Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1983. r n.ömpi DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og Otgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæfndastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ristjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði 150 kr. Verð í lausasölu 12 kr. Helgarblað 15 kr. Ónæöi afatkvæðum í forustugreinum og fréttum Morgunblaðsins á undan- förnum mánuðum hefur boriö á bráðskemmtilegum skoðunum á prófkjörum. Bíða menn nú eftir, að Morgun- blaöið túlki nýjustu prófkjör á sama hátt og það hefur áður gertívetur. „Maðkar í mysunni”, sagði Morgunblaðið í fyrirsögn desemberleiðara um kosningasigur Pálma Jónssonar landbúnaðarráðherra á Norðurlandi vestra. I leiöaran- um sagði blaðiö, aö þátttakan í prófkjörinu væri, ,magnað pólitískt hneyksli”. Forsenda þessara athyglisverðu kenninga er, að þátt- takan var 15% meiri en kjörfylgi Sjálfstæðisflökksins í kjördæminu í síðustu alþingiskosningum. Slíkt kann auðvitað ekki góðri lukku að stýra að mati Morgunblaðs- ins: „Ekki fer hjá því, að í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi vestra hafi þeir menn greitt at- kvæði, sem áður hafa stutt andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins.” Þetta er orðrétt úr annarri f orustugrein blaðs- ins. Um leið krafðist Morgunblaðið þess, að k jördæmisráðið léti ekki hneykslið ,,sem vind um eyru þjóta”. Áfram hélt blaðið og sagði: ,,Er ekki eðlilegt, að rannsókn fari fram og þá væntanlega undir forustu miðstjórnar. ..” í framhaldi af þessu þurfa allir vel innrættir menn að leggja höfuðið í bleyti til að finna lausn á þeim vanda, sem myndast af því, að kjósendur, er áður hafa stutt aðra flokka, fara allt í einu að ónáöa Sjálfstæðisflokkinn með atkvæði sínu. Auðvitað getur verið vont fyrir litla, sæta stjómmála- flokka, ef alls konar pakk fer að kjósa þá og gera þá að stórum og ljótum flokkum, sem gætu álpazt til að hafa aðrar skoðanir á stjómmálum en Morgunblaðið hefur. Spurningin er bara, hvað hægt sé að gera til að losa mysuna við ásókn maðkanna. Ekki er hægt að mæla framsóknartilhneigingar með blóðprufu, svo að sennilega er heppilegast að leita aðstoðar Morgunblaðsins. Þeir kjósendur, er hefðu í huga að ónáða Sjálfstæðis- flokkinn með atkvæði sínu, gætu þá snúið sér til Morgun- blaðsins, sem gæfi þá út siðferðisvottorð, er veitti hjarta- hreinum kjósendum aðgang að hinum skelfilegu prófkjör- um. Morgunblaðið gleymdi að taka þráðinn upp af fullri hörku, þegar þátt tóku í prófkjöri Sjálfstæöisflokksins á Vesturlandi 9% fleiri en þeir, sem greiddu þar flokknum atkvæði í síðustukosningum. En þá kom annaö á bátinn: „Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra hlaut kjör í efsta sæti lista sjálfstæðismanna á Vesturlandi með 1367 atkvæði í það sæti, sem er aðeins 54% af gildum atkvæð- um, er Friðjón þó vel kynntur í kjördæminu.” Þegar stórfelldur kosningasigur er túlkaður á þennan hátt, bíða menn auðvitað í ofvæni eftir, að Morgunblaðið haldi áfram og túlki nýjustu prófkjörsúrslit sem svo, að Þorsteinn Pálsson hafi „aðeins” fengið 33% á Suðurlandi. Og hvað um prósentur Geirs? En prófkjörið á Suðurlandi gefur Morgunblaðinu kjörið tækifæri til að rifja aftur upp kenninguna um „maöka í mysunni”, því að þar kusu 21% fleiri en samtals kusu báða lista flokksins í síðustu kosningum. Hér með er auglýst eftir lausnum á þeim vanda Morgunblaðsins, að alls konar siðlaust pakk skuli leyfa sér að láta af stuðningi við aðra flokka og taka upp á aö ónáða Sjálfstæðisflokkinn og óhreinka hann með atkvæði sínu. JónasKristjánsson. KOSNINGA- SLAGURINN HAFINN Þá eru línur teknar aö skýrast verulega hvað varöar framboö gömlu stjórnmálaflokkanna viö komandi alþingiskosningar. Enda þótt ólokiö sé prófkjörum og forvali í nokkrum kjördæmum er ljóst aö ekki verður um neinar byltingarkenndar breytingar á þingliði þeirra aö ræða. Stóra spurningin um verulegar breytingar á Alþingi er spurningin um nýja flokka. Raunar þarf ekki aö spyrja hennar um Bandalag jafnaö- armanna, því þaö mun koma viö sögu. Kvennaframboð eru óráðin gáta, þegar þetta er skrifað, en ósennilegt veröur aö telja aö fleiri aöilar bjóöi fram viö þessar kosning- ar. Þaö kann aö breytast næst, þegar ný ákvæöi um þingkosningar hafa komist í stjórnarskrána og atkvæðis- réttur hefur verið jafnaöur. Hart barist í Sjálfstæðisflokki Athyglisverö prófkjör eru nýliöin hjá Sjálfstæðisflokki og að minnsta kosti eitt spennandi er framundan. Barátta í þessum prófkjörum er og hefur veriö hörð, eins og vera ber, því margir eru kallaöir á þeim bæ en fáir útvaldir, eins og víðar. Urslita var beöiö meö mikill óþreyju bæöi á Kjallari á fimmtudegi Magnús Bjamfreðsson Noröurlandi eystra og á Suöurlandi. Fyrir noröan mynduöu fráfarandi þingmenn kosningabandalag og stóöu af sér áhlaup andstæöinga sinna meö miklum yfirburöum. Væntanlega hefur flokksforystan glaöst mjög yfir þessum úrslitum, því satt best aö segja hlýtur henni aö hafa verið oröið mál aö vinna í eins og einu prófkjöri í flokknum. A Suöurlandi hlutu aö verða breytingar hjá flokknum, því efsti maöur lista hans, Steinþór bóndi á Hæli, lætur nú af þingmennsku. Þar var mikil samkeppni milli Ola Þ. Guðbjartssonar, leiðtoga flokksins í sveitarstjórnarmálum á Selfossi, og Þorsteins Pálssonar, framkvæmda- stjóra Vinnuveitendasambandsins. Nokkuö skyggöi þaö á þetta prófkjör að upp voru teknar reglur um hólfa- skiptingu í kjördæminu, sem mið- uðust viö kjördæmaskiptingu fyrir 1959. Það er ekki andskotalaust hve illa mönnum gengur aö skilja þaö aö þessi kjördæmaskipting er ekki Umhverfísvemd í vanda stödd \ 1 vetur hefur hópur áhugafólks um umhverfismál komiö nokkuö reglu- lega saman hér í Reykjavík. Sá sem þetta skrifar er félagi í hópnum. Enda þótt þær hugrenningar sem hér fara á eftir séu fram bornar í minu nafni og á ábyrgð mína, eru þær þó fyrst og fremst ávöxtur skoöana- skipta viö félaga mína og einnig þess sem viö höfum miölað hvert ööru. Umhverfismál í lægð. Nokkurrar lægðar hefur gætt í um- fjöllun um umhverfismál á Islandi undanfarin ár. Stundum var þó æöi mikiö líf í þeirri umræðu t.d. á þeim árum þegar Laxárdeilan stóð sem hæst og allt til þess er jámblendi- verksmiðjan á Grundartanga var reist. Ætla mætti aö síðan þá hafi ærin tækifæri gefist til eflingar þeirrar umræöu og áframhaldandi aögerða, en sú hefur ekki oröiö raunin. Áfram er haldiö stórvikjana- og stóriöju- stefnu athugasemdalítið, ofnýtingu fiskistofna linnir ekki þrátt fyrir óskoraöan umráöarétt yfir fiski- miðunum viö landið og ofnýting lands er víöa geigvænleg, bæöi vegna ofbeitar og annarrar landnotkunar, Kjallarinn Tryggvi Jakobsson svo sem vanskipulagörar feröa- mennsku. Umræða um hvalfriðunar- mál hefur veriö hér í skötulíki og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi kom- ast upp meö aö hvetja til sóðalegra aöferöa viö seladráp meö ströndum landsins. Hvað veldur? Hverju ætli þaö sæti aö sú pólitíska umhverfisvemdar- hreyfing, sem eflst hefur víða á Vesturlöndum undanfarin ár hefur ekki náð hér fótfestu? Umhverfisvernd hins opinbera Ef til vill er einhverra skýringa aö leita í skipulagi og starfi þeirra nátt- úm- og umhverfisvemdarhreyfinga sem hér eru. Náttúmvemdarráð hefur þegið skipulag sitt beint úr hendi stjómmálamanna. Almenn- ingur hefur þar lítið komiö nærri. Það er því skilgetið afkvæmi stjórn- kerfisins og hefur erft ýmis einkenni þess. Innan Náttúruverndarráðs gætir ákveöinna áhrifa ýmissa þjóðfélagsafla, sem reyna að 'sjá til þess að á vegum ráðsins komi ekki til neinna þeirra aögeröa sem skaöað geti hagsmuni þeirra. Þessu til stuðnings má benda á hverjir eiga rétt á setu á Náttúruvemdarþingi samkvæmt lögum og einnig þaö aö Náttúruvemdarráð skipa meöal ann- arra ýmsir valdamiklir embættis- menn. Umhvérfismál á Islandi heyra nú undir sjö ráðuneyti. Slíkt fyrir- komulag hlýtur að valda því aö ýms- ir þættir þessa málaflokks lendi fyrir ofan garö eöa neöan í stjórnkerfinu. Þess em jafnvel dæmi aö gerðar séu mismunandi kröfur um sömu hluti af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.