Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Side 37
DV. FIMMTUDAGUR3. FEBRUAR1983.
37
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVOL
ÞAU BJORGUÐU HALFRI
MILUÓN ÚR ELDHAFINU
ö/lum fínnst gaman að ferðast, en hvað eiga menn eð gripa tii bragðs
þegar a/tt hækkar nema launin? Sigurvin Sveinsson i Kefíavik fann að-
ferð sem hentaði honum og kannski mörgum öðrum.
Mynd: emm.
öllum finnst gaman að ferðast en
ferðalög kosta peninga og nú á þess-
ari gullöld kjaraskerðinganna
neyðastmenntilþessað haldakyrru
fyrir, nema þeir detti niður á ein-
hverja óvænta leið til þess að fjár-
magna gamaniö. Nýlega birtum við í
DV samtal við íslensk hjónakom
sem seldu ofan af sér kofann og átu
upp andvirðið vestur í Mexíkó og
sóru þess dýran eið að næstu kofar
skyldu sannarlega fara sömu leið,
því jafnglaðar stundir höfðu þau
aldrei lifaö — vissulega snjöll og
frumleg aðferð til aö útvega farar-
eyri, en sennilega ekki aö allra
skapi. En þaö eru til aðrar aðferðir,
sýnu fábrotnari og Sigurvin Sveins-
son og eiginkona hans, Jóhanna
Karlsdóttir, duttu niður á eina slíka
fyrir nokkrum árum. Þau hjónin búa
í Keflavík og okkar maöur á Suður-
nesjum, hann Magnús Gíslason, innti
þau eftir þessari aðferð sem margir
geta gripið til þegar allt annað þrýt-
ur.
90 krónur á dag
„Spamaður okkar hjónanna síðan
við hættum að reykja fyrir 15 árum
nemur líklega um 500.000 krónum í
beinhörðum peningum, og því til við-
bótar kemur svo betra heilsufar sem
aldrei verður metið til fjár. Fyrir
FERÐALÖG
þessa peninga höfum við síöan
skoðað okkur um i heiminum, bæöi í
Evrópu og Ameríku,” sagði Sigurvin
Sveinsson.
— Hvað varstu gamall þegar þú
byrjaðiraðreykja?
„Eg byrjaði 16 ára gamall og í
laumi. Fljótlega komst ég upp í rúma
tvo pakka á dag, en tottaöi pípu þess
á milli svona til tilbreytingar. Hún
Jóhanna reykti líka fyrstu búskapar-
ár okkar rúmlega háifan pakka á dag,
og mér reiknast til aö tóbaksútgjöld
okkar hafi numið um það bil 90 krón-
um á dag á núverandi gengi. En þau
útgjöld veittu okkur í rauninni enga
ánægju, aðeins hrakandi heilsu.”
Uppþvottaburstinn kom
í góöar þarfir
— Nú vilja margir hætta að reykja
en eiga bágt með að stilla fýsnina;
hvernig tókst þér það?
„Þegar svo var komiö að ég gat
ekki lengur gengið upp stiga með
góðu móti vegna mæði, þá sá ég að
ekki mátti við svo búið standa ef ég
ætlaði að verða eldri. Mig minnir svo
að það hafi verið árið 1968, þegar ég
var að skoða landbúnaðarsýninguna
og var orðinn lafmóður á röltinu um
staðinn, að ég skildi að nú yrðum við
að skilja aö skiptum, ég og vindling-
urinn. Samt fleygði ég ekki pakkan-
um, sem ég bar í vasanum. Mér þótti
betra aö vita af honum á venj ulegum
stað og geta boðið nikótíninu birg-
inn.”
— Þú komst svo að orði að
reykingamar hefðu í rauninni ekki
veitt ykkur neina raunverulega
ánægju.
; „Reykingar eru mikið ávani.
Osjálfrátt fálmaöi ég í vasann fyrstu
vikurnar eftir að ég hætti, en ég lét
það ekki eftir mér að fá mér
vindling. Aftur á móti bauð ég
kunningjunum þegar svo bar undir.
Mér fannst ég ekki hafa ríka þörf
fyrir tóbakið eftir að ég hætti. Samt
neita ég því ekki aö í nokkrar vikur
sótti að mér dálítiö eirðarleysi, en ég
vann bug á því með því að finna mér
eitthvað til dundurs. Uppþvotta-
burstinn eða þurrkan var þá nær-
tækast eða eitthvað annað innanhúss
sem laga þurfti. Svona auðvelt var
þetta nú.”
Myndbandið með
— Og svo fóruö þið aö ferðast?
„Já, tóbakspeningarnir hafa
næstum því alveg fjármagnað þær
ferðir sem viö hjónin förum í á
hverju ári. Heilsan fór batnandi, við
losnuðum við reykingarkvillana,
mæöi og hósta, auk sóðaskaparins
sem þeim og pipunni fylgdi í híbýlum
okkar og utanlandsferðirnar hafa
veitt okkur óblandna ánægjul”
Þau Sigurvin og Jóhanna fara
ýmist til Evrópu eða Ameríku, þar
sem ein dóttir þeirra er búsett.
Tvisvar sinnum hafa þau skoðað
Niagarafossana, seinna skiptið í
fyrrasumar.
„Eg tek svo ævintýrin heim með
mér,” segir Sigurvin. „Myndbandið
er jafnan með í förinni. Það nemur
margt betur en mannsaugað og
eyrað þegar hratt er farið yfir. Eg
get ráðlagt öllum sem ánetjast hafa
nikótininu að hætta reykingum —
heilsunnar vegna fyrst og fremst —
en líka vegna hins óheyrilega
kostnaöar.
Takist mönnum að hætta,
þá sparast mikið fé og fyrir þetta fé
veit ég fátt skemmtilegra en að
ferðast,” sagði Sigurvin að lokum.
emm/BH.
Þessir gætu sennilega ferðast viða fyrir tóbakspeninganal
Kvenþjóðin spjarar sig æ betur á vinnumarkaðinum, en sú vel-
gengni er ekki alls kostar útlátalaus. Þegar eiginkonan aflar meiri
tekna en bóndinn bitnar það á heilsufari hans og kynlifinu.
Chevro-
lettinn
fór til
Eyja
Hann Kristinn Snæland er hýr á svip
um þessar mundir, og það væri nú
annaö hvort; hann er að viöa að sér
efni í bók um íslenska fombíla og eftir
að við birtum við hann samtal hér á
síðunni fyrir skemmstu, hafa upp-
lýsingarnar streymt inn í stríðum
straumi.
Okkur finnst sérstakleea vert að
geta þess, að Chevrolettinn góðisem við
töldum að farið hefði til Vestmanna-
eyja einhvern tíma rétt eftir stríð og
síðan horfiö sporlaust, hann er nú kom-
inn í leitirnar. Þetta er árgerð ’47,
Stylemaster Fastback. Utvegsmenn í
Eyjum munu hafa gefið hann Guðjóni
Magnússyni vélsmið, eins og við höfð-
um spurt. Frá ættingjum Guðjóns fór
bíllinn til óviðkomandi í Eyjum, með
því fororði að hann yrði ekki seldur til
meginlandsins, en til landsins fór hann
nú samt með ferjunni einn góðan
veðurdag og mun nú vera í höndum
þeirra áhugasömu fornbílamanna
Hinriks Thorarensen og Ásmundar
Jónassonar í Hafnarfirði og væsir ekki
um hann þar.
Kristinn Snæland þarf ekki beinlínis að fórna vindlingnum til þess að kom-
ast i ferðalög eins og hjónin i Keflavik, þvi að hann er sjómaður og siglir á
farskipum um öll heimsins höf.
MyndBH.
Breiðdalsbfllinn
Fombíllinn í Breiödal, sem við gát-
um um, er einnig kominn í leitnirnar.
Hann reyndist vera Chevrolet, fyrst
keyptur til kaupfélagsins á Breiðdals-
vík, síðan seldur að Þorgrímsstöðum á
Breiödal og þaðan lá leiö hans suður
eins og svo margra aldraðra, góðra
'þegna, eftir dyggilegan starfsdag.
Hann mun nú vera í höndum Sigurðar
Jónssonar hjá Esso.
Þá bárust Kristni gleðifregnir af 6—8
bílum, sem þreyja þorrann inni í
skemmu norður í Ingólfsfirði. Þar á
meðal mun vera að minnsta kosti einn
fólksbíll, en hitt eru vörubílar, ár-
gerðir um eða fyrir stríð.
Hjalti Skaftason á Skagaströnd
hefur tvo gamla garpa í vörslu sinni,
Ford ’47 og Dodge ’40, og að auki
Chevrolet ’42, vörubíl, fullkomlega
endurbyggöan, sem hann hyggst selja.
Fleiri góðar fréttir bárust Kristni
Snæland víðsvegar að af landinu, og
vonandi greinir hann frá þeim í DV við
annaðtækifæri.