Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR12. FEBRUAR1983. ltita Hayworth: Eitt shm dáð og dehruð - tttl týnd og tröilum gefm Þessl mynd er tekin fyrir nokkrum árum af Ritu og Yasmin, hennar eina vini í dag. Rita Hayworth, eitt sinn dýrkuð, nú öllum gleymd. Hún sem einu sinni var þjóðsagnapersóna og fegurðardís er í dag sem karlægt gamalmenni löngu fyrir aldur fram. Hún hefur eyðilagt sig á drykkjuskap og svo langt er hún leidd að hún hefur ekki sjálfsforræði lengur. Áður átti hún vini og kunningja á hverju strái, nú aðeins einn, dóttur sína Yasmin. Hún var drottning drottninganna í Hollywood Það er ekki svo ýkja langt síöan Rita Hayworth var drottning drottninganna í Hollywood. Hún giftist frægum mönn- um eins og AIi Khan príns, Orson Weils leikara og Dick Haymes söngv- ara. Þegar Rita var á hátindi frægðar sinnar var varla til sá karlmaður sem ekki leit Ritu sem drottningu drauma sinna. En það er liðin tíð. Nú er leikkonan fyrrverandi bæði vinalaus og allslaus. Og sú eina sem sinnir henni er dóttir hennar, Yasmin, er hún átti meö Ali Kahn. Fyrir skömmu dæmdi dómstóll í Ameríku sjálfsforræðið af Ritu og var lögfræðingi faliö að sjá um þá hlið mála. Ljúfa lífið, sem Rita lifði hér áður fyrr, hefur tekið sinn toll. Langt fyrir aldur fram er Rita orðin sem karlægt gamalmenni. Hún þjáist af lifrarsjúkdómi með meiru. Allt á þetta rætur aö rekja til óhóflegrar drykkju hennar árum saman. Rita er engin fegurðardís lengur. Björtu, líflegu augun hennar, sem áður voru hennar aðalsmerki, eru nú mött og dauf. Og andlitið bólgið og rauðþrút- ið. Hún er því ekki lengur svipur hjá sjón frá því er hún lék í kvikmyndun- um Gild u og Salome. Reyndar er Rita hætt að drekka og þótti ýmsum það mesta furða að hún skyldi sleppa lifandi f rá drykkjuskapn- um. Hún bragðar ekki áfengi lengur enda hafa læknar sagt henni að geri hún það sé næsta líklegt að hún detti dauð niður. Kvikmynd um Ritu Þjóðsagan um Ritu heillar þó enn, einkum hina nýju kynslóö kvikmynda- gerðarmanna. Afleiðingin er sú að inn- an skamms verður hafist handa um gerð þriggja tíma sjónvarpskvikmynd- ar um líf og starf Ritu Hayworth, allt frá frægðarskeiöi hennar til eymdar- innar. Lynda Carter, ung feguröargyðja, á að leika Ritu. „Rita er einhver marg- brotnasta leikkona sem uppi hefur ver- ið,” segir Lynda þessi. „Það var ekki til sá karlmaður sem ekki varð ást- fanginn af henni. Vissulega giftist hún fimm sinnum, en ég held að ástæðan fyrir því að hún skildi jafhoft hafi veriö sú að hún stóð feti framar en eigin- mennirnir og þeir hafa ekki bolað það. Hún hefur veriö svo sterkur persónu- leiki.” Sagan segir að Rita kæri sig hreint ekki um að veriö sé að gera kvikmynd um hana. Hún hefur þegar ákveöið að hún ætli ekki aö sjá hana. Alltaf þegar sýndar eru gamlar myndir með Ritu í sjónvarpinu slekkur hún á tækinu. Henni er alls ekki um það gefið að vera minnt á þá tíð þegar hún var og hét. HéKaðhún yrðialltaf á toppnum! Veiki hlekkurinn í lífi Ritu var það að hún trúði í blindni á sjálfa sig og þegar hún var á hátindi frægðar sinn- ar stóð hún í þeirri meiningu aö þar myndi hún alltaf vera. Hún hélt að feg- urðin, vinsældirnar og dýrkunin stæði um aldur og ævi. Það hvarflaði ekki að henni að sá dagur kæmi að karlmenn sneru við henni baki. Rita lét hverjum degi nægja sína þjáningu og hún hugsaði ekkert um framtíðina. Henni datt ekki í hug aö spara peninga, ef sá dagur kæmi að það þrengdist í búi. I hennar huga var lífið dans á rósum. .. um alla framtíð. Rita var aldrei spör á peninga. Þeg- ar hún átti til skiptanna áttu allir að fá sitt. Sem dæmi má nefna aö þegar hún skildi við Ali Kahn kærði hún sig kollótta um framfærslueyri frá prins- inum. Nú er Rita 65 ára gömul, en hún lítur út fyrir að vera miklu eldri. Hún er ein- mana og konunglegir gestir heimsækja hana ekki framar, en menn á borð við Persakeisara og Farouk, Egypta- landskonungur, voru áöur tíðir gestir. Fyrsti eiginmaður Ritu hét Ed Jud- son og það var einmitt hann sem fékk hana til að spreyta sig í Hollywood. En það varð honum dýrkeypt. Rita sendi f/fýMfeí W&m''i .....Á 1111 ■ w ' fwm -4ífl ■ - ■ ■ Rita með Yasmin. Vafalaust hefur Ritu ekki dreymt um að tæpum tuttugu árum síðar ætti Yasmin eftir að stjórna lífi hennar. •« Rita er ekki svipur hjá sjón lengur, enda hefur drykkjuskapurinn sett sin spor á hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.