Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 8
DV. FIMMTUDAGUR 27. JANUAR1983. 8 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Hosni Mubarak: Öttast að Reagan missi áhugann á vandamálum Austur- landa nær vegna iorsetakosninganna. Mubarak og Reagan þinga um vandamál Austurlanda nær Reagan Bandaríkjaforseti og Hosnu Mubarak, forseti Egyptalands, hittast í dag í Washington til að ræða daufar friðarhorfur í Austurlöndum nær. Skrifa báðar stjómirnar það á reikn- ing Israelsmanna. Þetta er önnur heimsókn Mubaraks til Bandaríkjanna á tæpu ári. Hann hefur lýst því yfir að ísraelsmenn vilji draga sem lengst á langinn að flytja herliö sitt á brott frá Líbanon og vonast hann til að Reagan forseti geti leyst máliö. Bæði Mubarak og sumir bandarískir embættismenn óttast aö væntanlegar forsetakosningar í Bandaríkjunum veröi til þess aö vandamál Austur- landa nær hverfi í skuggann. — Allir þeir sem nokkurt vit hafa á bandarískum stjórnmálum gera sér fulla grein fyrir að 1984 er á næsta leiti, var haft eftir ráöuneytisstarfsmanni í síöustu viku. Mubarak hefur veitt friöarumleitun- um Reagans mestan stuðning af öllum þjóöhöföingjum araba en í þeim felst aö Palestína verði ekki sjálfstætt land heldur fái Palestínumenn heimastjóm fyrir vesturbakkann og Gazasvæöið undir eftirliti Jórdaníu, en þessi svæöi voru hernumin af Israelsmönnum. En sumir háttsettir Egyptar vitna í stefnu Dwights Eisenhowers forseta í deilunni um Suezskuröinn 1956 og hvt tja Bandaríkjamenn til aö sýna Israelsmönnum hörku, t.d. meö því aö hóta að hætta fjárhagslegri og hemaðarlegri aöstoö viö þá. Viðræður um takmörkun kjarnorkuvopna hef jast aftur: AUKINN VIUITIL AÐ NÁ SAMKOMULAGI Ur því að viðræðurnar eru hvort eð er gagnslausar, hvemig væri þá að taka eina skák. — ríki Vestur-Evrópu kref jast meiri sveigjanleika Viöræöur Sovétríkjanna og Banda- rikjanna um takmörkun meðal- drægra kjamorkuvopna munu hefjast aftur í dag í Genf eftir tveggja mánaöa hlé. Er búist viö aö fulltrúar Bandaríkjanna muni nú reiöubúnir til aö ganga lengra í samkomulagsátt og ekki halda fast við svonefnda núll-lausn sem Atlantshafsbandalagið haföi áður samþykkt sem einu viðunandi niður- stööu samnmgaviðræönanna. Núll-lausnin gerir ráö fyrir aö Sovétmenn eyöi öllum SS-20 kjam- orkuflugskeytum sínum gegn því aö bandaríkjamenn hætti við áætlaöa staösetningu 572 nýrra flugskeyta í Evrópu. Er haft eftir bandariskum embættismönnum aö samninga- mönnum Bandaríkjanna hafi verið faliö aö sýna meiri sveigjanleika vegna þrýstings frá stjómum ríkja Atlantshafsbandalagsins í Vestur- Evrópu, sem hafi taliö aö þessi stefna myndi leiða til þess aö viðræö- urnarströnduöu. Aöalsamningamaöur Bandaríkj- anna, Paul Nitze, hefur látiö hafa eftir sér aö Bandaríkjastjóm væri opin fyrir öörum lausnum en núll- lausninni. Leiðtogar Bretlands, Frakklands, Vestur-Þýskalands og Italíu hafa á undanfömum vikum gefið út yfirlýsingar um aö Vestur- lönd ættu aö koma til móts við sjónarmið Sovétmanna ef þeir höfnuöu alfarið núll-lausninni. Nitze og Kvitsinsky, aöal- samningamaöur Sovétríkjanna, munu koma saman til funda tvisvar í viku í húsi Sameinuöu þjóöanna í Genf og halda áfram viöræðunum sem hafa staðið meö hléum frá því í nóvember 1981. Samningaviðræður milli Atlants- hafsbandalagsins og Varsjárbanda- lagsins um samdrátt í herafla í Miö- Evrópu munu einnig hefjast í dag í Vín. Þá munu í næstu viku hefjast aftur viöræöur stórveldanna tveggja um takmörkun langdrægra kjam- orkuvopna, sem einnig fara fram í Genf. FLUGRÆNINGI LÉT LÍFIÐ Glen Kurt Tripp, 20 ára, var skotinn til bana er hann geröi aöra tilraun sína til flugráns í Seattle í Bandaríkjunum. Var hér meira að segja um sama flug aö ræöa, eöa flug 608 Northwest Airlines frá Seattle til Portland Framdi Tripp fyrra rániö 11. júlí 1980 en var síðar látinn laus til reynslu, aö sögn yfirvalda. Viö réttarhöldin í sam- bandi viö fyrra rániö töldu sérfræöing- ar Jripp vangefinn. Viö seinna rániö hélt Tripp þotunni frá Northwest Airlines í tvær og hálfa klukkustund en engan af þeim 41 far- þegar sem meö þotunni var sakaöi. Var hann svo skotinn af alríkislög- reglumanni, en alríkislögreglan segir aö enginn hafi vitaö um andlegt ástand Trippsfyrren ölluvarlokiö. Gíen Kurt Tripp við réttarhöldin í júlí 1980. Óánægður meðgeð- veikis- stimpil- inn sinn Michael Fagan, sem braust inn í dyngju Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll til þess aö þylja yfir henni raunir sínar, segist ekki lengur muna eftir atvikum. Voru þetta þó at- buröir sem komu bresku þjóöinni til þess aö standa á öndinni þegar uppvíst varö. ,,Eg veit ekki hvort ég fór inn í svefn- herbergi drottningar,” sagöi hann í viðtali viö sjónvarpsfréttamann í fyrrakvöld. — „Eg fór inn í eitthvert herbergi og ég man að ég sá einhverja konu. En ég get ekki sagt hvort þaö var drottningin.” Fagan hefur nú gengið laus í viku, eftir aö hafa sætt geörannsókn og dvalið á geðspítala frá því í október, en þá var hann dæmdur skilorösbundið fyrir bílstuld. — Hann segist nú hafa náðfullumbata. Hann var aldrei sóttur til saka fyrir innbrotið í Buckinghamhöll, þar sem hann sat í tíu mínútur á rúmstokki hennar hátignar, áöur en hún gat kallaö á hjálp til að losna við hann. Fagan gagnrýndi dómsniöurstöðuna sem gerði honum aö sæta geösjúkra- húsvist. Honum finnst hann hafa veriö með því stimplaður „bilaður”. — ,,Þaö hljómar einhvern veginn falskt. Eg held að það sé ekkert nema tilraun breska báknsins til þess að skáka mér til hliöar og afgreiða með því aö seg ja: „Gaurinn er snargeggjaöur,” segir hann. Tyggur gras á máltíðum Kínverskur landbúnaöarverkamaö- ur, Gong Qinqiao, er oröinn ávana- bundinn grasáti. Hann tyggur þaö dag hvem á máltíðum og fær dúndrandi hausverk ef hann sleppir úr máltíð, eftir því sem Dagblað alþýöunnar seg- ir. Fréttamaöur sem hitti Gong aö máli heima hjá honum í eystra Sichuan taldi Gong fullkomlega heilbrigöan á sinni þótt hann hins vegar þrifist auö- sjáanlega ekki vel á þessari fæöu. Gong tók upp á grasátinu fyrir sex árum og nú er grasiö tveir þriðju dag- legrar fæöu hans. Hann kýs helst grængresi en á veturna lætur hann sér lyndahey og trjábrum. Læknar segjast alveg úrræöalausir til aö lækna Gong, sem býr í góöu sam- lyndi við konu sína og dóttur, en þær vinna meö honum á ökrunum. Nýr ein- kennis- búningur Kvenlögreglukonur í New York þurfa nú ekki lengur að hverfa til skrif- stofustarfa þegar þær taka aö þykkna undir belti og einkennisbúningurinn verður of þröngur. Þær fá þá bara nýjan einkennisbúning sem passar betur undir þessum kringumstæöum. Á myndinni sjáum við hönnuðinn, Judy Loeb, máta einn slikan á Susan McKenna sem er í götulögreglu New York borgar. Hún getur því haldið áfram aö tryggja öryggi borgaranna á götum úti þar til fjölgunarinnar er von, en þaö mun vera eftir 3 mánuði. Myrtur á götu úti Einn af leiötogum stéttarfélags bandarískra vöruflutningamanna, Allen Dorfmann: Fékk ekkert tskltært til að kjafta frá. Allen Dorfmann, var nýlega skotinn til bana á götu í Chicago. I desember var Dorfmann og fleiri leiötogar stéttarfélagsins dæmdir fyrir mútuþægni og áttu þeir aö byrja aö af- plána dóma sína 10. febrúar. Þar á meðal er formaður félagsins, Roy Williams. Moröiö á Dorfmann þykir undir- strika aö stéttarfélag þetta, The Team- sters, starfar í náinni samvinnu viö skipulagða glæpahópa í Bandaríkjun- um. Dorfmann var einn af aðalráð- gjöfum The Teamsters og hafði hann grætt milljónir dala á tryggingarmál- um. Hann átti yfir höfði sér lífstíöar- fangelsi og er taliö aö glæpafélagar hans hafi óttast aö hann kynni aö tala af sér í því skyni aö fá fangelsisdóminn styttan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.