Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Síða 32
32 DV. FIMMTUDAGUR3.FEBRÍIAR1983. Andlát Björn Guömundsson lést 21. janúar 1983. Hann fæddist 27. desember 1910 í Haukadal í Dýrafiröi. Foreldrar hans voru Guömundur Guömundsson og Guörún Björnsdóttir. Björn lauk far- mannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Áriö 1928 hóf hann störf á skipum Eimskipafélags Islands og starfaöi hann síöan alla tíö hjá félag- inu, aö undanteknu tímabilinu 1941— 45. Eftirlifandi eiginkona hans er Sig- ríöur Hansdóttir. Eignuöust þau tvö börn. Utför Bjöms veröur gerö frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Col. Harry E. Eaton andaöist í Bethesta Hospital, Washington, þriöjudaginn 1. febrúar. Ólafia Ágústa Einarsdóttir andaðist 16. janúar. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Birgir Helgi Blöndal lést í Fjóröungs- sjúkrahúsinu í Arendal, Noregi, þriöjudaginn 1. febrúar. tJtförin fer framföstudaginn 4. febrúar. Guömundur Sigurjónsson, fyrrv. húsvöröur Borgarspítalans, Reynimel 96,léstl.febrúar. Magnús Andrésson. Hvolsvegi 17 Hvolsvelli, sem andaöist 24. janúar 1983, veröur jarðsettur frá Skarðs- kirkju í Landsveit laugardaginn 5. febrúar kl. 14. Ferö verður frá Umferöarmiöstööinni kl. 11 sama dag. Bjarai H. Guðmundsson, fyrrv. hafnarvörður, Bárugötu 19 Akranesi, lést 1. febrúar. Ásta Guöjónsdóttir, Austurbrún 6, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. febrúar kl. 15. Þorbjörg Elísabet Jóhannesdóttir, Brekkustíg 14 Njarövík, veröur jarðsungin frá Ytri-Njarövíkurkirkju laugardaginn 5. febrúar kl. 14. Guðný Sigurborg Daníelsdóttir, Kársnesbraut 81, veröur jarösungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 4. febrúarkl. 13.30. Tilkynningar Þorrablót Þorrablót Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldið laugardaginn 5. febrúar í Golf- skálanum í Grafarholti kl. 19. Aðgöngumiðar fást hjá framkvæmdastjóra. Kylfingum er bent á, að þar sem takmarka verður fjölda þátttakenda, þá er rétt að panta miða tímanlega í simum 84735 eða 35273. Verð aðgöngumiða verður mjög í hóf stillt. Grýlurnar með tónleika á Veitingahúsinu Borg í kvöld. 1 kvöld fimmtudagskvöld frá kl. 22—01 munu Grýlumar leika og vera með ýmsar uppá- komur á Veitingahúsinu Borg. OA, samtök fólks sem á við offitu- vandamál að stríða OA-samtökin á Islandi voru stofnuð 3. febrúar 1982 og eru því eins árs gömul um þetta leyti. Þau eru angi af alþjóðafélagsskapnum Over- eaters Anonymus. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin og eru samtökin öllum opin sem telja sig eiga við offitu eöa matarvandamál að etja. Fundir eru haldnir að Ingólfsstræti la, 3. hæð gegnt Gamla bíói á miðvikudögum kl. 20.30, og laugardögum kl. 14. Upplýsingar í síma 71437 eftirkl. 17. Opnunartími listasafns Einars Jónssonar. Opið á sunnudögum og miðvikudögum frá kl. 13.30-16. Listahátíðin „Gullströndin andar" Mikiö fjölmenni var viöstatt opnun listahá- tíðarinnar „Gullströndin andar” um síöustu helgi og þótti vel takast til. Æ síðan hefur stööugur straumur fólks lagt leiö sína aö Hringbraut 119, þar sem Gullströndin andar, en það er við hliö JL-hússins. Nú er að fara af staö önnur „dagskrár- helgi” listahátíðarinnar og verður margt á boðstólum. Athygli skal einnig vakin á því að á hverju kvöldi er gert ráð fyrir svokölluðum „frjálsum tíma” þegar áheyrendum og áhorfendum gefst kostur á að troða upp. Hljóðfæri eru á staðnum.. . Dagskrá fimmtudaginn 3. febrúar hefst með því aö klukkan tuttugu munu þeir félagar Bubbi Morthens og Mikki Pollock troða upp saman meö tónlist sína. Síðan leikur hljóm- sveitin Gettó um hríð en því næst lesa þrjú ljóðskáld úr verkum sínum: þau Elísabet Þorgeirsdóttir , Sigfús Bjartmarsson og Didda. Kvöldinu lýkur svo meö mikilli video- sýningu, nema aörir tónlistarmenn komi til • sögunnar. Dagskráin kvöldið eftir, föstudaginn 4. febrúar, hefst einnig klukkan tuttugu og nú meö því aö Daníel Pollock mun flytja eigin „synthesizer” músík og túlka dansarar tónlistina jafnóðum. Þá taka viö tvær aðrar hljómsveitir, Konpons og Oxmos, og síðan lesa þrjú ljóðskál, Anton Helgi Jóns- son, Marteinn Götuskeggi og Guðrún Edda Karlsdóttir. Þá mun Finnbogi Pétursson flytja „performans” en þá tekur Bubbi Morthens við og flytur blúsmúsík. Einnig mun Mikki Pollock flytja ljóð. Þriðja kvöldiö, laugardaginn 5. febrúar, hefst dagskrá á sama tíma meö því aö hljómsveitin Mögulegt óverdós leikur í klukkutíma. Algert leyndar- mál er hverjir skipa hljómsveitina en óhætt að segja aö þar veröa samankomnir nokkrir af bestu og frægustu tónlistarmönnum þjóðar- innar. Síðan tekur við hljómsveitin Takú og selm fyrr lesa þrjú ljóðskáld: Benóný Ægis- son, Einar Ölafsson og Hildigunnur Pálma- dóttir. Sveinn Þorgeirsson mun þar næst „performera” en síðan les Helgi nokkur ljóö sín. Eflaust taka einhverjir tónlistarmenn þá við. Athygli skal og vakin á því aö nú er að koma út blað með Ijóðum flestra þeirra ljóð- skálda sem koma fram á „Gullströndinni” og er það gefið út í takmörkuðu upplagi og fyrst og fremst selt á staðnum þar sem lista- hátíöin fer fram, aö Hringbraut 119. Auk þess sem dagskrár eru fluttar á kvöldin er mynd- listarsýningin opin alla daga frá klukkan sex- tán til tuttugu og tvö. Ályktun frá knatt- spyrnufélaginu Þrótti Á fundi í stjórn knattspymudeildar Þróttar, 20. janúar 1983, var gerð eftirfarandi samþykkt: Stjórn knattspymudeildar Þróttar lýsir ein- dregnum stuðningi við áform meirihluta borgarstjórnar að hefja byggingu gervigras- vallar í Laugardalnum á árinu 1983. Bygging þessi sýnir stórhug og á eftir að efla knatt- spymuna hér í Reykjavík um ókomin ár. Þá harmar stjómin þá andstöðu sem fram hefur komið við þetta mál og telur það sýni vanþekkingu og vanmat á störfum íþrótta- félaganna í borginni og einnig virðingarleysi við það starf sem þar er unnið í þágu þúsunda ungmenna borgarinnar. Laugarneskirkja — opið hús. Síðdegis samverustund verður á morgun föstudag kl. 14.30. Helgi Hróbjartsson sýnir litskyggnur sem hann tók á feröalagi um Eþópíu síöastliöið sumar. Kaffiveitingar. Samtök um kvennaathvarf Skrifstofa okkar að Gnoðarvogi 44, 2. hæð, er opin alla virka daga frá kl. 14—16, sími 31575. Póstgírónúmer samtakanna er 44442—1. I gærkvöldi I gærkvöldi Klassík og kammertónlist í rúmlega þrjá klukkutíma Dagskrá ríkisfjölmiölanna var meö heföbundnum hætti í gær og hófst meö morgunútvarpi. Stefán J. Hafstein hefur sannaö þaö í vetur hversu góöur útvarpsmaöur hann er. Morgunútvarpið hefur lagast til muna eftir að hann tók viö því. Eftir hádegi kom svo Jón Gröndal í fullu fjöri. Eg hef sérstaklega gaman af aö hlusta á þætti Jóns, vegna þess aö þeir eru allt öðruvísi en þessir hefö- bundnu syrpu-þættir eftir hádegiö og ég vona aö Jón fái að halda áfram að starfa viö þessa þætti sem lengst. Þaö veröur gaman þegar rás tvö kemur, þá þarf maöur ekki aö hlusta á þessa leiöinlegu miðdegistónleika viö vinnuna. Þaö er alveg sama á hverju gengur, þó aö tilkynningalest- ur eftir hádegi fari langt inn í hefö- bundna dagskrá, þá eru miðdegis- tónleikar alltaf á sínum staö — og ekki nóg meö, í gær fengum viö klassíska og kammertónlist í hvorki. meira né minna en þrjá klukkutíma og fimm mínútur, já hugsið ykkur, á einum degi. Er nokkur furöa þó aö fólk bíöi eftir RÁS 2 ? Ánægjulegustu fréttirnar í hinum góöa kvöldfréttatíma útvarpsins voru þær aö landsliðið í handknatt- leik sigraöi þaö norska 21—20 og getum við verið stolt yf ir strákunum, þeir eru búnir aö standa sig frábær- lega vel. Þrátt fyrir aöfinnslumar hér á undan hefur útvarpiö aldrei veriö eins gott og i vetur. Sjónvarpiö á þakkir skildar fýrir aö ná í þættina um Stikilsberja-Finn og vini hans, þessir þættir eru svo sannarlega fyrir böm á öllum aldri. Nýjasta tækni og vísindi eru þættir sem svíkja aldrei og umsjónarmönn- um þeirra til mikils sóma. Dallas- þættirnir hafa nú heldur betur breytt um atburðarás. Tilfinningalífiö er faríð aö hlaupa meö ótrúlegustu menn í gönur, J.R. er ekki samur maöur og meira aö segja sæta- brauðsdrengurinn Bobby er farinn aö „fitla” framhjá. Heimildarmaöur Dallas-þáttanna á Islandi, Oskar Magnússon frétta- stjóri DV, tjáöi undirrituöum aö þetta ætti eftir aö breytast og þessi grátsvipur á J.R. væri bara á yfir- borðinu og undanfari mikilla átaka í viðskiptalífinu sem og ööru. Magnús Ólafsson Félag austf irska kvenna heldur skemmtifund fyrir félagskonur og gesti í Hreyfilshúsinu við Grensásveg miövikudaginn 9. febrúar kl. 19.00. Þorramatur. Þátttaka tilkynnist fyrir sunnudagskvöld i simum 82309 Valborg, 37055 Laufey. MS félag íslands Minningarspjöld fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavíkurapótek, Bókabúð Máls og menningar, Bókabúð Safamýrar, Háaleitis- braut 58—60, Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ við Bústaðaveg, og á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Bókavarðan Bóksöluskrá nr. 20 fyrir janúar og febrúar- mánuð. Bókavarðan er verslun í Reykjavík með gamlar og nýjar bækur og hefur undanfarin ár gefið út skrár um nýkomnar bækur i versluninní. Að þessu sinni er efni skrárinn- ar: Islensk fræði og norræn, héraða- og byggðásaga, ættfræði, þjóðsögur, og þjóðleg fræði, saga og söguskýringar, lögfræði og réttarsaga, ævisögur, ljóð og kveðskapur, leikrit, skáldsögur, erlendar og íslenskar, náttúrufræði, trúarbrögð og heimspeki og blanda nýkominna rita. Af einstökum bókum, sem sjaldan eru á boðstólum.má t.d. nefna rit Halldórs Lax- ness: Kaþólsk viöhorf, sem höfundurinn samdi sem svar við „árásum” Þórbergs Þóröarsonar í Bréfi til Láru á sínum tima. Rit þetta hefur aldrei verið prentað aftur og er ekki væntanlegt næstu 50—60 árin a.m.k. Einnig má nefna jarðfræðirit og náttúru- fræðibækur Þorvaldar Thoroddsen: Lýsing tslands I—IV bindi, Landfræðissögu Islands I—IV bindi og Ferðabók Þorvaldar Thorodd- sen I—IV bindi. Einnig rit dr. Bjama Sæmundssonar: Fiskamir, Fuglamir og Spendýrin, undirstöðurit, sem enn er óskák- að, þótt náttúrufræðingum hafi fjölgaö um mörg hundruð síðan bækumar voru samdar fyrir hálfri öld. I skránni er einnig að finna ýmsar fágætar ættfræðibækur sem mjög sjaldan koma fram: Reykjahlíðarættin, Skútustaðaættin, Islenskar ártíðaskár, Staðarbræður og Skarðssystur, Vikingslækjarættin, rit Steins Dofra og fleiri. Einnig fágætar frumútgáfur ljóðabóka, t.d. Nockur Liood mæle eftir hinn andrikja Guðs Mann Þorlaak Þorarens Son, prentuð á Hólum í Hjaltadal áriö 1780. Dr landsuðri eftir Jón prófessor Helgason, frumútgáfan með kerskniskvæðum höfundarins, Kyssti mig sól eftir Guömund Böðvarsson og marga fleiri merkishöfunda. ABs eru í skránni á áttunda hundraö titla, en í Bókavörðunni eru til sölu ca. 1500—2500 titlar í öllum greinum fræða og vísinda, inn- lend og erlend rit. Forsíðumyndin sýnir hinar furðulegu hug- myndir erlendra manna um klæðaburð Is- lendinga í byrjun 19. aldar. Fundir Kvenfélag Hallgrímskirkju Aðalfundur félagsins verður í félagsheimili kirkjunnar fimmtudaginn 5. febrúar, kl. 20 Venjuleg aðalfundarstört' og kaffi, að lokum verðurhugvekja. Félagskonurfjölmennið. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík Aðalfundur félagsins verður að Hallveigar- stöðum á morgun, fimmtudag, kl. 20.30. Stjórnin. íþróttir Litla-bikarkeppnin í innanhússknattspyrnu Litia bikarkeppnin í innanhússknattspyrnu verður haldin i íþróttahúsinu v. Strandgötu í Hafnarfirði, laugardaginn 5. febrúar 1983, kl. 13-18. Þátttakendur: Haukar-FH-IA-UBK-IBK. Leik janiðurröðun: kl. 13.00 Haukar-FH kl. 13.30 ÍBK-UBK kl. 14.00 IA-Haukar kl. 1430FH-IBK kl. 15.00 UBK-IA kl. 15.30 Haukar-IBK kl. 16.00 IA-FH kl. 16.30 UBK-Haukar kl. 17.00 IBK-IA kl. 17.30 FH-UBK Bikarkeppni í borötennis Á síðasta ársþingi BTI voru samþykktar reglur fyrir bikarkeppni. Nú hefur móta- nefnd ákveðið að fyrsta umferð bikarkeppni 1983 fari fram sunnudaginn 13. febrúar í Foss- vogsskóla og hefst hún kl. 13:00. Um næstu umferöir fer eftir þátttöku og verða þær til- kynntar 13. febrúar. Þar sem bikarkeppnin er nú keppni hérlendis eru þátttakendur beðnir að kynna Það skiptir ekki máli hvort þetta er Á- strengur, eða G-strengur, eða hvort nota á hann á rafmagnsgítar. Ég ætla að nota hann í ostaskerann minn. sér reglurnar um hana ítarlega. Þess skai getið hér að hvert lið samanstendur af 2 körl- um og einni konu. Hvert félag getur sent eins mörg lið og það vill. Ekki er heimilt að leik- maður leiki með fleiri en einu liði. Þátttökutilkynningar skulu berast móta- nefnd fyrir 10. febrúar. Þátttökugjald er kr. 500,- fyrir hvert lið. I mótanefnd eru Jón Kr. Jónsson, s. 30354, Gísli Hjartarson, s. 83674 og Ágúst Hafsteinsson s. 74897. Níutíu um- sóknir í skák- skóla Friðriks Innritun í skákskóla Friðriks Olafs- sonar er nú í fullum gangi og hafa þeg- ar 90 menn skráð sig til þátttöku, fólk af báðum kynjum og á öllum aldri, að sögn Jóns L. Ámasonar, sem er einn af kennurum skólans. Yngsti nemand- inn til þessa er 5 ára en sá elsti er á áttræöisaldri. Kennt verður í þremur flokkum, byrjendaflokki, framhaldsflokki, 1. og 2., allt eftir skákstyrk hvers og eins. (Kennslan fer fram í húsnæði skákskól- ans á Laugavegi 51. Hvert námskeiö tekur yfir 6 vikur, tvær stundir í senn, einu sinni í viku. Yngstu nemendurnir mæta til leiks og náms síödegis en full- orðnir á kvöldin. Kennsla hefst 15. febrúar og stendur innritun til 11. febrúar. -BH Skákþing Reykjavíkur: Elvar vann Skákþingi Reykjavíkur lauk í gær. Efstir og jafnir fyrir síðustu umferðina voru Elvar Guðmundsson og Þröstur Einarsson og tefldu þeir úrslitaskák- ina. Hafði Þröstur hvítt og náði yfir- höndinni en lék ónákvæmt og tókst Elvari aö knýja fram sigur aö lokum. Tefldar voru 11 umferðir í aöalkeppn- inni samkvæmt Monradkerfi og hlaut Elvar 9,5 v., næstir komu Þröstur, Haukur Angantýsson og Halldór G. Einarsson með 8,5v. Mikla athygli vakti frammistaða Guölaugar Þorsteinsdóttur. Hún byrj- aði illa en fall er oft fararheill þegar tefltereftir Monradkerfi; húnvannsig smám saman upp í efstu sæti, lagði Svein Kristinsson, gerði jafntefli við Hauk Angantýsson og náði alls 8v. I síöustu umferð tefldi hún viö Bolvík- inginn efnilega, Halldór G., hafði svart og náði mun betri stöðu mjög fljótlega en lék af sér drottningunni mjög slysa- lega ogtapaði. 91 skákmaður tók þátt í aöalkeppn- inni en keppni í unglingaflokki er enn ekki lokið. -BH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.