Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR12. FEBRUAR1983. 3 aö því unnu mikla vinnu og þó sérstak- lega Mr. Lee. Og ekki má gleyma þeim Olafi Friörikssyni og Oscari Clausen sem hafa innt af höndum all erilsamt og mikið starf í þágu Vaxmynda- safnsins. Safnið kom hingaö til lands fyrir einu ári og haföi ég þá ekkert húsrúm fyrir þaö en ég vil þakka Birni Olafssyni ráöherra aö hann lét safniö fá húsnæöi í Þjóðminjasafninu og Kristján Eldjárn tók á móti því og er þaö í eins góðri umsjá og frekast verður á kosiö. Þaö eru tilmæli okkar gefenda að safninu veröi vel haldiö viö og aukiö eftir því sem ástæöur leyfa.” Eins og þeir hafí ungmeyjarhörund! Talsvert var ritaö um vaxmynda- safniö þegar þaö var sett upp. Viö skulum grípa niöur í Morgunblaðið 20. júlí, þar er þáttur sem nefnist „Úr dag- lega lífinu” og lýsir safninu nokkuö vel: „Við skulum bregöa okkur í hús Þjóöminjasafns við Melaveg og líta inn í salinn, þar sem íslenskt vax- myndasafn, gjöf Oskars Halldórs- sonar, er til sýnis. Okkur bregöur í brún, því þar stöndum viö augliti til auglitis við þessa heiðursmenn, sem í svip sýnast ljóslifandi. Hendur og andlitssvipur mótaö í vax. Hæö líkam- anna er sú sama og fyrirmyndarinnar, vöxtur stældur sem best. Þarna er Napóleon mikli, smár vexti, í fagurgrænum frakka með gullna axlaskúfa. Hann er í hvítu vesti og buxum, gyrtur sveröi. Aftur á móti er húfa og jakki Stalíns í ljósbláum lit, en buxurnar eru dökkar meö rauðum leggingum. Þarna er hann Hitler sálugi í stálgráa einkennisbúningnum sínum. Marteinn Luther er í efnis- miklu hylki. Oskaplegt ljúfmennihefur Edison veriö, ef dæma má af aðlaðandi brosihans. Aumingja Shakespeare fylgist víst ekki vel meö fréttum, því aö varla væri hann svona drjúgur á svip, eLhann vissi, aö nú hefur hér um bil tekist aö rýja hann skáldheiðrinum. Þá sem hafa talið sér trú um að H. C. Andersen hafi veriö lítill vexti, rekur vafalaust í rogastans. Hann slagar hvorki meira né minna en upp í Kristján konung X., sem stendur við hliðina á honum. Islenskir stjómmálamenn og lista- menn eru í fötum af sjálfum sér. I þessum svörtu buxum hefur Jónas sennilega biölaö til kjósenda sinna norður í Þingeyjarsýslu á árunum. Þarna eru mennimir, sem sátu fyrsta ríkisráðsfund íslenska lýöveldisins. Allir í sömu stellingum og sömu röö og á fundinum. I hópi þessara stórmenna er ein kona, Anna Borg. Hún skartar íslenskum þjóöbúningi. Ef eitthvaö ætti aö setja út á líkönin þá væri þaö helst, aö andlitin séu of slétt og hrukkulaus.Það er engu líkara en gömlu kariamir hafi ungmeyjar- hömnd sumir hverjir.” Næstá eftir Gu/lfossi og Geysi! I Vísi 19. júlí var heillöng hugleiðing um safniö, þessa rausnargjöf: „Vaxmyndasafniö, sem nú er opið almenningi, á áreiöanlega eftir aö auka hróður Reykjavíkur aö miklum mun og veröa bæöi innlendu og erlendu fólkitilmikillaránægju. .. . Eg efast ekki um, aö brátt veröi eins sjálfsagt aö sýna erlendum gestum Vaxmyndasafniö eins og nú þykir ómissandi aö fara meö þá aö Geysi, Gullfossi og Þingvöllum. Á Þingvöllum vita allir aö þeir standa á fomum og nýjum sögustaö. Þótt sá staður sé fagur og í miklum fomhelgiljóma, þá krefst hann talsverðrar söguþekkingar af þeim sem eiga aö njóta hans til fulls. Vaxmyndasafniö er þannig útbúið aö svipir þeir úr sögunni, sem þar birtast njóta sín til fulls meö mjög litlum skýringum.” Má ekki þrengja að safninu Strax og safnið var sett upp, vissu allir, aö þarna haföi því veriö komið fyrir aöeins til bráöabirgða. Fljótlega var því fariö aö skrifa um aö ekki mætti þrengja að því. I Morgunblaðinu 20. júlísegir: ,,Safnið er til húsa í björtum sal og vistlegum, eins og er. I ráði mun þó að kúldra því í tvær litlar stofur uppi á lofti þar sem menn veröa að smeygja sér milli líkananna til aö velta þeim Þan eru í vaxm\iHÍa«iatninu ISLENDINGAR: 1. Anna Borg Reumert, leikkona (1903—1963). 2. Davíö Stefánsson frá Fagraskógi, skáld og rithöfundur. (1895—1964). 3. Sigurður Nordal, dr. phil., prófessor, sendiherra (1886—1974). 4. Helgi Pjeturss., dr. phil. jaröfr. ogheimspekingur. (1872—1949). 5. Ásgeir Asgeirsson, forseti Islands. (1894—1972). 6. Hermann Jónasson.alþingismaöurográöherra. (1896—1976). 7. OlafurThors, alþingismaöur og ráöherra. (1892—1964). 8. Benedikt Sveinsson, alþingism., forsetin.d. Alþingis. (1877—1954). 9. Jónas Jónsson frá Hriflu, alþingismaöur og ráöherra. (1885-1968). 10. Olafur Friöriksson, stjórnmálam. og verkalýðsleiðtogi. (1886—1964). 11. VilhjálmurStefánsson.landkönnuðuríVesturh. (1879-1962). 12. Sveinn Björnsson, fyrstiforseti Islands. (1881—1952). 13. Björn Þórðarson, dr. juris, forsætisráöherra. (1879—1963). 14. Einar Arnórsson, dr. juris, ráöherra. (1880—1955). 15. Vilhjálmur Þór, bankastjóri og ráöherra. (1899—1972). 16. Björn Olafsson, alþingismaður og ráöherra. (1895—1974). Nr. 12—16 sýna fyrsta ríkisráösfund lýðveldisins, haldinn á Þingvöllum 17. júní 1944. 17: OskarTheodórOskarsson,sjómaöur. (1918—1941). 18: OskarHalldórsson, útgeröarmaöur. (1893—1953). ERLEKDIR MENN: 19. WilliamShakespeare,ensktleikritaskáld. (1564—1616). 20. Thomas A. Edison, amerískur uppfinningamaður. (1847—1931). 21. Martin Luther, þýskursiöskiptafrömuöur. (1843—1546). 22. Hans Christian Andersen, danskt ævintýraskáld. (1805—1875). 23. RoaldAmundsen.norskurheimskautafari. (1872—1928). 24 Adolf Hitler, einræöisherra í Þýskalandi. (1889—1945). 25. Benito Mussolini, einræðisherra é Italíu. (1883—1945). 26. Chiang Kai-Shek, kínverskurstjómmálamaður. (1887—1975). 27. Napoleon Bonaparte, Frakkakeisari. (1769—1821). 28. JosephVissarionovichStalin.forsætisráöh. Rússa. (1879—1953). 29. Paul VonHindenburg, þýskur hershöföingi, (1847—1934). 30. Winston Churchill, forsætisráöherra Bretlands. (1874—1965). 31. Franklin Delano Roosevelt, forseti Bandar. (1882—1945). 32. Robert Baden-Powell, upphafsm. skátahreyfingarinnar. (1857—1941). Auk þessa fólks voru tveir til viöbótar í safninu. Það voru Kristján tíundi, Danakóngur, og Halldór Laxness. I báðum tilvikum voru myndirnar teknar niöur þar sem hlutaðeigendur voru ekki nógu ánægöir meö myndirnar. Var þaö gert fljótlega eftir aö safnið var sett upp. Þekkir einhver þessa heiðursmenn? Þaö eru Marteinn Luther til vinstri og œvintýraskáldið H.C. Andersen tHhœgri. Einhvern tima nata gleraugun dottið af þessum og þeim þá bara verið komið fyrir aftur utan á plast- inul ekki um koll. Er illt til þess aö vita ef þetta bráöskemmtilega safn fær ekki að njóta sín og veröur um leið svipt öllum vaxtarmöguleikum. Liggur í augum uppi aö gestir fá ekki notið líkananna ef þeir þurfa að vera með nefiö alveg ofan í þeim. Auk þess sem birta í stofunum tveim kvaö vera svo léleg aö byrgja veröi hana alveg úti og notast viö rafmagnsljós.” Og á öörum staö segir: „Nú þegar ríkið hefur eignast þennan myndarlega vísi er þess aö vænta, aö því veröi fengið heppilegt húsnæöi, ef til vill í Þjóðminjasafninu nýja og síöan þarf aö auka viö það. Mun safn þetta þá verða vinsælt meðal almennings, semtil bæjarins kemur.” Er Vaxmyndasafnið fyrir? En skríbentum þessum varð ekki aö ósk sinni, né heldur hefur þaö verið meining gefandans aö safniö yrði einungis „fyrir” í ríkisbákninu. En raunin viröist orðin sú. Þessi rúmu fimmtán ár sem safnið stóö uppi, var það ekkert endurnýjaö, utan mynd af Oskari Halldórssyni sjálfum sem bætt var viö safnið. Og nú er vaxmyndunum staflað upp í geymslu á Þjóöminja- safni. Flestar eru brúöurnar rykfalln- ar og föt þeirra upplituö. Einhvern veginn á Vaxmyndasafnið annað og betra skilið.-KÞ tók saman úr dagblööum. ÚTBORGUN 20%, EFTIRSTÖÐVAR Á 9—10 MÁNUÐUM KOMIÐ OG SKOÐIÐ HÚSGAGNAVERSLUN GUÐMUNDAR SMIÐJUVEGI2 — KÓPAVOGI SÍMI 45100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.