Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Side 11
DV. FIMMTUDAGUR3. FEBRUAR1983.
Hvatvíkin kemur með saltið til hafnar, alls um 1000 tonn.
Mynd Guðmundur Sigfússon.
Eyjamenn reisa
nýtt salthús
Saltsalan og Skipafélagiö Víkur h/f
hafa nýlega reist um þaö bil 11 þúsund
rúmmetra salthús í Vestmannaeyjum
og kom fyrsta saltið í þaö um síðustu
helgi er Hvalvík kom með um eitt þús-
und tonn.
Þetta framtak er vel þegiö af
fiskvinnslustöðvum í Vestmanna-
eyjum því áöur þurftu þær aö taka
eigið pláss undir saltgeymslu aö
einhverju leyti.
Lítiö hfur veriö um fiskvinnslu í
Eyjum það sem af er árinu enda gæftir
slæmar fyrir minni bátana og má
segja aö togararnir fjórir haldi uppi
fiskvinnslunni um þessar mundir.
G.S./PÁ
ALLÞYKK SETLÖG
UNDIR FLATEY
— en litlar líkur á olíu
Fyrstu niðurstöður kjamaholu-
borunar í Flatey áriö 1982 liggja nú
fyrir. Borunin staöfestir þá tilgátu aö
undir Flatey séu allþykk setlög, en
borholan er hins vegar langt frá því
aö vera nægilega djúp til þess að
ganga úr skugga um heildarþykkt
þeirra. Engar vísbendingar um kol-
vetni hafa fundist og setlögin virðast
ekki líkleg til myndunar eöa geymslu
olíu, en þörf er á frekari rannsóknum
svo f ullyröa megi um það.
Þaö var iönaðarráöherra sem fól
Orkustofnun að framkvæma sér-
staka rannsóknarborun í Flatey á
Skjálfanda á síöastliönu sumri því
mælingar bentu til aö setlög væri
hugsanlega aö finna undir eynni.
Þau eru ein forsenda þess aö olía geti
myndast og geymst í jarðlögum.
Sem stendur er unniö aö áframhald-
andi rannsóknum á borkjömum í
skyni aö varpa ljósi á myndunarsögu
jarðlaganna og hverjar líkur kunni
aö vera á kolvetnamyndun á meira
dýpi. Til aö ganga úr skugga um
tilvist kolvetna í setlögunum þarf að
bora niöur fyrir 2000 metra dýpi.
Rannsóknarholan er 554 metra djúp
og varö heildarkostnaöur vegna
þessa verks 1,2 milljónir króna.
Alþingi veitti 2,0 milljónir króna til
setlagarannsókna á fjárlögum 1983.
-RR
Fjársöfnun hafin vegna nauð-
staddra Patreksf jarðarbúa
Hafin er fjársöfnun meöal almenn-
ings til styrktar þeim Patreksfirö-
ingum sem urðu fyrir tjóni í skriðu-
föllunum22. janúar síöastliðinn.
Þaö eru þeir Sigfús Jóhannsson,
Svavar Jóhannsson, Tómas
Guömundsson, Steingrímur Gísla-
son, Hannes Finnbogason og Grímur
Grímsson, sem standa fyrir söfnun
þessari og skora þeir á alla aö taka
höndum saman um aö rétta hlýja
hjálparhönd þeim, sem viö þyngsta
bölið búa, eins og segir í fréttatil-
kynningu frá þeim sexmenningum.
Þeim sem vilja styrkja þetta
málefni er bent á að leggja framlög
sín inn á gíróreikning númer 17007—0
á pósthúsum, í bönkum og spari-
sjóöum.
Sþs
Félagsmenn
Öldunnar
mótmæla
Á aðalfundi Skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins Öldunnar, sem
haldinn var 9. janúar síöastliöinn, var
ályktaö að skorað skyldi á Alþingi og
ríkisstjórn aö mótmæla hvalveiöibanni
því sem Alþjóöahvalveiöiráðiö ákvað
aö tæki gildi í Noröur-Atlantshaf i 1986.
Einnig mótmælir félagiö afskiptum
stjórnvalda af síðustu fiskverðs-
ákvöröun, svo og framlengingu olíu-
gjalds og hækkun útflutningsgjalda.
Þess má geta, aö Skipstjóra- og
stýrimannafélagiö Aldan verður 90 ára
í október næstkomandi og er þaö elsta
stéttarf élag á landinu. ,pA
Ikarus-vagnar
óhreyfðir enn
Ikarus-vagnar Strætisvagna Reykja-
víkur standa enn óhreyföir á athafna-
svæöi SVR viö Kirkjusand. Þaö var sú
ákvöröun sem síöust var tekin í málinu
aö reynt skyldi á hvort ekki fyndust
einhver not fyrir þá hjá stofnunum
borgarinnar, en eins og kunnugt er
fengust engin tilboö sem borgaryfir-
völd töldu viðunandi þegar vagnamir
voru auglýstir til sölu á síðasta ári.
Davíð Oddsson borgarstjóri tjáöi DV
aö enn væri verið aö kanna þetta mál
en niðurstöðu væri aö vænta innan
tíðar. óbg
Toyota Carlna, 4-dyra, érg. "78,
ekinn 64.000, grár. Verö: 90.000,-
|Ford Bronco árg. '74, 8 cyl., sjálf-
skiptur, ekinn 87.000, rauður.
Verð: 100.000,-
Toyota Tercel árg. '81, ekinn
10.000, rsuður. Verð: 145.000,-
Toyota Corolla, 4-dyra, árg. '80,
ekinn 28.000, Ijósbrúnn. Verð:
115.000,-
Toyota Corolla station, árg. '81,
ekinn 50.000, brúnn. Verð:
130.000,-
Toyota Celica XT, 5 gira, 2000cc,
árg. '81, (skráður febr. '82), ekinn
13.000, hvitur.
Verð: 270.000,- Skipti möguleg á
ódýrari bil. Útvarp/segulband,
rafm. loftnet, sóllúga, veltistýri,
sportfelgur, sem nýr.
Toyota Tercel árg. '82, 3-dyra,
sjálfsk., ekinn 4.000, drappl. Verð:
175.000,-
Toyota Corona Mark II árg. '76,
ekinn 100.000, blár. Verð: 75.000,-
(8 TOYOTA SALURINN
Nýbýlavegi 8 Sími: 44144.