Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR1983. MUNUM KÆRA TIL UT- LENDINGAEFTIRLITS =5r „Viö sættum okkur ekki við það álit vamarmáladeildar aö fólk með erlendan ríkisborgararétt geti unnið hér á landi án atvinnuleyfa,” sagði Magnús Gíslason, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, er DV innti hann eftir hvernig félagið myndi bregðast við bréfi varnar- máladeildarinnar sem sagt var frá í blaðinu í gær. Magnús sagði að félagið hefði látið taka saman lista yfir þá útlendinga sem störfuðu í þjónustustörfum á Kéflavíkurflugvelli án atvinnuleyfis. Væru á listanum 392 nöfn. Verslunar- mannafélagið hefur látiö reikna lauslega hverjar tekjur þessa fólks eru og munu þær nema um 62 milljónum króna á ári miðað við núgildandi kauptaxta. Verslunarmannafélagið mun láta reyna á það hvort þetta fólk geti unniö hér á landi án atvinnuleyfis með því að kæra það allt fyrir útlend- ingaeftirlitinu. Sagöi Magnús að útlendingaeftirlitið og varnarmála- deild hefðu áður látið vísa fólki úr starfi vegna skorts á atvinnuleyfi og nú myndi látið á það reyna hvort þetta gæti einnig átt við skyldulið bandarískra hermanna í borgara- legum störfum. „Vamarmáladeild þykist fylgjast vel með öllum ráðningum á Kefla- víkurflugvelli, en samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í bréfi þeirra, þá hafa þeir greinilega ekki hugmynd um hvað þarna fer fram,” sagði Magnús Gíslason. -ÓEF. Eyjafjardaráin heimsótti flugstödvar- byggingamar Eyjaf jarðaráin breiddi hressilega úr sér á laugardag og sunnudag og heim- sótti flugvallarbyggingamar á Akureyri. Norðlendingar fengu því sinn skerf af vatnavöxtunum vegna hlákunnar miklu þó snjór sé þar sums staöaríminnalagi. Vatn komst inn í öll hús á flug- vellinum nema 2, sjálfa flugstöðina og sandgeymsluna. Nokkrar skemmdir urðu, aðallega á gólfdúkum, en hurðum var bjargaö meö því aö taka þær af hjörum. Helsta ástæöan fyrir flóðinu var sú að undirlendið þarna framan við var allt ísilagt. Myndaðist stífla í ánni norðan við Hrafnagil og flæddi hún þá á ísnum norður og vestur eftir öllu með þessum afleiðingum. Engin truflun varð á flugi þar sem ekki var flugfært vegna veðurs hvort sem var. -JGH. Svona lagað sést sem betur fer sjaldan við flugstöövarbyggingar Akureyrarflugvallar. Vatnið náði alveg að hús- unum og reyndar inn í flest þeirra. DV-mynd: GS, Akureyri. Sendum ípóstkröfu um land allt ÚLPUR, PEYSUR, SOKKAR, NÆRFÖT. Fatamarkaðurinn JL-hÚSÍnu Aukning sf.. JIS I lv.l uuQD.nS -j Hringbraut 121, R. sími 22500.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.