Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR12. FEBRUAR1983. 5 brögöum. Þetta á til dæmis viö um þegar fólk fær rykkom í augun eöa önnur óhreinindi sem erta slímhúð augans. Sú auðmýking karia að gráta En höldum áfram meö niöurstööur könnunarinnar. Þar kom meöal annars fram að um fjörutíu og tvö prósent þeirra karla sem spurðir voru sögöu aö þeir kæröu sig engan veginn um að gráta. Þeim fyndist þaö auðmýkjandi og forðuöust því að gráta hvemig svo sem á stæöi hjá þeim og hvort heldur þeir væru einir eöa í annarra augsýn. Þá kom einnig fram að um sextíu og fimm prósentum aöspuröra kvenna líkaði illa aö sjá karlmenn fella tár og sýna þannig tilfinningar sínar á almanna- færi. Ástæðumar fyrir þessum viðhorfum er líklega að finna í uppeldi okkar og menningu. Tökum bókmenntir sem dæmi og þá til að mynda ástarreyfara Börböru Cartland — og þeir skipta tugum. I öllum hennar bókum örlar aðeins einu sinni á gráti karlmanns. Undantekningalaust era karlamir sveipaöir hetjuljóma í þessum sögum hennar. Þetta era hraustir gaurarsem varla sýna svipbrigöi þó eitthvaö blási á móti; sannir ofurhugar. Konurnar í bókunum era hins vegar opnari, ef svo má segja, og tilfinningar þeirra brjótast út í þúsundum tára á síðum reyfaranna. Ofáar lýsingar eru á því þegar konan hallar tárvotum vanga sínum upp aö þéttum brjóstkassa karl- mannsins sem varla lyftir brúnum yfir ástandinu. Er þarna veriö aö lýsa raunveraleik- anum eöa einhverju ööra? Og ef þetta er ekki raunveruleikinn er fólk þá oröið þaö matað á þessum skáldsagna- blæ aö hann sé oröinn ímynd veru- leikans í augum þess? Það era margir sem eru á þeirri skoöun; þaö sé búiö aö skapa ákveöna ímynd karlmannsins og allir sem hafi tippi veröi aö fylgja henni út í ystu æsar. Þeir eigi ekki aö sýna tilfinningar sínar og þar af leið- andi megi þeir ekki gráta. Allir sem einn veröi þeir að lifa sig inn í hetju- hlutverk bókmenntanna. Konur séu hins vegar líkamlega veikbyggöari en karlar og því sé eölilegt að þær séu næmari á tilfinningar, séu ófeimnari viö aö gráta. Þetta er ímynd karls og konu — tilbúin — en sem margir lifa eftir. Afhverjuað skammast sín...? Þaö kom ennfremur fram í títt- nefndri könnun aö karlmönnum er mjög gjarnt aö skammast sín fyrir aö fella tár, ef grátur hendir þá á annað borö. Hins vegar var lítið um aö konur skömmuöust sín fyrir slíkt. En af hverju skammast sín viö þaö eitt aö fella tár svo aðrir sjái? Varla er það nein synd aö gráta. Og þessi til- finningalega útrás, sem gráturinn er, getur varla verið neitt ósmekklegri en hver önnur. Tökum ástfangið par sem dæmi. Því finnst ekkert óeðlilegt aö sýna ööram þær tilfinningar sem þau bera hvort til annars. Þau eru ófeimin viö að veita öðrum hlutdeild í þeim opnu tilfinningum sem þar ráöa ferö- inni. Því ætti slíkt hiö sama ekki að gilda um grátinn. Eða tökum annaö dæmi um tilfinningu — reiöina. Fólk er alveg ófeimiö við að sýna reiði sína í garö náungans á almannafæri. Þaö þykir ekkert tiltökumál þó menn froðu- felli og blóti heiftarlega næsta manni. En er þá gráturinn einhver óæöri tilfinning en ástin og reiðin fyrst hana má ekki opinbera. Því í ósköpunum má ekki gráta til jafns viö aö tjá ástina eða aö reiöast. Gráturínn: fyrsti tjáningarmátinn Ef grannt er skoöað er gráturinn einhver fyrsta tilfinning sem hver mannvera veröur vör viö í lífi sínu. Gráturinn er fyrsta tilfinningin sem mannsbarniö uppgötvar. Aöeins tuttugu stunda gamalt verður þaö þess áskynja hvers gráturinn er megnugur. Hann er fyrsti tjáningarmáti þess. Hinir koma mun seinna. Til dæmis lærir bamið ekki aö brosa fyrr en fimm vikum eftir að það kynnist grátinum og fjórum mánuðum seinna uppgötvar þaö hláturinn. Og á fyrstu dögum þess, meðan það á sér aðeins þennan eina tjáningarmáta, spannar gráturinn öll tilfinningaleg hughrif bamsins. Grátur þess tjáir ekki aðeins sorg eöa vanlíðan, heldur líka gleöi og vellíðan. Og þessi margbreytni gráts- ins eldist reyndar ekki af okkur eins og kannski margur heldur. A f ulloröinsár- um koma enn fram tár í augu okkar vegna gleði og hamingju, ekki aöeins vegna sorgarinnar, heldur líka hins andstæöa. Og þetta á eins við um karla og konur. Fyrst minnst er á börn annars vegar og fullorðna hins vegar, þá er ekki úr vegi aö spyrja sig þeirrar spurningar hvort þörfin fyrir grát minnki með áranum. Aö mati sálfræðinga minnkar hún ekki. Þvert á móti vex hún í marg- víslegum skilningi. Fleiri vandamál steðja aö okkur þegar við eldumst og sú ábyrgð sem viö öðlumst í starfi og á heimilum skapar enn fleiri tækifæri ellegar þörf fyrir að fá útrás með tárum en við þekktum í barnæsku. En þaö er ekki þar meö sagt aö viö leyfum okkur aö gráta oftar á fulloröinsáram en þegar viö vorum böm. Síður en svo. Okkur hefur lærst meö aldrinum aö dylja grátinn meö margvíslegum leiöum; aöferöumsem okkur voruekki kunnar í æsku eöa okkur var bannað aö framkvæma. Viö ráðum betur við tárin, eigum hægara meö aö halda straumnum uppi í augnatóftunum, höfum betri stjórn á honum. Einnig höfum viö lært nýja siöi sem segja okkur hvenær er viö hæfi aö fella tár og þeir siöir hafa svo haft í för meö sér ákveðin höft sem beinlínis banna okkur aö gráta á ákveðnum stundum eöa við viss tækifæri. I þessu tilliti höfum við búiö okkur til ýmis ráö til aö varast grát. í staö þess aö veita sálinni útrás meö tárum tökum viö upp á því aö dreifa huganum, beina honum aö einhverju ööra eöa láta grátstilfinning- una brjótast fram í einhverri annarri tilfinningu, til dæmis meö því aö sparka í vegg, brjóta eitthvaö eöa byrsta sig — reiðast. Annars þekkjum viö öll þessar margvíslegu aöferöir okkar til aö varast grát á óheppilegum stundum. Þær eru eflaust jafnmargar ogmennirnireru. Holltaðgráta að mati sérfræðinga En ætli fólk sé eins æst og áður aö fela grát sinn eftir aö hafa heyrt þá kenningu lækna og sálfræðinga aö hollt sé aö gráta: Þaö bæti í mörgum til- vikum heilsuna, sérstaklega andlegu hliö hennar. Og þó svo aö fólk sé full- hraust og kenni sér einskis meins þá geti grátur ekki gert því neitt nema gott. Táramissir hressi beinlínis upp á útlitið, fólk veröi fríöara viö grát en ella. Þetta er almenn kenning fræði- manna sem hafa meö heilbrigöi fólks að gera. Aö þeirra mati er grátur gott lyf — og þar eö hann kostar ekkert — eru tárin sem honum fylgja öragglega eitthvert besta efnið til að hressa upp á sálartetrið. Og því oftar sem grátiö er því betri lækningar má vænta, segja þessir fræðimenn (og tala þar í fullri alvöra). I framhaldi af þessari skoöun hafa nokkrir sálfræöingar komið fram meö þá kenningu aö mikill grátur auki lífs- líkur fólks. Þeir benda á aö ef menn láti af öllum höftum og siövenjum og veiti sér þann munað aö gráta hvenær og hvar sem þá langar til, þá leysi þeir úr læðingi innbyrgöa spennu og þreytu. Gráturinn veiti fólki vissa tegund útrásar sem erfitt sé aö losa sig viö meö öðrum léiðum. Til rökstuönings máli sínu benda þessir fræöingar á muninn á meðalævi karla og kvenna. Konur lifa jú aö meðaltali fimm árum lengur en karlar. Mismunandi mikill grátur sé þar einn orsakavaldurinn. Þar af leiöir: Konur lifa lengur en karlar meöal annars vegna þess aö þær gráta oftar en þeir, veita heilsu- spillandi spennu og þreytu oftar út en karlar!____________________________ Grenjaðu vel og lengi! Viö skulum aö lokum heyra álit gam- alla breskrar ekkju á grátinum. Sú rekur eins konar kvennaathvarf á ónefndum staö í Englandi og ætti því aö kunna giögg skil á þeirri einstöku tilfinninguaögráta: „Þaö er átakanlegt hversu margt fólk skammast sín fyrir aö vera sorg- mætt, hve það á erfitt meö að greina öörum frá hryggö sinni. Og þaö versta er aö þaö þekkir ekki réttu viðbrögðin við þessu hugarástandi — sem auö- vitað er gráturinn. Þaö þekkir ekki lækningamátt hans vegna þess aö þaö hefur aldrei þoraö aö nota hann, ekki einu sinni þegar þaö er eitt með sjálfu sér. Þaö byrgir heldur sorgina innra meö sér og þar hleöst hún smám saman upp meö árunum. Að lokum er hún orðin þaö yfirgengileg aö þetta fólk brotnar gjörsamlega saman eöa þaö ærist og lætur það bitna á maka eða börnum. Lausnin á vandamálum þessa fólks er aðeins ein og hún er að kenna því aö gráta, kenna því að nota grátinn sér til halds og trausts hvenær og hvar sem það veröur fyrir áföllum. Meö því að gráta í hvert sinn sem eitthvað bjátar á, þá gleymir þaö sorginni — kannski ekki allri en mestum hluta hennar — og þannig gefst aldrei rúm fyrir svo mikla sorg í sál þess aö hætta sé á and- leguáfalli eöa æöisköstum. Og ég beini oröum mínum til þín les- andi góöur, hver sem þú ert og hversu andlega og líkamlega hraustur sem þú telur þig vera; gráttu þegar þér hentar, gráttu þá lengi og vel. Þú þarft ekki að óttast aö tárin hætti aldrei aö streyma. Þaö gera þau þegar hugur og hold hafa fengið nóg — og þú hefur jafnaðþig.” Nokkur ráð til að fella tár I greininni sem birtist hér á síðun- um er fólki bent á að gráta oftar en þaö gerir, þaö losi um óþarfa spennu og streitu sem ella safnist fyrir í sál- inni. Hér er leitað í smiöju leiklistar- nema viö Italia Conti Stage skólann í Kom og þeir beönir aö seg ja frá þeim brögöum sem þeim eru kennd til aö kalla fram tár og gráta hvenær og hvar sem þeir era krafðir þess. Og lesandi góður, á eftir fer uppskriftin: 1. Þú spennir magavöðvana vel og lengi uns þú finnur fyrir sting í kviöarholinu. 2. Þá tekur þú nokkur stutt andköf og reynir aö byggja upp taktfast- anekka. 3. Þvínæstleitarðuafturíeinhverja sára endurminningu úr eigin lífi sem þú veist aö gerir þig hryggan. 4. Að því búnu hallarðu höfðinu fram og festir augun viö ákveöinn staö á gólfinu (eöa jöröinni ef þú ert staddur úti viö) til dæmis rykkom eða lítinn spýtukubb. Þú starir stjörfum augum á þennan hlut, vel og lengi, og máir út allt annaö í augsýn þinni. 5. Þér mun vökna um augu viö þaö eitt aö stara nógu lengi á sama hlutinn (þaö eru eölileg viöbrögö líkamans). En ef þaö nægir ekki verðurðu aö auki aö reyna aö ein- beita þér betur aö sáru endur- minningunni og lifa þig betur inn í hana. Þetta tvennt og allt sem á undan fór ætti aö framkalla fleiri en eitt tár fram úraugnakrókum þínum — svo framarlega sem vilj- inn fyrir gráti er f yrir hendi. Four-Wheel Drive MITSUBISHI JAPANSKUR BÍLL FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR Tveggja drifa bíll: Með óvenjulega mikla veghæð (fjarlægð frá vegi að lægsta punkti undirvagns), stöðuglelka, lipuro og afl.. Kjörgrlpur tll ferðalaga á slæmum vegum og veglevsum, þó með þægindl og hraða ( fyrir- rúmi. við hönnun þessa bíls hefur vlðtæk revnsla M.M.C. verksm. af smíði fjölhæfra tveggja drifa bíla verlð nýtt til fullnustu og hefur sérstök áhersla verlð lögð á frábæra ökuhæfni og mikla endingu. Milligírkassl er drlfinn af tannhjóla- keðju, sem er mun hljóðlátari en hlð hefðbundna ___ tannhjóladrlf. hessl búnaður hefur þá kosti að færrl slitfletlr eru á aflrásinnl, snúningsviðnám mlnnkar og ekkert „slag" mvndast við átaksbrevtingar. Afturhjól eru knúln beint f rá úttaksöxll í aðalgírkassa, sem er sterkarl búnaður en venju- leg útfærsla, auk þess að vera hljóðlátari og orsaka mlnnl titring. skásettlr höggdevfar að aftan, ásamt breiðum blaðfjöðrum með miklð fjöörunarsvið, þó án þess að afturáslnn vindist tll, þegar spvrnt er eða hemlað eins og þekkt er á bflum með heilum afturás. Æskileg þungadrevflng með og án hleöslu, sem stuðlar að fullu örvggl (akstri á veg- levsum. Hægt er að velja um bensin eöa dleselvél báöar með titringsdevfum, sem gera ganginn afburða hljóðan og þýðann. r ' Snerilfjöðrun að framan með tvöföldum sþvrnum, strokk-höggdeyfum og jafnvægis- stöng. Snekkjustýrisvél með æskllega undirstýringu (| beygjum. Aflhemlar meö diskum að framan. Hrevfillinn framlelðir mlklð snúnlngsvægi út á I hjólbarðana, sem gefa afar gott grip á hvers- konar yfirborði vegar. Allt þetta lelðir af sér undirvagn í sérflokki, sem er þýður, þægilegur, auðveldur (akstri og frá-1 bær tll snúninga í torfæmm. INNIFALINN BUNAÐUR: □ Framdrlfsvislr - □ 7,60-15 hjólbarðar □ Dráttarkrókur að aftan □ Olluþrýstlngsmællr - □ Hallamællr □ Snúnlngshraðamællr - □ Spennumællr □ Tölvuklukka (Ouarts) - □ Framdrlfslokur □ Halogen ökuljós - □ Mlöstöð afturf □ Aflstýrl - □ Vamarhom á vatnskassahlif □ Hlíföarplötur undlr framenda, vél, gírkassa og eldsneytlsgeyml □ Hæglndastólar frami með fjaörandl undlrstöðu □ Útlspeglar á báöum hurðum □ Upphltuö afturrúða - □ Lltað gler □ Þurrka og sprauta á afturrúöu HELSTU KOSTIR: □ Mlkll veghæö □ Hátt hlutfall orku: þunga □ Mjög sparneytin 2.6 I. benslnvél, eða 2,3 I. dleselvél □ sjálfstæö fjöðrun framhjóla □ skásettlr höggdeyfar að aftan □ Fagurt og nýtiskulegt útllt □ Innréttlng, sem veltlr þæglndl og gleöur augaö HELSTU MAl MMC PAJERO LAND ROVER FORD BRONCO SUZUKI MJÓLAHAF 2350 2230 2337 2030 HEILDARLENCO 3920 3620 3863 3420 BREIDD 1680 1690 1755 1460 VECHÆÐ 235 178 206 240 HÆÐ 1880 1970 1900 1700 ECIN ÞYNCD 1395 1451 1615 855 PRISMA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.