Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Qupperneq 30
34 DV. MIÐVIKUDAGUH19. JANUAR1983.
- DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL
Hvað verður
um bókina í
fnstunda-
byltingunni?
— mun hún eiga í vök að ver jast fyrir auðmeltu
afþreyingarefni?
Háværar raddir hafa heyrst um það
að bóksala hafi minnkað mikiö á jóla-
bókamarkaönum. Einn heimildar-
maður DV tók svo djúpt í árinni að sai-
an hefði minnkað um 25—30% frá árinu
áður. Sömu heimildir kenndu video-
glápi um að verulegu leyti. Hvað sem
því líður má benda á að bókinni hefur
oft áöur verið spáð dauöa en alltaf
haldið velli og vel það. Kvikmyndirnar
áttu að drepa hana, sjónvarpið sömu-
leiðis og nú seinast videoið og kapal-
sjónvarpið. DV gerði örlitla könnun á
hvernig bóksalan hefði gengið. Engar
tölur eru komnar að svo stöddu um
þetta mál, en skiptar skoðanir voru
meðal þeirra sem við útgáfu og bók-
sölu fást um hvort bókin væri á undan-
haldi.
Hvaö um það. Viðfangsefni okkar
hér í Dægradvöl er alls ekki háð því
hvort bóksala hafi minnkað eða staðið í
stað á síðasta jólamarkaði, heldur ætl-
um við að skyggnast inn í framtíðina
meö aðstoð góðra manna. Og spyrja
hvernig bókin muni standa sig í fram-
tíðinni í þjóöfélagi örtölvu, sjálfvirkni
og stóraukins frítíma og þar af leiðandi
stóraukins framboðs á frístundaefni?
Við röbbuðum við tvo menn um þessi
mál. Ólafur Jónsson er kunnur sem
gagnrýnandi DV og hefur að auki
kannað bóklestur og lestrarvenjur. Við
ræðum við hann einkum um lestrar-
Bókinogfrí-
stundabyltingin
Texti: Árni Snævarr
Myndir: Bjarnleifur
Bjamleifsson
-ur um bokautgáfu é töluvert
bö saman um að úrgefmr tmar seu
^irienáSnnuþmáund^noghefeg ,
ncfnda ,olun“1í^ 4°henni. Einnig hefur i
|wí heyrst Oeygt^rð heildarsala böka sé tölu-
l vert minni nn ^''„rénTslsm tfðindii ef I
Nokkurrar svartsýni hefur gœtt um
stöðu bókarinnar nú. Þvi er haldið
fram að sala bóka hafi minnkað
mikið um þessi jói enda þótt ekki
sóu aiiir á einu máii um það atriði.
venjur og horfur í framtiðinni og stöð-
una í dag. Pétur Gunnarsson þarf ekki
að kynna, en hann er auk þess að vera
höfundur skáldsagna og ljóða, nýorð-
inn bókaútgefandi. Er í þeirri sérstöku
stöðu að semja og gefa út. Hvoru-
tveggja með góðum árangri!
Framtíöarsýn
Enda þótt vísindaskáldsagnahöfund-
ar og kvikmyndagerðarmenn hafi
verið ósparir á að sýna okkur framtíð-
ina eins og þeir líta á hana, hefur ekki
farið sérlega mikið fyrir hugleiðingum
um stöðu bókarinnar í framtíðinni.
Eins og fram kemur í viðtölunum hér
að neðan er eins víst að „bókin” hverfi
tæknilega séð og tölvur komi í staðinn.
En enn munum við lesa og bókmennt-
irnar hverfa ekki svo auðveldlega. Til
að spá í örlög bókarinnar á örtölvuöld
er sjálfsagt að taka mið af samtíman-
um. Spurningunni um hvort bóklestur
hafi minnkað í kjölfar videovæðingar
er erfitt að svara enda engar rann-
sóknir verið gerðar. En við vitum að
íslendingar lesa mjög mikið og að því
er virðist, tiltölulega meira en flestar
aðrar þjóðir. En háværar raddir eru
uppi um að videoið hafi fremur bitnað
á sjoppulitteratúr og tímaritum. Seint
verður úr því skorið. En við ræðum
þessi mál við Pétur Gunnarsson og
Ólaf Jónsson hér að neðan, og þá fyrst
og fremst í ljósi þess að menn spá því
að „frístundaþjóðfélag” líti dagsins
ljós og bókum verði veitt harðvítug
samkeppni af ýmiss konar frístunda-
efni, oft tengdu tækni og kennt við auð-
melta afþreyingu.
PéturGunnarsson:
Frístundabylt
ingin handan
við homið
— en bókin mun halda sínu
Við höfum rætt um f rístundabyltingu
í Dægradvöl áður. Og eins og fram
kemur hér á síðunni ætlum við að ræða
hér um áhrif hennar á bókmenntimar.
Og þá ekki síst áhrif væntanlegra
tæknibreytinga og þeirra sem þegar
eru orðnar á þennan miðil.
Pétur Gunnarsson rithöfundurgaf út
fyrir jólin bókina Persónur og leikend-
ur. Auk þess sem hann samdi bókina
gaf hann hana út sjálfur og má segja
að hann hafi fylgt henni alla leið: úr
huga sér yfir á blöð og síöan langleið-
ina til lesenda í gegnum útgáfuna og
dreifingu.
Dægradvöl hitti Pétur að heimili
hans og ræddi við hann um þessi mál.
— Því er haldið fram að bókin sé á
undanhaldi fyrir ýmsum nýjum miðl-
um og eigi í vök að verjast vegna vax-
andi framboðs á frístundaefni. Og því
Litum við enn i bók árið2000eða fáum við iesmái eftir eigin vali á töivuskerm ?
i