Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 22
22 DV. FIMMTUDAGUR27. JANÚAR1983. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Landbúnaðarráðherra hundsar nýjar kartöf luflokkunaraðferðir: Ráðherra skýrir kartöflusmælki 1. fíokks vöru — bændur fylgja „sigrinum” eftir og moka smælki á markað Samkvæmt nýrri reglugerö frá því í ágúst í fyrra, um mat á kartöflum og garöávöxtum, skipaði landbúnaöar- ráöherra sjömanna samstarfsnefnd, eöa fagnefnd til aö semja nýjar matsreglur til aö meta gæöi, en verö- lagning er ekki í verkahring nefndar- innar. Nefndina skipa fulltrúar frá Bún- aðarfélagi Islands, Rannsókna - stofnun landbúnaöarins, Sambandi garöyrkjubænda, Neytendasam- tökunum, Grænmetisverslun land- búnaöarins, Landssambandi kartöflubænda, og Agnari Guöna- syni, skipuðum af ráöherra, og er hann formaöur. Nendin tók þegar til starfa og samdi nýjar flokkunarreglur fyrir kartöflur. Eitthvaö fóru þessar nýju reglur fyrir brjóstið á kartöflubænd- um því þeir gengu á fund ráðherra og höföu þau áhrif á hann aö hann haföi aö engu ýmis veigamikil atriði frá eigin nefndarmönnum. Hræröi í og ruglaöi svo tillögum nefndarinnar í veigamiklum atriðum að þær eru aö litlu orönar. „Meö þessu sló ráöherra úr hönd- um yfirmatsmanns og eftirlits- manna, möguleika þeirra til að ákvaröa stæröarmörk. Þar aö auki eru hugtökin framboö og valfrelsi meö þessu fótum troðin,” segir dr. Jónas Bjarnason, einn nefndar- manna, um framferöi ráöherra. T.d. kallar ráöherra smáar rauöar íslenskar kartöflur fyrsta flokk, þótt nefndarmenn hafi flokkaö þær á ann- an veg. Þá leggur hann niöur notkun máls og vogar til ákvörðunar á stærö í 1. flokk heldur segir að hann skuli ákvaröa meö endurtekinni hörpun. En ekkert segir þar um hvernig sigt- ið skuli vera né hvemig skuli harpa. Þar er ekki orö um halla sigtisins, afl eða hraða hristara, hversu mikiö má fara yfir hörpuna á ákveðnum tíma o.s.frv. Viö þetta bætist svo aö bændur viröast hafa fylgt þessum áfanga- sigri eftir meö þeim hætti aö færa aö mestu leyti smáar rauðar islenskar kartöflur á markaöinn. Þar sem Grænmetisverslun landbúnaöarins er einokunaraöili á markaönum get- ur hún einfaldlega sagt viö viðskipta- vini, sem heldur vilja aðrar kartöflur: „Þetta er fyrsti flokkur, þetta er það eina sem viö eigum og ef þú vilt ekki þetta, færðu ekki neitt.” Meö þessu er valf relsi kaupenda ekki enn komið til framkvæmda og bænd- ur geta með þegjandi samkomulagi rutt þessari vöru í viöskiptavinina áöur en þeir bjóöa svo vinsælli vöru, sem hefði ella veriö tekin fram yfir hina. Þetta er gert þrátt fyrir aö reglur segi aö betri vara skuli sitja fyrir lélegri. Nefndin hefur nú skoraö á ráö- herra að endurskoða þessar ákvarö- anir, en viöbrögöin hafa ekki borist enn. Jónas var spurður hvernig nefnd- armenn litu á tiigang sinn ef ráðherra færi ekki aö áskoruninni: „Þá er engin annar baráttuvettvangur eftir en gatan og fjölmiölarnir,” sagöi hann. „Annars lít ég þá þennan „áfangasigur” bænda sem Pirrosar- sigur þar sem þeir munu skaðast ekki síöur en neytendur meö þessu, fólk er fariö aö líta svo á að viðskipti verði aö vera aölaöandi og bregst því illa við ef á aö kúga þaö til óaðlað- andi viðskipta.” Viðskipti ðlafur Geirsson Farskipafélögin ganga tíl faglegs samstarfs — hefur ekki áhríf á farmgjöld — ekki beinn aðili að kjarasamningum Flest íslenskuskipafélaganna hafa nú tekiö upp meö sér fagsamstarf með stofnun Samtaka islenskra kaupskipaútgeröa nú í fyrradag. Slíkt samstarf er þekkt víöa um heim án þess að þaö nái tO nokkurrar sam- ræmingar farmgjalda eöa sýni á einn eöa annan hátt tilhneigingu til einokunar og hækkandi farmgjalda í mætti samstarfsins. Aö sögn Ragnars Kjartanssonar stjómarformanns láta samtökin til sin taka fjölmarga málaflokka, svo sem menntunar- og skólamál sjó- manna og annarra starfsmanna fé- laganna, skatta, tollamál, sjórétt, al- þjóðasiglingar, mönnun skipa, al- þjóöleg samskipti við hliðstæð sam- tök í nágrannalöndunum, upplýs- ingamái, t.d. er varða olíu, gáma, tryggingar, samstarf viö stéttarfé- lögo.fl. Sjö farskipaútgerðir eru aðilar aö samtökunum, Eimskip, Hafskip, Skipadeild SlS, Nesskip, Víkur, Nes og Skiparekstur Gunnars Guöjóns- sonar. Sem fyrr segir er Ragnar (Haf- skip) stjórnarformaður en aörir í stjóm eru Axel Gislason (SIS), Finn- bogi Kjeld (Víkur), Guðmundur Ás- geirsson (Nesskip), Höröur Sigur- gestsson (Eimskip), Magnús Gunnarsson (Skiparekstur Gunnars Guöjónssonar), og Þorvaldur Jóns- son (Nes). Samtökin munu ekki verða beinn aöili aö kjarasamningum heldur aö- eins ráðgefandi viö þá. Fyrst um sinn er Ragnar í forsvari fyrir sam- tökin, en nú er veriö aö leita aö fram- kvæmdastjóra og að húsnæöi fyrir starfsemina. Aöilar að samtökunum gera út 45 skip og starfa 1400 til 1500 manns hjá félögunum. Penninn tekur að sér sölu Mita Ijósritunarvéla Ef aö líkum lætur mun vörumerkiö Mita veröa áberandi hérlendis á næstunni á sviði ljósritunarvéla. Bandariska markaöskönnunarstofn- unin Dataquest segir m.a. í skýrslu frá sl. hausti, aö Mita ljósritunarvél- ar hafi farið sigurför um Evrópu og Bandaríkin og aö áriö 1981 hafi sölu- aukningin í Bandaríkjunum orðið 343 prósent og 413 prósent í Evrópu. Þá fer kanadíska markaðskönnunar- tímaritið The Copier lofsamlegum orðum um Mita nýlega, svo eitthvað sé nefnt. Mita vélamar hafa veriö á íslensk- um markaði í þrjú ár og hefur veriö fremur hljótt um þær þótt 50 vélar séu nú í notkun hér. En nýveriö tók Penninn aö sér sölu Mita ljósritunar- vélanna hér í samvinnu viö Fjölva- Mita umboðið á íslandi. Sýningarvél- ar eru nú í Pennanum aö Hallarmúla 2. Fjórar geröir eru þar á boðstólum og sú fimmta væntanleg í næsta mánuöi. Þær hafa allar möguleika á að raða Ijósrituðu efni og tvær þeirra geta raðaö efni sjálfvirkt inn í vélina. Tvö vaxandi fyrirtæki auka við olnbogarýmið — Endurskoðunarmiðstöðin hf. og Tölvumiðstöðin hf. flytja í Aðalverktakahúsið við Höfðabakka Nú um miðjan mánuðinn fluttu Endurskoöunarmiöstööin hf. — N. Manscher, og Tölvumiöstööm hf., starfsemi sína úr Borgartúni 21 í mun rýmra húsnæöi í nýbyggingu Isl. aöaiverktaka aö Höföabakka 9, Reykjavík. N. Manscher, sem er elsta og ein stærsta endurskoöunarskrifstofa landsins, var stofnsett árið 1924 af dönskum endurskoöanda Níels Manseher og Birni E. Ámasyni og ráku þeir fyrirtækiö saman í nokkur ár. Níels Manscher fluttist til Dan- merkur 1937 og frá þeim tíma stóöu Sigurður Jónsson og Jón Guömunds- son aö rekstri fyrirtækisins þar til Jón Guðmundsson lést áriö 1965. Sigurður Jónsson rak fyrirtækiö einn til ársins 1969 er flestir núverandi eigenda geröust meöeigendur. Aðalskrifstofa fyrirtækisins er í Reykjavík en auk þess rekur þaö úti- bú á Húsavík sem B jöm St. Haralds- son, löggiltur endurskoðandi, veitir forstööu, og á Egilsstöðum sem Olafur Kristinsson viöskiptafræðing- ur og Gísli Bjarnason, löggiltur endurskoðandi, veita forstööu. Um sl. áramót fjölgaði eigendum er þeir Reynir Vignir, löggiltur endurskoöandi, Símon Á. Gunnars- son, löggiltur endurskoöandi og rekstrarhagfræðingur, og Björn St. Haraldsson, löggiltur endurskoö- andi, geröust meöeigendur en þeir hafa allir starfað hjá fyrirtækinu um langt árabil. Auk heföbundinna endurskoöendastarfa á sviöi endur- skoöunar, reikningshalds cg skatta- mála hefur fyrirtækiö haslaö sér völl á sviöi rekstrarráðgjafar, en þau mál annast Simon Á. Gunnarsson rekstrarhagfræðingur. Endurskoðunarmiöstöðin hf. — N. Manscher hefur um nokkurt árabil haft tengsl við alþjóölega endur- skoöunarfyrirtækið Coopers & Lybrand, en tilgangur slíkra tengsla er fyrst og fremst að auka faglega þekkingu eigenda og starfsmanna fyrirtækisins. Starfsmenn að meötöldum eigendum eru nú 25 manns. Núver- andi eigendur em: Valdimar Guöna- son, Gunnar Sigurösson, Kristinn Sigtryggsson, Valdimar Olafsson, Emil Thedór Guðjónsson, Oddur Pétursson, Reynir Vignir, Símon Á. Gunnarsson og BjörnSt. Haraldsson. Framkvæmdastjóri er Kristinn Sig- tryggsson. Dótturfyrirtækið Tölvumiöstööin hf. flutti á sama stað um leiö. Fyrirtækið var formlega stofnað árið 1977 af eigendum Endur- skoöunarmiöstöövarinnar hf. — N. Manscher og hefur allt frá fyrstu tíð starfað í nánum tengslum viö endur- skoöunarskrifstofuna. I upphafi var starfsemin aðallega fólgin í tölvuvinnslu fjárhagsbók- halds fyrir viðskiptavini Endur- skoöunarmiðstöðvarinnar, en meö tilkomu stærri og fullkomnari tölvu hefur starfsemin þanist út og nú býö- ur fyrirtækið upp á margs konar þjónustu í sambandi viö tölvu- vinnslu, auk þess sem fyrirtækjum er veitt ráögjöf í vali á bæði hug- búnaöiog vélbúnaði. Sem dæmi um þá þjónustu má nefna alhliöa tölvuvinnslu á bókhaldi fyrirtækja, þm.t. fjárhagsbókhald, viöskiptamannabókhald og launa- bókhald. Tengingu viö öfluga B1955 tölvu í gegnum símalínu. Þar meö fær viðskiptavinurinn aögang aö mjög fullkomnum hugbúnaði fýrir mun minna verö en ef keypt væri eigin tölva. Meöal þeirra kerfa sem Tölvumiðstöðin hf. býöur upp á má nefna mjög öflugt viöskiptamanna- og lagerbókhald, launabókhald, f jár- hagsbókhald og einnig er boðið full- komiö framleiöslu- og birgöastýri- kerfi fyrir framleiöslufyrirtækL Hjá Tölvumiðstöðinni hf. starfa 3 reyndir kerfisfræöingar. A undan- fömum misserum hefur þessi þáttur starfseminnar aukist verulega. For- svarsmenn Tölvumiöstöövarinnar telja að hvort sem fyrirtæki eru tengd við þeirra tölvu eða notast við eigin tölvu fylgi því mikiö öryggi að sækja alla vinnu í sambandi viö ný- sm í ði og viðhald forrita til trausts fyrirtækis, sem er í stakk búið til að veita þá þjónustu, sem nauösynleg er. Starfsmenn Tölvumiðstöðvarinn- ar hf. eru alls sjö en framkvæmda- stjóri er Ölafur Tryggvason, viö- skiptafræðingur. Ur vinnslusal Tölvumiöstöðvarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.