Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR12. FEBRUAR1983. Apar etas og viö þekkjum þá í dag eru með fáum undantekntagum engta sérstök vatnadýr. Við mennimir, sem erum af sama ættbálki og apar, erum aftur á móti vatnselskir og eigum auðvelt með að synda og kafa enda gretailega straumltaulaga. Komabörn geta ennfremur vel haldið sér á floti löngu áður en þau geta gengið. Þessi hæfileiki hverfur aftur á móti ef böm læra að ganga áður en þau era sett í vatn. Sú aðferð hefur reyndar verið notuð til að láta konur fæða böm sta í vatni og þykir það gott bæði fyrir börata og mæöurnar. — Almennar hugmyndir um þróun mannsins gera ráð fyrir því að for- feður manna og apa hafi lifað í trjám. Sá stofn, sem varð undanfari manna, hafi síðan leitað niður úr trjánum vegna þess að skógar minnkuðu og/eða samkeppni hafi aukist í trján- um. Forfeður apa hafi aftur á móti orðið eftir í skóginum. Þróun mannsins er síðan skýrö sem aðlögun að lífi þeirra á jöröu niðri. Þær hugmyndir eiga þó erfitt með að skýra ýmsa veigamikla þætti í útliti mannsins, þær breytingar sem verða á líkamsbygg- inguhans og af hverju þær stafa. Þess- ar kenningar eiga erfitt meö að út- skýra þennan vendipunkt í breyting- unni úr apa yfir í frummann. Það er ljóst aö hann hlýtur að fela í sér alveg einstaka lífsháttu á jörðu niöri. Annars hefði breytingin ekki orðiö. Við vitum um nokkrar tegundir apa sem hafa með góðum árangri yfir- gefið trén en allar hafa þær aðlagast hinum nýju lífsháttum á fjómm fótum, andstætt manninum. Þessi einstaka aðlögun mannsins virðist vera mjög árangursrík. Hún er skref inn á nýja og áður ókunna lífsháttu á jöröu niðri en sérkenni þeirra er að ganga á tveimur fótum. Það hversu afar sjald- gæft þaö er að spendýr gangi upprétt á afturfótunum bendir til þess að slíkt sé ekki árangursríkt nema við mjög sér- stakar kringumstæður. Vatnatilgátan kemur meö tillögu um hverjar þessar sérstæðu kringum- stæður voru, sem aðrar kenningar um framþróun mannsins geta ekki gert á viðunandi hátt. Úr trjánum að ströndinni I vatnatilgátunni er gert ráð f yrir því Fólk hefur mikla tilhneigingu til þess að taka ákveðnar hugmyndir upp á arma sína og hvika síðan hvergi frá þeim þótt aðrar (og jafn- vei betri) komi fram. A þetta ekki síst við um hugmyndir að fram- þróun mannsins. Þannig er það almennt viðtekin skoðun að maður- inn sé kominn af einhvers konar öpum sem í árdaga hafi farið niður úr trjánum og haldið í hópum út á sléttumar. Þeir hafi síðan stig af stigi breyst í menn. Hvernig þetta gerðist er öllu meira vandamál. Þó virðast menn alltaf ótrúlega hrifnir af þvi að yfirburðagreind þessara apa hafi gert þá að veiðimönnum. Það er að segja að aparnir hafi smám saman rétt úr kútnum til að hafa hendurnar lausar til vopnanotkunar og til þess að sjá betur yfir sléttuna, einfaldlega vegna þess að þeir voru svo gáfaðir að þeir sáu að það var miklu betra. Einkanlega virðist það vera fólki hugstætt að þörfin til vopna- notkunar sé drifkraftur í þróun mannsins. Nú er það svo að það vefst mjög fyrir fræðimönnum hvernig breyt- ingin úr hálfgildings trjáapa yfir i frummannátti sér stað.Hvað það var sem kom þeirri þróun af stað og orsakaði þann stórkostlega mun sem er ó mönnum og öpum í dag. Þekkingareyðan í þróunarsögu mannsins spannar tímabilið frá því fyrir um það bil tuttugu og fimm milljónum ára til fimm til tíu milljónum ára en eyðan er í raun mun lengri því að elsta örugga vitneskjan um að upprétt staða sé komin fram er beinagrindin af „Lucy” sem er talin rúmlega þriggja mUljóna ára gömul. Hvað gerðist á þessu tímabili? Hvernig var þetta breytingarskeið sem for- veri mannsins gekk í gegnum? Leikir sem lærðir hafa samið margar kenningar sem svör við þess- um spumingum sem fallið hafa í misgóðan jarðveg. I greininni, sem fylgir þessum orðum, skoðum við eina slíka kenningu sem um margt er athyglisverð en hefur næsta lítinn hljómgrunn fengið til þessa. Hún nefnist „Vatnatilgátan” (The aquatic theory). Itarleg grein um þessa kenningu birtist fyrir nokkm í blaði Félags verkfræði- og nátt- úrufræðinema við Háskóla Islands, Náttúraverki. Þeir Skúli Skúla- son og Þorleifur Eiríksson tóku hana saman, þýddu og staöfærðu. Með leyfi þeírra birtiun við útdrátt úr greininni. Þar fóum við að lesa hveraig vatnatilgátan svarar spuraingunni hveraig maðurinn þróað- ist úr trjáapa til upprétts tvífætlings. Þar kynnumst við athyglis- verðri hugmynd um framþróun mannsins á þessu óljósa skeiði hans, hugmynd sem brýtur í bága við flestar aðrar þróunarkenningar. -SER. að forveri mannsins hafi á á- kveönu tímaskeiði valiö sér vatn sem búsvæði. Og þetta vatnatímabil hans hafi staðið í tíu til fimmtán milljónir ára. Þegar maðurinn tekur að því loknu upp sléttulíf er ekki um nærri því eins mikið stökk að ræða og ef hann hefði gert það strax í kjölfar lífsins í trjánum því að á ofangreindu tímabili hefur hann aölagast og vanist lífi á ströndinni. Vatnatilgátan er þannig frábrugöin öðrum hugmyndum að forveri manns- ins fer samkvæmt henni ekki beint út á sléttumar og eða skógarjaörana held- ur í gegnum svo gjörólíkt vistkerfi sem vatnið er. Tilgátan gerir ráð fyrir að þegar skógar fóru að mtanka ellegar samkeppni við aðra apa jókst, hafi prímati (forveri mannsins), sem lifði að einhverju leyti trjálífi, fært sig al- gjörlega niður á jörðina, líkt og forver- ar bavíana en hafi ólíkt þeim farið að lifa við ströndina líkt og japanski vatnaapinn gerir í dag. Þessi api hafi síðan smám saman fært sig út í sjóinn og aðlagast vatnalífinu sífellt meira. En áður en hann varð að alg jöru vatna- dýri (samanber hvali) hafi hann aftur fært sig nær ströndinni og upp á hana. Þannig er ekki um þessa stórkostlegu vendipunkta aö ræða, sem finna má í öðrum tilgátum, heldur er hver breyt- ing smávægileg og stigvaxandi og maðurinn aölagast engum einum um- hverfisaðstæöum algjörlega. Konaní lykilhlutverki Vatnatilgátunni hefur alls ekki verið haldið á loft þótt hún standi sambæri- legum hugsmíðum jafnfætis (og jafn- vel framar). Ein ástæðan gæti verið þaö karlaveldi sem ríkir í vangavelt- um af þessu tagi því að vatnatilgátan dregur úr mikilvægi veiðimannsins mikla í þróunarsögunni — karlmanns- ins — en setur jafnframt konuna í lykil- hlutverk. Þannig hafa aðalvalkraft- arnir orkaö á hana og útlit karlmanns- ins sé kannski bara „léleg eftirlíking” konunnar. Vatnatilgátan er alis ekki nýtilkom- in. Hún var fyrst sett fram árið 1961 af Sir Alester Hardy í grein í New Scient- ist. Greinin bar yfirskriftina ,,Was Manmoreaquaticinthepast?” Henni var fálega tekið og kemur vart til um- ræöu fyrr en 1972 þegar blaöakonan Elain Morgan gefur út bók sína „The descend of woman” sem varð feikilega vinsæl (nafn bókarinnar sem þýðir Uppruni konunnar er beint skot á bók karlmannsins Darwins sem hét „The deseend of man” eða Uppruni manns- ins og gefur til kynna frá hvaða s jónar- hóli hún er skrifuð). Bókina má kannski frekar líta á sem innlegg í kvenréttindabaráttuna en þróunar- fræði. Morgan útvíkkar og teygir hug- mynd Hardys, ræðir margt af ágætu viti en skrumskælir annað. Bók hennar var því ekki beinlínis til þess að auka á vísindalegt gildi hugmyndarinnar en stendur eftir sem áður undir nafni sem fróðleg og skemmtileg bók og margar hugdettur Morgans eru vel athugunar virði. Og eitt er víst að bókta dustaði rykið af vatnatilgátunni sem var oröið timabært._____________________ I faðið út í vatnið En snúum okkur aftur aö vatnatil- gátunni sjálfri og hugmyndum hennar um framþróun mannsins. Til þess að athuga nánar skulum við hugsa okkur apaptegund í hitabeltinu fyrir liðlega tuttugu og fimm milljónum ára sem hafi af einhverjum ástæðum farið að búa við ströndina. Þar er næga fæðuað fá en apinn er þar óttalega vamarlaus fyrir ásókn rándýra. Hann tekur því það til ráðs að vaöa út í vatniö (eöa sjó- inn); þar er hann öruggur um sig og dvelur því sifellt meira í því umhverfL Þama nær hann sér ennfremur í meiri og fjölbreyttari fæöu svo og nýtist hon- um vatnið sem góð vöm gegn sólarhit- anum. Gert er ráð fyrir að afkoma ap- ans verði algjörlega háð því að dvelj- ast í vatninu meira og minna. Þeir ap- ar sem komust lengra út frá ströndinni komust best af, svo og þeir sem gátu synt og kafaö. Eiginleikar sem voru hagstæöir lífinu í vatninu völdust þar af leiðandi úr og þróuðust. Þetta tekur auövitaö sinn tíma og auövitaö má ekki gleyma ýmsum annars konar val- kröftum öðrum en þeim sem vatnsum- hverfið fól beinlínis í sér. Einnig verður aö hafa í huga aðra þætti sem valda þróun án sýnilegs aðlögunargild- is viðkomandi eiginleika eða einkenna. Apar eins og við þekkjum þá í dag eru með fáum undantekningum engin sérstök veiðidýr. Við mennirnir, sem erum af sama ættbálki (prímatar) og apar, erum aftur á móti vatnselskir og eigum auövelt með að synda og kafa, enda greinilega straumlínulaga. Kornaböm geta ennfremur vel haldiö sér á floti löngu áður en þau læra að ganga. Þessi hæfileiki týnist hins veg- ar ef böm læra að ganga áður en þau erusettí vatn. Rétt úr bakinu Við skulum nú líta á nokkur mjög mikilvæg einkenni mannsins og hvem- ig vatnatilgátan skýrir þau samanbor- ið við aðrar hugmyndir. Maðurinn er eini prímatinn sem gengur eingöngu á tveimur fótum og er fullkomlega uppréttur. Lögun beina í mjöðm, hrygg og höföi er af þessum sökum ólík hjá mönnum og öpum. Það er ljóst að langt er síöan þessi hreyfi- máti varð manninum eðlilegur og til- koma hans hefur verið efni í margar vangaveltur. Hverjir vom þeir valkraftar sem leiddu til þróunar tvífætlings og hve- nær vom þeir að verki? Hugmyndum þess eðlis að upprétt staða mannsins hafi þróast eftir að hann gerðist veiöimaöur á sléttunum hafnar vatnatilgátan með öllu. Þær fela í sér aö á tveimur fótum hafi maðurinn haft betri yfirsýn, getað not- að hendumar til þess að beita þeim til veiða og varnar og getað hlaupið hrað- ar. Staðreyndin er sú að þeir valkraft- ar sem búast má viö á sléttum þessa tíma stuðla síður en svo að því að fer- fættur api komist betur af á tveimur fótum; uppréttan sæju rándýr apa- manninn mun betur en ella og hann heföi átt mun erfiðara með að flýja þau því að á f jórum fótum hlaupa dýr mun hraðar en á tveimur. Og í viöbót: hvemig á ferfætt dýr að geta beitt vopnum og verkfærum svo snögglega og með svo skjótum árangri sem nauðsynlegt hefði veriö við hin nýju lífsskilyröi? Hitt er miklu líklegra aö ef aumingja apinn hefði skyndilega verið staddur við þessar aðstæöur hefði hann orðið aldauða. Benda má á að bavíanar eins og viö þekkjum þá em mikil sléttudýr og fáar apategund- ir eru meira bundnar við fjóra fætur en þeir. Maðurinn hlýtur að hafa lifaö (þróast) í öðru umhverfi áður en hann tók upp sléttulíf — eins og elstu mann- leifar sem fundist hafa benda til að hann hafi síðar gert — og búast má við að í því umhverf i hafi hann oröiö gædd- ur þeim eiginleikum sem drógu úr ein- kennum trjálífsaðlögunarinnar en nýttust honum síðan löngu síöar sem veiöimanni. Mögu/eikinn að nota framlimina Vatnatilgátan hefur fullt eins góöa (ef ekki betri) skýringu á þróun upp- réttrar stöðu mannsins. I vatninu var auðveldara að halda jafnvægi á tveim- ur fótum en á landi og ótvíræðir vom kostir þess að geta vaðið djúpt á tveim- ur fótum. Auk þess var nauðsynlegt að teygja úr sér við sundið. Ein núlifandi apategund, japanski vatnaapinn, stendur uppréttur í vatninu og hleypur síðan oft á afturfótunum í fjörunni. Ennfremur má benda á að langflest núlifandi vatnaspendýr eru straum- línulaga og hafa rétt úr sér. I vatninu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.