Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 23
DV. LAUG ARDAGUR12. FEBRUAR1983 23 nefndar hefur verið spáð mikilli vel- gengni á árinu, hvort sem þeir spá- dómar rætast eður ei. Flestar hljóm- sveitanna eru nánast óskrifaö blað; þær hafa sumar aöeins gefið út eina eða tvær smáskífur eins og Tear For Fears og Blue Zoo. Samt var til dæmis sú fyrrnefnda kosin ein efnilegasta hljómsveitin í vinsældakosningum um áramót. Sumum þætti ein smáskífa of htiðsýnishorn til þess að byggja á.... Það þarf sosum engar fluggáfaöar völvur til þess aö benda okkur á að rokkuð danstónlist eigi eftir að láta mikið að sér kveða; strax á síöasta ári fór að bera á þessháttar tónlist með lögum eins og „I Ran” með A Flock Of Seagull, „Living On the Ceiling” með Blancmagne, „Cry Boy Cry” meö Blue Zoo og „Mad World” með Tears For Fears svo eftirminnilegustu lögin séu nefnd. Þessi þróun virðist ætla aö halda áfram því lög af þessu tagi eru nú oröin býsna áberandi á breska list- anum: írska hljómsveitin U2 stefnir hátt með lagið sitt „New Year’s Day” og Echo & the Bunnymen er komin inn á topp tíu með lagið „The Cutter’, hvort tveggja harðsoöið dansrokk þar sem rækilega er hrist saman greini- legum áhrifum frá Simple Minds, David Bowie, og Joy Division. Tölvurokkið sýnist líka ætla að verða eitthvað rokkaöra á þessu ári; ný hljómsveit KajaGooGoo er til að mynda búin aö hasla sér völl ofarlega á breska smáskifulistanum með lagið „Too Shy” sem er gott dæmi um rokkaða svuntuþeysatónlist. Þegar hefur þessi hljómsveit verið kölluð „nýja Duran Duran” og það ekki alveg út í bláinn því hún starfar sumpart undir verndarvæng risanna, hljóm- borðsleikari Durananna Nick Rhodes var með puttana nærri við gerð 2ja laga plötunnar og upptökustjórinn er Colin Thurston, sem hefur liðsinnt Duran Duran bæði vel og lengi. Hljómsveituniun sem hér hafa veriö Þó það sé ekki á færi nema flinkustu spákellinga að sjá inní framtíðina, segja fyrir um ferðalög, bréf og þess- háttar, má spá því að danstónlistin á þessu nýbyrjaða ári verði obboðlítið groddalegri en við höfum átt að venjast siðustu misserin. Völva rokksins, sem við erum i sambandi við, hermir að fönkið verði áfram i upp- sveiflu en rokkuð danstónlist að hætti Simple Minds og fleiri sveita af betri gerðinni muni einnig gera háværa kröfu um eftirtekt. Mávarnir Ef ég má segja mitt álit: A Flock Of Seagull er hljómsveit sem ég hef trú á. Hún kemur frá Liverpool og er ein fárra breska hljómsveita sem slær fyrst í gegn utan heimalandsins. Bæði Bandaríkjamenn og Ástralir létu mikið með hana í fyrra og fyrsta stóra platan seldist vel, einnig smáskífurnar með „I Ran” og „Message”. Það var ekki fyrr en undir lok ársins 1982 að Bretar tóku við sér og smáskífan með laginu „Wishing If I Had A Photograph Of You” komst ofarlega á blað heima í Bretlandi. U2 Annarri hljómsveit er vert að gefa sérstakan gaum: U2 heitir hún og kemur frá Irlandi. Hljómsveitin hefur starfað í ein þrjú ár og gefið út þrjár breiðskífur, „Boy,” „October” og „War” en sú plata kom út núna á dögunum. U2 hefur ekki verið mjög áberandi síðustu misserin, einkanlega vegna þess að hljómsveitina hefur sár- lega skort „hit”-lag, en nú virðist ætla að verða stór breyting á því „New Year’s Day” er þessa dagana að slá í gegn. Fyrirliði U2 er söngvarinn Bono, aðrir í hljómsveitinni eru Larry Mullen á trommur, Adam Clayton á bassa og the Edge á gítar og hljóm- borð. Ef að líkum lætur verður 1983 gott ár fyrir U2 og myndin litla hér til hliðar er af plötuumslagi 2ja laga plöt- unnar sem áður er getiö. -Gsal tí* Íi«R**w Halrcut íh r saman Nick Heyward, söngvari Haircut 100, hefur tilkynnt afsögn sína úr hljómsveitinni og þykir það eðlilega nokkrum tiöindum sæta. Raunar hefur verið vitaö um skeið að ósætti hefur verið innan hljómsveitarinnar, sem meðal annars lýsti sér í sífelldum drætti á útkomu nýrrar breiðskífu og frestun á stórum hluta hljómleika- ferðalags, en samt kemur úrsögn söngvarans á óvart. Haircut var talin ein efnilegasta hljómsveitin í Bret- landi fyrir réttu ári en nú er framtíð hennar óráðin þó ■ekki þyki ósennilegt, að minnsta kosti fyrst um sinn, aö Mark Fox taki við sönghlutverkinu og hljómsveitin haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist. Nick Heyward hyggur á sólóferil og samkvæmt fregnum frá Bretlandi er að vænta smáskífu frá honum áður en þessi mánuöur er allur. Breiðskífan, sem var nær fullunnin, hefur á hinn bóginn verið færð í geymslu og mun aö líkindum ekki koma út í fyrirsjáanlegri framtíð. Fyrirhugaðir sjónvarpsþættir í anda Monkees eru trúlega líka fyrir bí. . . . hjá Echo & tl Bunnyincn : Breska rokksveitin Echo & the Bunnymen, sem til stóð að kæmi hingað til lands í hljómleikaferð snemma á þessu ári, hefur eins og kunnugt er frestað þeirri för þangað til síðar i árinu. Hljómsveitin á nú vaxandi vinsældum aö fagna í Bretlandi, smáskífan meö laginu „The Cutter” inn á topp tíu og breiðskífa nýkomin út. Plötuumslögin, bæði á breiðskífunni og sináskífunni, sýna hljómsveitina við Gull- foss, en Echo & the Bunnymen komu hingað til lands á laun snemma í vetur og fóru auövitað eins og aðrir túrhestar austur fyrir fjall aö skoöa Gullfoss og Geysi. Stóia platan heitir „Porcupine” og hefur fengið blíðar viðtökur í breskú pressunni eins og raunar við var að búast af einni athyglisverðustu rokksveit Liverpool. Thln lizzy hættir Irska hljómsveitin Thin Lizzy mun síðar í þessum mánuði fara í vísitasíuferð um Bretland og kveðja aðdáendur sína. Tilkynnt var fyrir nokkru að hljóm- sveitin væri að kveðja þennan heim eftir tíu ára stars- feril og að siðasta platan kæmi út í þessum mánuöi undir nafninu „Thundre And Lightning”. Onnur írsk hljómsveit hefur lagt upp laupana, sú heitir Stiff Little Fingers en á móti kemur að Peter, Paul og Mary hafa ákveðið að taka aftur lagið saman og ekki ósennilegt að það verði „Leaving On the Jet Plane”........ Afram er haldið að gefa út 2ja laga plötur Bítlanna. I janúar var lagið „Please Please Me” gefið út á nýjan leik í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin frá því það var gefið út upphaflega. Ekkert frétt- ist enn af nýrri breiðskífu Paul McCartneys, en það styttist óöum i fertugsafmæli Harrisons, sem er, eins og alþjóð veit, 25. febrúar. Nick Heyward

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.