Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Síða 31
31 DV.FIMMTUDAGUR3.FEBROAR1983. Sandkorn Sandkorn Sandkorn Wtmm ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1982 Ekkia/veg í takt viö tknann! Úr takt við Tímann Þaö er hópur manna, sem fylgist með pólitík,sem heldur þeirri kenningu mjög á lofti, að Framsóknarflokkurinn sé póUtísk tímaskekkja. Það er eins með þessa kenningu og aðrar kenningar um pólitik, að um hana má endalaust deila, og ekki verður lagður á hana dómur hér. En óneitan- lega renndi 24. tölublað Tím- ans, stoöum undir þessa kenningu, en það kom út á þriðjudaglnn var. Þar stend- ur nefnUega skýrum stöfum, að blaðið hafi komið út fyrsta febrúar 1982. Færðar út kví- arnar Hið mikla Hús versiunar- innar, sem nú er risið og nán- ast tUbúið, verður herjans mikU miðstöð fyrir aUskonar hluti. Þar er þegar komið sendiráð, þar verða verslanir og skrUstofur og sitthvað annað. Og þar á að verða veit- ingarekstur líka. Það mun vera Stefán Ólafsson, eigandi Múlakaffis, sem hefur tekið þá aðstöðu á leigu, og mun hyggja þar á myndarlegan rekstur. Það veitir eflaust ekki af, heldur. Fólkið verður að hafa eitthvert afdrep, þeg- ar það kemur kúguppgefið og glorhungrað, úr rápi mUli sendiráða, skrifstofa og versiana. Ekki svo mikla áherslu á söng- inn Það krefst mikUlar undir- búningsvinnu, að ná langt í pólitík, og menn verða að vera vel að sér á ólíklegustu sviðum. Fjöldi manna, sém á sér ekki æðri ósk en þá að komast á þing, rekur sig Ulyrmislega á þessa stað- reynd, þegar hann leggur út í prófkjör, meira af bjartsýni en raunsæi. Ární Johnsen: eftirbraytnis- vert fordæmi fyrir unga áhugamenn um þingsætí. En það má læra af reynsl- unni, og þeir kaudídatar, sem j fengu slæma útreið í prófkjör- um undanfarinua vikna, hafa nú haft tíma til þess aö íhuga reynslu sína og bera undir- búning sinn, saman við undir- búning þeirra, sem betur stóðu sig. Fammistaða Árna Johnsen virðist hafa haft mUíil áhrif á faUkandídatana. Aðsókn að gítarskólum hefur snarauklst síðustu viku. Hins vegar leggja þeír minni áhersiu á sönginn (eins og Árni). Valkostir hetjunnar Það var ekki faUeg mynd, sem Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri málaði fyrlr alþjóð í sjónvarpinu á þriðju- dagskvöid. Skuldir hiaðast upp, og stefnir í 80% verð- bólguhraða innan skamms, ef ekkert verður að gert fljót- lega. Það liggur beinast við, að skerða vLsitöluna 1. mars. Það er ráð sem áður hefur verið gripið tU, og gefist vel, fyrir aUa, nema launafólk. En það er auðvitað spuming, hvað blessuð ríkisstjóruin getur gert. Mun Alþýðu- bandalagið fallast á að vísl- tala verði skert að nýju. Að vísu hafa alþýðubandalags- menn faUist á slíkt fyrr, en nú nálgast kosningar óðum. Og þá er það spuming, hvort kostar meira fylgi, að sprengja rUíisstjórnina, tU að sleppa við kjaraskerðingu, eða að standa að kjaraskerð- ingunni? Þetta er eins og upp úr ís- lendingasögunum, þar sem hetjur stóðu ætíð frammi fyr- ir tveim slæmum kostum. Umsjón Ólafur B. Guðnason Kvikmyndir í' • Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir - Ljúf og fógur melódía Kvikmyndahátífl; Ljúfar stundir (Dulces Horas): Stjórn: Carlos Saura. Handrit: Carlos Saura. Kvikmyndun: Teodoro Escamilla Serrano, Alfredo Fernandez Mayo. Aðalhlutverk: Assumpta Serena, Inaki Aierra, Alvaro de Luna, Jacques Lalande, Luisa Rodrigo, Alicia Sanchez. Framleiðandi: Elias Querejeta Producciones. Carlos Saura ætti að vera óþarft að kynna íslenskum kvikmyndaáhuga- mönnum. Myndir hans hafa hrifið Islendinga engu síður en aðra Evrópubúau. Ohætt er að fullyrða að hann sé meöal fremstu núlifandi kvikmyndaleikstjóra. Saura hefur jafnan valið sér lík viðfangsefni. Uppvöxtur piltungs á valdatíma Francos er umgjörð margra mynda hans, en blæbrigðin eru mismunandi, tilbrigöin fjöl- breytileg við þetta sama stef. Ljúfar stundir er að ég held fimmta mynd Saura sem sýnd er á jafnmörgum kvikmyndahátíðum hérlendis, og sver hún sig mjög í ætt viö fyrri myndir hans hvað áður- nefnda umgjörð snertir svo og umf jöllun hans um hugtakið „tíma”. Myndin segir frá rithöfundinum Juan Sahuru sem nýlokið hefur við leikrit um bamæsku sína. Á meðan æfingar þess fara fram minnist hann löngu liðinna atburða sem tengjast móöur hans, fjörlegri, fallegri og til- finningaríkri konu og samskiptum hennar og fööur hans. Þá kemur söguþráöurinn einnig inn á ástar- samband Juan og Bertu, leikkon- unnar sem fer með hlutverk móður- innar. Söguþráður Saura í þessari mynd gæti virst nokkuð flókinn, en þegar á heildina er litiö er hann einfaldur og trúverðugur, mér liggur við að segja sjálfsagður. Hann er og gagnorður, að því leyti að engu er ofaukið, engin aukaskot eða óþarfaatriði er að finna í myndinni. Jafnframt skemmtilegri útfærslu á einföldum söguþræði er kvik- myndatakan og leikurinn það sem gerir þessar ljúfu stundir Saura eftirminnilegar. Kvikmyndavélin líöur rólega um sögusviðið og þegar Saura finnst ástæöa aö undirstrika ákveðin atriði, ákveðnar aðstæður, finnur hann vélinni sérstök sjónar- hom, „zoomar” á hluti sem í fyrstu virðast vera aukaatriði en þegar upp er staðið eru nauðsynlegir samhengi verksins. Þessi vandaða og smekk- lega kvikmyndataka myndarinnar gerir hana allt að því ljóöræna, aö minnsta kosti ljúfa ásýndar. I hlutverk helstu leikara í Ljúfum stundum hefur Saura valið leikara sem ekki hafa komið áður við sögu í verkum hans. Þeir komast allir vel frá sínu, tjáning þeirra og látbragð er reyndar ein helsta uppistaða myndarinnar. Þá er samleikur þessara leikara með ágætum. Eg vil segja að Ljúfar stundir sé allt að því hnökralaust verk! Þetta er ljúf og fögur melódía, skemmti- legur spuni þar sem tíminn er leystur upp, nútíö og fortíð fyrir- finnast ekki, heldur einhverskonar algleymi (ef svo hátíðlega má að orði komast). Ljúfar stundir er blanda af hugar- órum, draumum, endurminningum og væntingum. Á hreint ótrúlegan hátt hefur Carlos Saura tekist að gera úr þessum vandasama efniviöi heilsteypt verk — sem auöveldlega snertir mann. -Sigm. Emir Rúnarsson. Kvikmyndahátíð — Ljúfar stundir: MOTOROLA Altcrnatorar HauKur og Ólafur Ármúla 32 — Sími 37700. I I I I I I I I I I I k Höfum opnað afgreiðslu DV á Akur- eyri, Skipagötu 13. Opið mánudaga til föstudaga kl. 13—19 og laugar- dagakl. 10—12. AFGREIÐSLU-, ÁSKRIFTAR- OG AUGLÝSINGASÍMI 25013 ATH. kvartanaþjónusta í sama síma. ■«■■■■■■■■■■■■■ 1 J STORMARKADS- VERÐ Juvel hveiti 2 kg kr. 14,90 Strásykur 2 kg 23,90 Kartöflumjöl 1 kg 12,90 Rúgmjöl 1 1/4 kg 10,85 Eldhúsrúllur Leni 2 stk. 24,75 Instant kaffi 50 g 20,50 Kakó 450 g 32,95 Ferskjur 1/1 dl 34,90 C 11 þvottaefni 10 kg 269,50 Vex þvottaefni 3 kg 85,40 Súrmatur aðeins 120,- kr. kg Barnastígvél st. 28-32 148,00 Stígvél, græn st. 37-45 295,00 Gráar trimmbuxur st. S-M-L-XL 166,00 Snjóþotur 232,00 Opið ti/kl. 22 föstudaga og hádegis /augardaga STÓRMARKAÐURSNN Skemmuvegi 4A Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.