Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 13
12 DV. LAUGARDAGUR12. FEBRÚAR1983. DV. LAUGARDAGUR12. FEBRUAR1983. —T, , ———T ~ ;- 13 verdlaunagripir Á myndinni eru það Sören Larsen og Sigrún Ó. Einarsdóttir sem gera verðlaunagripi DV fyrir árið 1982. DV-mynd GVA. Eins og öllum Iesendum DV er ef- laust kunnugt, afhenti blaðið sl. fimmtudag menningarverðlaun sín fyrir afrek í hinum ýmsu listum sem unnin voru á árinu 1982. Eru þetta jafn- framt einu verðlaun sinnar tegundar sem veitt eru á landinu. Gefur auga leið að verölaun til lista- manna verða að vera listræn í hæsta máta og því fékk blaöiö til liðs við sig sæmdarhjónin Sigrúnu 0. Einarsdótt- ur og Sören Larsen sem hafa sérhæft sig í glerblæstri uppi á Kjalarnesi. Það var engin tilviljun, né heldur nýjunga- girnin ein sem réöi því vali, því æ síðan þau Sigrún og Sören settust að á Is- landi fyrir tæpum þrem árum hafa stööugt borist fréttir af listfengi þeirra, góðir dómar um sýningar þeirra erlendis og annað lof. I sjálfu sér þurfti það ekki til því gripir þeirra á samsýningum hér heima mæltu með sér sjálfir. Er þau Sigrún og Sören höfðu fallist á að taka að sér gerð verðlaunagrip- anna fyrir DV og fylgt þannig í fót- spor Jónínu Guðnadóttur, Hauks Dór, Kolbrúnar Björgólfsdóttur og Sigrúnar Guðjónsdóttur (Rúnu), fengu þau nán- ast sjálfdæmi frá blaðsins hendi. Einu kröfur DV voru þær að sama svipmót yrði með gripunum sex en samt að hver gripur gæti staðið einn og sér sem sjálfstætt verk, „úník”, — og að á þessa gripi mætti letra nöfn verðlauna- hafa. Aö öðru leyti skyldi listafólkiö ráða útliti. Þau Sigrún og Sören eru metnaðar- fullt fólk og lögðu á sig gífurlega vinnu til að fá fram nákvæmlega þau form og þá skreytingu sem þeim líkaði. Að þeirri törn lokinni lágu eftir þau um 50 gripir sem afskrifaðir höfðu verið — og sjö undurfalleg stykki sem komust næst því markmiði sem þau settu sér í upphafi. Mjög fljótt höfðu Sigrún og Sören farið að hugsa um kringlótt grunnform fyrir verðlaunagripina, enda er það form sjálfsagt flestum glerlistamönn- um afar hugstætt. Gripirnir urðu eins og stór greipaldin í laginu, tútnuðu í ýmsar áttir, fengu á sig stúta og hnúða, misstu þá svo aftur. Að lokum var endanlegt útlit á hreinu. Hið hvelfda ávaxtaform skyldi halda sér að mestu, nema hvað það var flatt út að ofan og þar skyldi vera op með litlum stút. Breytingar í litatónum og annarri skreytingu héldust vitaskuld í hendur við formbreytingar. I stað þess að búa til óhlutbundin tákn fyrir hinar ýmsu listgreinar, ákváðu Sigrún og Sören að hafa skreyt- inguna fígúratifa og eins auðlæsilega og mögulegt er — en þess má geta að fígúratífar skreytingar eru afar sjald- gæfar í nútímagleri. Fígúrurnar r hverjum grip, sem Sigrún kallar reyndar ,,mynd á kringlóttu formi”, halda á hinum ýmsum verkfærum sem tilheyra hverri listgrein. Auk þess hafa litbrigöi á hverjum grip ákveðna tákn- ræna merkingu a jn.k. í hugum þéirra Sigrúnar og Sörens. Hvað eigum við svo að kalla þessa gripi? Höfundum er fremur í nöp við orðin ,^kál” og „vasi” þar sem þau hafa viðtekna notagildismerkingu. Gripir þeirra Sigrúnar og Sörens eru ekki ætlaöir fyrir blóm, kerti eða neitt annaö, heldur til augnayndis og hand- fjötlunar. AI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.