Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 36
DV. FIMMTUDAGUR 27. JANUAR1983. Texti: Árni Snævarr Myndir: Einar Pálsson, Jóakim Reynisson, Loftur Reimar Gissurarson, Ásgeir Gestsson „HELT HANN ÆTLAÐIAÐ HÖGGVA AF MÉR HÖFUÐIÐ" — spjallað víð Loft Reimar Gissurarson og Ásgeir Gestsson, ferðalanga Loftur Reimar Gissurarson og As- geir Gestsson eru menn nefndir. Hinn fyrrnefndi nemur sálfræði við Háskóla Islands og hinn síðarnefndi verkfræði. En ekki hafa þessir ágætu menn einvörðungu slitið skóm sínum á götum höfuöborgarinnar. öðru nær. Dægradvali hafði spumir af því að þeir hefðu farið í eitt merkilegt feröalag fyrir nokkrum árum, mælti sér mót við þá og fékk góðfúslegt leyfi til að rekja úr þeim gamirnar og skrá niður brot af þeim ævin- týmmsem þeir lentu í á ferð sinni.” Fyrsta stopp Ólafsvík „Við höfðum lengi ætlað að fara í eitthvertverulega spennandi ferða- lag. Við reyndum að komast með Rauða krossinum til Afríku, síöan var planið að fara sem skiptinemar til Mexíkó, en á endanum ákváðum við að halda til Asíu. Fyrsta stopp á þeirri leiö var Olafsvík. Við unnum þar eins og berserkir frá jólum '79 fram á sumar 1980. Og eyddum varla krónu á þeim tíma. Það var líka eins gott því að þarna vom líka tveir menn að vinna sér inn fyrir ferð til Suður-Ameríku. Annar þeirra komst til Köben en hinn lengst til Reykjavíkur. 1 sumarbyrjun '80 höfðum við aflað okkur farareyris. Aætlunin var að fara á fáa staöi en kynnast þeim vel. Við höfðum í huga Indiand og Israel,. einkum vegna þess að við höfðúm mikinn áhuga á trúmálum óg vildum kynnast ýmsu nánar. Leið okkarlá fyrsttil Hafnar, svo til Gautaborgar af sérstökum ástæðum og því næst til Lundúna. Þar keyptum við rútumiða alla leið frá London til Aþenu á Grikklandi, í gegnum Frakkland, Norður-ltalíu og Júgóslavíu. Ferðin var vitaskuld mjög erfið og keyrt stanslaust í 3 sólarhringa. Við eyddum nokkrum dögum í Aþenu en keyptum svo far til ísraels. Dvöldumst i Jerúsalem, syntum í Dauðahafinu, fórum til Betlehem og þræddum slóðir Krists. Eftir hálfan mánuð í Israel fórum við að hugsa okkur til hreyfings. Við höfðum báöir safnað hári og skeggi til að lita út eins og bláfátækir náms- menn en urðum að láta hvort tveggja fjúka áður en við fórum til Indlands. SUkur var hitinn. Við flugum frá Israel tU Aþenu og skoðuðum í þetta sinn borgina, Akrópólis og allt hitt. En svo var flogið tU Bombay á Indiandi, með óvæntri viðkomu í Saudi-Arabíu. Hótað hafði verið að sprengja vélina í loft upp!! Bombay: Eymd Nú, til Bombay komumst við á end- anum og átti þriggja vikna dvöl þar eftir að veröasöguleg. Við bjuggum þarna á Hjálpræðishernum, sem var hrein dýrð, miðaö við umhverfið. Við skoðuöum þama fátækrahverfi og ég held að ekki sé hægt að lýsa eymdinni í orðum.,Rúsin” oft bara prik niður í jörðina og teppi hengt yfir. Engin salemi og saur úti um aUar götur. Þarna sáum við fótalausan mann renna sér á hjólabretti og draga sig áfram á höndunum, við sáum mann með fílaveiki, grindhoruð börn sem lifðu á betli og við gætum haldíð lengi áfram. Þetta var allt mjög sérkenni- legt og haföi mikil áhril á mann. En tvennt gerðist þó minnisstæðast: Við veiktumst og vorum rændir.” — Rændir?: „Já, það er ótrúleg saga. Segðu frá þessu, Reimar.” „Já, viö kynntumst tveimur mönnum. Annar var Indverji og hinn Kani. Ind- verjinn sagðist þurfa aðstoö til aö geta flutt til Kanada. Átti ég að aðstoða hann með því að skipta fyrir hann tékkum og braska með gjald- eyri. Kvað hann Indverja’ ekki geta fengið eins hagstæð kjör og útlend- ingar. Kaninn hjálpaði honum og sagðist oft hafa gert þetta fyrir Indverja. Nú, ég átti að fá góða þóknun fyrir; en átti að láta ferða- tékka í pant. Indverjinn fór inn í banka og við Kaninn biðum fyrir utan. Ætlaði hann að athuga hvort tékkamir minir væru ekta áður en ég tæki viö hans fé. En fyrr en varði missti ég sjónar á Kananumoglndverjanum! Þúgetur ímyndað þér hvemig mér leið, búinn að týna farareyrinum næstum öllum! En þó ótrúlegt megi virðast sá ég Kanann tvívegis eftir þetta. I annað sinn sá ég hann á götu, elti hann uppi og gat stokkið inn í bíl sem hann sté inn i! Bíllinn var pakkfuilur af Indverjum og Kaninn sagði mér að drulla mér út ella hlyti ég verra af. Hann slapp þá, en nokkram dögum síðar sé ég hvar hann er í handalögmálum við mann. Eg fór og hjálpaöi andstæðingi hans. Kom í ljós að sá var Pólverji og hafði Kaninn reynt að ieika sama leikinn viö hann. Við Pólverjinn gátum drösiað Kananum inn á lögreglustoð, en þar lágu löggumar sofandi upp á borðum og engin stjóm á neinu. Kaninn sleppur — Veikindi Teknar voru skýrslur af okkur, en fyrr en varði labbaði Kaninn sér út án þess að Indverjamir hreyfðu legg né liö til að koma í veg fyrir það. Hrakfarirnar tóku þó enda því að þótt saga okkar væri ótrúleg tókst okkur að fá tékkana endurgreidda frá bankanum. En ekki var raunum okkar lokið því að veikindi herjuöuá okkur. Við vitum ekki hvað var að en allavega spiluöu hitinn og rakinn stóra rullu í því. Við eyddum því allnokkram tíma á sömu slóðum, enda hálflasnir og kynntumst kannski lífinu þama betur en eila. Við lærðum tai-chi leikfimi af Kínverja, drakkum hrísgrjóna- brennivín með kaupmanni á horninu og svo framvegis. Þannig að það var alls ekki allt leiöinlegt! En við ætl- uðum okkur að ferðast víðar þannig að viö hugðum að brottför. Flug var furðu dýrt frá Indlandi þannig að við tókum lest til Madras á Suðaustur-Indlandi og héldum þaðan með skipi til Malasíu. I Madras vorum við í viku. Etið og laxerað Við höfðum sparað í hvívetna alla ferðina og er við sáum flottan matsölustað í Madras ákváðum við að dekra við sjálfa okkur og fá okkur það fínasta á matseölinum. Þarna vora glæsilega klæddir þjónar og' unaðslegir réttir. Sem breytti því að vísu ekki að rottur spígsporuðu um tröppur og ganga! Dýrasti rétturinn kostaði ekki nema 1 krónu og tuttugu aura íslenska!! Viö átum með góöri lyst, en ætíð er við kláraðum fengum við meira á „diskinn”, við héldum að þetta væri góð þjónusta en er fimmti eða sjötti skammturinn kom, var brúnin á þjónunum farin aö þyngjast. Það var sem sé siður á þessum stað að leifa er maginn var orðinn mettur! Við komumst lifandi Loftur Roimar og Asgeir komnir é stuttbuxna lega braiddargráðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.