. jan. kl. 14 að Borgartúni 18.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Skipstjóra- og stýrimannafélagiö Aldan.
Auglýsing
Eftirlitsmenn með
fiskveiðum.
Sjávarútvegsráðuneytið óskar eftir að ráða eftir-
litsmenn með fiskveiðum og veiðarfærum.
Umsækjendur þurfa að hafa þekkingu á fisk-
veiðum og veiðarfærum og vera búsettir á
Suðvesturlandi. Umsóknir skulu hafa borist ráðu-
neytinu fyrir 15. janúar nk. og skal í þeim greina
aldur, menntun og fyrri störf.
Sjávarútvegsráðuneytið,
3. janúar 1983.
FREEPORTKLÚBBURINN
ÁFENGIS-
VANDAMÁL
miðborgar Reykjavíkur.
Almennur umræðufundur í Safnaðarheimili
Bústaðakirkju fimmtudaginn 6. jan. kl. 20.30.
Frummælendur:
Tómas Andrés Tómasson
(Tommi í „Tomma-hamborgurum”),
Ásgeir Hannes Eiríksson verslunarmaður,
J ón Guðb j örnsson f élagsmálaf ulltrúi.
Allt áhugafólk velkomið.
Stjórnin.
JAZZBALLETTSKÓLI
BARU
ja;
' ■» SUÐURVERI uppi
Jazz — Modern — Classical
Pas de deux.
Kennsla hefst mánudaginn 10. jan.
Framhaldsflokkar:
Þrisvar í viku, 80 mín. kennslustund.
Framhaldsflokkar:
Tvisvar í viku, 70 mín. kennslustund.
Byrjendaflokkar:
Tvisvar í viku, 70 mín. kennslustund.
Lausir flokkar:
Einu sinni í viku, 70 mín. kennslustund fyrir fólk
með einhverja þjálfun.
(Ballett — Dans — Fimleikar — o.s.frv.
STRÁKAR ATHUGIÐ
Sérstakir tímar í Pas de deux (Paradans með
lyftum), einu sinni í viku.
Flokkaröðun og endurnýjun skírteina
fer fram í Suðurveri, neðri sal, laugardaginn 8.
jan., sem hér segir. Framhaldsflokkar kl. 14,
byrjendur síðan í haust 15.30, nýir nemendur kl.
17.
Nemendur hafi með sér stundaskrár.
Upplýsingar og innritun
í síma 40947 alla daga