Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 27. JANUAR1983. VALKOSTIR „Sennilega er nú meiri hætta á kjarnorkustríöi en nokkru sinni fyrr. Harönandi vígbúnaðarkapphlaup samfara breyttri stööu í alþjóöamál- um færir jafnvægiö á miili kjarn- orkuveldanna úr skorðum. . .Þótt þeirri breytingu hafi ekki verið mikill gaumur gefinn hefur í áætlun- um um notkun kjarnorkuvopna í ískyggilegum mæli veriö horfiö frá því markmiði aö halda andstæöing- um í skefjum, aö tryggja .,gagn- kvæma gereyðingu”, aö þvi rnark- miöi aö heyja og þá væntanlega aö vinna kjamorkustríö.” I Þessi tilvitnuðu orö eru úr formála eftir Bemard Williams, rektor King’s College í Cambridge, aö bók Jeffs McMahans, British Nuclear Weapons, For and Against. Á þeim hóf Michael Howard, hinn kunni breski blaöamaður, ítarlegan ritdóm í Times Literary Supplement 16. apríl 1982 um þá bók og tvær aðrar um kjarnorkuvígbúnaö. í styttri endursögn fer ritdómur hans hér á eftir. I hinum tilvitnuöu oröum felast þrjár fullyrðingar. Hin fyrsta, aö styrjaldarhættan sé nú meö mesta móti, veröur hvorki sönnuö né af- sönnuö. Hin önnur, aö jafnvægið á milli kjarnorkuveldanna sé farið úr skorðum, er umdeilt álitamál. Hin þriðja, aö jafnvægið þeirra á milli hafi falist í „vísri gagnkvæmri ger- eyðingu”, er ósönn. Þessi orö eru samt sem áður gott dæmi um þaö sem nú er rætt og ritað um kjarn- orkuvígbúnaö. Otvírætt er ekki aö nú sé meiri hætta á kjarnorkustríöi heldur en í Kúbudeilunni fyrir tuttugu árum; né heldur aö vígbúnaöarkapphlaup- iö sé nú harðara en á sjötta áratugn- um eöa hinum sjöunda; né heldur að aö jafnvægi hafi hnigið þeir yfir- burðir sem Ráöstjórnarríkin eru sögö hafa náö yfir Bandaríkin á nær öllum sviöum kjarnorkuvopna og hefðbundinna undir lok áttunda ára- tugarins; né heldur aö lengi hafi ver- iö aö því stefnt aö tryggja „gagn- kvæma gereyðingu”; né heldur aö nýjar af nálinni séu ráöageröir um aö heyja og aö vinna kjarnorkustríö, en á sínum tíma geröi þáverandi landvarnarráöherra Bandaríkjanna, Robert McNamara, grein fyrir því markmiöi í oröum sem mjög var á lofti haldiö. Þaö hefur veriö mark- miö hernaöaráætlana Bandaríkj- anna frá öndveröum sjötta áratugn- um. Ábendingar eru um aö svipaðar ráðagerðir hafi veriö uppi í Ráö- stjórnarríkjunum. Lögö hafa verið á ráö um notkun kjarnorkuvopna frá því aö þau komu til sögunnar. Annaö mál er aö breyting hefur oröið á hlutfallslegum styrk risa- veldanna, að því er tiltækar heimild- ir benda til. Hernaöarlegir yfirburðir Haraldur Jóhannsson munu gengnir Bandaríkjunum úr greipum, hvort sem þeir hafa færst yfir á hendur Ráöstjórnarríkjanna. Forgörðum hafa fariö yfirburöir annars risaveldisins en ekki hernaö- arlegt jafnvægi á milli þeirra. Sú er hin nýja staöa mála. Áöur höföu Bandaríkin óttast um hernaöarlega yfirburöi sína: Eftir aö Ráðstjórnarríkin skutu á loft fyrsta gervihnetti sínum; þegar vitnaleiösl- ur fóru fram fyrir Githor-nefndinni; og á meöan Ráöstjórnarríkin þóttu hafa eldflaugaforskot 1957—’62. Nú þegar Bandaríkin eru talin hafa misst hernaöarlega yfirburöi sína fer ekki lengur á milli mála aö sá stöðugleiki, sem sagöur er hafa hald- ist í þrjá áratugi frá lokum annarrar heimsstyrjaldarinnar, hvíldi ekki á „vísri gagnkvæmri gereyðingu” heldur í fyrsta lagi á slíkum yfir- buröum þeirra á sviöi kjarnorku- vopna að loku þótti fyrir skotiö aö Ráðstjórnarríkin gripu til þeirra aö fyrra bragði, og í ööru lagi á þeirri hótun Vesturveldanna aö grípa til þeirra aö fyrra bragöi ef Ráöstjórn- arríkin legðu til atlögu viö þau meö heföbundnum vopnum. Meðan mál stóöu svo gat Vestur- Evrópa talið sig standa í skjóli þess fyrirheits Bandaríkjanna aö beita kjarnorkuvopnum henni til varnar, jafnvel þótt þau kölluöu meö því yfir síg kjarnorkuárás. Jafnframt var sú hótun Vesturveldanna aö beita kjarnorkuvopnum aö fyrra bragöi í senn viðhlítandi og nauösynleg til aö firra þau árás. Hins vegar virtist sú hótun Vesturveldanna aö beita kjarnorkuvopnum aö fyrra bragði kalla yfir þau tortímingu, um leiö og Ráöstjórnarríkin náðu jafnvægi á við þau á öllum sviðum kjarnorkuvopna, hvort eð var langdrægra eldflauga, sem skjóta má heimsálfa á milli, eöa meðaldrægra eldflauga, sem skjóta má á Vestur-Evrópu handan marka hennar, eöa vígvallar-kjarnorku- vopna, svo ekki sé aö hefðbundnum vopnum vikiö. Á ný hafa þess vegna vaknað efasemdir um skjóliö af kjarnorkuvopnum. Af þessari framvindu mála leiðir þó ekki aö „sennilega sé nú meiri hætta á kjarnorkustríöi en nokkru sinni fyrr”, nema fallist sé á þær SAMNINGAMAÐURINN JÓHANNES NORDAL Meðfylgjandi grein var ætluð til birtingar í Morgunblaðinu, sem framlag í umræðu á siðum blaðsins um álmálið. Ritstjóri Mbl., Styrmir Gunnarsson, hafnaði greininni óles- inni á þeirri forsendu, að höfundur- inn væri Elías Davíðsson. Og lengi lifi tjáningarfrelsiö. . . í Sovétríkjun- um'. Stjóm Landsvirkjunar hefur ný- lega skipað nefnd til aö fjalla um verðlagningu og söluskilmála raf- orku til stóriðju. Samkvæmt frétt sem Landsvirkjun sendi frá sér til allra fjölmiöla eru helstu verkefni hennar: 1. aö kanna verölagningu og aðra skilmála í orkusölusamningum Landsvirkjunar viö stóriöjufyrir- tæki. 2. Aö meta orkuverð og söluskilmála til væntanlegra stóriöjufyrirtækja, sem enn hafa ekki veriö stofnsett. 3. Aö taka þátt í samningum stjóm- valda um endurskoöun samninga viö stóriöjufyrirtæki þegar aö því kemur að ræöa um orkusölu. Það er ekki venja opinberra stofn- ana og fyrirtækja að senda fréttatil- kynningar þegar þau skipa nefnd. Má því ætla aö nefndarskipan þessi hafi önnur markmið en fagleg. Geta skal þess að iðnaðarráðu- neytiö skipaði faglega nefnd til aö kanna verðlagningu á raforku til stóriðju. I þeirri nefnd sat fulltrúi Landsvirkjunar, yfirverkfræöingur- inn Jóhann Már Maríusson. Nefndin hefur skilað frá sér ítarlegri skýrslu, dags. 4. ágúst 1982, um framleiöslu- kostnað raforku, samkeppnisverö raforku til álversins og þróun áliön- aðar i heiminum. Skýrslan var kynnt í fjölmiölum á sínum tíma. Mönnum bar þá saman um áreiðanleika, ítar- leika og gagnsemi skýrslunnar. Hin sjálfskipaða nefnd Landsvirkj- unar óskar eftir því að taka nú þegar þátt í samningum stjómvalda við Alusuisse. Jóhann Nordal, seðla- bankastjóri og stjórnarformaður Landsvirkjunar, hefur tekið þátt í öllum eldri samningum við Alusu- isse. Ætli hann vilji ekki vera með í þetta skipti Uka? Jóhannes Nordal var frá upphafi hvatamaður samninga við erlend auöfélög. Hann hefur veriö stjórnar- formaður Landsvirkjunar frá stofn- un fyrirtækisins og gegnt fleiri em- bættum sem lúta að samskiptum tslands við erlenda aðiia. Hann var formaður Stóriöjunefndar, sem und- irbjó og lagði frumdrög aö samning- um Islands við Alusuisse um álverið í Straumsvík. Það er því rétt að líta nánar á nokkra þætti álsamningsins. Fast raf magnsverö til ársins 1994 Um allan heim hækkar raforku- verð til álvera. Ástæður eru annars vegar almenn verðbólga og hins vegar gifurleg hækkun á orkuverði í heiminum vegna olíuverðshækkana. Aðalsamningur tslands við Alusuisse gerir hins vegar ekki ráð fyrir því að raforkuverð til ISAL hækki þó svo að kostnaður við f ramleiðslu raforkunn- ar, sem ISAL fær, hækki. Álsamning- urinn giidir til ársins 2014. Hann ger- ir þó ráð fyrir minniháttar leiðrétt- ingu á raforkuverðinu til ISAL á ár- unum 1994 og 2004. En jafnvel þessar leiðréttingar á orkuverði eiga ekki að taka mið af framleiðslukostnaði orku á tslandi. ÍSAL ofar íslenskum lögum Eins og allir vita heitir fyrirtækið í Straumsvík „Islenska álfélagið”. Fyrirtækið er skráð hér á landi og greiðir skatta hér. En álsamningur- inn frá 1966 er sérstæður að því leyti, að hann undanskilur ISAL frá ís- lenskri lögsögu. Þetta þýðir að ís- lensk stjómvöld geta ekki höfðað mál gegn ISAL, þótt þau hafi ástæðu til að ætla að ISAL hafi framið skatt- svik. Islensk skattayfirvöld hafa heldur ekki lagaheimild til að yfir- fara bókhald ISAL, þótt slíkt væri vissulega æskilegt. Þessir grundvallargallar í ál- samningnum eru ekki tilkomnir vegna yfirsjónar af hálfu samninga- mannsins JóhannesarNordals. And- stæðingar álsamningsins á Alþingi vöruðu mjög viö afleiöingum, sem samþykkt þessarar undanþágu kynni að hafa í för með sér. Þessi afglöp hafa torveldað eftirlit stjórnvalda með samningi sínum viö Alusuisse og valdið þjóðinni tals- veröum kostnaöi. Islendingar veröa aö leita til erlendra endurskoðunar- fyrirtækja með endurskoðun á bók- haldi ISAL og greiða þeim stórfé. Það þykir fádæmi í heiminum að samningur fullvalda ríkis við erlent einkafyrirtæki skuli vera undanþeg- inn lögum viðkomandi ríkis. Staðhæfingin um Búrfellsvirkjun Forráöamenn Landsvirkjunar hafa staðhæft meö reglulegu millibili að raforkusamningurinn við tSAL hafi verið hagkvæmur fyrir fyrirtæk- ið. Margir efast þó enn um réttmæti þessarar staðhæfingar. Stóriðju- stefnan átti aö létta fjárhagslegum byrðum af landsmönnum vegna virkjunarframkvæmda og lækka raf- orkuverð til almennings. Þróun raf- orkuverðs á Islandi bendir þó í gagn- stæða átt. Samkvæmt gögnum, sem fyrir liggja, má víst telja að staðhæfingin um að álsamningurinn greiöi Búr- fellsvirkjun á 25 árum sé röng. öllu nær lagi er að raforkusamningurinn greiði virkjunina á 35—40 árum. Tölur Landsvirkjunar sjálfrar sýna að þaö heföi veriö heppilegra að nota Búrfellsvirkjun eingöngu fyrir inn- lendan orkumarkaö heldur en ráð- stafa meginhluta orkunnar til ISAL. Með því heföi verið unnt að lækka raforkuverð tO almennings og minnka verulega erlendar skuldir. Þá hefði ekki þurft að ráöast jafn- fljótt í nýjar virkjanir. Því verður ekki mótmælt aö starf- ræksla álversins hefur skapað at- vinnu fyrir 700—800 manns, auk þjónustustarfa í tengslum við álver- iö. En var það markmið stóriöju- stefnunnar að heisti hagur Islend- inga af stóriöju yrði vinnusala til út- lendinga? Endurskoðun álsamningsins 1975 A árinu 1975 var álsamningurinn endurskoðaður m.a. vegna þrýstings af hálfu Alusuisse um aö stækka verksmiðjuna. Formaður samninga- nefndarinnar var Jóhannes Nordal. Samiö var um minniháttar leiörétt- ingar á raforkuverði og skatta. Ann- ar liðurinn hækkaði og hinn lækkaöi. Otkoman var núll. Engin breyting var gerð á grundvallaratriðum samningsins. Á fyrsta rekstrarári ál- versins, þ.e. 1969, greiddu almenn- ingsveitur til Landsvirkjunar 81% hærra raforkuverð en ISAL. Áriö 1982 greiddu þær 400% hærra verð en ÍSAL. Hér á eftir fylgir dæmi um ár-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.