Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Qupperneq 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983.
15
Menning
Menning
Menning
Menning
Einar Benediktsson:
Óbundið mál
Síðara bindi
Kristján Karlsson gaf út
Skuggsjá 1982
Þegar saga íslenskrar bókmennta-
rýni veröur krufin til mergjar hlýtur
skáldiö Einar Benediktsson að koma
mikið viö sögu. Greinar hans um
islensk skáld í Þjóöólfi og Dagskrá
undir lok seinustu aldar voru meðal
fyrstu tilrauna til fræöilegrar skáld-
skaparrýni á íslenskri tungu og um
leið vitnisburður þeirra framfara
sem orðið höfðu í íslenskum skáld-
skap um aldamótin. Því án gagnrýni
og sífelldrar endurskoðunar
blómstra bókmenntir ekki. Fyrir tíð
Einars höfðu aöeins tveir rithöfund-
ar lagt fyrir sig gagnrýni í einhverj-
um mæli, þ.e. Jónas Hallgrímsson og
Gestur Pálsson. Ritgerðir þeirra,
þótt góðar séu, bera þó um of keim af
áróðri enda höfundarnir að ryðja
nýjum stefnum braut í íslenskum
bókmenntum. Einar Benediktsson
var tímamótamaður eins og fyrr-
nefndir kollegar hans en tókst þó oft
aö hefja dóma sína yfir sleggjudóma
dægurbaráttunnar. Hann gerði sér
grein fyrir aö raunhæf gagnrýni er
ekki greinargerð fyrir huglægum
„impressjónum” heldur fræðileg
rannsókn. Þetta viöhorf birtist
glöggt í ritfregn hans um Ljóðmæli
Gríms Thomsens sem ég get ekki
stillt mig um aö vitna lítillega í:
„Allflestir yrkja svo ljóð og hlýða
svo ljóðum hér á landi, að þeir
þekkja að litlu eða engu þau lög, sem
skáldlist er byggð á; en það er þó
víst, að hvort sem vér hrífumst af
sterkri, skáldlegri hugsun í fögru
formi eða oss leiöist að heyra marg-
slitnar hversdagshugsanir skrúfaðar
upp í illa sniðinn stíl, ræður lögmál,
sem hægt er að gera nákvæma grein
fyrir, eins og hægt er að liða sundur
lög náttúru og náms í öðrum grein-
um. Hver maður verður aö nema
allt, sem numið verður í vísindum
skáldskaparins, ef hann á að geta
notið aö fullu gáfna sinna til þess að
yrkja eða meta ljóð, en auðvitaö er,
að engin þjóð og naumast neinn mað-
ur getur heitið fullnuma í þessum
vísindum.” (28)
Látum vísindahugtakið liggja á
milli hluta en hér fetar Einar
svipaöa slóð og ýmsir fræðimenn
samtíðarinnar: skáldskapurinn býr
yfir lögmálum sem hlutverk gagn-
rýninnar er að gjöra grein fyrir. I
samræmi viö þetta beinir Einar
kastljósi sinu aö kjarna skáldskapar
í greinum sínum; hann reynir að
kryfja til mergjar í stað þess að láta
staðar numið við ytra borð. Þessi
viöhorf Einars tengjast aö sjálfsögöu
Ijóðagerð hans sjálfs sem fremur
byggist á vitsmunum en tilfinning-
um.
Margar ritgerðir Einars um
íslensk skáld eru djúptækar og niöur-
stöður hans í fullu gildi enn þann dag
í dag. Nefna má greinamar um Grím
Thomsen, Matthías Jocumsson og
Þorstein Erlingsson.
Þjóðernishyggja og
gagnrýni
En þótt Einar Benediktsson gangi
„vísindalega” til verks og af fullri
viröingu fyrir viðfangsefnum sinum
er hann bam síns tíma. Stundum sér
hann ekki lengra en nef hans nær,
áróðursmaöur hugmynda sem gagn-
sýra gagnrýnina og snúa henni í
sleggjudóm. Tveir höfundar verða
einkum fyrir baröinu á skammsýni
Einar Benediktsson: greinar hans um islensk skáld voru moðal fyrstu tilrauna til fræðilegrar skáldskapar-
gagnrýni á íslenskri tungu.
Skáld í sæti
gagnrýnanda
Einars, þeir Gestur Pálsson og
Gunnar Gunnarsson.
Um þann fyrrnefnda farast Einari
svoorö:
„Gestur Pálsson var tryggastur
allra þeirra viö hugsjónir sínar og
æskuvonir um skáldaheiöur. En í
öllu því, sem eftir hann liggur, sakn-
ar maöur skarpskyggni og tilfinning-
ar fyrir því, sem er sérstaklega
íslcnskt, jafnt hjá honunn sem hin-
um. Það er eins og maður verði var
við hljóðgap af brostnum streng,
þegar hann lýsir lifi og högum
manna hér á landi. Hann tekur
lausatökum á öllum þjóðareinkennum
Islendinga, þegar hann dregur upp
myndir af lundarlagi og lífemi
þeirra, sem sögur hans eru gerðar
af. Það eru almennar hversdagsá-
Bókmenntir
Matthías Viðar
Sæmundsson
drepur og vandlætingar gegn brest-
um þessa heims barna, sem hann
stráir svo víða út í skáldritum sínum.
Þó nöfnin og þær slóðir, sem viðburð-
irnir gerast á, séu íslensk, er frá-
sögnin sjálf líkust því sem hún væri
þýdd úr útlendu máli eftir einhvern
óþekktan, þjóðernislausan höfund.
Þess vegna hefur starf hans verið
harla þýðingarlaust fyrir oss, og það,
sem komið hefur hér fram af skáld-
ritum í hans anda, hefur dottiö jafn-
dautttil jarðar.” (52)
Hér geigar högg gagnrýnandans
því að hann gengur ekki út frá skáld-
skapnum sjálfum í umfjöllun sinni
heldur leggur pólitískt boð til grund-
vallar: höfundur á að leggja rækt við
tungu, þjóöerni og kjör íslensku
þjóðarinnar, semja verk þrungið af
þjóðemismetnaði: Gestur er óþjóð-
legur og þarafleiðandi vont skáld!
Einar er enn ósanngjamari í grein
sinni Landmörk íslenskrar orðlistar
(1922) þar sem hann leiöir saman
hesta Gunnars Gunnarssonar og
Guðmundar Friðjónssonar. Þar fær
sá fyrmefndi hraklega útreið um leið
og sá síðamefndi er hafinn til
skýjanna. Bækur hans eru aö mati
Einars uppfullar af öfgum og upp-
spuna sem gangi í bága viö raun-
veruleikann, höfund skortir anda,
málsmennt og smekkvísi, verk hans
rembingur í andlausum tómahljómi,
þrunginn hugsunarvillum og upp-
gerð. Þessari gagnrýni er beint gegn
skáldsögum á borð við Ströndina og
Sælir eru einfaldir! Ástæðan fyrir
því hvað Gunnar er vont skáld er
náttúrlega aðallega fólgin í viðhorf-
um hans, þessari óþjóðlegu remmu
og belgingshætti „heimsborgar-
ans”:
„Danski íslendingurinnG.G. hefur
aldrei verið nógu rækilega fræddur
um það, héöan aö heiman, sem hann
víst er ó^er til aöskynja af sjálfsdáð-
um — að hann er að jarða Norður-
lönd í óhæfum, fádæma þvættingi,
skáldskapar- og fegurðarsnauðum,
sem skyggir á skáldfrægð Islands, út
að yztu endimörkum þeirrar þekk-
ingar um norræna ritlist, sem til er
meðalþjóðanna.” (90)
Þetta er einkennilegur dómur því
Gunnar Gunnarsson er aö mörgu
leyti skyldur ljóöskáldinu Einar
Benediktssyni; verk hans útfærsla
hugmynda um gátu geims og tilvist
manns, þrungin alvöru og skáldlegri
íhygli. Sögur hans rjúfa bönd átt-
hagans líkt og ljóð Einars — en ein-
mitt það virðist helst fara fyrir
brjóstiö á gagnrýnandanum Einari i
þessum ódæma ritdómi.
Þjóðemishyggjan lýtir margar rit-
gerðir Einars en sjaldnast fær hún þó
að rása einráð. Oftast nær sækir
gagnrýnandinn dóm sinn inn í skáld-
skapinn sjálfan og leggur áherslu á
listræna samvinnu hugmyndar og
stíls. Gott skáldverk einkennist að
hans dómi af hugmyndaauögi —
frumlegum anda — og þróttmiklum,
blæbrigðaríkum stíl.
Ritgerðir um
heima og geima
Einar Benediktsson var feikilega
afkastamikill blaðamaður og rit-
gerðasmiður. Auk skáldskaparrýni
skrifar hann fjölda greina um
menningarmál og endurreisn
íslenskrar þjóðmenningar ný-
lendurétt Islands til Grænlands-
byggða, heimspeki, forsögu Islands
og almenn þjóðfélagsmál. Sem
„essayisti”komst Einar að vísu ekki
meö tæmar þar sem hann hafði
hælana sem skáld. Samt tekur hann
víða góöa spretti.
Kristján Karlsson hefur safnað á
eina bók helstu ritgerðum skáldsins.
Ekki er um að ræða heildarsafn held-
ur úrval og virðist útgefandi hafa
reynt að velja þær greinar sem hon-
um þóttu bestar eöa eins og hann
segir í greinargóðum formála:
„„Þessu úrvali, sem hér kemur út,
er ekki ætlað að vera yfirlit um
áhugamál Einars, heldur vera bestu
greinar hans á einum stað. Greinun-
um er allt um það raðað eftir efni og
skýrir sú röðun sig óðara sjálf þegar
bókin er lesin. Það er aukageta ef
bókin geymir eitthvað um flest þau
mál sem hann lét sig mestu varða.”
(7-8)
Þær greinar sem eru
forvitnilegastar í mínum augum,
utan bókmenntaritgeröanna, fjalla
um heimsskoðun Einars: Stjörnu-
dýrö, Alhygð, Gáta geimsins og Sjón-
hverfing tímans. Þær kunna að
þykja heldur fjarlægar og loftkennd-
ar í okkar tíð en eru lykill að skáld-
skap Einars, dýrmæt heimild sem
bókmenntamenn mega ekki van-
meta. MVS