Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Page 17
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983.
17
Lesendur Lesendur Lesendur
Eftirlitsmenn vínveit
ingastaða of fáir? 3
— áhyggjufullur faðir telur unglinga undir lögaldri fá
afgreiðsluábörum !
Lesendur
„ÁfengisböHð er nógu alvarlegt þótt ekki só verið að kynda undir neysiu
unglinga undir lögaldri með þvi að selja þeim áfengi á börum" — segir
Ólafur Ólafsson. Ljósmynd: Jim Smart.
Ölafur Ólafsson skrifar:
„Ég hef áhyggjur af því hversu auð-
velt unglingar virðast eiga með aö
komast inn í vínveitingastaöi og fá af-
greiðslu á áfengi þar án þess að vera
spurðir um skilríki. Sýnist mér að
eftirlit meö vínveitingahúsum sé allt of
slakt.
Á fimmtudagskvöldum hópast
unglingarnir sérstaklega á vín-
veitingahúsin því að þá er víðast hvar
hleypt inn fólki sem er orðiö 18 ára.
Staðreyndin er hins vegar sú að með
þessum hópi fara inn unglingar 16 og 17
ára og allt niöur í 15 ára, þótt í einstaka
undantekningartilfellum sé.
En gleymum því ekki að lágmarks-
aldur til aö kaupa áfengi hér á landi er
20 ár, og þeim lögum hefur ekki verið
breytt. Samt er 18 og 19 ára fólki hleypt
inn á þessa staði og þaðan af yngra.
Sonur minn sem sækir þessa staði
tjáir mér að það komi varla fyrir að
þjónustufólk biöji um nafnskírteini
þótt aldurstakmarkið sé 18 ár það
kvöldið. Þarna er sem sagt verið að
fremja lögbrot fyrir opnum tjöldum,
og enginn virðist gera neitt í málinu.
Áfengisböhð er nógu alvarlegt þótt
ekki sé veriö aö kynda undir neyslu
unglinga undir lögaldri með því að
selja þeim áfengi á börum. Reynslan
erlendis sýnir alls staöar að eftir því
sem auðveldara er að ná í áfengi, því
meiri vandamál fylg ja neyslu þess.
Hingaö til hefur ekki verið almennur
vilji fyrir því að lækka aldurslágmark-
ið til áfengiskaupa- og neyslu. Það er
því ótækt að veitingamenn og hálf-
blindir eftirlitsmenn vínveitingahúsa
skuli standa í að framkvæma slíkt upp
á sitt eindæmi.
Auðvitað er sökin ekki annarra en
þeirra. Með því að selja fólki yngra en
20 ára áfengi á börum er verið að
brjóta lög og stríða gegn almennum
vilja. Og þetta hefst meö því aö fólki
yngra en 20 ára er hleypt inn á
vínveitingastaðina.
Ekki eru allir veitingamenn seldir
undir sömu sökina. Sum hús eru verri
en önnur.
En augsýnilega þurfa veitingahúsin
betra aðhald í þessum efnum. Eg hef
kynnt mér svolítið hvemig eftirliti
með vínveitingahúsum er háttað og
satt aö segja blöskrar ástandið. Svo
virðist nefnilega að eftirlitið hafi verið
minnkaö kerfisbundið á undanfömum
árum.
Óskar svara lögregl-
unnar í Reykjavík
Mér er sagt að hér áður fyrr hafi
tveir eftirlitsmenn ætíð farið saman í
vínveitingahúsin, fylgst með því hverj-
um var hleypt inn, og spurt gesti um
nafnskírteini inni á staðnum ef þeir
virtust of ungir. Svo voru lögregluþjón-
ar einnig í því, óeinkennisklæddir, að
veita aukaeftirlit, bæði með sömu
atriöum og eftirlit með sjálfu eftirlit-
inu.
En lögreglan virðist hafa hætt þátt-
töku sinni í þessu og nú eru bara eftir-
litsmennirnir eftir. Og þeir fara ekki.
einu sinni alltaf tveir saman í húsin.
Hvernig í ósköpunum á einn maður að
geta haft eftirlit með öllu því sem hann
á að hafa eftirlit meö, auk aldurs gest-
anna, á kvöldi þegar kannski 1500 til
2000 manns em að skemmta sér í
vinsælasta skemmtistað unga fólksins
(þ.e. þeirra undir 20 ára aldri)?
Eg hefði gaman af að fá svör lögregl-
unnar í Reykjavík við þessu og hvort
það sé einhver stefna dómsvaldsins að
lækka aldur gesta vínveitingahúsa án
þess aö breyta fyrst lögunum.
Gleymum heldur ekki að þótt eftirlit-
ið taki til sinna ráða, þegar því verður
við komið og refsi húsunum, þá er sú
refsing hlægilega lítil. Þau verða sem
sé aðeins að loka staðnum fyrr eitt
kvöld um næstu helgi á eftir.
Sonur minn hefur átt auðvelt með að
komast inn á flest vínveitingahús eftir
að hann náði 18 ára aldri. En ég tel
ekki að 18 ára fólk eða yngra eigi að
hafa svo greiöan aðgang að áfengi.
Auövitað þýðir ekki að vera blindur
fyrir því að unglingar allt frá 13 ára
aldri drekka sig fulla. En á þar með að
lækka vínveitingaaldurinn niður í 13
ár? Auðvitað ekki. Það er engin ástæða
til að láta undan í þessum efnum. Ungl-
ingar og ungt fólk hefur ekki þroska til
að tempra drykkju sína. Ohugnanleg
slys í umferðinni þar sem drukknir
unghngar koma við sögu eru bara eitt
vítitilvarnaðar.
Síst af öllu eiga lögregluyfirvöld að
ganga fram fyrir skjöldu í að auka böl-
iö með því aö slaka á eftirliti sínu með
því að unglingar gangi ekki óhindraðir
aðáfengi.”
„Er hér um skipulagt
eftirlit að ræða"
Signý Sen, fulltrúi lögreglustjóra,
sendi okkur eftirfarandi svar við bréfi
Ólafs Ólafssonar:
„Samkvæmt áfengislögum er megin-
reglan sú, að ungmennum yngri en 18
ára er óheimil dvöl eftir kl. 20.00 á
veitingastaö, þar sem vínveitingar eru
leyfðar. Sé ástæöa til að ætla, aö hlut-
aöeigandi hafi ekki náö 18 ára aldri,
skulu dyraverðir, eftirlitsmenn og
framreiðslumenn láta ungmenni, er
koma á slíka staði sanna aldur sinn
með framvísun persónuskilríkja.
Yngri mönnum en 20 ára má ekki
selja, veita eða afhenda áfengi með
nokkrum hætti. Á sama hátt og að ofan
getur skal kaupandi eða neytandi
sanna aldur sinn, þegar ástæða þykir
til.
Af framangreindu má ráða að 18 ára
aldurs er krafist til inngöngu í vín-
veitingahús, en 20 ára til að mega fá
keypt áfengi. Er því ljóst, að innan
veggja hvers húss er tíðum hópur
gesta, sem veitingamenn mega ekki
lögum samkvæmt selja áfengi. Viö
þessa aðgreiningu eftir aldri gesta
skapast ákveðinn vandi, sem gerir
auknar kröfur til aðhalds og eftirlits.
Eftirlitsmenn með vínveitingahús-
um borgarinnar eru fjórir talsins og
hefur ekki verið f jölgað, enda þótt vín-
veitingahúsum hafi á undanfarandi
fjórum til fimm árum f jölgaö úr 14 í 25.
Verksvið eftirlitsmanna er mjög
margþætt. Starf þeirra er ekki ein-
vörðungu fólgiö í eftirliti með, að
mönnum undir 20 ára aldri sé ekki selt
áfengi og að reglum um aðgang ung-
menna undir 18 ára aldri aö vín-
veitingastað sé fylgt, heldur ennfrem-
ur að gestafjöldi fari ekki fram úr
leyfðu hámarki, að reglum um verð-
lagningu áfengis sé fylgt, að mælitæki
séu löggilt að áfengisflöskur séu rétt
merktar, að áfengi sé ekki afgreitt ut-
an lögboðins tíma o.s.frv.
Hinir brotlegu
hafa verið sektaðir
Er hér um skipulagt eftirlit aö ræöa
og gera eftirlitsmenn skýrslur um
■ástand mála, eftir því sem þörf krefur,
og leggja þær fram á vikulegum
fundum um þessi mál hjá lögreglu-
stjóraembættinu í Reykjavík. Þess á
milli er náið samband milli eftirlits-
manna og embættisins. Eg tel ekki
ástæðu til að tíunda þau brot á áfengis-
löggjöfinni, sem uppvís hafa orðið m.a.
fyrir tilstilli eftirlitsmanna og leitt
hafa til frekari meðferðar, þannig að
hinir brotlegu hafa verið sektaðir, orð-
ið að þola upptöku áfengis eöa sætt
synjun eða afturköllun leyfa. Á sama
hátt tel ég ekki ástæöu til aö tíunda hér
margvíslegar fyrirbyggjandi aögeröir
eftirlits- og lögreglumanna.
Eftirlitsmenn starfa á vettvangi
ýmist einir sér, tveir saman eða fleiri,
eftir eðli mála. Jafnhliða hinu skipu-
lagða eftirliti eftirlitsmanna sinna lög-
reglumenn löggæslu við og í vín-
veitingahúsum.
Enda þótt ég telji þá menn, er hafa á
hendi eftirlit með því, aö áfengislög-
gjöfinni sé framfylgt, rækja störf sín
samviskusamlega, er deginum ljós-
ara, að með fjölgun vínveitingahúsa,
lengingu opnunartíma og vaxandi sókn
fólks af yngri kynslóöinni á vín-
veitingastaði, þarf að minni hyggju að
auka löggæslu á þessu sviði aö mun, en
hér sem á fleiri sviöum opinberrar
þjónustu veltur nánast allt á fjármun-
um.
Loks er rétt að leggja ríka áherslu á
siðferðis- og lagalegar skyldur
veitingamanna sjálfra og starfsliðs
þeirra við framkvæmd áfengislaga.
Því án virks eftirlits þeirra sjálfra
verður, þrátt fyrir allt eftirlit af hálfu
hins opinbera, trauöla unnt að fyrir-
byggja með öllu dvöl ungmenna undir
18 ára aldri á vínveitingastööum svo og
sölu áfengis til þeirra, sem ekki hafa
náð20áraaldri.”
-FG.
Hvernig þjónar
lánamarkaðurinn atvinnulífinu?
Verzlunarráð íslands gengst fyrir ráðstefnu um lánamarkaðinn og
þjónustu lánastofnana við atvinnulífið, fimmtudaginn 13. janúar n.k.
í Kristalsal Hótels Loftleiða, klukkan 14:00 -18:00. Þátttaka tilkynnist
til skrifstofu V.Í., síma 8 30 88 fyrir 7 januar n.k.
DAGSKRÁ:
14:00 - 14:10
Mœting
14:10-14:15
Fundarsetning - Ragnar S. Halldórsson, formaður Verzlunarráðs ís-
lands.
14:15 - 14:35
Hlutverk lánastofnana í efnahagsþróun landsins - Er skipulagið hem-
ill á hagvöxt? - Ragnar Önundarson, aðstoðarbankastjóri Iðnaðar-
banka Islands hf.
1,4:35 - 14:45
Álit Guðmundar Arnaldssonar, hagfræðings Verzlunarráðs ís-
lands.
14:45 - 15:00
Innlenfiur lánamarkaður - Mætir hann þörfum arðbærs atvinnurekstr-
ar? - Arni Arnason, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs íslands.
15:00-15:10
Álit Tryggva Pálssonar, hagfræðings Landsbanka íslands.
15:10 - 15:30
Umrœður og fyrirspurnir
15:30 - 15:50
Kaffi
15:50 - 16:10
Utanríkisyiðskipti og erlendir gjaldeyrismarkaðir - Fylgjumst við rheð
kröfum tímans? - Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála-
sviðs Eimskips hf.
16:10 - 16:20
Álit Agnars Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Arnarflugs hf.
16:20 - 16:30
Álit Þráins Þorvaldssonar, framkvæmdastjóra Hildu hf.
16:30 - 16:50
Fjármögnun íbúðarhúsnœðis - Þjóðarsport íslendinga í vanda -Ár-
mann Orn Armannsson, framkvæmdastjóri Ármannsfell hf.
1.6:50 - 17:00
Alit Þorsteins Steingrímssonar, framkvæmdastjóra Fasteigna-
þjónustunnar sf.
17:00 - 18:00
Umrœður og fyrirspurnir
Ráðstefnustjóri: Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips hf.
Ragnar S. Halldórsson Ragnar önundarson Guðmundur Arnaldsson Árnl Árnason
Tryggvl Pálsson
Pórður Magnússon Agnar Friðriksson
A. * s
Þráinn Þorvaldsson Ármann Ö. Ármannsson Þorstelnn Stelngrimsson Höröur Sigurgestsson
VERZLUNARRÁÐ
ÍSLANDS
Hús verslunarinnar
108 Reykjavík, sími 83088