Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Page 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983.
13
A „Hvert mannsbam í landinu skuldar 115
^ þúsund krónur í erlendum lánastofnun-
um. Það er tæplega hálf milljón króna á fjög-
urra manna f jölskyldu.”
erlend eyöslulán. Það er kominn tími
tilaöberjaíborðiö!
Ef þjóöin kýs aö horfast í augu viö
staðreyndir, sem ég hygg aö flestir
vilji, þá getum við ekki lengur haldiö
uppi því velferðarsamfélagi, sem viö
höfum notið, án verulegra fóma.
Velferöin er blekking, byggð á erlend-
um lánum. Jafnréttiö, sem viö höfum
talið okkur búa við, er ennfremur
blekking vegna hins stórfellda launa-
misréttis, sem hér ríkir. Og jafnvel
þótt núgildandi verðtryggingakerfi
hafi tryggt fjármuni sparifjáreigenda,
þá er þaö aö hluta til blekking, þar eö
bilið á milli lánskjaravisitölu og kaup-
gjaldsvísitölu er alltof mikiö og órétt-
látt. Lántakendur í hópi launamanna
hafa veriö hnepptir í f jötra.
I heild hafa kjör þjóðarinnar rýmaö
stórlega, og það er raunar óskiljanlegt
hvernig sumum fjölskyldum tekst aö
skrimta hvem mánuö. Kröflu-f járfest-
ingamar eru ofboðslegar, og þær ein-
skorðast ekki viö vonlítið raforkuver á
NoröurlandL Þær hafa einnig átt sér
stað í sjávarútvegi, landbúnaöi og
rangri byggðastefnu. Á meðan hefur
vaxtarbroddur hins íslenska atvinnu-
lífs, iðnaðurinn, sölnaö. Viö erum enn á
stigi þróunarlanda; hráefnisframleiö-
endur, og íslenska ríkinu dettur vart í
hug aö leggja til krónu til kynningar á
íslenskum vörum erlendis. Forseta-
embættið sér um þá hlið málsins.
Hvað nú?
Fyrir komandi kosningar veröur aö
gera þá kröfu til allra íslenskra stjóm-
málaflokka, aö þeir leggi fram skýrar
og greinargóöar tillögur um aðgeröir í
efnahagsmálum. Innfluttar tillögur
um formbreytingar á íslensku þjóöfé-
lagi og stofnunum þess leysa ekki efna-
hagsvandann. Ef menn telja sig sjá
eitthvert ljós í myrkri og allsherjar-
lausn meö breytingum á stjórnarskrá,
þá er þaö falsvon. Þótt sjálfsagt sé að
breyta í átt til meira jafnréttis, þá er
þaö engin sjálfvirk lausn á rýrnandi
kjörum og versnandi hag.
Grundvallarbreytingin verður að
koma frá fólkinu sjálfu meö breyttu
gildismati. Við gætum hugað meira aö
því, sem stundum eru kallaöar fornar
dyggðir; sparsemi, nýtni og nægju-
semi. Á þann eina hátt verður þjóöin
efnahagslega sjálfstæö á nýjan leik.
Stjórnmálamenn hafa engin ráö til að
knýja fram slíka breytni, nema þá höft
og skömmtun, og slíkt kemur ekki til
greina. Alþingi verður aö hafa forystu
um að boöa stríð gegn sóun, fjárfreku
kjördæmapoti og fyrirgreiðslupólitík.
Hiö sama veröa einstakiingarnir að
gera, ekki bara láglaunafólkiö heldur
allir. Andlegum og veraldlegum skatt-
svikum verður aö linna.
Tillögur
Alþýðuflokksins
Ariö 1978 gekk Alþýðuflokkurinn til
kosninga meö ákveðna stefnu í efna-
hagsmálum. Þar var rakið lið fyrir lið
á tugum blaösíöna hvaö gera þyrfti.
Flokkurinn varaði við þeirri kreppu,
sem nú er orðin aö veruleika. Hann
rauf stjómarsamstarf vegna þess, aö
tillögur hans fengu ekki hljómgrunn.
Slíkt hefur enginn annar íslenskur
stjómmálaflokkur gert. Tillögur
Alþýðuflokksins hafa aldrei haft meira
gildien nú.
Þaö hefur sjaldan veriö eins
nauösynlegt og nú, aö þing og þjóö taki
höndum saman um lausn efnahags-
vandans. Viö höfum gífurlega mögu-
leika til aö búa vel, og nú veröum viö
aö ryöja braut bjartsýni og beita þeim
dug, sem í þjóöinni býr til að nýta
möguleikana. Við megum ekki liggja í
feni skulda og hverskonar efnahags-
legrar óáranar fyrir handvömm eina
saman.
Ámi Gunnarsson
alþingismaður
um bankastofnana. Ríkisvaldiö getur
bundið svo og svo mikið af innlánsfé og
þannig haft áhrif á heildareftir-
spurnina í landinu. Og loks má nefna
möguleika ríkisins á að stjóma lána-
möguleikum sveitarfélaga og fleiri
aðila.
I þriðja lagi er stjóm gengismála í
höndum stjómvalda. Ríkisstjómir
hækka og lækka gengiö, — þó svo að
gengislækkun sé nær eingöngu þekkt
hér á landi. Einnig getur ríkisstjóm í
sumum tilfellum beitt innflutnings- og
gjaldeyrishöftum. Þetta er vel þekkt
fyrirbæri hér á landi, þó svo að góöu
heilli virðist fríverslun njóta yfirgnæf-
andi fylgis á löggjafarsamkundu
þjóöarinnar nú um stundir.
I fjóröa lagi vil ég nefna tæki beins
eftirlits. Sem dæmi um þetta má nefna
eftirlit meö utanríkisverslun,
áfe „Aðeins innan tveggja áratuga verður
helmingur vinnuaflsins í opinbera geiran-
um og skattheimtan verður komin í 75 prósent,
ef ekki verður snúið við af ríkisafskiptabraut-
inni.”
verölagseftirlit og eftirlit meö hráefna-
notkun. Eftirlit af þessu tagi er
augljóslega nokkurs annars eölis en
þaö sem ég hefi þegar nefnt. Á hinn
bóginn er markmiðið hiö sama og því
má kannski segja sem svo aö þegar
allt kemur til alls, þá sé munurinn ekki
svo ýkja mikill. Um þaö deila menn og
veröa líklegast seint sáttir.
Oft var þörf...
Ég sagöi þaö áöan vera grundvallar-
skoðun sjálfstæðismanna aö ríkis-
afskipti ættu að vera sem minnst. Og
hafi menn viö stofnun Sjálfstæðis-
flokksins áriö 1929 talið ástæöu til þess
aö vara við of miklum ríkisafskiptum,
þá er ljóst að enn brýnni ástæðu ber til
þess nú. Er þá sama á hvaöa mæli-
kvarða mælt er. Alveg er ljóst að
umfang og inngrip ríkisvaldsins í alla
þætti þjóðlífsins hafa vaxið og halda
áfram aö vaxa, aö því er best veröur
séð. Aðeins tvö töluleg dæmi frá allra
síöustu árum skal ég nefna full-
yröingu minni til stuðnings, enda eru
þauvellýsandi.
Af leiðingar ríkisaf-
skiptastefnunnar
I fyrsta lagi er ljóst, ef litið er á
vinnuaflsþróunina, að ríkisvaldið
tekur við æ stærri hluta vinnuaflsins.
Áriö 1965 vann 10. hver maður hjá
hinu opinbera. Fjórtán árum síöar,
1979, vann á hinn bóginn fimmti hver
maður hjá opinberum aöilum. Ef sama
þróun heldur áfram, er ljóst aö annar
hver maöur, helmingur vinnuaflsins,
verður í opinberri þjónustu um næsta
aldamót.
Annað dæmi: Áriö 1950 var heildar-
skattheimta sem hlutfall af þjóöar-
tekjum um 25 prósent. Þremur ára-
tugum síðar haföi heildarskatt-
heimtan nær tvöfaldast hlutfallslega
og var komin upp í 44 prósent sem hlut-
fall af þjóöartekjum. Ef fram heldur
sem horfir má búast við aö skatt-
heimtuhlutfallið veröi 75 prósent áriö
2000.
Þaö er rétt aö segja þaö til árétt-
ingar aö árið 2000 er hreint ekki svo
fjarlægt. Aðeins innan tveggja ára-
tuga verður helmingur vinnuaflsins í
opinbera geiranum og skattheimtan
veröur komin í 75 prósent, ef ekki
veröur snúiö við af ríkisafskiptabraut-
inni.
Þaö er deginum ljósara aö sú ríkisaf-
skiptastefna sem stjórnvöld hafa fylgt
undanfarin ár hefur mjög gengiö sér til
húöar. Hún hefur í fyrsta lagi ekki
skilaö þeim efnahagslega eöa pólitíska
ávinningi sem aö var stefnt. Þá bendir
æ fleira til þess aö svo langt hafi veriö
gengið í átt til rikisafskipta, aö þjóöar-
búiö fái bókstaflega ekki undir því
risiö. Fyrr eöa síðar hljóta stjórnmála-
menn, sem undir nafni vilja rísa, að
manna sig upp í aö breyta um stefnu.
Þvífyrrþvíbetra.
Bolungarvík, 28.12.1982,
Einar K. Guðfinnsson.