Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Síða 36
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33
SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI 11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1983.
GENGIÐ
LÆKKAÐ
UM NÍU
PRÓSENT
Gengi krónunnar var lækkaö um 9%
í gær. Þessi gengislækkun er gerö til
þess aö bæta fiskvinnslunni kostnaðar-
auka sem leiddi af hækkun fiskverös
um áramótin. Þaö er merkilegt við
þessa gengislækkun aö ólíkt því sem
venjulega gerist var þaö ríkisstjórnin
sem lagði til gengislækkunina og
bankastjóm Seölabankans sem ákvað
hana. En venjulega gerir bankastjórn
Seöalbankans tillögur um gengislækk-
un til ríkisstjórnar.
í fréttatilkynningu frá Seölabankan-
um segir aö eigi viöleitni til aö bæta
samkeppnisstöðu sjávarútvegs að
bera árangur, án þess aö komi til verö-
bólgu, telji bankaráð og stjórn Seðla-
bankans aö verði aö leita allra ráöa til
aö draga úr víxlverkunum launa og
verölags. óbg
Fimm í
framboð
— í prófkjöri krata á
Reykjanesi
Framboösfrestur í prófkjör Alþýöu-
flokksins í Reykjaneskjördæmi vegna
komandi alþingiskosninga er runninn
út. Fimm skiluöu inn framboöum. Þau
eru: Ásgeir Jóhannesson forstjóri,
Gunnlaugur Stefánsson guöfræöingur,
Karl Steinar Guönason alþingi-maö-
ur og Kjartan Jóhannsson alþmgis-
maöur, sem bjóöa sig fram í öll sæti, og
Kristín Tryggvadóttir félagsmálafull-
trúi, sem býöur sig fram í annað og
þriöja sæti.
Prófkjöriö er opið öllum stuðnings-
mönnum AJþýöuflokksins og fer fram
29,—30. þessa mánaöar. ás.
Vitnaleiðslum
ekkilokið
Rannsókn á moröinu sem f ramiö var
á Kleppsvegi á nýársmorgun er enn
ekki lokiö. Játning liggur fyrir í málinu
en ekki hefur fengist staöfest hvort
játningin kemur heim viö framburð
annarra sjónarvotta aö atburöinum
Þórir Oddsson vararannsóknarlög-
reglustjóri ríkisins varðist allra frétta
af rannsókn málsins er DV haföi sam-
band viö hann í gær. Sagði hann að
vitnaleiðslum í málinu væri ekki lokið.
Yrði aö yfirheyra öll vitni aftur til
samanburðar viö játningu Jiins grun-
aöa og væri því ekki hægt aö gefa upp-
lýsingar um málið á þessu stigi. ÖEF
Sprengjuhótun á Hótel Borg:
Við viljum ekki
að neinn slasist
— sagði rödd í síma
Rödd í síma tilkynnti um sprengju á Hótel Borg í gærkvöldi um klukkan ellefu. MikUl viðbúnaður var af hálfu lög-
reglu og var hóteUð rýmt af gestum. DV-mynd: GVA
„Þaö er búiö aö koma fyrir
sprengjuí hótelinu. Hún springur eft-
ir hálftíma. Viö látum vita, því viö
viljum ekki aö neinn slasist.” Þessi
orö sagöi miðaldra karlmaöur í síma
viö Guörúnu Jónsdóttur í gestamót-
töku Hótel Borgar rétt fyrir klukkan
ellefu í gærkvöldi. Strax var haft
samband viö lögregluna og hóteliö
rýmt. Tuttugugestir voru á hótelinu,
allt Islendingar. Þeir fóru yfir á lög-
reglustööina og biöu þar á meðan
lögreglan leitaöiaösprengjunni.
„Hann skellti strax á er fiann var
búinn a ð tilkvnna nkknr nm
sprengjuna. Eg heyrði eklú aö neitj
óvenjulegt væri viö manninn. Hann
virtist ekki ölvaður og engin tónlist
var í kringum hann, þannig aö hægt
væri aö halda að um væri aö ræöa
eitthvert gabb,” sagöi Guörún enn-
fremur.
Þaö hefur vakiö athygli aö
karlmannsröddin notaöi oröiö „viö”,
en þó talaöi hann ekki fyrir nein sam-
tök eöa nafngreindan hóp manna.
Guörún sagöi ennfremur aö hótel-
gestirnir heföu tekið þessu meö
jafnaöargeöi og hefðu ekld sýnt
neinn asa eða hræöslu
En hálftíminn sem karlmannsrödd-
in gaf til aö forða mætti slysum leiö
án þess aö nokkuð geröist. Þá var
lögreglan búin aö loka nærliggjandi
götum og umkringja hótelið. Fjöl-
mennt liö slökkviliösins dreif aö auk
þess voru tvö björgunartæki
Björgunarsveitarinnar Ingólfs höfö
tiltaks.
Snemma á síöasta ári var einnig
hringt á Hótel Borg og tilkynnt um
sprengju, þá fannst heldur engin
sprengja.
-JGH
Sjómannafélag
Reykjavíkur:
HÆTTUM
ÞÁTTTÖKU
í VERÐ-
LAGSRÁÐI
Stjórn og trúnaðarmannaráð Sjó-
mannafélags Reykjavíkur hafa álykt-
aö aö óverjandi sé fyrir samtök sjó-
manna að eiga lengur aðild að Verö-
lagsráði sjávarútvegsins og einnig
óverjandi aö þau ein allra launþega-
samtaka séu skyld aö taka miö af
reikningslegum rekstrarkostnaðL
I rökstuöningi með ályktuninni er
m.a. drepið á eftirfarandi atriöi: Aö
meö síöustu fiskverösákvöröun hafi
fulltrúar ríkisstjórnar og útgeröar-
manna ákveöiö kjör sjómanna næstu
mánuöi upp á sitt eindæmi. Viö verö-
ákvöröun er teláð miö af miklum fjölda
skipa sem gerð eru út af félagslegri
þörf einstakra byggðarlaga, en þetta
er á skjön við tilgang laga um verö-
ákvöröun á fiski. Engar tilraunir eru
geröar til aö fara nýjar leiðir en úrelt-
um leiöum fylgt, segir ályktuninni, en
þær leiðir enda allar í uppliafi sínu.
Og því álykta stjóm og trúnaöar-
mannaráö S jómannafélags Reykjavík-
ur aö óverjandi sé fyrir samtök sjó-
manna aö eiga lengur aöild aö Verö-
lagsráði sjávarútvegsins. óbg
r
Afengissalan:
Meirí fyrir jól,
minnifyriráramót
— miðað við árið á undan
Hækkun á áfengi árið 1982 nemur
40,5%. Sala á áfengum drykkjum hefur
aukist um 12% á Þorláksmessudag,
miöað viö hækkun, en minnkaö um 8%
fyrir gamlárskvöld. Allt síöastliöiö ár
varö aukning á sölu borðvína og þá
mikiö keypt í stærri pakkningum.
Fyrir jól er mikil sala í heitum vínum
eins og sérrí. Þá er líkjör, viskí og
koníak talsvert keypt til jólagjafa,
mesta salan er þó ávallt í brennivíni.
Mikið hefur dregiö úr aö fyrirtæki gefi
starfsmönnum vín daginn fyrir
gamlársdag.
Áfengisútsölur á landinu eru alls 9,
auk þess er hótel- og póstkröfudeild. A
Gamlársdag nam salan frá þremur út-
sölustööum í Reykjavík 2.058.770,-
krónum, en ári áður 1.553.305,-. Sé
miðað viö 40% hækkun hefur salan
dregist saman. Á Þorláksmessu nam
áfengisútsalan 8.277.278,- krónum, en
áriö 1981 var salan 5.431.541,- krónur.
Afengisútsöluna viö Laugarásveg 1
stendur til aö flytja í stærra og betra
húsnæöL
LOKI
Heyrí ég rétt að viðskipta-
ráðuneytið sé kallað kofi
Tómasar frænda?
Þelamerkurdeilan:
BROTTVIKNISKOLASTJORINN
FÆR ORLOF TIL UTANFERDAR
Sturla Kristjánsson, skólastjóri
Þelamerkurskóla í Hörgárdal, sem
vikiö var úr starfi í október, hefur
fengið „svokallaö leyfi á launum eöa
orlof frá janúar og út setningartíma-
bil, eöa til 31. júlí,” eins og Sigurður
Helgason í menntamálaráöuneytinu
orðaöi þaö. „Obeint hafði hann fariö
fram á þetta. Hann fór fram á ein-
hvers konar bætur og sneri sér þá til
stéttarfélags síns, Bandalags há-
skólamanna. Orlofiö er eiginlega
málamiðlunartillaga til að Ijúka
málinu. Hann haföi áhuga á aö fara
til Skotlands til aö kynna sér þar
skólamál í dreifbýli.”
Verður sú ferð kostuð af ráðuneyt-
inu?
„Sturla heldur launum sínum en
sér sjálfur um kostnað við feröina.
En aö sjálfsögðu munum við greiöa
götu hans eins og annarra sem til
okkarleita.”
Er Sturla aö fá uppreisn æru með
þessum málalokum?
„Ráðherra taldi í haust ekki ann-
arra kosta völ en Jeysa báða deiluað-
ila frá störfum til að eðlilegt skóla-
starf gæti hafist. I þessu felst ákveö-
in viðurkenning á aö Sturla sé, þrátt
fyrir brottvisunina, ekki óhæfur
skólamaður,”sagðiSigurður. -JBH