Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Side 33
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983.
33
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Svala Haukdal„Ekkilengur rikjandiað velja „eins og vinkonan
„Tískan nær til
fleiri hópa en áður”
— spjallað við Svölu Haukdal
Svala Haukdal er ein af þeim sem
lengi hafa fylgst meö tískunni og
raunar starfað um árabil á þeim
vettvangi, beint og óbeint.
Hún hefur lengi veriö í Karon-
sýningasamtökunum, þó að hún sé
aö mestu hætt aö sýna, og starfað í
Karnabæ og nú seinast í Dömugarö-
inum.
Svala settist niöur yfir kaffibolla
með Dægradvala og rabbaöi viö
hann um tískuna og eitt og annað í
kringumhana.
— Svala, hvenær fékkst þú tísku-
bakteriuna?
„Þaö er gömul saga. Þegar ég var
krakki í sjávarplássi úti á landi var
ekki um þaö aö ræða að hlaupa í
næstu búö og kaupa föt. Mamma mín
saumaði og prjónaöi allt á mig. Ég
fékk eiginlega ekki mína fyrstu
„búðarflik” fyrr en ég fékk
fermingarkápuna. Ég gekk síðar í
gegnum mína skólagöngu, fór utan
og bjó hjá ágætum sendiherra og
konu hans. Þá fór ég aö fá mikinn
áhuga á fötum, fór meö konunni í
búöir og hjálpaöi henni aö velja.
Smátt og smátt skapaðist áhuginn.
Ef til vill fékk ég meiri innsýn inn í
stórborgina, og þar meö fatnaö og
tísku, en ella vegna þess aö ég
dvaldist ekki lengi í Reykjavík áður
enégfórutan.”
— Siöan hefur mikið vatn runniö til
sjávar. Frá því aö þú fórst aö
fylgjast meö tískunni hefur margt
breyst. Fylgist fólk betur með en áð-
ur?
„Já, þaö finnst mér. Fólk gerir
aðrar kröfur en áöur. Vill vandaöari
fatnaö og ekki föt sem eru bara í
tísku tvo til þrjá mánuöi heldur föt
sem hægt er aö bæta viö. Eins má
nefna þaö aö fólk kaupir gjarnan föt
frá sama framleiöanda. Og núna er
tískan f jölbreytilegri. Þaö er hægt aö
fá sérstakan smekklegan og vand-
aöan vinnufatnað, sportfatnaö og svo
framvegis. Og mér finnst aö með
aldrinum þroskist smekkurinn, maö-
ur vill vandaðari vöru. Því eldri sem
maður er því vandaöara velur maö-
ur.”
— Hvernig velurfólk fatnaö?
„Þetta er mjög erfið spurning en
um leið skemmtileg. Ég held aö fólk
hafi mun sjálfstæðari smekk en áöur
og þroski sinn ákveöna smekk. Þaö
er ekki lengur ríkjandi aö velja „eins
og vinkonan”. Fólk býr til sinn eigin
smekk og því er ekki aö neita aö hjá
þeim sem fylgjast best meö er klæða-
buröurinn list út af fyrir sig. Á þeim
tíma sem ég hef fylgst meö hefur
markaðurinn breyst mjög mikið. Nú
nær tískan til mun fleiri. F jórtán ára
táningar og fertugar konur geta
fundiö eitthvaö viö sitt hæfi og eins
þær sem eru meiri um sig, hærri og
þykkari. Áður fyrr var bara um aö
ræöa einhverjar mussur. En nú er
betur gert ráö fyrir því aö fólk er
ekki allt eins. Tískan er oröin þaö
f jölbreytt að hún þjónar miklu fleir-
um.”
— Er það stór hópur hér á landi
sem fylgist vel meö tískunni?
„Já mjög. Og hann er á öllum
aldri. Þaö er hægt aö ná í mjög góö
blöö sen* gefa manni tækifæri til aö
fylgjast með viku eftir viku. Þaö er
ekki lengur bara Vogue, heldur f jöld-
inn allur af góðum blöðum og meira
aö segja dagblöðin b jóöa upp á ýmis-
legt í þessum efnum.”
„Smitast
alltaf pínu-
lítið af
tískunni”
— litið inn í tfskuverslanir
Garðar i Herragarðinum er á þvi aö karlmenn geri meiri kröfur i klæðnaði en áður.
Júlíana Erlingsdóttir var að skoða föt er blaðamaður sveifá hana. Hún
sagði að efnin skiptu miklu máli er hún veldi sár föt.
Þórunn Hermannsdóttír var nýbúin að missa af fallegri kápu sem hún
hafði sáð i versluninni.
Dægradvali smokraði sér inn í eina
tískuverslun bæjarins og sat þar
fyrir áhugafólki um tísku.
I verslun við Laugaveginn sveif
hann á konu nokkra sem skoðaði föt í
gríð og ergi. Hún kvaöst heita
Júlíana Erhngsdóttir. Hún varspurö
aö því eftir hverju hún færi þegar
hún veldi föt. „Eg fer aðallega eftir
efninu í flíkinni og hvemig mér líöur
í henni.
— Lætur fólk tískuna stjórna
klæöavah sínu?
,,Ég held aö yngri unglingamir séu
miklu bundnari viö einhvern ákveö-
inn stU sem er ríkjandi í þaö og það
skiptiö. Þeir kaupa kannski eitthvaö
sem er í tísku skamma stund en geta
ekki notað þaö aftur síðar. Þeir sem
komnir eru yfir tvítugt kaupa frek-
ar vandaðar vörur sem standa aUtaf
fyrir srnu og em nokkuð dýrari. ”
— En stjómar tískan þínu
klæðavali?
„Eg held þaö ekki. Maöur sér í
tískublöðum til dæmis föt sem eru
smart á þeim sem eru í þeim þar en
fæm manni sjálfum iUa.”
DægradvaU kvaddi viömælanda
sinn og sveif á aöra konu tU aö rabba
viö hana um tískuna. Hún heitir Þór-
unn Hermannsdóttir.
„Jú, maöur smitast aUtaf pínuUtið
af tískunni, en þó reyni ég ekki aö
hlaupa eftir henni. Maður prjónar,
ef s vo má seg ja, viö þaö sem maöur á
fyrir. Þegar ég vel mér föt fer ég eft-
ir verði fyrst og fremst og eins eftir
því hvort þaö passar við þaö gamla.
Ef maöur á góöar buxur reynir
maöur að finna sér faUegt vesti eöa
peysu í sttt. Tískan núna er mjög
skemmtileg og margbreytUeg og gef-
ur ýmsa möguleika. — Séröu
eitthvað núna sem þig langar í? „Já,
ég sé ýmislegt. Eg ætlaöi að Uta á
kápu sem ég sá héma um daginn, en
því miður hún er f arin.”
En jafnvel þó aö kvenfatatískan sé
meira í sviðsljósinu og sé þaö hér í
þessu spjaUi létum við karlatískuna
ekki lönd og leiö. I gegnum búöar-
glugga í miðbænum sáum viö huggu-
lega klæddan mann við afgreiöslu-
störf. Hann reyndist vera Garöar
Siggeh-sson, betur þekktur sem
Garöar í Herragarðinum.
Dægradvali spuröi Garöar hvort
karlmenn fylgdust vel meö tískunni.
,,Já, karhnenn fylgjast meö, á því
er ekki vafi. Karlmenn eru famir aö
gera kröfur í sambandi viö klæöa-
burö sinn og láta ekki lengur mata
sig meö einhverju dóti. Vilja
vandaöa og sólíd vöru, með ýmsum
„sjetteringum”, bindi og aUt í stíl.
Síöan ég fór að hækka standardinn
hjá mér hef ég tekið eftir þessu.
KarUnenn hafa fágaöri smekk en áð-
ur. Það sem á mest upp á paUboröiö
núna em tvíhnepptir jakkar, vestis-
'peysur, buxur meö vatteringum aö
framan og svo ekki síst léttvatteraö-
ar buxur sem henta mjög vel okkar
veöráttu. Þær em mttdu hentugri
klæðnaöur en gallabuxumar sem em
aö mínu mati ágætur klæönaöur út af
fyrú- sig en ansi ofnotaður.” Hér
þótti blaðamanni höggviö nærri sér,
kvaddi Garðar við svo búið og hélt af
stað í sínum kmmpuöu ofnotuðu
gaUabuxum.