Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 6
DV. FIMMTUDAGUR 27. JANUAR1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Athugasemdir: Ryðvarnarskálinn með sömu þjónustu og Bílaryðvörn I framhaldi af opnugreinum um ryö og ryövarnir í DV á mánudaginn var hefur Hafsteinn Jóhannesson í Ryðvamarskálanum sent okkur eftir- farandi athugasemdir. Ég sé mér ekki annað fært en leið- rétta þau ummæli Jóns Ragnarssonarí DV. 24.1 ’83 þar sem hann segir að Bílaryðvörn sé eina ryðvarnarstöð- in, sem eins og hann orðar það, „bókstaflega rifu bílinn í sundur” og ynni verkið af svo mikilli nákvæmni. Til að það valdi ekki misskilningi þá er þetta einmitt sú þjónusta sem Ryövarnarskálinn hefur alla tíö boðiö upp á og hefur framkvæmt fyrir þá er þaövilja. Sú ákvörðun er í höndum viðkom- andi umboös og/eða eiganda hvers bíls. Þannig ryðvarnarvinna á t.d. Hondu Civic kostar kr. 2.590 hjá Ryðvarnarskálanum. Endurryðvörn á sama bíl sem er í ábyrgö Rvs. kostar kr. 1.550, þá er aftur ryðvarinn allur undirvagninn og í holrúm og bita svo og allar hurðir, bretti og hliðar og síðan sprautað „gúmmí-massa” yfir allan botninn og hjólskálar bílsins. Þetta á við allar bílategundir. Sölu- skattur er í verðinu. Lyfjabúðum mun fjölga um tíu á landinu samkvæmt nýrri reglugerð. Lyfsölu- leyfin sem fyrst verða auglýst til umsóknar verða á Fáskrúðsfirði, Olafsvík, Seltjarnarnesi og Breiðholti III í Reykjavík. Síðar verða auglýst leyfi á Hvamms- tanga, Þórshöfn, Reyðarfirði, Vík í Mýrdal, Grindavík og Garðabæ. LYFSÖLULEYF- UMFJÖLG- AR UM TÍU — fyrstu fjögur auglýst innan tíðar „Lyfsöluleyfin f jögur verða væntan- lega auglýsttil umsóknar innan tíöar,” sagöi Ingolf Petersen, fulltrúi í 'heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, er hann var spurður um f jölgun lyfsöluleyfa á næstunni. „Þau lyfsöluleyfi sem auglýst verða fyrst laus tU umsóknar eru í Breið- holtshverfi III í Reykjavík, Fáskrúðs- firði, Olafsvík og Seltjarnamesi.” Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur samkvæmt ákvæði í lögum um lyfjadreifingu nr. 76/1982, er tóku gildi 1. janúar síðastliðinn, gefið út reglugerð um staðsetningu lyfja- búða og lyfjaútibúa. Samkvæmt ákvæðum reglugerðar- innar fjölgar lyfjabúðum landsins um tíu þegar reglugerðin er að fullu komin til framkvæmda. Mun fjölgun lyfja- búða komið á í áföngum og fyrstu fjögur lyfsöluleyfin væntanlega auglýst til umsóknar innan tíöar sem fyrr segir. Ingolf Petersen var spurður um stað- setningu síðari lyfsöluleyfanna sex og hvenær mætti vænta þess að reglu- gerðin verði að fullu komin til fram- kvæmda. „I reglugerðinni er greint frá staðsetningu lyfjabúðanna 10 og síðari leyfin sex sem verða auglýst á eftirtöldum stööum: Hvammstanga, Þórshöfn, Reyðarfirði, Vík í Mýrdal, Grindavik og Garðabæ. Þar er erfitt að segja til um síðara atriðiö sem spurt er um, hvenær reglugerðin verði komin Hope hvetur þá sem annt er um heilsu sína aö forðast ost sem inni- heldur saltpétur. Ekki er þó víst aö allir séu svo hræddir við hættuna af honum að þeir geti staðist svona girnilega osta. að fullu til framkvæmda,” svaraöi Ingolf Petersen. Reglugerðin er sett með stoð í heilbrigðislögum og þar segir m.a. „Lyfjabúðir og lyfjaútibú skulu vera í héruöum samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð, sem ráðherra setur, með hliösjón af skiptingu landsins í læknis- héruð í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 57,20. maíl978. I reglugerðinni um staösetningu lyfjabúða og lyfjaútibúa er leitast við að þjónusta við landsmenn á sviði lyfjadreifingar verði sem jöfinust og enginn landshluti verði útundan. Með reglugerðinni er einnig stefnt að því að lyfjasala fari úr höndum lækna. En sem kunnugt er hafa læknar aö veru- legu leyti annast lyfjasölu í strjálbýli, en með stofnun lyfjaútibúa fjölgar dreifingarstöðum lyfja þar sem þjónusta lyfjafræðings skal vera fyrir hendi. Lyfjaútibúum (sem er undir- stofnun lyfjabúðar) mun komið á fót eftir því sem aðstæður leyfa og er þá fyrst og fremst miðaö við aö takist að útvega lyfjafræðinga til starfa í þeim. -ÞG Þeir eru líklega margir bíla- eigendurnir sem hafa staðiö fyrir utan bíla sína í frostunum undanfar- ið án þess að komast inn. Skráin er frosin aftur og ekki nokkur leið að koma lyklinum í, hvað þá heldur að snúa honum. Margir hafa freistast til að hella heitu vatni á skrána eða að blása í hana. Það hefur þá ókosti aö það eykur likur á því að enn fastar frjósi aftur þegar bílnum er lokaö næst. Við heyrðum nýlega af tveim litlum og þægilegum hlutum sem Lásahitarina. hægt er að nýta sér til þess að komast inn í bílinn. Annars vegar er þaö lítill einnota kveikjari frá G.T. búöinni og hins vegar sérstakur lásahitari frá Þýs- íslenska verslunarfélaginu. Kveikjarinn lítur út svipað og aðrir einnota kveikjarar. Hann er þó ólíkur þeim aö því leyti að upp úr hlið hans er hægt að renna málmþynnu. Hún hitnar í loganum frá kveikjaran- um og er þá hægt að stinga henni inn í skrána. Er þá von bráðar hægt aö opna, sé það skráin sem frosin er. Lásahitarinn er drifinn af raf- hlöðu. Á enda hans er lítið ljós sem gerir mönnum það auðveldara að sjá til að hitta i skrána á dimmum vetrarmorgnum. Báðir þessir hlutir eru þýskir. Þeir hafa báðir sína kosti og sína galla. Kveikjarinn hitar teininn meira en rafhlaðan, þannig að ísinn í skránni er fljótari að bráðna. En erfitt er að nota hann ef mikið rok er. Þá kemur aftur lásahitarinn sér betur. Hann endist líka mun lengur. Kveikjarinn fæst í G.T. búðinni í Síöumúla 17 og kostar 55 krónur. Einnig fæst hann í Söluturninum Colombo í sama húsi. Lásahitarinn hefur fengist í B.B. Byggingarvör- um, Byko og á bensínstöðvum Olís. I Byko og nokkrum bensínstöðvanna var hann reyndar ekki til á þeirri stundu sem haft var samband. Hann kostar 127 krónur. DS Kvelkjarlnn með stólteininum. Sniðugir hlutir í vetrarkulda: TÆKITIL AÐ ÞÍÐA SKRÁR Á BÍLUM Smásaga að norðan: BARNIÐ MÁm EKKI KAUPA VÖRUR AÐ SUNNAN Tveir gestir að sunnan skrif a: Tveir menn að „sunnan” voru staddir í kjörbúð á Akureyri nú fyrir stuttu. Voru þeir að fá sér smávegis nauðsynjavöru og urðu þá vitni aö kátbroslegum atburði sem kannski væri vert að athuga nánar hér fyrir sunnan ,meö viðskiptahætti í huga. Eftirfarandi gerðist. Kona með inn- kaupakörfu var stödd í versluninni ásamt syni sínum, sennilega um 8 ára gömlum. Við snerum baki í þau en allt í einu geUur viö „Hvað ertu að gera krakki”. Við h'tum við, skelf- ingu lostnir, héldum að heil stæöa af einhverju væri að hrynja. Og konan hélt áfram. „Þetta er að sunnan”. Og hver var glæpurinn hjá drengn- um? Jú, hann hafði sett 2 pakka af Kaaber kaffi og 2 stykki af Ljóma- smjörlíki í körfuna. Snarar hendur konunnar sviptu því upp úr kröfunni og tóku Braga kaffi og Flóru smjör- líki í staöinn. Hjá okkur vaknaði nú sú spuming hvort svona hugarfar væri kannski útbreitt þar nyrðra, þaö að framleiðsluvörur að sunnan mætti alls ekki kaupa. Þá getum við náttúrlega endurskoðað okkar vöru- kaup hér á sunnanverðu landinu með tilliti til kaupa á iðnaöarvöru að norðan. Hvert skyldi markaðshlut- fallið vera? Gaman væri að athuga það. Varla er von að vel búnist í þjóð- félagi voru ef smáborgarahætti á borð viö framangreindan er haldiö við í uppeldi barna hjá þjóð af okkar stærð, á slíku smáskeri sem við lifum á, á mælikvaröa stórþjóða. Við sem byggjum þetta land þörfn- umst hvert annars og ættum að ala þaö upp í börnum okkar. Samstaða' og sátt við guð og menn, ásamt al- mennri tillitssemi, kryddaö meö kærleika er „mixtúran” sem okkur ,væri nær að gefa hvert öðru og sjálf- umokkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.