Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR12. FEBRUAR1983. 21 ÞÆR BESTU Affred Hitchcock er enn þeirra vinsælustu. Að ofan: i skelfuri Gullæðinu. úr**»my„da 'rsons IMelles, Citi*, '°n ffane. mynd- gagn- spurn ggust yndu Hvaöa tíu kvikmyndir standa hjarta gagnrýnenda næst? Þessari spurningu reyndi blaðið Sight & Sound að svara með því að gera skoöanakönnun meðal gagnrýnenda víða um heim. Leikurinn hófst árið 1952 og æ síðan hafa stjórnendur blaðsins ekki staðist þá freistingu að athuga viðhorf gagnrýnenda á tíu ára fresti. Með því móti má sjá hver áhrif nýjar kvikmyndir og ný viðhorf í kvikmyndagerö hafa á gagnrýn- endur. Sight & Sound sendi gagnrýnend- um bréf um mitt ár 1982 og í bréfinu sagöi meöal annars að ef til vill yrði þetta í síöasta sinn sem skoöana- Bf þessu tagi færi fram því nú iífin öld vídeós, kapalkerfa, Btta og laserplatna. Hug- óefur veriö aö komast að því nyndir gagnrýnendur hafa sínum eigin vinsældalista en aö láta þá velja þærmynd- þeir telja taka öðrum fram í Kvikmyndaskríbentar hafa ; veriö beðnir að nefna þær tíu myndir sem eru aö þeirra mati þýðingarmestar, ör\'andi eða ein- faldlega skemmtilegastar. Þetta eru konn væn gervi myndi hvaða efst fremu ír sem gæðum sem sa myndirnar myndu helst vil eyðieyju, eða þ myndu kaupa sér Einstaklings Stjómendur Si viturlegra að biðj kvikmyndir eftir ævinlega er einst háður stað og st gagnrýnendur hafa með sér á fyrstu sem þeir vídeóspólu. ndið mat t & Sound töldu menn um að velja igin smekk, sem iklingsbundinn og I, frekar en biðja um eitthvert hlutiiegt gæðamat, sem í raun er ómögulegt aö leggja á lista- verk á borð við kvikmyndir. Urval kvikmynda eykst stöðugt og því verður val tíu uppáhaldskvil anna stöðugt erfiðara. Flesti rýnendanna sem tóku þátt í jönnun Sight & Sound, að einum unda iskild- um, völdu eingöngu leiknar kvik- myndir í fullri lengd sem i tlaðar voru til sýningar í kvikmygdahús- um, en nú til dags eru mu kvikmyndir gerðar fyrir sjónýarp og videó en fyrir kvikmyndahúsin. 122 gagnrýnendur svöruðu fyr Sight & Sound og margir bji við að mörg hundruð myndir i berjast um fyrstu tíu sætin. Citizen Kane Auðvitaö urðu titlarnir sé nefndir voru fleiri en nokkrl fyrr, en þegar dró aö lokum t ar atkvæða kom í ljós að listi 10 bestu eða vinsælustu my breyttist lítiö á hverjum Þessi niðurstaöa gæti valdið| um vonbrigðum en kætt aðra. Kane varö efst á blaði árið 1| þá mátti þó ekki miklu muna. íi in sigraði hins vegar með gla áriö 1972 og varð langefst 19 Régle du Jeu er enn á ný í öðru sæti og Beitiskipið Potemkin er enn á list- anum. Myndirnar sem lenda í fyrsta 1952 1962 Bicycle Thieves/De Sica, 1949 City Lights/Chaplin, 1930 The Gold Rush/Chaplin, 1925 Battleship Potemkin/Eisenstein, 1925 Louisiana Story/Flaherty, 1947 Intolerance/Griffith, 1916 Greed/von Stroheim, 1924 Le Jour se Léve/Carné, 1939 Passion of Joan of Arc/Dreyer, 1928 Brief Encounter/Lean, 1945 Le Million/Clair, 1930 La Régle du Jeu/Renoir, 1939 Citizen Kane/Welles, 1941 L’Avventura/Antonioni, 1960 La Régle du Jeu/Renoir, 1939 Greed/von Stroheim, 1924 Ugetsu Monogatari/Mizoguchi, 1953 Battleship Potemkin/Eisenstein, 1925 Bicycle Thieves/De Sica, 1949 Ivan the Terrible/Eisenstein, 1943—46 La Terra Trema/Visconti, 1948 L’Atalante/Vigo, 1933, 1972 Citizen Kane/Wells, 1941 La Régle du Jeu/Renoir, 1939 Battleship Potemkin/Eisenstein, 1925 81/2/Fellini, 1963 L’Avventura/Antonioni, 1960 Persona/Bergman, 1967 Passion of Joan of Arc/Dreyer, 1928 The General/Keaton, 1926 The Magnificent Ambersons/Welles, 1942 Ugetsu Monogatari/Mizoguchi, 1953 Wild Strawberries/Bergman, 1957 sinn á listanum yfir þær tíu vinsæl- ustu eru heldur ekki nýkomnar á sjónarsviðið: Sjö Samurai er nú víða til sýningar í fullri lengd, Singing in the Rain virðist aldrei vinsælli og er sýnd í sjónvarpi hvað eftir annað. Vertigo og The Searchers áttu ekki langa leiö ófarna inn á topp tíu list- ann árið 1972 og það kemur líklega engum á óvart að þessir gömlu kunn- ingjar skuli vera meöal þeirra tíu vinsælustu árið 1982. Gagnrýnendur komnir á efri ár? Yngsta myndin á listanum, 8 1/2, var gerð fyrir nærri tuttugu árum. Ef til vill er þetta merki um aö kvik- myndagagnrýnendur séu allir komn- ir á efri ár, eða hvað á fólk að halda? Eru kvikmyndirnar ekki eins góðar og í gamla daga? Eða eru ungu gagn- rýnendurnir hræddir við að velja nýjar myndir eins og gert var árið 1952 þegar Reiðhjólaþjófarnir fóru beint inn á listann eða 1962 þegar glæný mynd, L’Avventura, átti skammt ófarið inn á topp tíu? Hver sem ástæðan kann að vera er ljóst að kvikmyndir gerðar á síðasta áratug koma heldur illa út úr vali gagnrýn- endanna, hvort heldur litið var á lista einstakra gagnrýnenda eða lokaatkvæðatölurnar. Vanalega hefur verið reynt að spá nokkuð fyrir um hvernig niðurstöður kvikmyndagagnrýnendanna yröu. Til dæmis hefur löngum verið taUð að vinsældir tískuleikstjóra frá sjö- unda áratugnum myndu dala með árunum, en myndir manna á borö við Bergman, Antonioni og Godard hafa haldið velli þrátt fyrir allar tískusveiflur. Fellini virðist til að mynda sjaldan hafa komið betur út úr vinsældavali Sight & Sound. A síðustu áratugum hafa tæpast komið upp nokkrar stefnur á borð við nýraunsæið á fimmta áratugnum og „nýbylgjuna” á þeim sjötta. Leik- stjórar sem hlotiö hafa almenna við- urkenningu á síðustu árum hafa ekki veriö taldir þátttakendur í neinni allsherjarbylgju í kvikmyndaheim- inum og álit gagnrýnenda á þeim hefur oft verið ærið misjafnt. Fyrir bragðið verða það viðurkenndir meistarar sem verða ofan á þegar heildaratkvæðatölur eru lagðar saman. Þetta varð niðurstaðan 1972 og hún er svipuð 1982. Og það kæmi engum á óvart, ef leikurinn yrði end- urtekinn enn á ný árið 1992, aö Citizen Cane yrði enn efst á blaði. Tíu vinsælustu leikstjórarnir Ut frá svörum gagnrýnenda var ekki einungis reiknað hvaða myndir þeir hefðu í mestum hávegum heldur einnig hvaða leikstjórar nytu mestrar hylli. Margir þeirra voru meö fleiri en eina mynd á listum gagnrýnenda og þess vegna eru mennirnir á leikstjóralistanum ekki allir þeir sömu og nefndir eru á topp tíu listanum yfir kvikmyndirnar. En hér kemur listinn yfir tíu bestu leik- stjórana, að mati þeirra sem spuröir voru í Sight & Sound: Orson Wells, Jean Renoir, Charles Chaplin, John Ford, Luis Bunuel, Akira Kurosawa, Frederico Fellini, Alfred Hitchcock, Jean-Luc Godard og Buster Keaton. Eins og sjá má eiga þó flestir þess- ara manna mynd á kvikmyndalist- anum árið 1972. Gagnrýnendurnir sem valdir voru í könnunina voru frá öllum heims- homum. I ljós kom að þeir höfðu fæstir sérstakt dálæti á samlöndum sínum umfram aðra menn. Finnar eru til að mynda fúsir aö greiða X Ozu atkvæði sitt og japanskir gagn- rýnendur meta Will Forst mikils. Ef valið stæði um bækur eöa leikrit er ekki víst.að niðurstaöan yrði jafnal- þjóðleg. -SKJ 1962 Citizen Kane/Wells, 1941 La Régle du Jeu/Renoir, 1939 Seven Samurai/Kurosawa, 1954 Singin’in the Rain/Donen & Kelly, 1952 81/2 / Fellini, 1963 Battleship Potemkin/Eisenstein, 1925 L’Avventura/Antonioni, 1960 The Magnificent Ambersons/Welles, 1942 Vertigo/Hitchcock, 1958 The General/Keaton & Bruckman, 1926 The Searchers/Ford, 1956

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.