Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Síða 32
32
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983.
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
„Fötin skapa
manninn— eða
viltu vera púkó?”
— eitt og annað um tísku og tískutildurssnápa
„tízka,-u,-ur kv, siöur venja, breytileg
eftir breytilegum smekk, rikjandi um
skemmri eða lengri tíma: t. í bók-
menntum; oft einkum í klæðaburði eöa
snyrtingu: sumartízkan, tizkublað, -
dama.” - —
íslensk orðabók,, Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, 1§76 Ritstjóri: Árni
Böðvarsson. !
Til umræðu hér í Dægradvöl að þessu
sinni er tískan. Og þá fyrst og fremst
fatatískan eins og hún birtist okkur í
daglega lifinu. Vrnist er fatatískan haf-
in upp til skýjanna eða rifin niður.
Gífuriega margir reyna að klæöa sig
samkvæmt nýjustu tísku því að við-
kvæðið er „fötin skapa manninn eða
viltu vera púkó? Nei, ekki ég.” (Spil-
verk Þjóðanna). Enn aðrir segja: ég
klæði mig sko ekki eftir því hvað er í
tisku hverju sinni. Og gott og vel, auð-
vitað reynum við öll að vera í
þokkalegum flíkum sem falla vel að
okkar eigin smekk en á hitt b;r aö iíta
að „fatatiskan” uppfynding örfárra
manna á hverjum tima — mótar hvað
okkur stendur til boða á hverjum tíma
Fatatíska
, Texti:
Arni Snævarr
Myndir:
EinarÓlason
og raunar einnig, að einhverju leyti, á
hvaöa verði.
Fyrr á öldum breyttist tískan sára-
lítiö öidum saman: var likari hægri
þróun en stökkbreytingum. Á vorum
dögum tekur fatnaöur og þá einkum
kvenfatnaður stökkbreytingum, ekki
aðeins á hverri öld heldur einnig ár
frá ári. Af einhverjum ástæðum (hug-
myndaleysi?) er fatnaður karlmanna
háður minni breytingum en fatnaður
kvenna. Á síðastu áratugum hefur þaö
oröið sjálfsagt mál að konur klæðist
hvort heldur sem er buxum eða pilsum
og kjólum. En þeir karlmenn sem vilja
klæðast þeim fatnaði sem er heldur
algengari hjá hinu kyninu, eru taldir
sjúkir og nefndir „transvers”, á engfl-
saxneskri tungu en klæðskiptingar á
ástkæra ylhýra málinu.
„Nýju fötin keistarans hjá Kamabæ
og kó.” (Spilverk Þjóöanna) Já, síð-
ustu tvo áratugi í kjölfar uppreisnar
æskunnar hafa fataframleiðendur gert
mjög út á fatamarkaðinn. Sumir segja
að frjálslegan klæðnað ungmenna síð-
ustu áratugi mega rekja til sigurs
æskunnar yfir bjánalegum venjum
eldri kynslóða, en aðrir segja að einu
sigurvegaramir í baráttu æskulýðs
fyrir frelsi á ýmsum sviðum á sjöunda
áratugnum, séu kaupahéönar ýmiss
konar.
Hér skai ekki lagður dómur á það, en
minnt á, að hversu fáránlega sem ýms-
um þykir að hönnuðir í Paris og New
York geti lagt línumar um hvemig lýð-
urinn skuli klæða sig, þá hafa margir
sem andæft hafa því falliö í þá gryfju
að búa til að sönnu öðru vísi tísku, en
tísku samt. Gott dæmi um þetta er
pönktískan og hippatískan.
Tískan broytist svo hratt að ekki er nokkur leið að festa hendur á henni
verður mörgum að orði þegar um tiskuna er rætt.
„Vasapeningarnir
fóru í tískublöð”
spjallað við Ásdísi
Loftsdóttur,
sýningarstúlku
ogverslunarstjóra
Ásdis Loftsdóttír hefur sýnt fatnað um árabii og nú er hún versiunarstjóri i tískuverslun.
Dægradvali hélt á fund Ásdisar
Loftsdóttur, verslunarstjóra,
sýningarstúlku og áhugamanns um
tísku, og rabbaði við hana um tískuna
og eitt og annað sem henni tengist.
— Ásdís, hvenær fékkst þú áhuga
á tískunni?
„Ja, ætli þetta sé ekki meðfæddur
áhugi? Þegar ég var tólf ára eyddi ég
öllum mínum vasapeningum í tísku-
blöð. Mig dreymdi um að veröa fata-
hönnuður þegar ég yrði stór. Ég er orð-
in tuttugu og fjögurra ára og er enn
ekki oröin það. Eg veit ekki hvað ég á
eftir aö stækka mikið.”
— Af hverju tískan frekar en eitt-
hvaöannað?
„Ja, af hverju fær maður yfirleitt
áhuga á einhverju? Eg sé ekkert í
kringum mig sérstaklega sem gæti
verið mótandi að þessu leyti. Eg var
bara ein af þeim sem prjónuðu á dúkk-
umar sínar. Mér hefur alitaf fundist
fatnaður vera list, þegar búiö er að
fullnægja frumþörfunum. Og þó svo að
boðuð sé ný tíska klæðir fólk sig fyrst
og fremst eftir eigin smekk. Fólk kaup-
ir ekki hvaö sem er lagt til úti í hinum
stóra heimi. Smekkur hvers og eins
ræður fyrst og fremst en auðvitað
ræðst smekkurinn af ýmsu.”
— Er það mjög stór hópur hér á landi
sem fylgist með tískunni af brennandi
áhuga?
„Já, það er mjög stór hópur. Dæmi
um það eru tiskublöðin. Frá því að ég
byrjaði að lesa þau, tólf ára, hefur
framboðið á þeim aukist verulega og
þá sérstaklega síðustu árin.”
—Eftir hver ju fer f ólk ?
„Þaö má h’kast til skipta þeim sem
pæla mikiö í tiskunni i þrjá hópa. I
fyrsta lagi þá sem lesa erlend tísku-
blöð og geta verslað bæði hér heima og
erlendis. I ööru lagi eru þeir sem
kaupa eins og „vinkonan”. Kaupa eins
og „Gunna” — forystusauðurinn í
saumaklúbbnum. Og í þriðja lagi eru
þeir sem vilja ekki vera í tísku. Þeir
mynda oft eigin tísku.
Þaö eru geysilega margir þættir sem
mynda smekk hvers og eins, úrvalið í
tískubúðunum, auglýsingar, blööin og
margt fleira.”
— Hvernig er tískan í dag?
„Undanfarið hefur tískan verið bæði
fjölbreytileg og frjálsleg. Áður fyrr
var París toppurinn og búið. Bretland
var líka stórt er Kamabær var uppi á
sitt besta. Núna er þaö ítalía, Frakk-
land, New York og Bretland ef til vill í
f jórða sæti. Og það hefur breyst frá því
sem áöur var aö maður þarf ekki að
vera ríkur til að geta fylgst með. I
tískublöðunum núna er oft bent á
hvemig hægt er aö bæta við það sem
maður á fyrir og þannig getur maður
verið í tísku með lítilli fyrirhöfn og til-
kostnaöi. Bætt sjali, svo að dæmi sé
tekið, við kápuna frá í fyrra. En
auðvitað skjóta upp kollinum tísku-
fyrirbæri sem era mjög dýr.”
— Eru einhverjir forystusauðir í
tískunni hér á landi? — Ásdís hugsar
sig um áður en hún s varar þessu.
„Já, ég held að það megi segja að á
skemmtistöðunum verður maður var
við að stelpur í tískusýninganópunum
og í kringum þá keppist um aö vera í
sviðsljósinu. Það er sama hvar maður
sýnir, maður sér sömu andlitin aftur
og aftur. Og það er eins og vissir aðilar
innan þessa hóps hafi áhrif á hina. Ein-
hver kemur að utan, kannski frá Ibiza,
með ákveðin föt og nokkmm dögum
eða vikum seinna er önnurhver stelpa í
Hollywood í eins fötum.
Já, hárbandið fræga er gott dæmi
umþetta.”
— Einn meiðurinn á tiskutrénu eru
tískusýningarsamtök. Þar sem þú ert
ekki með öllu ókunnug þeim þá langar
mig til að spyrja þig hvers vegna eins
mikil ásókn sé í þau eins og raun ber
vitni. Hvað veldur? Sjálfsýningarþörf?
„Já, ekki em það peningarnir sem
fólk sækist eftir hér á landi. Líkast til
er það athyglin sem þetta fólk hefur
fengið. Eru ekki allir Islendingar óðir í
að koma sér á framfæri, láta vita
hver jir þeir séu? Þetta er ein leið til að
svara þessu.”
— Em miklir fordómar gegn tísku-
sýningafólki?
„Já, tvímælalaust. Sumir segja það
vera vegna afbrýðisemi. Maður hefur
heyrtsagt: „Þettafólkerísviðsljósinu
en ekki ég, og hefur ekkert til þess unn-
ið.” Maður fær líka skeyti, sérstaklega
á skemmtistöðunum. Bláókunnugt fólk
veður að manni og kallar mann
glamúrpíu. Maður skilur dcki af hverju
því að þetta er oft fólk sem maður hef-
ur aldrei séð áður. En er ekki stað-
reynd aö allir sem eru áberandi, eru á
milli tannanna á fólki? ”