Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR12. FEBRUAR1983. ■m 6RAT1JR1M LENGIR UFIÐ! — hugleiðingar um þá uin- deildu hegðun fólks að fella tárá fullorðins- aldri Segjum sem svo að þú sért karl- maður, staddur í kvikmyndahúsi, á áttunda bekk fyrir miðju með elskuna þér við hlið. Á breið- tjaldinu líður áfram dramatísk ástarmynd um tilfinningarikt samband fátæka piltsins og efnuðu stúlkunnar. Foreldrar hennar komast að ástarsam- bandinu og bregðast hin verstu við. Þau ákveða að senda stúlkuna í klaustur í eitt ár svo hún geti gleymt fátæklingnum. Það segist stúlkan ekki geta, en hún fær engu tauti við þau komið. Það er komið að óumflýjanlegri kveðjustund ungu elskendanna niðri á stoppi- stöð. Filman fær á sig þokukennda umgjörð er þau horfast í augu, faðmast og kyssa hvort annað ástríðukossum. Og fiðlurnar taka að tóna undir þegar rútan leggur af stað. Sorgmætt andlit stúlk- unnar í bílglugganum fjarlægist smátt og smátt og eftir stendur framlágur og einmana piltungur á grárri gangstétt. Það er á þessu augnabliki sem þú — karlmaðurinn á áttunda bekk — finnur kökk í hálsinum. Og þrátt fyrir að næstum allir áhorf- endur felli einhver tár og elskan jafnvel snökti þér við hlið, reyn- irðu eftir bestu getu að halda aftur af tárunum sem eru að falli komin úr augnkrókunum. Þú hristir heldur höfuðið, lítur þrútnum augum á elskuna og þykist hugga hana á meðan þú sýgur vandræða- lega upp í nefið. En svo er sem betur fer myndin búin og þú röltir mannalega út úr kvikmyndahúsinu, horfandi á hina aumingjana sem fóru að grenja þarna á almannafæri. Og þú telur þig hinn eina sanna íslenska karl- mann sem aldrei fellir tár þótt móti blási. Hvort er eölilegra, á stundum sem þessum, aö byrgja grátinn innra meö sér eöa leyfa tárunum aö streyma mót- þróalaust? Er þaö ekki manninum eðlilegt aðgráta. Og ef svo er, hvort er þaö sty rkur hans eöa veikleiki? Þú svarar kannski þessum spurning- um á þá leiö aö þama hafir þú verið staddur í kvikmyndahúsi meðal ókunnugs fólks og asnalegt heföi verið að gráta yfir vitlausri bíómynd. Það sé ekki sama viö hvaöa aöstæður þú leyfir þér að fella tár. .. . Hvaö þá meö raunveruleikann. Er hann næg ástæða til þess aö þú getir leyft þér að gráta? Græturöu til dæmis þegar þér sámar eöa hegðarðu þér kannski eins og í bíói og bælir tilfinn- ingarnar? Hvaö gerist innra með þér þegar einhver náinn ættingi fellur frá, eöa þegar allt gengur á afturfótunum í vinnunni? Eða hvernig bregstu viö þessa leiðu morgna þegar þú sest viö morgunverðarborðið og þér finnst allt svo neikvætt og vonlaust? Felliröu nokkur tár eöa sparkaröu bara í næsta vegg þegar svona stendur á og hristir þessar leiöu hugraunir af þér? Breskt tímarit birti nýlega ítarlega grein um þá hegðun manna (eöa við- brögö) aö fella tár — gráta. 1 grein þessari er komiö víöa viö, fjallaö almennt um grát, út frá læknis- og sál- fræðilegum forsendum. Viö grípum niður í hana á vel völdum stööum. Þrenns konar grátur! Blaðiö leggur í byrjun nokkrar spurningar fyrir þrjú hundmö manns; bæði meðaljóna og þekkt andlit úti í bæ, jafnt karla og konur. Þaö segir þeim aö hugsa sig vandlega um og svara síðaneftirfarandispumingum: Hvenær gréstu síðast? Hvar varstu staddur þegar það gerðist? Var einhver meö þér? Hvaö olli því aö þú grést?. .. og svo framvegis. Niðurstööurnar ættu að koma á óvart. Einungis fimmtíu manns af þessu úrtaki mundu eftir því hvenær þeir grétu síöast. Og aöeins um helmingur af þeim hluta (í fæstum til- vikum karlmenn) sögöu aö þeir hefðu grátiö í vikunni fyrir könnunina. Helstu ástæður fyrir þessum tármissi sínum sagði fólkið vera erfiðleika heima fyrir, sennur viö kunningja eöa ættingja. En hvers vegna grætur fólk? Fáum fyrst læknisfræöilegu útskýringuna á því, áöur en viö höldum áfram meö niðurstöður könnunarinnar. Þaö er breskur læknir sem hefur oröiö: Hann bendir á aö skipta megi gráti niöur í þrjár megintegundir, viðbrögö líkama eða sálar kalli á þrenns konar grát: I fyrsta lagi ómeðvitaðan grát. Hann getur fólk ekki bælt innra meö sér, þeim tármissi er ekki hægt aö stjórna. Þetta á til dæmis viö um þegar eitt- hvað hræðilegt hendir fólk, svo sem andlát í fjölskyldunni. I ööru lagi er þaö tilfinningagrátur. Tárastreymi af hans völdum reyna margir aö hefta og eiga nokkuð auövelt meö þaö (sérstaklega karlmenn). Ástæöur þessarar tegundar gráts eru margs konar og reyndar breytilegar eftir árstíöum og árferöi. Þessi grátur stafar til dæmis af sorg, streitu eöa álagi. En oftast nær er ástæða hans kvíöi yfir því aö eitthvaö fari úrskeiðis ílífinu. Þriöja og síðasta tegundin er grátur sem stafar af líffræöilegum við- Af þeim myiidum gréstu mest Hvaöa kvikmyndaverk hafa fengið áhorfendur til aö fella sem flest tár- in? Hverjar veröa nefndar mestu grátmyndir allra tíma? Viö birtum lista yfir þær hér aö neðan sem tek- inn var saman af breskum kvik- myndaspekúlöntum. Þaö kemur kannski fáum á óvart aö myndin Love Story, meö þeim skötuhjúum Ryan O’Neal og Ali McGraw, skuli hreppa fyrsta sætiö. Allir sem komnir eru til vits og ára muna eftir þeirri ástarsögu og þeim mikla gráti sem henni fylgdi. Það er ævintýramynd Steven Spielbergs, E.T. (Extra Terrestr- ial), sem telst vera önnur mesta grátmyndin. Og flestir þeirra sem séð hafa þá mynd og þar með tilfinn- ingarík samskipti unga drengsins og marsbúans ættu aö vera sammála um þá útnefningu. En gömlu góöu rómanamir gleym- ast seint. Gone With The Wind eða Á hverfanda hveli, eins og þessi kvik- mynd kallaðist á íslenska vísu, er i þriöja sæti. Tilþrifamikill leikur Clark Gable og Vivien Leigh í hlut- verkum elskendanna kostaöi ófá tár- in. I fjóröa sæti er heldur yngri mynd, þó svo hún hafi birst áhorfendum í sömu sauðalitunum og Á hverfanda hveli. Þaö er Elephant Man, Fíla- maöurinn, með John Hurt í aðalhlut- verki sem meö leik sínum átti óskipta samúö áhorfenda. t fimmta sæti er svo sjónvarps- myndaflokkur sem allir ættu aö kannast viö Little House On The Prairie eöa Húsiö á sléttunni alias „Grenjað á gresjunni” en síöasta heitiö ku flestum þykja réttnefni þessa endalausa myndaílokks meö Michael Landon i fararbroddi. Viö hverfum aftur til gömlu góöu daganna um leið og viö nefnum sjöttu mestu grátmynd kvikmynda- sögunnar. Þar er á feröinni Casa- blanca en hlutverk stirnanna, Ingrid Bergman og Humphrey Bogart, eru eftirminnileg úr því táraverki. Dýrin geta framkallaö tár engu síður en mennirnir ogjjví kemur ekki á óvart að kvikmyndin um Lassie skipi áttunda sætið. Fast á hæla henni kemur svo gamli rómaninn Wuthering Heights eða Fýkur yfir hæðir þar sem Laurence Olivier og Merle Oberon tókst giftusamlega aö kalla fram tárin úr augum áhorf- enda. Níunda mesta grátmynd allra tíma er svo teiknimyndin Watership Down sem á sínum tíma var sýnd í Austurbæjarbíói viö góöar undirtekt- ir tárakirtlanna. Og sú tiunda? Hver önnur en One Flew Over The Cuckoo’s Nest alias Gaukshreiöriö meö geggjarann Jack Nicholson í aöalhlutverki. Umgjörð þeirrar myndar, geöveikrarhælið og trist lífiö þar innan dyra, snart alla semsáu... i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.