Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR12. FEBRUAR1983. Bækur oí» bókasöi‘111111 XV: Preiitsmiðjaii fhtur aö Leirárgörönm SMentffa £(ní>om$*£tfírt gcírtð^ 6 f t at, cptti* ©amfomuíagt fcft oc i £too£ i 5r<utpnianna(jofm Det Is 1 an d fk e Literatur-Selfkabs VEDTÆGTER, Efter fælles Overlæg íamtykte og udgivne i KiöbenKavn. Trykt hos Hofbogtrykker Nicolaur Möller, 1 7 8 0. Segja má að stofnun Landsuppfræðingarfé/agsins hafi verið beint framhatd af Hinu íslenska lærdómslistafélagi í Kaupmannahöfn. Hér er titilsíða af stofnskrá hins síðarnefnda. 1 síöustu grein var látið staöar numið aö geta helstu rita, er prentuð voru í Hrappsey og veröa því ekki fle ri upptalin utan eitt er fljótlega veröur vikiö aö. Ætla mætti af því, sem þegar hefir verið sagt um þessa útgáfustarfsemi, aö hún hafi gengið eölilega og því án teljandi mótlætis. Þessu var þó langt frá þannig variö, þar sem verulegir erfiöleikar hófust þegar í upphafi, er Ölavíus, stofnandi prentsmiöjunnar, hvarf á braut frá Hrappsey og hélt til Kaupmannahafnar, sem áöur getur. Var þá enn ekki liðið ár frá því hún tók tilstarfa. Misklíð upphafsmanna Oljóst er hvaö valdið hefur sam- vinnuslitum eigendanna, Boga Benediktssonar og Olavíusar. Haföi Bogi áöur leigt prentaranum Eiríki Hoff sinn hlut í prentsmiðjunni, aö því er sumir telja, án samþykkis meöeiganda síns. Er taliö aö hann hafi ekki getað fellt sig viö þær ráðstafanir og af þeim ástæöum lagt bann viö notkun þess hluta, er hann taldi sína eign. Prentarinn hélt hinsvegar fast viö samningþann, frá 6. apríl 1774, er hann haföi gert, og var Boga því mikill vandi á höndum. Haföi þá starfsemi prentsmiðjunnar þegar stöövazt og horft var fram á mikinn kostnaö, er ekki fengist bættur. Virðist Bogi ekki hafa átt margra kosta völ, en þau urðu mála- lok, sem áður hefir veriö frá skýrt, aö hann keypti hlut Olavíusar og varö þar með einn eigandi prent- smiöjunnar meö samningi aöila 10. júní. Snerist Ólavíusi hugur? Frá þessu máli er skýrt í Islandske Maaneds Tidender, júní hefti 1. árg., þetta sama ár, bls. 81—83, og má telja nokkuð víst, að sú frásögn sé rituö af Boga Benediktssyni eöa á hans vegum, enda þótt oröalagiö bendi til aðila, er ekki hafi átt hlut aö máli. Þar er taliö óvíst hvers vegna Olavíus greip til þess ráös að stööva rekstur prentsmiðjunnar, og segi sumir, að ósamkomulag milli hans og prentarans hafi valdið. Aörir, sem telji sig hafa aöstööu til að skyggnast dýpra, geti sér til, aö hann hafi séö fram á, aö prentsmiðjan yröi ekki starfhæf meö þeim skilyrðum, sem henni voru sett með leyfisbréfi konungs frá 4. júní 1772. Þaö mál veröur hinsvegar ekki rakiö hér, en geta má þess, að Olavíus hafði sótt fast að fá leyfi til prentunar skóla- bóka og oröabóka, sem ekki var fallizt á. Væri prentun slíkra bóka ætluö Hólaprentsmiöju, sem auk þess heföi einkarétt á prentun allra trúmála- og guösþjónustubóka. Þó voru alls sex sl£k rit prentuð og gefin Böðvar Kvaran skrlf ar um bækur og bókasöfnun út í Hrappsey meö sérstöku leyfi yfirvalda. Erfitt tímabil Hafi síðamefnda tilgátan um vantrú Olavíusar á möguleikum prentsmiðjunnar til áframhaldandi starfa veriö rétt, verður ekki annaö sagt en aö hann hafi verið sannspár svo mjög sem Bogi Benediktsson átti viö ramman reip aö draga aö halda henni gangandi einkum síöari tíu árin. Veröur tæpast sagt, aö neitt sérstakt hafi stuðlað hér aö heldur margar samverkandi aöstæöur, sem allar lögöust á eitt. Nægir aö minna á þá óáran, sem yfir landiö gekk á þessu tímabili af völdum harðinda og annarra náttúruhamfara, er leiddu mikinn hluta þjóöarinnar á vonarvöl. Var þess því tæplega aö vænta, aö bókaútgáfa gæti dafnað viö slík skilyröi, enda örlög Hólaprentsmiðju ráöin um sama leyti. Þó viröist mega slá því föstu, aö aldrei hafi veriö ætlun Boga bónda Benediktssonar aö standa í prentsmiðjurekstri, heldur aöeins aö styrkja og skjóta skjólshúsi yfir starfsemi, er hann hugöi líklega til aö stuðla aö aukinni menntun landsmanna og efnalegum framförum. Fór þó svo, sem fram hefir komiö, aö hann sat uppi meö fyrirtækið sem eigandi þess og ábyrgöarmaöur um nær tveggja ára- tuga skeið. Augljóst er, aö í upphafi og lengi framan af hefur Bogi haft fullan hug á að halda uppi kröftugri útgáfu- starfsemi, og tókst honum það aö vonum, enda þótt hann yröi smám saman aö láta undan síga fyrir óviöráöanlegum erfiðleikum. Aö honum skyldi takast aö halda velli sem raun varö, var án efa mest að þakka vini hans Magnúsi Ketilssyni sýslumanni, sem lagði sig mjög fram prentsmiðjunni til framdráttar. En einnig honum voru takmörk sett vegna fjarlægöar frá Hrappsey og anna viö embættisstörf. Einstakt kver um starfsemina Áriö 1786 kom út í Hrappsey lítið kver, 15 bls. er nefndist Tanke om det Rappsöiske Bogtrykkeri. Var höfundar ekki getiö, en taliö víst, aö hann hafi verið Magnús Ketilsson. Veröur tæpast svo aö oröi komizt aö segja, aö kverið sé fágætt þar sem aðeins er vitað um eitt eintak þess, í Landsbókasafni Islands. Er þaö því ekki aö finna í skrám Fiskesafns eöa í skrá T.W. Lidderdale um bækur prentaöar á Islandi í eigu British Museum, né þess getið í þjóöbóka- skrá Dana, Bibliotheca Danica. I riti sínu, Hrappseyjarprentsmiöja 1773—94, gerir Jón Helgason all ítarlega grein fyrir efni kvers þessa, sem rekur erfiöleika prent- smiöjunnar og ástæður fyrir þeim. Er þaö ritaö á dönsku, svo sem nafnið gefur til kynna, og telur J.H. h'klegt, að þaö hafi fyrst og fremst verið ætlaö stjórnarvöldum í Kaup- mannahöfn til upplýsinga, en aö ööru leyti „htt verið haldiö á lofti og þaö aldrei látiö fara víða”. Hefst greinargerð hans um aöalefni bæklingsins á þessa leiö: „Hrappseyjarprentsmiðja stendur nú aögeröalaus, og Bogi Benedikts- son hefur skaöazt svo mjög á henni, aö hann stendur ekki jafnréttur eftir. Honum er aö vísu ekki kohsteypt, en hann er kominn á kné. Menn bregöa honum þess vegna um klaufaskap og ónytjungshátt, en slíkt er ranglátt því aö í raun og veru hlaut svo aö fara sem fór. Engin prentsmiðja getur þrifizt án þess aö hafa bækur til útgáfu, en þaö gleymdist mönnum jafnan aö spyrja um, hvert Bogi átti aö sækja þær. Sjálfur hefur hann ekki þvUíkan lærdóm, að hann geti samið rit, og tU embættismanna tjáir ekki aðleita. Þeir hafa öðrum hnöpp- um aö hneppa". Veröur hér látiö staðar numið, en vísað um fram- haldiö tU fyrrnefnd rits. J.H., bls. 18-20. Dregur að lokum Um þetta leyti var tekiö aö sjá fyrir endalok Hrappseyjarprent- smiöju og má segja, aö framvegis hafi lítið annaö veriö prentaö en Lög- þingisbókin, hin árlega skýrsla um störf Alþingis. Bogi Benediktsson var nú kominn mjög til aldurs og jafnframt oröinn þreyttur og von- svikinn af löngu andstreymi. Haföi hann þá þegar uppi áform um sölu prentverksins, þótt ennyrði þaðekki gert opinbert almenningi. I lög- þingisbók 1789 auglýsir hann hins- vegar prentverkiö til sölu meö sann- gjörnum kjörum og varpar jafnframt fram þeirri ábendingu aö þaö „kynni að veröa landinu tU stærra gagns og uppbyggingar væri þaö sett í hentugra pláts undir læröra, vitra og drífandi manna forsjón”. Enginn gaf sig fram til kaupanna, en þar kom um síöir, aö úr rættist. Prentsmiðjan seld Áriö 1793 giftist Ragnheiður dóttir Boga skagfirzkum manni, Birni Gottskálkssyni, er haföi numiö bókband erlendis, en síöar veriö um tíma ráösmaöur á búi Olafs Stephensen stiftamtmanns á Innra- Hólmi, fööurMagnúsar Stephensens, er brátt kemur mUciö viö sögu. Þykir fullvíst, að Magnús hafi verið meö í ráöum, er Bjöm keypti prentverkiö af Boga tengdaföður sínum, væntanlega síöla árs 1793 og aö þá þegar hafi verið teknar ákvarðanir um fyrirhugaö fræöslu- og bókaút- gáfufélag, Landsuppfræðingar- félagið, er formlega var stofnað á Alþingi 19. júlí 1794. Var aöalhvata- maöur þess Magnús Stephensen, en Björn Gottskálksson einn stofnenda. Næsta ár, 1795, var prentsmiöjan síöan flutt úr Hrappsey aö Leirár- göröum skammt frá Leirá, en þar haföi M.S. stofnað heimili meö konu sinni, Guörúnu Vigfúsdóttur Scheving, sýslumanns frá IVíðivöllum í Skagafirði. Voru þau systkinabörn. Hófst nú allumfangs- mikil bókaútgáfa á vegum hins nýja félags, en í raun forstööumanns þess M.S., er hélzt óslitiö í nær fjóra áratugi og nánar verður rakið síöar. Lærdómslista- félagið Áður þykir rétt aö greina í stuttu máli frá upphaflegum tildrögum aö stofnun Landsuppfræöingar- félagsins, sem áttu rætur aö rekja til Kaupmannahafnar. Þegar Hrapps- eyjarprentsmiöja haföi starfað í sex ár kom þar fram nýtt útgáfufélag, Hiö íslenzka lærdómslistafélag, stofnaö 30. ágúst 1779, af íslenzkum Hafnarstúdentum. Er talið, aö stofn- endur hafi veriö 12, og forseti félagsins í upphafi Jón Eiríksson og síðan meöan hans naut viö (d. 1787). Tók þá viö Lauritz Thodal, norskur aö ætt, en hann haföi verið stiftamt- maöur á Islandi á árunum 1770—85. Munu félagsmenn hafa orðiö flestir 127. Lærdómslistafélagið gaf út tímarit, Rit þess íslenzka Lærdóms- listafélags, og komu út af því alls 15 árgangar fyrir árin 1780—1794, pr. 1791—98, en síðasta árgangnum varö ekki aö fullu lokið. Veröur nánar greint frá tímariti þessu síöar er fjallað veröur um þau efni. Frá tilgangi félagsins er hinsvegar ítar- lega skýrt í samþykktum þess, er nefndust „Ens íslenska Lærdoms- Lista Felags Skrá”, Kh. 1780. Segir þarm.a.svoí2. gr.: „Sökum þessaö félag þetta er stofnað til lærdóms auka og góöra mennta framfara á fóöurlandi voru Islandi, þá skal það, sem þess stofn skrá greinir, sam- huga stund á leggja aö viðhjálpa sér- hverjum þeim listum og menntum, er Islandi viröist mest þörf á aö vera”. Böövar Kvaran.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.