Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Blaðsíða 12
12
DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1983.
DAGBLAÐÍÐ-VÍSIR
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stiómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19.
Áskriftarverðá mánuði 180 kr. Verö i lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr.
íglerhúsi
Stjórnmálamenn eru ekki hátt skrifaöir á þessum
síðustu og verstu tímum. Þeir liggja undir því ámæli að
hafa ekki valdið forystuhlutverki sínu; ekki staðið undir
þeirri ábyrgð, sem af þeim er ætlast.
Þeir eru sakaðir um hrossakaup og satt er það að
margt í þeirra störfum ber vott um siöleysi og dæmalaus-
ar geðþóttaákvarðanir. Virðingin fyrir alþingi fer dvín-
andi og traust kjósenda á stjórnmálaflokkunum á undir
högg aö sækja.
Það er í þessu andrúmslofti, sem Vilmundi Gylfasyni
dettur það snjallræði í hug að stofna bandalag gegn
flokkunum. Hann rís upp, útvörður siðgæðis og heiðar-
leika, og segir flokkaveldinu stríð á hendur.
Nú er í sjálfu sér ekkert við því að segja að afl myndist,
sem vill uppræta spillingu og pólitíska samtryggingu;
sem vill hrista upp í stöðnuðu og sjálfumglöðu stjórnkerfi.
Stjórnmálaflokkarnir hafa gott af aðhaldi, og þeir geta
sjálfum sér um kennt, ef framboð á borð við Vilmundar-
bandalagið hlýtur byr.
Misbeiting valds, misnotkun á aðstöðu, misrétti í skjóli
flokkavaldsins er ögrun við lýðræði og heiðarlega stjórn-
arhætti, og hver sá, sem býður valdníðslunni byrginn, á
skilið brautargengi.
Hitt verða menn að taka með í reikninginn að margt
misjafnt er sagt um stjórnmálamenn, sem ósanngjarnt
er, og ómaklegt að alhæfa alla hjörðina þótt einhverjum
þeirra verði fótaskortur á siðgæðinu. Þingmenn upp til
hópa eru heiðarlegir menn.
Vilmundur Gylfason stundar alhæfingar. Hann er óspar
á atyröi og óbótaskammir, hvar og hvenær sem þing-
menn og flokkar misstíga sig.
Sum þeirra upphlaupa eru fræg.
Vandi Vilmundar eins og annarra siðapostula er hins
vegar sá, að þeir mega ekki gefa höggstað á sínu eigin
siðferðisvottorði, svo gagnrýnin falli ekki um sjálfa sig.
Nú hafa þær fréttir borist neöan úr þingi, að Vilmundur
Gylfason hafi sent þingskjöl og önnur pappírsgögn í þágu
Bandalagsins svo þúsundum skiptir út um borg og bæ.
Þessar sögusagnir hafa verið staðfestar. Hér er um aö
ræða prentun, pappír og póstburðargjöld, sem samtals
kostar sextíu og fimm þúsund krónur. Með öðrum orðum:
Bandalag jafnaðarmanna er rekið á kostnað alþingis.
Kosningaáróðurinn er kostaður af almannafé.
Víst hefur Vilmundur rétt til þess að bjóða sig fram til
alþingis. Hann, sem hver annar, getur stofnaö bandalög
og flokka að vild. En skörin færist hins vegar upp i bekk-
inn, þegar þingmaðurinn notfærir sér aðgang að skrif-
stofu alþingis til meiriháttar dreifingar í þágu síns fram-
boðs.
Það er freklegt brot á þeim siðareglum, sem jafnvel
flokkarnir virða og Vilmundur þykist berjast gegn.
Hvað sem sagt verður um alþingismenn að öðru leyti,
þá er það fáheyrt að þeir rugli saman reytum flokks og
framboðs annars vegar og starfssviði alþingis hins vegar.
Það er svo eftir annarri seinheppni, þegar þingheimur,
undir forystu Vilmundar, fer að mæla útgjöld af þessu
tagi í hálfum eða heilum þingveislum!
Væntanlega er Vilmundi Gylfasyni fullljóst, að sá býr í
glerhúsi, sem kastar steinum að flokksræðinu og ímynd-
aðri spillingu þess, en lætur sig á sama tíma ekki muna
um að skipa skrifstofu alþingis að dreifa fyrir sig 5000
þingskjölum í áróðurskyni.
Það sem helst hann varast vann, varð að koma yfir
hann.
ebs
þann hráskinnaleik sem tíökast á
kaupgjaldsmarkaönum, þegar sí-
endurteknar krónutöluhækkanir í
launaumslögum skeröa í raun tilut
þeirra í þjóöfélaginu, sem helst
þurfa þess meö aö kaupmáttur
þeirra aukist.
Þaö stóö heldur ekki á því aö
launahækkunin væri tekin til baka.
Raunar hefur sjaldan veriö eins
rösklega gengiö fram í því aö gera
þaö strax og jafngrímulaust og nú.
Þó er þaö aðeins byrjunin sem fólk
hefur fundiö fyrir. Gengiö á eftir að
falla, eða síga, eða skríða, eöa hvaö
sem menn vilja kalla þaö. Þegar
samið er um að borga fólki kaup meö
krónum, sem ekki eru til, þá veikist
gjaldmiöillinn um kauphækkunina.
Svo einfalt er þaö nú og enginn blekk-
ingaleikur getur breytt þeirri
staðreynd.
Um leiö og gjaldmiöillinn veikist
eykst auövitaö veröbólgan. Þá
hækka blessaðir vextimir svo enn
erfiðara og vonlausara verður aö
reka fyrirtæki og byggja hús. Og
ráöiö við þessu? Ég held aö viö
þekkjum þaö ÖE. Þaö verður bætt
fleiri krónum í launaumslagið næst
svo umboðsmenn launþega geti sagt
þeim aö þeir hafi hvergi látið deigan
... -4
Ferðamál:
Við sofum
á verðinum
Enginn íslenskur stjómmálaflokk-
ur hefur haft ferðamál á stefnuskrá
sinni. Þetta er undarlegt þegar þaö
er haft í huga aö öll lönd veraldar
leggja á þaö höfuðáherslu aö auka
feröamannastraum til landa sinna og
feröir innlendra um eigið land. Alls
staöar er það viðkennt aö feröamenn
gefa af sér gífurlegar tekjur og eftir
miklu er aö slægjast. Jafnfram þarf
einna minnsta fjárfestingu til mót-
töku þeirra miðað við fjárfestingu í
öörum atvinnugreinum.
Eg hef hlustaö aö stjómmálamenn
annarra landa spái því aö innan fárra
ára verði ferðamannaþjónusta (ekki
feröamannaiðnaður) oröin meira
viröi en olíuverslun sem nú skipar
fyrsta sess í alþjóðaviöskiptum.
Samt sofum við á veröinum hér
norður á íslandi. Enginn stjómmála-
flokkur viðurkennir staöreyndirnar.
Þorskurinn, síldin, loönan og fleiri
fiskar eru að hverfa eða þjóna ekki
auknum þörfum okkar, hvalurinn er
oröinn ,,gott” dýr sem ekki má
meiða, selurinn sömuleiðis, og sauð-
kindin okkar og afurðir hennar
standast ekki samkeppnina á al-
þjóöavettvangi o.s.frv. Hvaö eigum
viö þá aö gera okkur til framfærslu.
Feröamálin gætu gert betur.
Ýmsir mætir menn í feröaþjónustu
hafa talaö og skrifað um þessi mál en
oftast af slíkri hógværö og kurteisi aö
litiö mark er á þeim tekiö. Margir
hafa fallið í þá gryfju aö segja aö
gera þurfi framtíöaráætlanir og
heildarúttekt á feröamálum áöur en
nokkuð sé hægt aö aðhafast. Þarna
fara þeir villir vega. Margt hefur
þegar veriö sagt um þessi mál hér
heima og árið 1975 fór hér f ram rann-
sókn á vegum Sameinuðu þjóöanna
okkur aö kostnaðarlausu. Þessi
Checci-áætlun kom út í tveim bind-
Vitleysan veröur aö hafa sinn
gang — og fólkið brauð og leiki.
Þetta viröast vera einkunnarorö
íslenskra stjómvalda, nú þegar lýö-
veldiö er aö nálgast fertugsaldurinn.
Hvarvetna blasir upplausn við.
Ríkisstjórn er valdalítil og ráðþrota,
stjómarandstaöa virðist hugsa um
þaö eitt að styggja engan kjósanda
þær vikur sem enn eru fram aö kosn-
ingum, verðbólgan sem kveöa átti
niður vex hraöar en reiknimeistarar
hafa undan að skilja, og ætli einhver
að framfylgja lögum og reglum á
einhverju sviði ætlar allt vitlaust aö
veröa svo jafnvel sæmilega skyn-
samt fólk gerir sig aö hálfvitum í
alþjóðaáheyrn.
Stjórnleysið megin-
orsök vandans
Þaö er fremur dauft hljóöið í
mörlandanum á þessum útmán-
uöum. Fyrirtækin berjast í bökkum,
hvort sem það era einkafyrirtæki,
samvinnufyrirtæki eöa ríkisfyrir-
tæki. Hinn almenni launþegi óttast
atvinnuleysi og veit sem er að fleiri
krónur í vasa þýða ekki bætt kjör,
heldur aukna verðbólgu og um leiö
kaupmáttarskerðingu. Ég hefi aldrei
oröiö fyrir því fyrr aö heyra þaö nær
Kjallari
á fimmtudegi
Magnús Bjamfreðsson
samdóma álit almennra launþega aö
þeir séu hreinlega á móti kaup-
hækkun. En einmitt þetta stóö
yfirleitt upp úr fólki nú um síðustu
mánaðamót. Fólk er ekki svo skyni
skroppiö aö þaö sjái ekki í gegnum