Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 2
islenska vaxmyndasafnið. Þarna sitja og standa stórmennin, hvert ofan á öðru, og rótt er hægt að skáskjóta sór á milli þeirra. Flestar, ef ekki allar brúðurnar eru farnar að láta á sjá. „Safnið er geymt en ekki gleymt” - segir Birgir Thorlacius ráðuiieytisstjóri þetta þarf aöendurnýja.” — Er enginn áhugi fyrir aö halda safninu við? „Um safniö hefur ekki veriö rætt lengi, eins og ég sagði. Á sínum tíma var áhugi fyrir safninu og aösókn var töluverð. Og þaö var ekki áhuga- leysi sem olli því að safninu var lok- aö heldur þaö aö Þjóöminjasafnið þurfti á húsnæðinu aö halda og viö höföum ekki í önnur hús aö venda. Auk þess hefðum við þurft aö leggja út í mikinn viöhaldskostnað Þaö var því ákveðið að koma safninu fyrir í geymslu fyrst um sinn.” — Forráöamenn Þjóðminjasafns segja safn á borö við þetta helst eiga' heima á náttúrugripasafni. Hvaö finnst þérumþað? „Segja þeir þaö? Viö höfum ekki rætt um safnið í langa tíö.” — Væri ekki upplagt aö setja safn- ið upp í Rúgbrauösgeröinni? Er ekki meiri ástæöa til að halda í vax- myndasafnið áður en þaö verður um seinan en halda úti stóru samkomu- húsi fyrir ríkisstarfsmenn? „Þaö er nú alveg full nýting á Rúg- brauösgeröinni núna. En þótt viö höf- um ekki hugleitt þennan möguleika, gæti þetta vel komiö til greina. Það var greinilegt á sínum tíma, aö áhugi fyrirsafninu varmikill/’sagöi BirgirThorlacius. -kþ Væri ekki upplagt að koma vaxmyndasafninu fyrir iþessu húsi? „Vaxmyndasafniö er geymt en ekki gleymt,” sagöi Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri í menntamálaráöuneytinu, í samtali viö DV. En það er menntamálaráðu- neytiö sem vaxmyndasafnið heyrir undir. — Eru engar hugmyndir uppi um aö reyna að koma safninu einhvers staöar upp áður en þaö verður um seinan? Þaö viröist ekkert fara vel um þaö þar sem þaö er nú. „Vasmyndasafnið hefur ekki verið rætt lengi. Þjóöminjasafn var alltaf andvígt því aö safnið yröi sett upp þar. Það má segja aö vax- myndasafnið hafi ekki veriö óska- bam Þjóðminjasafns. Og þegar þaö síöamefnda þurfti á húsnæðinu aö halda var ekkert annað að gera en loka vaxmyndasafninu. Þá vom myndirnar orönar illa farnar. Þaö heföi því þurft að leggja út í veruleg- an kostnaö viö að gera viö brúöumar og svo heföi auðvitað þurft aö bæta viö nýjum brúöum. Safn á borö viö DV. LAUGARDAGUR12. FEBRUAR1983. „Oskar Halldórsson útgeröarmaöur og börn hans tilkynntu menntamála-, ráöuneytinu í-gær, aö þau afhentu íslenska ríkinu til eignar og umráöa vaxmyndasafn sem í væm myndir af 18 þjóökunnum íslendingum og 15 útlendingum. Hefir myndasafni þessu veriö komiö fyrir í Þjóðaminjasafninu þar sem það veröur almenningi til sýnis einhvern næstudaga.” Svo sagðist dagblööunum frá á út- síöum 13. júlí áriö 1951. Og þess var jafnframt getið aö aögangur fyrir full-, oröna væri tíu krónur óg fimm krónur fyrir börn. Hjá almenningi mæltist vaxmynda- safniö vel fyrir, svo vel aö á forsíöu Vísis 21. júlí gat aö lesa þessa frétt undir fyrirsögninni: „Vaxandi aösókn að Vaxmyndasafninu”: „Aðsókn aö Vaxmyndasafninu, sem Oskar Halidórsson og böm hans gáfu íslenska ríkinu, er nú mjög vaxandi og munu alls um 500 manns hafa skoöaö safniö. Veöur var fremur óhagstætt fyrst í staö, eftir aö safniö var opnað fyrir viku og hefir aösókn vaxið því meir sem á leið vikuna enda mun það hafa haft sín áhrif aö sýningargestum þykir mikiötil safnsins koma.” En þetta nægði ekki. Þarna stóð safnið uppi í um 15 ár, rúm þó. Meiningin var aö safnið yröi aðeins til bráðabirgöa til húsa í Þjóöminja- safninu. Þaö dróst á langinn að flytja þaö. Það var einhvem veginn eins og enginn viidi hýsa þaö. Og þar kom að forráðamenn Þjóöminjasafnsins sáu sér ekki fært lengur að hafa þaö uppi vegna plássleysis og komu því fyrir í geymslu. Og þar er þaö enn og helst lítur út fyrir að enginn vilji af því vita. Er ekki laust viö aö sárt sé til þess aö vita aö safniö, sem gefið var af örlæti og stórhug, skuli daga uppi í geymslu. Þaö á annað og betra skiliö. Stofnað til minningar um ungan son Vaxmyndasafnið stofnaði Oskar og börn hans til minningar um ungan son Oskars sem fórst meö línuveiöaranum Jarlinum, í Englandsför áriö 1941. Hann hét Oskar Theódór Oskarsson og var aöeins 23ja ára gamall er hann lést. Þaö var breskur maöur, Richard Lee, sem mótaði höfuö vaxmyndanna en þær voru aö ööru leyti geröar af sama fyrirtæki og gerir vaxmyndir fyrir hiö heimskunna vaxmyndasafn í Lundúnum, Madame Tussaud. Allar eru myndirnar í fullri stærö og eru brúðumar ýmist standandi eöa sitjandi en Tussaudsafnið var haft til fyrirmyndar hvaö þaö varöaöi. „Safnið hreif hugaminn" I Vísi 14. júlí ’51 er viðtal viö Oskar Halldórsson þar sem hann segir frá safninu og tilurö þess. Viö grípum niöur í viðtaliö og gefum Oskari oröiö: ,,Saga málsins er þessi í fáum orðum: Þegar ég fór í fyrsta skipti til útlanda, til Danmerkur, 16 ára gamall til þess aö læra garörækt, skrifaöi móöir mín bréf með mér til dr. Valtýs Guömundssonar, háskólakennara í Kaupmannahöfn, og baö hann um aö- taka á móti mér og vera mér til aðstoöar. Þaö geröi dr. Valtýr vel og drengilega. Tók hann mig meö sér í nokkrar gönguferðir á sunnudags- morgnum meöan ég var í Höfn og sýndi mér borgina og fjölda safna, þeirra á meðal Vaxmyndasafniö. Segi ég þaö eins og þaö er aö ekkert hreif huga minn eins og þetta safn. Kannaðist ég þar viö fjölda manna eftir myndum sem ég haföi séö og voru, þeirra á meöal margir heimskunnir menn.” .. ogkomst úr skuidum" Þekkir einhver þennan mann? Jú, einmitt, þetta er Hriflu-Jónas. Og Oskar heldur áfram: „Síöan liðu mörg ár og baslið og erfiöleikarnir höföu lengst af veriö mín fylgikona. Svo var þaö ekki fyrr en í byrjun seinustu styrjaldar aö ég rétti dálítiö við fjárhagslega og komst úr skuldum sem kallaö er. Ég haföi tvö siglingaskip, línuveiöarann Jariinn, og Þórö Sveinsson, er fluttu ísaðan fisk til Kristján tiundi, Danakóngur, trónir fremst þegar komið er inn igeymsluna. Hann var tekinn niður skömmu eftir að safnið var sett upp þar sem hlut- aðeigendur voru ekki nógu ánægðir með myndina afhonum. Englands en haustið 1941 fórst Jarlinn i Englandsför. Hefir aldrei neitt til hans spurst, né af hvaöa stríös- orsökum hann fórst. Á Jarlinum var meðal annarra Oskar Theódór, sonur minn. Eftir hann var lítils háttar arfur, sem ég og börn mín áttum aö erfa, en þá var svo komið aö viö þurftum ekki á þessu fé aö halda og ákváöum aö stofna vísi aö vaxmynda- safni hér á landi. Þegar blaöamennirnir fóru til Eng- lands í stríöinu baöég Oiaf Friöriksson ritstjóra aö athuga fyrir mig vax- myndasöfn en þegar þangaö kom var hið þekkta, stóra vaxmyndasafn í London lokað og haföi vaxmyndunum verið komiö fyrir einhvers staðar úti á landi vegna stríöshættunnar. Þaö var þess vegna ekki fyrr en aö lokum stríðsins áriö 1946 að ég gat snúiö mér alvarlega aö þessu máli og fékk vin minn í London, Marius Peter- sen, og unnustu mína, Ebbu, semsíðar varö kona mín til þess aö vinna að þessu safni. Þótt mér sé málið skylt get ég sagt aö konan mín, Ebba, var óvenju listfeng. Hún og Petersen réöu síðan enskan mann, Richard Lee, ágætlega listfengan, til aö koma til Islands og gera vaxmyndir af nokkrum Islendingum. Tvær vax- myndir geröi Lee eftir myndum, af Vil- hjálmi Stefánssyni og syni mínum, en af leikkonunni önnu Borg Reumert gerði hann vaxmynd í Kaupmanna- höfn. Og af útlendingunum erlendis. ” „Hirðiekki um kostnað' Blaðamaöur Vísis spyr Oskar hver kostnaöurinn hafi veriö viö aö koma safninu upp. Oskar svarar því til: „Ég hiröi ekki um að segja neitt um þetta en það hefir kostaö þá aöila sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.