Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Qupperneq 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983. Spurningin Fékkstu einhverja bók í jólagjöf ? Jón Olgeirsson, bifreiðastjóri: Já, já, éggerðiþaö. Hún heitir Vélráö á báða bóga. Ég er búinn aö lesa hana, hún var svona sæmileg. Magnús Jónsson, í skóla: Já, Frank og Jóa bók. Já, ég er búinn aö lesa hana, hún var ágæt. Eiginlega safna ég þessum bókaflokki. Grétar Kristjánsson, skipstjóri: Já, Albert Guömundsson. Mér þótti hún ágæt. Albert er mikil persóna. Sigmundur Rikarösson, viögeröa- maður á siglingatækjum: Nei, ekki fékk ég nú neina jólabók. Eg las jú bókina um Agnar Kofoed Hansen. Bjarni V. Björnsson, Fh-ingur: Já, já() ég fékk tvær bækur, Gunnar Thorodd- sen og 15 knattspymumenn. Nei, ég er ekki búinn að lesa þær, rétt byrjaöur. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Líta máá ammoníak sem nítrít- eða nítratgjafa — segir í svari eituref nanef ndar við fyrirspurnum lesanda Einar Stefánsson skrifar: Vegna tilrauna sem starfsmenn viö Háskóla Islands eru aö gera meö aö nota ammoníak, NH3 viö keyrslu á vél- um, vil ég benda á eftirfarandi: 1 Hafa starfsmenn H.í. rannsakaö hvaöa áhrif NH3 hefur á líkama manna sem starfa viö ammoníak kerfi, t.d. nýrnaskemmdir vélstjóra í frystihúsum (sem nota NH3 á frystikerfum)? 2. Gæti verið aö menn sem vinna meö NH3 geti böm sem er hættara viö erfðasjúkdómum t.d. sykursýki? Hvað meö starfsmenn Áburðarverk- smiöju ríkisins og bændur sem bera kjarnaáburðátún? 3. Vegna oröróms um aö taka upp notk- un NH3 í skipum vil ég í fyrsta lagi benda a aö Norsk Veritas flokkar NH3 sem eitur. I ööru lagi heröir ammoníak járn, þannig að þaö veröur mjög stökkt og þar sem viö langa keyrslu á ammoníakkerfum veröa rör stökk sem gler. Einnig vil ég benda á aö H.I. ber aö fá samþykki manna ef taka á upp brennslu á NH3. Svar eiturefnanefndar: Viö sendum eiturefnanefnd ljósrit af bréfi Einars. Prófessor Þorkell Jóhannesson svarar fyrir hönd nefndarinnar: „1. Ammoníak (Nlfe) leysist greiölega í vatni, þar á meðal í raka í slímhúð efsta hluta öndunarfæra (nef, nef- hol). Ámmoníak, er menn anda að sér, ertir mjög í nefi og nefholi og frásogast þaöan aö langsamlega me.'rtu leyti. Þegar inn í líkamann kemur, breytist ammoníak í nítrít og nítrat. Líta má þannig á ammoníak sem nítrít- eöa nítratgjafa. 2.Eiturefnanefnd er ekki kunnugt um, „ Vegna orðróms um að taka upp notkun NH^ i skipum vil ág i fyrsta lagi benda á að Norsk Veritas flokkar NH^ sem eitur. i öðru lagi herðir ammoniak járn, þannig að það verður mjög stökkt" — segir Einar Stefánsson. aö ammoníak hafi sérstaklega veriö sett í samband viö nýrnaskemmdir. Nefndinni er heldur ekki kunnugt um, aö ammoníak geti truflaö erfða- eigindir manna eöa valdiö sykur- sýki. 3. Nefndinni er kunnugt um, aö málm- kútar undir ammoníak eru sérstak- lega gerðir og málmleiöslur, sem ammoníak er leitt um, þurfa aö vera sérstakrar geröar. ” -FG. 4 Misskilningur á ferðinni um Ufeyrissjóð verslunarmanna — samkvæmt svari forstjóra lífeyrissjóðsins Jón Sigurðsson hringdi: Þaö hefur veriö um þaö samið í kjarasamningum Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur aö vextir og af- borganir af lánum frá lífeycissjóöi VR færu ekki yfir ein mánaöarlaun félags- manna. Nú er hins vegar svo komiö aö vextir og afborganir af 150 þúsund króna líf- eyrissjóösláni til 20 ára eru rúmar 17 þúsund krónur á ári. Þaö skiptist þannig aö 3 þúsund fara í vexti, 7.500 í afborganir og 6.800 í veröbætur. Mánaðarlaun samkvæmt hæsta launa- flokki innan Verslunarmannafélagsins eru hins vegar aðeins 14.230 krónur. Meirihluti félagsmanna er hins vegar með mun lægri laun, eöa um 10 þúsund krónur á mánuði. Þaö vantar því um helming upp á laun hins almenna fé- lagsmanns til þess aö hann geti greitt af lífeyrissjóösláni meö einum mánaöarlaunum. Eg veit ekki betur en þetta ákvæði sé enn í kjarasamningum og hér sé því veriö aö brjóta á fjölda manns, en fé- lagsmenn í VR eru á áttunda þúsund. Þaö þýöir ekkert aö tala um þetta við forráðamenn lifeyrissjóösins, þeir segja aöeins aö þetta sé „bara svona”. Lífeyrissjóðir eru fyrst og fremst lífeyrissjóðir „Eg vil taka fram að í kjara- samningum VR er ekkert ákvæði um þaö aö greiöslubyrði af lánum frá líf- eyrissjóönum skuli ekki fara upp fyrir ein mánaöarlaun” — sagöi Pétur Blön- dal, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunar- manna — „og hefur slíkt ákvæði aldrei veriö til í kjarasamningum VR. Enda þýddi þaö aö upphæðir lána frá lif- eyrissjóönum yrði aö takmarka. Þaö væri algjöriega óaögengilegt fyrir lán- takendur. Eg vil raunar geta þess, aö Jón Sig- urösson hefur hvorki talaö viö mig né annan forsvarsmann Lífeyrissjóös verslunarmanna. Þótt lántakanda muni vafalaust um þaö aö greiöa kr. 17.000 af verðtryggöu láni, þá hefur hann einnig munaö um þær kr. 150.000 sem hann fékk fyrir ári og samsvara 230.000 kr. í dag. Þaö má benda á þaö aö ef ekki heföi verið tekin verðtrygging af lánum, þá heföi sami lántakandi þurft aö greiða yfir kr. 60.000 bara í vexti af þessu láni íár. Lífeyrissjóöur verslunarmanna tók fyrstur upp verðtryggð lán. Lífeyris- sjóöurinn hefur sérstaklega gert sér far um að upplýsa lántakendur um greiöslubyrði af lánum. Og aftan á hverri lánbeiðni eru upplýsingar þar aö lútandi. Einnig höfum viö staöið aö útgáfu bæklings til þess aö upplýsa lán- takendur um breytt lánskjör. Þann bækling fá allir lántakendur í hendur. Þaö er algengur misskilningur að greiðslubyröi af lánum hafi aukist um- fram hækkun launa. Raunverulega greidd laun hafa hækkaö mjög svipað og þær vísitölur er lánin miöast viö. Og gæta skyldu menn þess aö lífeyrissjóð- ir eru fyrst og fremst lífeyrissjóðir. Þaö er hagsmunamál lífeyrisþeganna aö sjóöirnir fái fé sitt óskert til baka og séu betur færir um aö greiða lífeyri í framtíöinni.” -FG. Lifeyrissjóður vorslunarmanna. „Það er hagsmunamál Hfeyrisþeganna að sjóðirnir fái fó sitt óskert til baka og sóu betur færir um að greiða lifeyri í framtiðinni" — segir m.a. i svari Póturs Blöndal, forstjóra Lifeyrissjóðs verslunarmanna. DV-mynd: G.V.A.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.