Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 27. JANUAR1983. 15 skoöanir bandarísku „nefndarinnar vegna núverandi hættu”, aö Ráö- stjórnarríkin eygi nú tækifæri til heimsyfirráða sem þau muni not- færa sér. En þá er þess aö minnast aö þeir sem hæstum rómi vara við yfirvofandi styrjöld telja hana ekki stafa af Ráöstjórnarríkjunum heldur af Bandaríkjunum sem básúna út aö þau hafi dregist aftur úr Ráðstjórn- arríkjunum á sviöi langdrægra kjarnorkueldflauga. Meöan Henry Kissinger var enn í valdastööu og ábyrgöar- lét hann þau orö falla aö „í hernaðarlega yfir- buröi á tímum mergöar kjarnorku- vopna megi leggja hvaöa merkingu sem vera skal”. Heilbrigð skynsemi viröist líka vera aö afleiöingar k jam- orkustríös, jafnvel í litlum mæli, séu svo válegar aö engin þjóö, jafnvel þótt voldug sé og miskunnarlaus, taki nokkru sinni þá áhættu aö hef ja þaö, svo framarlega sem hún á sjálf á hættu aö gjalda þess. Margir líta þó ekki svo á málin þótt skoðanir þeirra séu aö ööru leyti skiptar og spanni vítt svið allt frá þeim sem æskja aö Bandaríkin nái aftur hernaöarlegum yfirburðum sínum til hinna sem boöa nýja heims- skipan, svo aö allar þjóöir megi lifa í sátt og samlyndi, án kjarnorku- vopna. Á milli þeirra öndveröu meiða heyrast raddir um „takmörk- uö not” af kjarnorkuvopnum og aör- ar um „eflingu heföbundinna vopna” og enn aörar, svo sem frá evrópsku friðarhreyfingunni, sem láta sig yfir- buröi Ráöstjórnarríkjanna engu varöa og eyöileggja vilja öll kjarn- orkuvopn í löndum sínum, sem Ráö- stjórnarríkin segja ögra sér. vekni Jóhannesar Nordal í samning- um: Þann 27. nóv. 1975 er haldinn samningafundur milli Alusuisse og Islendinga. I minnispunktum þessa fundar segir svo orörétt: ,,Dr. P. Miiller leggur til aö fram- leiðslugjaldiö (skattar ISAL) verði um 33% af nettó hagnaði ISAL meö hámarkstölu um 41% og lágmarks- tölu um 25% af nettó hagnaðinum.” Viöbrögö Jóhannesar Nordal voru þessi: ,,Dr. Nordal er reiöubúinn að ræöa takmörkun framleiöslugjaldsins í tengslum viö nettó hagnað (ISAL) á grundvelli tillagna dr. Miillers.” Allir vita þó, aö f jölþjóöa fyrirtæki er í lófa lagið aö hagræöa nettóhagn- aöi dótturfyrirtækja sinna með því m.a. að selja þeim aöföng á yfirverði og/eöa kaupa af þeim afuröir á und- irverði. Þannig er unnt að lækka bók- færðan hagnað og þar með skatta- Kjallarinn Elfas Davíðsson byrði dótturfyrirtækjanna. Ákvæði í álsamningnum skyldar Alusuisse og ÍSAL til að haga viö- skiptum sín á milli eins og þau væru á milli óskyldra aðila. En það er bæði flókið og dýrt að fylgjast meö fram- kvæmd þessa ákvæðis, ekki síst þegar haft er í huga að íslensk skattayfirvöld hafa enga heimild til aðkanna bókhaldlSAL. Það er því vægast sagt ámælisvert að hafa samið um jafntvíræða skattaviðmiöun. Geta skal þess, að II Á upphafi sjöunda áratugarins komst hemaöarlegt jafnvægi á dag- skrá af völdum gagnkvæms ótta viö kjamorkuvopn. Að „takmörkuöum styrjöldum” og „takmarkaöri beit- ingu kjarnorkuvopna” var farið aö leiða hugann. Frá 1958 til 1964 munu þau mál hafa veriö jafnmikið rædd sem nú. Þegar McNamara varð landvamarráðherra Bandaríkjanna lagði hann fram fjölmarga valkosti um beitingu bæði hefðbundinna vopna og kjamorkuvopna sem samd- ir höföu veriö í Rand-stofnuninni. Flestum þeirra var hafnaö í löndum Vestur-Evrópu. Vegna andstöðu þeirra tók McNamara til yfirvegun- ar hugmyndir um „vísa gagnkvæma gereyðingu”. I þeim bar hæst aö- stööu til gagnárásar meö kjamorku- vopnum. Aö bakhjarli höföu þæ'r íhuganir vaxandi hernaðarlega yfir- buröi Bandaríkjanna sem þau áttu MIRV-eldflaugunum aö þakka. Fyrir sakir þeirra lá aftur á móti í þagnargildi hvernig færi ef ótti viö „visa gagnkvæma gereyðingu” kæmi ekki í veg f yrir vopnaviðskipti. Í yfirgripsmikilli og skilmerkilegri bók, The Evolution of Nuclear Strategy, Þróun herstjórnarlistar kjarnorkuvopna, rekur Lawrence Friedman þau sjónarmiö sem uppi hafa veriö í þeim efnum frá því aö kjarnorkuvopn voru smíðuö. En um þá herstjórnarlist segir hann: „Þótt „vís gereyöing” væri venjulega köll- uö herstjórnarlist var hún í sjálfu sér andhverfa herstjórnarlistar. Gagn- stætt allri fyrri herstjórnarlist í sögu endurskoðendur íslenskra stjórn- valda í London, Coopers & Lybrand, hafi staöfest í skýrslu sinni dags. 29. ágúst 1975 og bréfi dags. 3. okt. 1975, að Alusuisse hafi einmitt brotið þetta ákvæði, og selt ISAL súrál á yfir- verði. Ætla má að Jóhannesi Nordal hafi verið kunnugt um þessi gögn. Aðrir annmarkar vom á endur- skoðun samningsins 1975. Til dæmis var formúlan um raforkuverðið mið- uð við álverð (að hluta til) en ekki við framleiöslukostnaö orkunnar. Sjónvarpsyfirlýsing Jóhannesar IMordal Þann 7. jan. sl. er haft viðtal við Jóhannes Nordal í sjónvarpinu. Spyrillinn, OlafurSigurðsson, leggur fyrir Jóhannes eftirfarandi spum- ingu (og takið nú eftir hvemig spurt er): ,,En ef við tökum nú sérstaklega álverið og járnblendiverksmiðjuna, nú er mikil kreppa á markaði þeirra fyrirtækja. Sjáið þið fram á að þau raunverulega geti borgað hærra verð?” Og Jóhannes Nordal svarar: „Við teljum því miður að aðstæöur til þess að ná hagstæðari endurskoð- un núna séu ekki góöar. Þetta er mesta lægö sem komiö hefur bæði í jámblendiiðnaði og áliðnaöi síðan sögur þessara greina hófust. ” Eikld minnist undirritaöur þess aö Jóhannes Nordal eöa Landsvirkjun hafi nokkurn tíma hvatt til þess aö raforkuverð til ISAL yrði hækkaö, t.d. þegar „aöstæöur til þess aö ná hagstæðri endurskoðun” voru góðar. Tillaga Alusuisse, sem Jóhannes Nordal virðist gera að sinni, er að Is- lendingar falli frá kröfu sinni um sanngjarna og réttmæta hækkun raf- orkuverðs til ISAL. I staðinn eigi Is- lendingar að kaupa sjálfsagðan rétt sinn meö því aö leyfa Alusuisse aö stækka verksmiðjuna sína hér og leggja enn meir af virkjunarkosti Is- lendingaundirsig. Yfirlýsing Jóhannesar Nordal, sem að ofan greinir, er athyglisverö svo aö ekki sé sterkara að oröi kveð- ið. I fyrsta lagi er hún kjaftshögg í andlit íslensku ríkisstjórnarinnar. I umboði hennar samþykkti ráðherra- vopnaátaka varð hún gagnslaus í upphafi styrjaldar, einmitt þá er til kasta herstjórnarlistar kemur.” Bið var á gagnrýni á kennisetning- unni um „vísa gagnkvæma gereyð- ingu” meöan Bandaríkin áttu í stríöi í Víetnam frá 1964 til 1974. Aö því loknu hóf nýr landvarnarráðherra Bandaríkjanna, James Schlesinger, óöar að f jalla um „hernaöarlega val- kosti” aðra en „mannkyns-eyö- andi”, sem Bandaríkin ættu völ á andspænis árás frá Ráöstjórnar- ríkjunum. Gagnrýnendur þeirrar kennisetningar í bandarískum stjórnmálastefnum höfðu bent á aö skotmörk bandarískra eldflauga byöu marga slíka valkosti. Viö árás geta Bandaríkin brugöist meö öörum hætti en „gereyöingu borga”, þeim algerlega siölausa hernaði. En hver eru viðhlítandi viöbrögö viö árás, hvort cö er með kjarnorkuvopnum eöa hefðbundnum? Ef óvinurinn hef- ur allsherjar árás meö kjamorku- vopnum aö fyrra bragöi, hvemig veröur tryggt aö svara megi í sömu mynt? Friedman rekur hvernig okkur hefur borið í þaö öndvegi sem viö er- um nú staddir í. Flesta þá er hlut áttu aö máli gagnrýnir hann fyrir aö telja pólitískar forsendur hernaöar- áætlana sinna vera gefnar og aö sökkva sér síöan ofan í smásæja greiningu hertækni og vopnabúnaöar beggja aðila. Niöurstaöa hans er aö aöilum standi gagnkvæmur ótti af beitingu kjarnorkuvopna. „Ognvald- ur keisari kann aö vera klæðlaus en keisari er hann samt sem áður”. Haraldur Jóhannsson hagfræðingur. nefnd þann 26. febr. 1982, aö viömið- un Islendinga í kröfum um raforku- verð til ISAL sé kostnaðarverð frá nýjum virkjunum (en ekki afkoma Alusuisse). I öðru lagi er yfirlýsingin í mót- sögn við skýrslu um orkuverð, sem Landsvirkjun sendi frá sér í sept. sl. Þar segir m.a. að eðlilegt sé að tSAL greiði 22 mills á Kwst og aö raunhæft sé fyrir Islendinga aö kref jast tvö- til þreföldunar á raforkuverði til ISAL (13—19 mills). I þriðja lagi er yfirlýsingin skila- boð til viðsemjenda Islands í Sviss um að þeir þurfa ekki að flýta sér að semja viö núverandi stjórnvöld. Kosningar eru á næsta leiti. Sviss- lendingar mega þá vænta skilnings- ríkari og þægari viösemjenda hér, sem myndu væntanlega fella niður kröfur um skaðabætur vegna skatt- svika og samþykkja möglunarlaust það verð á raforku, sem Alusuisse telur sig geta borgað. I fjórða lagi felst í yfirlýsingunni sá boðskapur að Islendingar verði að sætta sig enn við þaö að greiða niður hallarekstur ISAL, fyrirtækis sem eigandinn í Sviss hefur mjólkaö dyggilega frá upphafi. Niðurstaða Undirritaður telur sig hafa fært rök fyrir því að Jóhannesi Nordal er ekki treystandi til að f jalla um mál, sem snerta samskipti Islendinga við stóriðjufyrirtæki. Með allt að því bamslegri trú á gæsku erlendra viðsemjenda hefur hann lagt til við íslenska stjómmála- menn að undirrita samninga, sem binda hendur íslensku þjóöarinnar til 45 ára og ráðstafa hagkvæmasta orkuveri landsins að mestum hluta til erlends fyrirtækis. Með ámælisverðri léttúð gefur stjórnarformaður Landsvirkjunar og embættismaður Seðlabankans opinberar yfirlýsingar, sem óhjá- kvæmilega veikja samningsstöðu Is- landsútá við. Hverjum ætli shkar yfirlýsingar þjóni? Er þaðe.t.v.hugmynd Jóhann- esar Nordal að Islendingar gefi Alusuisse syndaaflausn og falli frá kröfu sinni um að ISAL greiði sinn sanngjarna hluta af kostnaði orku- verðs á Islendi? Það er því ósk undirritaös — og vafalaust margra annarra — að Jóhannes Nordal haldi sig við þau viðfangsefni, sem hann ræður við. Hann ætti að eftirláta öðmm sér gagnrýnni mönnum að byggja upp samningsgrundvöll Islands viö er- lend stóriöjufyrirtæki. Slíkt yrði hon- um til sæmdar og þjóðinni til gæfu. Elías Davíðsson. „Undirritaður telur sig hafa fært rök fyrir " því, að Jóhannesi Nordal sé ekki treystandi til að fjalla um mál, sem snerta samskipti íslendinga við stóriðjufyrirtæki.” ftukin áhri* ungs fáihs Oft og einatt er rætt um nauðsyn jess að ungt fólk fái aukin áhrif í jjóðfélagi okkar. öll þekkjum við þá aðferð stjórnmálamanna aö reyna aö höföa sérstaklega til unga fólks- ins. Þetta er skiljanlegt, þegar þaö er staöreynd aö ungt fólk á aldrinum 18 til 35 ára er langfjölmennasti kjósendahópurinn, auk þess aö unga fólkiö er oft á tíðum ekki eins bundið á flokksklafa ákveöinna stjómmála- flokka og hinir eldri. Þaö er sem sagt mjög vinsælt aö fá atkvæði frá ungu fólki, en jafnframt eru áhrif ungs fólks á samfélagið og stjómun þess í algjöru lágmarki. Þaö hefur veriö til siös hjá stjórn- málaflokkunum aö stilla upp ungu fólki á framboðslistum, en lang oftast þá aftarlega á listunum og þá einkum til „skrauts” eins og það hefur verið nefnt. Raunvemleg völd ungs fólks, ef ég leyfi mér að nota orðið völd í þessu sambandi, á umhverfi sitt eru sáralítil. Víða liggur þaö nú þegar fyrir, hverjir munu skipa efstu sætin á listum stjórnmálaflokkanna. Og augljóst er af þeim, að hlutur ungs fólks hefur langt frá því stækkað. Ennþá er unga fólkinu vikið til hliðar. Hinir eldri einoka ömggu sætin og baráttusætin, hinir yngri mega láta sér nægja að verma von- lausu „skrautsætin”. Prófkosningar þær sem Alþýðu- flokkurinn hefur bundiö í lög sín, hafa í nokkrum tilvikum á síöari ámm rétt aðeins hlut unga fólksins. Það hefur gerst, þótt ekki sé það í nægilega miklum mæli, aö ungt fólk hópast í prófkjör til þess að styðja við bak þess unga fólks sem er í Kjallarinn Snorri Guðmundsson Gunnlaugur hefur um árabil veriö virkur félagi í starfi Sambands ungra jafnaðarmanna og ævinlega unnið þar af ósérhlífni, eins og öðrum þeim störfum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Gunnlaugur lauk guðfræðinámi frá Háskóla Islands sl. vor, en allan námstímann í Háskólanum vann hann almenn verkamannastörf, kennslustörf, eða stundaði sjómennsku á bátum og tog- umm á Suðurnesjum. Hann býr þannig yfir menntun, en ekki síður þekkingu á kjömm og störfum erf- iðisvinnufólks. Það er ekki svo lítill kostur við stjórnmálamann og væri betur aö fleiri heföu slíka reynslu að bakhjarli í pólitísku starf i. w „Það er löngu tímabært, að hlutur ungs fólks á Alþingi og í stjórnsýslu annarri verði miklum | mun stærri en nú er. ” framboði í viðkomandi prófkjöri. Um næstu helgi fer fram prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjaneskjör- dæmi. Alþýðuflokkurinn hefur verið sterkur í því kjördæmi, enda starf flokksfélaganna í einstökum byggöarlögum verið mikið og gott. I þessu prófkjöri gefa fimm kost á sér í þau þrjú sæti, sem kosið er um. Allt ágætisfólk. Einn frambjóöenda er ungur maður, Gunnlaugur Stefánsson, þrítugur guðfræðingur, sem starfar nú hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Hann hefur veriö meðal þeirra, sem hvaö ötulast hafa unnið að söfnun Hjálparstofniuiarinnar til handa hungruöum heimi. Gunnlaugur sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn um eins árs skeið, 1978—1979, og vakti þá athygli fyrir dugnað, skeleggan og beinskeyttan málflutning. Hann var virkur þingmaður og glæsilegur fulltrúi unga fólksins, enda barðist hann fyrir ýmsum hagsmunum þess, flutti t.a.m. frumvarp að lögum um lækkun kosningaaldurs í 18 ár, svo eitthvaðsénefnt. Þetta greinarkorn mitt átti ekki að vera nein lofræða um ungt fólk eða Gunnlaug Stefánsson. Hvorki unga fólkið né Gunnlaugur þarf neina upptalningu á kostum og gæðum. Verk Gunnlaugs fram að þessu bera merkin. Það er löngu tímabært, að hlutur ungs fólks á Alþingi og í stjórnsýslu annarri verði miklum mun stærri en nú er. I prófkjöri Alþýðuflokksins Reykjaneskjördæmi um næstu helgi er tækifæri til að auka áhrif ungs fólks á þessum vettvangi. Ég leyfi mér því að skora á ungt fólk Reykjaneskjördæmi, alþýðuflokks- fólk og það sem óflokksbundið er, og ekki síður þá sem eldri eru, að tryggja aukin áhrif ungs fólks umhverfi sitt og þar með stjórn þjóð- félagsins. Þaö verður gert meö því aö veita Gunnlaugi Stefánssyni brautargengi í prófkjöri Alþýðu- flokksins um næstu helgi. Snorri Guðmundsson, formaöur Sambands ungra jafnaðarmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.